Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001 R EQUIEM er ekki það sama og sálumessa. Hér á Íslandi er orðið sálumessa notað, en requiem þýðir bara hvíld og það orð skýrir betur nafnið á verk- inu.“ Það er Szymon Kuran sem hefur orðið. Það er ekki auðvelt að komast að þessum kunna fiðluleikara okkar. Hann býr í gömlu húsi í Þingholtunum og húsið er víggirt smíða- pöllum, hleðslusteinum og timburhlöðum því verið er að endurnýja það og byggja upp að nýju. Til að komast upp á efri hæðina þar sem Szymon Kuran býr, þarf að feta örmjóan, snar- brattan og heldur óárennilegan stiga, og þegar upp er komið blasa annars vegar við verksum- merki endursköpunarinnar, en hins vegar vina- leg og hlýleg stofa fiðluleikarans. Blúndulögð ofnhilla vekur strax athygli, en á henni og fyrir ofan hana eru gamar svarthvítar ljósmyndir og munir sem minna á pólskan uppruna húsráð- anda. Hann tyllir sér á sófann, og yfir honum vakir stórt blátt myndverk af pólskasta allra tónskálda, Chopin. En merki endursköpunar- innar eru meira en bara byggingaplast og timb- urstæður. Szymon Kuran hefur einnig verið að ganga í gegnum margvíslega endurnýjun í lífi sínu. Fyrir ári hætti hann í Sinfóníuhljómsveit Íslands en hann hafði leikið með hljómsveitinni allt frá því hann kom hingað til lands fyrir 17 árum. Það stendur til að spyrja hann um ástæð- ur þess en fyrst verður vikið að tilefni þessarar heimsóknar. Á morgun kl. 20 verður frumflutt í Kristskirkju í Landakoti Requiem eftir Szym- on Kuran fyrir karlakór, kvennakór, drengja- kór, barnsrödd og kammersveit, en auk þessa eru einleikarar á fiðlu, gítar, flautu og slagverk. Þá eru útgáfufyrirtækin Ómi og Edda einnig að gefa út geisladisk með þessu verki ásamt eldra verki eftir Szymon Kuran. Tónleikarnir verða endurteknir 1. maí kl. 20. „Ég samdi Requiem á árunum 1994–2000 og ég tileinka það vini mínum, Brynhildi Sigurð- ardóttur, sem dó úr krabbameini fyrir nokkr- um árum. Ég veit ekki hvað hægt er að segja um verkið. Það er margbrotið, byggt á Missae romanum, með þremur kórum og hljómsveit, en ég læt einleikshljóðfærin syngja sín hlut- verk eins og söngvarar gera í hefðbundnum sálumessum. Hlutverk kóranna er stundum óhefðbundið, tal og hvísl auk söngsins, en einn- ig syngur barn einsöng á pólsku.“ Það lítur út fyrir að erfitt verði að veiða upp úr tónskáldinu nánari lýsingu á verkinu og kannski er það bara gamaldags að vera að krefjast skilgreininga og skúffupláss fyrir lista- verk. „Þú verður bara að hlusta á verkið til að finna þetta út.“ Og þar með er ákveðið að það verði gert áður en heimsóknin er á enda. Sorgin kveikjan að verkinu En meira um tilurð tónsmíðarinnar. „Þett fór bara af stað sjálft og ég réð ekki við þetta. Ef ég fer nokkur ár til baka og rifja upp hvernig þetta var, þá gerðist þetta að Brynhild- ur kona Ólafs Þórðarsonar vinar míns dó úr krabba. Ég horfði upp á allan sársaukann og sorgina þegar hún var veik og þegar hún dó var komin á blað hjá mér tónlist sem varð til í þess- ari sorg. Þetta verk var flutt við útför Brynhild- ar en það vildi ekki stoppa og ég varð að halda áfram. En það tók mig sex ár að ljúka verkinu sem er þannig byggt á þeim sársauka að missa vin. Það kemur oft fyrir mig að atburðir í lífi mínu verða kveikja að tónsmíðum.“ Það er ekki á hvers manns vitorði að Szymon Kuran semji tónlist. Hann er löngu landsþekkt- ur fyrir fiðluleik sinn. Þar hefur hann sýnt sig í glímu við ólíkustu stíla og stílbrigði tónlistar- innar; hann hefur leikið með Sinfóníuhljóm- sveitinni, með Kuran Swing, Kuran kompaní, með Reyni Jónassyni harmónikkuleikara og í kammermúsík af öllum gerðum. En tónsmíða- ferillinn hefur farið fremur hljótt. „Ég hef samið tónlist árum saman, – já, allt frá barnæsku. Ég sem þó ekki mikið. Ég er fljótur að fá hugmyndir og koma þeim á blað, en það getur tekið mig mörg ár að vinna úr þeim. Ég geri endalausar lagfæringar og breytingar. Ég er að mörgu leyti minimalisti og vil nota sem minnst af nótum í verkum mínum. Sama með málið, mér finnst maður eigi að nota sem minnst af orðum og koma því frá sér sem maður ætlar á sem skýrastan og einfaldastan hátt. Ég verð stundum hissa á hvað sum tónskáld geta samið mörg verk á ári, ég skil ekki hvernig það er hægt. Hjá mér tekur það alltaf rosalega langan tíma að klára; – verða saddur og klára. Annars lærði ég að skrifa nótur áður en ég lærði að draga til stafs. Ég hef samið alls konar tónlist, kammertónlist ýmiss konar, sinfónísk verk og einsöngslög. Sumt þessara verka hefur verið flutt hér heima eða í útlöndum en önnur eru enn í skúffunni og bíða síns tíma.“ Það kann einhverjum að koma á óvart að fiðluleikarinn skuli hafa verið að semja tónlist öll þessi ár og svo lítið borist á á þeim vettvangi; fiðlan hefur jú verið lifibrauð hans. Engu að síð- ur skynjar maður sterkt að tónsmíðarnar eru stór og mikilvægur hluti af tónlistarmanninum Szymoni Kuran og honum er annt um að rækta í sér tónskáldið. En hvor þessara þátta á sterk- ari ítök í honum, tónskáldið eða fiðluleikarinn. „Þessu get ég engan veginn svarað. Ég hef gert þetta jöfnum höndum allt mitt líf og ég mun deyja með þessi öfl stríðandi í mér, án þess að geta valið annað hvort umfram hitt.“ Í stofunni hjá Szymoni Kuran ber ekki mikið á því sem helst minnir á tónlist; geisladiskum. Fiðlurnar hans kúra í töskum sínum uppi við vegg, en á kommóðu við sófann er lítill ferða- geislaspilari, tengdur við magnara sem lítur út fyrir að vera kominn til ára sinna. Maður veltir því fyrir sér hvort maður sem er að brasa í tón- list alla daga hafi nokkurn tíma aflögu til að hlusta á tónlist. „Jú, jú, það geri ég þegar ég hef tíma og það finnst mér algjör veisla. Mér finnst sérstaklega gaman að hlusta á eitthvað sem er ekki mjög kunnuglegt, eitthvað sem er persónulegt. Ég er fiktari í eðli mínu og leita gjarnan í það sem er orginal. Ég sæki mjög mikið í það sem er per- sónulegt í öllum listgreinum. Mér finnst það mikilvægast í listinni þegar fólk gerir hlutina upp á eigin spýtur og á sinn persónulega hátt, og þessu leita ég líka sérstaklega að í tónlist- inni.“ Aðspurður hvort hann telji sig vera undir áhrifum frá merkum skóla pólskrar tónlistar á tuttugustu öld, segist Szymon Kuran ekkert vita hvernig því skuli svarað. „Ég sækist eftir að nota persónulegar aðferðir. Auðvitað heyrði ég tónlist pólsku tónskáldanna mikið áður en ég flutti út og það sem maður upplifir í æsku býr alltaf með manni. Þessi pólski andi býr örugg- lega í mér en öðru vísi get ég ekki svarað þessu. Ég fer alltaf mínar eigin leiðir í tónlistinni og reyndar lífinu öllu.“ „Ljóti unginn að austan“ Szymon Kuran hefur búið á Íslandi í 17 ár. Hann kom hingað frá Englandi þar sem hann hafði stundað tónlistarnám. „Maður náði bara ekki andanum, það var svo mikið að gerast hérna. Sumir hér hálfskamm- ast sín fyrir þetta litla samfélag en það er með ólíkindum hvað margt hefur gerst hér og hvað mikið er að gerast í tónlistinni í dag. Og þetta fer enn vaxandi! Það var mjög áhrifamikið að koma hingað og jákvætt fyrir mig.“ Það var Sinfóníuhljómsveit Íslands sem dró Szymon Kuran hingað til lands. Hann var í námi í Englandi, dvalarleyfi hans þar var að renna út er hann sá auglýsingu frá hljómsveit- inni um að staða fiðluleikara væri laus. „Í Englandi var ég ljóti unginn að austan, með passa sem var að renna út, og á þeim tíma var ekki möguleiki á að semja um framleng- ingu. Ég sótti um starfið og fékk það eftir prufuspil, og kom til Íslands án þess að hika. Ég var mjög feginn að geta fengið að lifa af tón- listinni. En nú er ég er steinhættur að spila í Sinfóníunni. Um leið er ég afar þakklátur fyrir árin mín þar. Það var bara komin í mig lang- tímaþreyta og löngun til að breyta um stefnu í lífi mínu. Ég ákvað að lifa lífi mínu áfram á þann hátt sem ég sjálfur kýs. Samt sem áður starfa ég áfram við fiðluleik, þótt fasta starfinu sleppi, en auk þess er ég að semja tónlist. Það er ekki hægt að segja að ég búi í höll hérna; svona ákvörðun hefur sína kosti og galla, en þetta var lífsákvörðun sem ég varð að taka með öllum af- leiðingum. En ég má til með að skila þakklæti til Starfsmannafélags hljómsveitarinnar sem kvaddi mig með styrk sem leyfði mér að hefja upptökurnar á Requiem og stíga þannig fyrsta skrefið að því sem nú er orðið að veruleika. Annars á ég líka mikið að þakka nánustu vinum mínum og frábæru og mannlegu fólki í Krabba- meinsfélaginu; þessu fólki á ég það að þakka að það tókst að koma þessu verki á enda, með út- gáfu disksins og útgáfutónleikunum um helgina. Allt þetta fólk sannaði fyrir mér að það er hægt að framkvæma óframkvæmanlega hluti.“ En hvernig stóð á því að Krabbameinsfélagið ákvað að taka þátt í þessu viðamikla verkefni? „Ég held bara að einhver hafi nefnt þetta við einhvern og orðið farið af stað, og það vakti strax áhuga. Persónulega hefur Vigdís Finn- bogadóttir veitt mér mikinn andlegan stuðning við þetta verkefni og hún var ein af fyrstu manneskjunum sem fékk að heyra verkið.“ Szymon Kuran hlær að spurningunni um það hvort hægt sé að lifa af tónlist á Íslandi. „Ég er að minnsta kosti enn lifandi,“ segir hann, en bætir við að þetta geti verið flókið. Margir geri sér ekki grein fyrir því að tónlistin sé starf. Það komi fyrir að hann sé beðinn að spila og fólki finnist hann eiga að gera það ánægjunnar vegna og það eigi að duga.“ Ísland varð mér strax heimili Það er mikið talað um þann fjölda Pólverja sem hingað sækja í fiskvinnslu. En þó eru pólskir tónlistarmenn starfandi hér á landi ekki síður fjölmennir miðað við umfang greinarinn- ar. Tveir aðrir pólskir fiðluleikarar störfuðu með Szymoni í Sinfóníuhljómsveitinni og starfa þar enn og hann segir að á tímabili hafi pólsku tónlistarmennirnir í hljómsveitinni jafnvel ver- ið fleiri. En skyldi taugin til föðurhúsanna aldr- ei hafa togað það sterkt í Szymon Kuran á þess- um sautján árum að það hafi hvarflað að honum að flytja aftur heim. „Ég hef hugsað um þetta en þó ekki mjög al- varlega held ég. Ég á heima hérna á Íslandi og á mín þrjú börn hér. Maður á heima þar sem börnin manns eru, finnst mér. En til viðbótar við þetta þá varð Ísland mér strax heimili; það varð mér og var mér heimili alveg frá upphafi. En ég finn sterk andleg tengsl milli Íslands og Póllands.“ Szymon Kuran tekur fram ljósmyndir af börnum sínum á ferð með honum á æskuslóðir hans í Póllandi síðasta sumar. Hann talar um börnin sín af mikilli væntumþykju og hlýju og segir að næsta verk hans verði ballett fyrir dótturina Önnu Kolfinnu sem er að læra að dansa. Við skoðum myndirnar og Szymon Kur- an stendur upp til að setja Requiem sitt af stað í spilaranum. Höfugir tónar djúpra karlakórs- radda stíga upp í loftið og fléttast reyknum úr pípu tónskáldsins. Szymon Kuran, tónskáld og fiðluleikari, segist fara sínar eigin leiðir í lífi og starfi og stórbrotið tónverk hans er sannarlega óræk sönnun þess. „ÉG FER MÍNAR EIGIN LEIÐIR“ Um helgina verður frumflutt í Kristskirkju í Landakoti Requiem eftir Szymon Kuran. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR heimsótti Szymon og ræddi við hann um stríðið milli tón- skáldsins og fiðluleikarans; tónlistina, sorgina og lífið. Morgunblaðið/ÁsdísSzymon Kuran Szymon Kuran, systurdóttirin Malgozia Rozbiecka, hundurinn Rex og börnin þrjú, Jakob Kuran, Szymon Héðinn Kuran og Anna Kolfinna Kuran. Myndin er tekin í Póllandi í fyrrasumar. begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.