Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. JÚNÍ 2001 Í SUMARBYRJUN annað hvert ár fer íslenskur listamaður með verkin sín á Feneyjatvíæringinn, sem fulltrúi lands og þjóðar á einni mikilvægustu listsýn- ingu í heimi. Framlag hans skiptir verulegu máli fyrir íslenskan listheim, enda er tvíæringurinn eina opinbera stefnumót íslenskrar listar á alþjóð- legum vettvangi, sem hefð hefur komist á fyrir tilstilli menntamálaráðuneytisins. Á tvíæringnum gefst því afar mikilsvert tæki- færi til að sýna umheiminum hvað er að ger- ast hér á landi, ekki síður en til að gefa ís- lenskum listamönnum tækifæri til að vinna verk í víðara samhengi en færi gefst á hér í fámenninu. Þeir listamenn sem héðan hafa ratað til Feneyja leggja því að sjálfsögðu allt sitt undir og fulltrúi Íslendinga að þessu sinni, Finnbogi Pétursson, er engin undan- tekning hvað það varðar. Hann fékk boðið með góðum fyrirvara, segir enda að ekki veiti af hálfu ári til að vinna að svona verkefni. Honum sýnist sem aðrar þjóðir leggi mikið upp úr því að hafa tímann fyrir sér við skipu- lagið og ekki sé óalgengt að um leið og búið er að útnefna einn listmann sé hafinn und- irbúningur að þar næsta vali. „En það er ekki hægt að afþakka svona boð,“ segir Finnbogi þegar hann er spurður um tildrög þátttöku hans, „þetta er svo að segja stærsti viðburður á sviði lista í heim- inum og þess vegna voðalega erfitt að segja nei. Bókstaflega allir sem hafa eitthvað að segja í hinum alþjóðlega listheimi mæta til leiks. Þegar mér var boðið hafði ég þó þann fyrirvara á, að ég vildi fá að skoða staðinn áð- ur en ég tæki ákvörðun. Það varð því úr að ég heimsótti Feneyjar í ágúst síðastliðnum og hef haft dágóðan tíma til að móta hugmynd- ina, en það skiptir verulegu máli.“ Hljóðið sem efniviður í sjónrænt ferli Finnbogi hefur allt frá því upp úr 1980 unnið með óvenju afstæðan miðil í sinni myndlist, þ.e.a.s. hljóð. Orðspor hans, bæði hér heima og erlendis, tengist því frumleika þeim sem verk hans búa yfir, ekki síður en krafti þeirra og fagurfræðilegri útfærslu. Hljóðverk hans hafa verið af ýmsum toga í gegnum tíðina. Þau geta vísað til þeirrar reynslu sem áhorfandinn geymir í minni sér, svo sem skref eða dansspor; byggt á speglun hljóðsins í hlutlægum veruleika þar sem hljóðbylgjur verða sýnilegar, t.d. í vatni eða málmi; eða hreinlega gengið út á uppbygg- ingu óhlutbundins hljóðskúlptúrs í huga áhorfandans, þar sem hljóðið hreyfist á milli margra hátalara þar til það að lokum myndar ákveðið form í huga hans. Sá hluti verka Finnboga sem er sýnilegur, er ætíð mjög markviss og vel útfærður, enda nauðsynleg undirbygging þeirra mynda sem hljóðið tekur á sig í huga þess sem horfir og hlustar. Þrátt fyrir huglægni slíkra mynda vísar listamaðurinn sjálfur til þeirra sem „teikninga“ eða „skúlptúra“, en auðvitað er um að ræða form sem ekki eru mynduð með sýnilegum ummerkjum, heldur með ósýni- legum hljóðbylgjum. Eða, svo vitnað sé í lýs- ingu bandaríska listfræðingsins Gregory Volk, á þessum þætti verka Finnboga, í sýn- ingarbæklingi þeim sem gefinn hefur verið út í tilefni tvíæringsins: „Ef hljóð væri sýnilegt, hreyfingar þess í ýmsum bylgjum, íburð- arlaus en um leið hrífandi formin sem það myndar, þá gæti maður séð skúlptúra hans.“ Finnbogi segir að hann hafi alltaf haft sér- stakan áhuga á hljóði sem efniviði í myndlist. „Þessi tvö skilningarvit, hljóð og sjón, eru mjög nálægt hvort öðru sem heilastöðvar. Það er eftirtektarvert að fólk sem er að vas- ast í myndlistarnámi hefur mjög oft farið í gegnum tónlistarnám, leikur á hljóðfæri eða er bara hreinlega lagvisst. Þann tíma sem ég hef verið viðloðandi myndlistarskóla, bæði sem nemandi og kennari, hef ég orðið vitni að því að fólki finnst það verða að velja á milli þessara tveggja greina. Valið reynist mörg- um erfitt og mörg dæmi eru um að fólk hefði kannski betur valið það sem það hafnaði, en hefur einhvern veginn látið tíðarandann marka framtíðina fyrir sig. Sjálfur hef ég ekki lært á hljóðfæri, en spilaði samt mikið þegar ég var ungur, svo þessi togstreita bjó vissulega einnig í mér þegar ég var að hefja minn myndlistarferil. Ég tók því ákvörðun mjög snemma um að reyna að sameina þetta tvennt.“ Bernskubrek sem fól í sér lausn „Mig rekur meira að segja minni til atviks, frá því að ég var níu ára gamall, sem varð kveikjan að mínum tilraunum með hljóð,“ segir Finnbogi og brosir. „Ég var eins og margir krakkar að fikta við straumbreyti fyr- ir bílabraut, dundaði við að tengja hann við nagla, mótora, perur og eitt og annað. Svo prófaði ég einu sinni að tengja straumbreyt- inn með nagla við hátalara og fékk úr honum óskaplega fallegt hljóð. Ég hlustaði á það í lengri tíma og gerði ýmsar tilraunir án þess þó í rauninni að vita hvers eðlis hljóðið var. Að lokum leiddi svo fiktið til þess að ég fékk straum í mig svo ég varð hálfhræddur við græjurnar og hætti tilraununum. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég áttaði mig á því að þessi reynsla bjó alltaf í mér, kannski hef- ur hún hreinlega virkað eins og elektrónísk meðferð sem brenndist í minnið,“ segir hann og hlær. „En ég uppgötvaði sem sagt um síð- ir að það sem ég heyrði forðum var bara þessi 50 riða púls í rafstraumnum. Þetta bernskubrek situr alltaf mjög fast í mér – í því var fólgin lausn sem hafði töluverða þýð- ingu fyrir mig. Ég fann strax á mér að það yrði eitthvað úr þessu. Enda eiga ýmis minni verk sem ég hef verið að vinna í gegnum tíð- ina meira og minna rætur sínar að rekja til þessarar uppgötvunar minnar sem barn.“ Að stórum hluta til fjalla verk Finnboga um það hvernig við upplifum form í rými og til þess notar hann tímahugtakið. Því hljóð er auðvitað ekki til án tíma og með verkum sín- um skerpir Finnbogi ekki aðeins vitund okk- ar gagnvart þeim hlutlægu formum sem við sjáum, heldur opnar – þeim sem gefa sér tóm til að hlusta – nýjan heim forma sem aðeins taka á sig „sýnilega“ mynd í víddum hug- skotsins þá stund sem við hlustum. Þannig leikur hann sér með hljóðið sem sjónrænt ferli geómetrískra forma í afmörkuðu rými, og ögrar innri sýn okkar með því að láta formin hreyfast og leysast upp. „Uppsetningar mínar á hátölurum, sem ég set ýmist á vegg eða gólf, eru af sama toga og þetta bernskubrek þótt þær séu að sjálf- sögðu meðvitaðar og mótaðar. Ég vinn með ákveðna hreyfingu sem verður eins og teikn- ing eða skúlptúr sem myndast meðal hátal- aranna. Ég nota þá t.d. 220 volt sem ég breyti í 5 volt, auk þess sem ég beini straumnum í farveg af einhverju tagi svo hann myndi fyrirfram ákveðin form. Verkið sem slíkt, er því í raun sannri einungis um- breyting á þessari ósýnilegu orku, rafmagn- inu sem fæstir vita hvað er. Enda er rafmagn mjög erfitt sem efniviður eða miðill, það læt- ur illa að stjórn nema með allskonar köplum og dóti. Og ef það er ekki virkjað á þann máta verður fjandinn laus. Ég móta það með því að beina því eftir ákveðnum leiðum – en er hreint ekkert einn um það. Útvarpstæki gerir það sama, segulbandstæki, geislaspil- arar og allt mögulegt þess háttar,“ útskýrir hann hógvær. Áleitnar spurningar um tilvist þess huglæga Þó Finnbogi líki hugsun sinni við hvers- dagsleg heimilistæki, er óhætt að segja að hann veki upp afar áleitnar spurningar um tilvist þess huglæga í verkum sínum. Hvað það varðar á myndlist hans sér rökréttan stað í listasögunni. Því ef litið er til mynd- listar módernistanna má sjá að þeir höfnuðu MUNURINN Á ÞVÍ AÐ HEYRA OG HLUSTA Finnbogi Pétursson er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum í ár, en sýning hans var opnuð í gær. Verkið sem hann sýnir heitir „Diabolus“, en það er einskonar skúlptúr sem felur í sér allt í senn; tíma og rými, hljóð, orku og tíðni, auk sögulegrar tengingar á milli fortíðar og nútíðar. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR fylgdist með undirbúningi Feneyjaferðarinnar um nokkurt skeið og fékk Finnboga til að segja frá þróun sinni sem listamaður og kveikjunni að þessu stórbrotna verki sem ómar nú á Ítalíu sem huglæg vísun í ritskoðun og tjáningarfrelsi. Hér gefur að líta orgelpípuna í enda ganganna sem gefur frá sér annan tón verksins, sem er 44.8 rið. Hann er myndaður með loftstraumi sem kemur út fyrir miðju pípunnar. Innan í og undir pípunni er síðan lágtíðni-hátalari er myndar hinn tón verksins, sem er 61.8 rið. Saman mynda þeir tónbilið „dibolus in musica“ sem verkið byggist á. Finnbogi Pétursson myndlistarmaður þegar hann var rétt að hefja smíðar á orgelpípunni fyrir verkið „Diabolus“, í janúar síðastliðnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.