Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. JÚNÍ 2001 5 „frásagnarmyndlist“ fyrri tíma er byggði á vísunum í goðsagnir, sögulegan veruleika, trúarbrögð eða bókmenntir. Jafnframt kemur í ljós að módernistarnir reyndu að hefja til vegs margvíslegar tilraunir til að leysa upp eða útrýma vísunum í slíkan þekkjanlega veruleika, allt þar til listin fór að hverfast um sig sjálfa sem einstakt og sjálfstætt fyr- irbrigði. Listin var þannig frelsuð frá því hlutverki að hafa nokkra aðra merkingu en þá er tengdist listrænum forsendum. Mestöll samtímalist er í samræmi við þessa þróun; sí- fellt meiri sértekning listaverksins sem slíks hefur leitt til þess að iðulega er ekkert eftir nema frumþættir listsköpunarinnar og það ferli sem fólgið er í því að búa það til. Finn- bogi tekur það ferli jafnvel enn lengra en flestir því hluti sköpunarverks hans á sér beinlínis stað í hugarheimi áhorfandans; þeg- ar hljóðið tekur á sig ákveðið form. Hið hug- læga verður að sjálfsögðu ekki áþreifanlegt, en honum tekst að kalla það fram þar til það verður næsta sýnilegt. „Það sem ég reyni að gera er að nálgast þá orku sem maður getur ekki séð en finnur fyr- ir,“ segir Finnbogi þegar hann er inntur eftir þessum huglæga þætti verka sinna. „Ég nota efni á borð við rafmagnið eða vindinn og móta eitthvað úr því. Undanfarin ár hafa verkin mín haft tilhneigingu til að byggja á lægri og lægri hljóðum, því ég hef lagt mikla vinnu í að stemma þau þannig af að þau ryðj- ist ekki inn í vitund fólk með offorsi og látum. Jafnframt hef ég leitast við að dempa þau heldur ekki það mikið að þau nái ekki til áhorfandans. Í raun hef ég því reynt að ramba svona á jaðrinum, svo áhorfendur flýi ekki burt heldur staldri við og leyfi verkinu að ná tökum á sér. Sannleikurinn er sá að það er ekkert mál að heyra, en það getur ver- ið óskaplega erfitt að hlusta. Það er með verkin mín eins og svo margt annað að maður grípur ekki alltaf það sem verið er að flytja manni, hvort sem um er að ræða stemmn- ingar í tónlist, textum eða öðru.“ „Annars finnst mér verkin mín í rauninni alltaf verða hlutlæg, þegar ég er búinn að koma þeim í framkvæmd og setja þau upp þar sem þau eiga að vera,“ segir Finnbogi. „Því fyrir mér hefst ferlið með afar óljósri hugmynd sem síðan hlutgerist í fullunnið verk. Verkið er að mótast fram á síðustu stundu og styrkist jafnframt um leið. Það má lýsa því sem svo að ég hafi óljósan grun tengdan hugmynd í upphafi og vinnuferlið fari svo í að finna út hvort sá grunur reynist á rökum reistur eða ekki. Ef til vill er þetta eðli sköpunarferlisins hjá öllum. Stundum er eins og hugmyndir séu á sveimi í kringum mann og þá er spurningin bara sú hvaða listamaður sé fyrstur að teygja sig eftir þeim og góma þær. Það er eins og til sé eitthvert sammannlegt hugarflæði því fólk er að detta niður á sömu hugmyndirnar út um allan heim. Svo vinnur hver úr þeim eftir sínu höfði.“ Hlutlægur ferhyrningur er líka huglægur hringur Það mikla umburðarlyndi fyrir nýjungum sem einkennt hefur myndlist síðustu áratuga hefur leitt af sér tilraunir á afar víðu sviði, í miðlum sem eru langt utan við hefðbundið málverk eða skúlptúra. Þessar tilraunir spanna meðal annars listsköpun þar sem hið eiginlega listaverk er jafnvel ekki til staðar, nema sem hreyfing eða hljóð frammi fyrir áhorfendum, sem stundum geta verið þátt- takendur í listferlinu eins og gerst í verkum Finnboga. Tilraunir til að skilgreina verk hans hafa oft leitt til samanburðar við hug- myndalist og naumhyggju enda á list hans það sameiginlegt með hugmyndalistinni að þjóna sem kveikja að ákveðnum hugsana- tengslum hjá áhorfandanum. Sjálfur kannast hann vel við þessa samlík- ingu en bendir jafnframt á, að öfugt við það sem oft gerist í hugmyndalist þar sem texti eða heiti verks þjónar sem tenging á milli hins hlutlæga verks og hinnar huglægu vís- unar, þá skíri hann yfirleitt verkin sín bók- staflega eftir því sem þau eru. „Ég skíri t.d. verk „Hring“ af því að hljóð sem ég læt dynja á vatni myndar hring,“ útskýrir hann. „Sömu- leiðis kalla ég verk „Línu“ af því að hljóðið myndar línu; beina línu og brotna línu. Ann- ars má segja að sá tími sem hefur liðið frá því að ég byrja að vinna sem myndlistarmaður fyrir tuttugu árum, hafi meira og minna allur farið í það að taka til. Í það að hreinsa út það sem skiptir ekki máli í verkunum, en það er mesta vinnan í mínu tilfelli. Frumhugmynd að verki kemur á augnabliki, en henni fylgir alltaf mikið aukreitis sem ég þarf svo að sort- era frá. Það má líkja þessu við það þegar skotið er af haglabyssu á vegg. Þá myndast óteljandi göt sem þarf að fylla upp í svo hægt sé að gera sér grein fyrir hvert krafturinn úr skotinu beindist nákvæmlega. Þegar þeirri vinnu er lokið er líklega bara eitt gat eftir. Það er gatið sem ég hef áhuga á.“ Finnbogi segir uppsetningu verka sinna bera ljóst vitni um þessa hreinsunarvinnu. „Uppsetningin er mjög beinskeitt, en sú þró- un hefur kannski orðið ofan á hjá mér vegna þess að fólk sýnir svo þjálfuð viðbrögð við sjónrænu áreiti. Flestir þola töluvert flókna mynd, hvort heldur sem það er í myndlist eða bara í umhverfinu almennt. Fólk er mun næmara fyrir því sem það sér, heldur en fyrir því sem það heyrir. Með uppsetningunni á verkunum mínum reyni ég að hægja á öllu með því að forðast allt sem truflar og þannig framkalla ég átakalausa upplifun. Ég þoli t.d. ekki víra eða svoleiðis óreiðu, heldur skil við verkin þannig að áhorfandinn fái þægilega til- finningu þegar hann virðir þau fyrir sér. Það sem ég sýni er iðulega bara hreint geómetr- ískt form; ferningur eða lína, sem áhorfand- inn er mjög fljótur að afgreiða. Að því loknu getur hann einbeitt sér að því að hlusta sem er miklu flóknara ferli. Í hljóðinu leyfi ég mér nefnilega að sleppa alveg fram af mér beisl- inu. Þar getur ríkt algjör óreiða sem þó von- andi kveikir á hugmyndum um form – eða jafnvel á öðrum hugmyndum sem hafa verið að vefjast fyrir viðkomandi lengi og losna úr læðingi við upplifunina. Mér gæti því dottið í hug að láta áhorfandann horfa á verk sem lít- ur út eins og ferhyrningur, en jafnframt gert tilraun til að sannfæra hann um, að með hljóðinu sem kemur úr ferhyrningnum, sé hann að upplifa hring. Þannig geta tvö geó- metrísk form unnið saman í einu verki, þó annað sé hlutlægt en hitt huglægt. Til þess að áhorfandinn fái þessa tilfinningu verður þó að finna rétt jafnvægi í uppsetningunni. Verk sem ég var með í New York fyrr í vor, var einmitt af þessum toga. Þar náði ég að fela alla víra svo það eina sem sást voru hátal- arar. Þeir mynduðu beinar krosslínur, en hljóðið úr þeim myndaði tvo samsíða hringi. Með vissu millibili fór annar hringurinn að-Þrívíð vinnuteikning af verki Finnboga í skálanum sem Aalvar Alto hannaði í Feneyjum. Morgunblaðið/Jim Smart „Það sem ég reyni að gera er að nálgast þá orku sem maður get- ur ekki séð en finnur fyrir.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.