Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Síða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. JÚNÍ 2001 P ÍSLARSAGA síra Jóns Magnús- sonar er meðal merkustu sam- tímaheimilda sautjándu aldar um hugarfar sveitaprests sem hrærðist í galdrafárinu miðju, undirlagður af galdri og djöfli, eins og hann sjálfur lýsir líðan sinni. Hann hóf málarekstur í einu frægasta galdramáli brennualdar, Kirkju- bólsmálinu svokallaða. Urðu tiltektir prests til þess að feðgar tveir, Jón og Jón Jónssynir voru báðir leiddir á galdrabál og brenndir til dauðs á sumardaginn fyrsta árið 1656, sakaðir um að hafa hleypt djöfulsógnum á heimili síra Jóns Magnússonar að Eyri í Skutulsfirði. Í framhaldi af brennu þeirra feðga hóf klerkur málssókn á hendur Þuríði, dóttur og systur þeirra Jóna, en hafði ekki erindi sem erfiði. Þuríður hóf gagn- sókn og kærði síra Jón fyrir ofsóknir 1658. Virð- ist sem þá hafi tekið að halla undan fæti fyrir klerki, dómar og ályktanir tóku að falla honum í óhag, og málsóknin bar ekki þann árangur sem að var stefnt. Undi klerkur því illa, settist við skriftir og samdi hina frægu Píslarsögu um til- drög og framvindu málsins fram til haustins 1658. Píslarsagan er varnarskjal, samið í hring- iðu atburða, og lýsir á einstæðan hátt sálarlífi Jóns Magnússonar og líkamlegri líðan hans. Er síst ofmælt hjá Daða fróða Níelssyni að klerkur hafði mikla trú á fyrirburðum, og þóktist oft sjá sjónir kynjalegar, oft þóktist hann líka verða fyrir árásum af galdramönnum, og var því mik- ill óvin þeirra eins og segir í Samtíningi Daða um presta Skálholtsstiftis (MVS 2001, bls. 9). Útgáfa Píslarsögunnar Píslarasagan hefur tvisvar sinnum birst á prenti áður. Fyrst í útgáfu Sigfúsar Blöndal (Reykjavík 1914), síðar Sigurðar Nordals (1967). Hún er ekki til í frumhandriti, heldur af- skrift sem varðveist hefur í Konunglega bóka- safninu í Kaupmannahöfn frá því á fyrri hluta átjándu aldar (Ny kgl. Samling 1842 4to). Þessi merkilega ritgerð birtist nú í þriðja sinn, að þessu sinni er það Mál og menning sem gefur út. Matthías Viðar Sæmundsson bókmennta- fræðingur bjó sjálfa Píslarsöguna til útgáfu en Þórður Ingi Guðjónsson og Jón Torfason, hand- ritafræðingar hafa haft veg og vanda af með- ferð og úrlestri handrita í viðaukum þeim sem fylgja útgáfunni. Er þar um að ræða ýmsar sautjándu aldar heimildir sem sumar hverjar hafa ekki verið gefnar út áður; dóma, úrskurði, embættisbréf, ályktanir, visitasíur o.fl. Virðist sem aðstandendur útgáfunnar hafi tekið upp í ritið þær heimildir sem þeir fundu án þess að um eiginlegt val sé að ræða. Þetta kemur þó ekki að sök. Viðaukarnir fylla vel upp í það sem áður hefur verið birt um tíðaranda sautjándu aldar; þó að þeir bæti fáu við sjálfa Píslarsög- una varpa þeir ljósi á orðræðu og hugarfar þess tíma sem hún spratt úr. Virðist vel að útgáfunni staðið á allan hátt og góð grein er gerð fyrir rit- háttum, úrlestri, textameðferð o.fl, sem virðist að mestu hafa hvílt á Þórði Inga Guðjónssyni. Hér er því margt hnýsilegt efni, og augljóst að aðstandendur útgáfunnar hafa vandað til verks- ins. Píslarsögunni fylgir auk þess greinargott yfirlit Matthíasar Viðars Sæmundssonar um Ævi séra Jóns Magnússonar og þráð helstu at- burða (bls. 950). Nafnaskrá fylgir ritinu ekki hnökralaus en vel nothæf þó ásamt handrita- skrá. Heimildaskrá er hinsvegar engin og er það til ama fyrir fræðimenn sem myndu vilja sjá heimildagrunn verksins á einum stað. Hins- vegar er vel vitnað til í neðanmálsgreinum og bætir það nokkuð úr. Fyrir utan sjálfa Píslarsöguna, dóma og úr- skurði, bréf, ályktanir, visitasíur og fleira, gefur í þessu riti að líta allviðamikila ritgerð eftir Matthías Viðar sem hann nefnir Galdur og geð- veiki. Um píslarsögur og galdrasóttir á sautjándu öld (343420). Hér leitast hann við að gera upp við ýmsar kenningar og túlkanir sem fram hafa komið í umfjöllun um hið svokallaða galdrafár sem geisaði í Evrópu frá fimmtándu og fram yfir sautjándu öld, með þekktum afleið- ingum hér á landi, þar sem 25 Íslendingar voru um síðir brenndir á báli. Matthías fjallar fyrst um djöflafræði kirkj- unnar sem varð hugmyndagrunnur galdraof- sóknanna víðast hvar í Evrópu, einkum útfrá hugmyndum um sturlun og sjúkdóma (bls. 343- 353). Dregur hann að því loknu sjónhringinn heim til Íslands og tekur til við þær sjúkdóms- kenningar sem hann kallar svo og hafa komið fram í umfjöllun hérlendra um líðan síra Jóns Magnússonar og atburðina ömurlegu í botni Skutulsfjarðar 1656 (bls. 353-420). Verður ekki hjá því komist hér að gera nokkra grein fyrir ritgerð Matthíasar og taka afstöðu til hennar í samhengi við umfjöllun bókarinnar að öðru leyti. Nornahamarinn og áhrif hans Árið 1486 kom út í Köln, að tilhlutan Inn- ocentíusar páfa VIII., rit eftir tvo svartmunka, Jakob Sprenger og Hinrik Kramer að nafni. Rit þetta, Malleus Maleficarum Maleficas, hefur verið nefnt Nornahamarinn á íslensku (Summ- ers 1970/1928). Er óhætt að fullyrða að ekkert rit hafi haft jafn víðtæk og óhugnanleg áhrif á galdraofsóknirnar í Evrópu, enda er þar lagður sá hugmyndafræðilegi grundvöllur sem síðar var stuðst við í sambandi við rannsókn og með- ferð galdramála í álfunni. Enda þótt oft sé til Nornahamarsins vitnað í umfjöllun fræði- manna um þetta tímabil, hafa efnistökum rits- ins hvergi mér vitanlega verið gerð ítarleg skil í íslenskri umræðu, utan einu sinni (Ólína Þor- varðardóttir 2000, bls. 32-47). Hverjum þeim sem kynnt hefur sér Nornahamarinn og sögu hans er þó fullljóst hvílík áhrif hann hafði á skrif annarra kirkjunnar manna fram á sautjándu öld. Þetta fer ekki fram hjá Matthíasi Viðari sem viðurkennir að djöflafræðirit hafi á þessum tíma verið rituð hvert eftir öðru eftir hentug- leikum, oft án þess að getið væri heimilda, eins og hann bendir sjálfur á (bls. 381, nmgr). Hins- vegar eyðir hann talsverðri orku í að véfengja að Nornahamarinn hafi haft áhrif á skrif hér- lendra fræðimanna. Einkum er honum í nöp við þá hugmynd að séra Páll Björnsson, prófastur í Selárdal, hafi litið það augum, enda þótt greina megi allaugljós rittengsl við Nornahamarinn í einni hans þekktustu ritsmíð, Character bestiæ (Lýður Björnsson 1976). Þó að Matthías komi sjálfur auga á þessi tengsl (bls. 394-95) kýs hann fremur að beina athyglinni að riti Johanns Weyers De præstigiis dæmonum sem kom út eftir miðja sextándu öld og er allt að því hundr- að árum yngra rit en Nornahamarinn. Rök- semdir Matthíasar fyrir þessum úrslætti eru þó harla veikar, eftir því sem best verður séð. Ekki er vitað til þess að rit Johanns Weyers hafi ver- ið í eigu Páls í Selárdal fremur en Nornaham- arinn, og hvorugt ritið er að finna í bókaskrá Brynjólfs biskups Sveinssonar (Jón Helgason 1948). Hinsvegar var Nornahamarinn óumdeilt höfuðrit evrópskrar djöflafræði, þangað sem aðrir djöflafræðingar sóttu fróðleik sinn. Það mun og hafa verið í bókakosti Kaupmannahafn- arháskóla á sautjándu öld, þangað sem þeir svil- ar, Páll í Selárdal og Brynjólfur biskup, sóttu báðir menntun sína, líkt og fleiri íslenskir klerk- ar. Þau tengsl sem Matthías telur sig sjá við önnur og yngri rit en Malleus Maleficarum eru afleiddir þræðir sem leiða til eins og sama upp- runa: Nornahamarsins. Merking, skynjun og galdrasóttir Matthías heldur því fram að Kirkjubólsmálið sé til vitnis um að nornahamrar kaþólskra djöflafræðinga höfðu ekki mikil áhrif hérlendis (bls. 401). Þessu til stuðnings nefnir hann að siðaskiptamenn hafi verið seinir til eins og bókaútgáfa Guðbrands biskups bendi til, en henni var ætlað að innræta mönnum nýja teg- und guðrækni og vara fólk við klækjabrögðum Djöfulsins. Síðan segir Matthías: Um var að ræða hagnýta boðun sem beindist fyrst og fremst gegn almennri hjátrú og kreddum, ekki fordæðuskap og djöfladýrkun, enda brann svartigaldur ekki á mönnum í líkum mæli og dulhyggja með miðaldarætur, samkrull kaþ- ólskra helgisiða og hversdagslegra töfraráða (bls. 401). Hér er að ýmsu að hyggja, því þó að áróður hérlendrar klerkastéttar hafi beinst gegn almennri hjátrú og kreddum má ekki gleyma því að það var gert með orðræðu djöfla- fræðinganna og á grundvelli kenninga þeirra um fordæðuskap og djöfladýrkun, sem jafnvel var reynt að heimfæra upp á íslenskan veru- leika. Umfjöllun Matthíasar um sjúkdómslíkanið sem hann nefnir svo, er torræð og óljós á köfl- um. Tilefnið eru kenningar síðari tíma manna um að þær djöfulsásóknir og kvalir sem sex- tándu og sautjándu aldar menn töldu sig verða fyrir af völdum galdrafólks, hafi í reynd verið sjúkdómar sem menn þeirra tíma gátu ekki túlkað nema á einn veg, í ljósi þeirrar hug- myndafræði sem þá reið húsum. Hér á landi hölluðust fræðimenn að því framan af, að t.d. síra Jón Magnússon hafi verið haldinn ein- hverskonar andlegum truflunum og hugsýki sem lýsti sér í ofsóknarkennd og rangtúlkunum (Sigurður Nordal 1967, Óttar Guðmundsson 1990, Sigurjón Jónsson 1944). Sú umræða var færð fram fyrir nokkrum árum, þegar undirrit- uð tók sér fyrir hendur að greina texta Písl- arsögunnar með bókmenntafræðilegum aðferð- um, og þóttist þá sjá að það sem eftir stóð, þegar frá höfðu verið dregnar túlkanir síra Jóns sjálfs á líðan sinni, hafi verið böggull eða biti í kverkum, þeli fyrir brjósti, eyrnaverkur, hita- tilfinning með hrolli og magnleysi. Með öðrum orðum: Einkenni inflúensu eða skæðrar kvef- sóttar sem lagðist yfir Skutulsfjörð veturinn 1655-56 (Ólína Þorvarðardóttir 1992). Galdur og geðveiki Greiningaraðferðir á borð við þær sem nú eru nefndar verða ekki skildar sem viðleitni til þess að fella heimildir um andlegt frávik sextándu og sautjándu aldar að sjúkdómaflokkun nútímans, eins og Matthías Viðar virðist álíta (bls. 380). Þvert á móti leiða þær í ljós að vefur hugtak- anna hafi einmitt breyst í tímans rás, eins og hann bendir á (bls. 380). Hugtök sem áður voru nefnd djöfulæði eða andseta myndu kallast eitt- hvað annað nú á dögum, og ekki að ófyrirsynju sem menn hafa seilst til geðlæknisfræða til að átta sig á samhengi slíkra lýsinga. Á sama hátt yrði máttleysistilfinning seint sögð vera djöf- ullegur átroðningur nú á tímum, eða hlustar- verkurinn hvæs úr kjafti djöfulsins. Samband merkingarheims og skynjunar birtist með öðr- um hætti á sautjándu öld en það gerir nú. Sá ágreiningur sem hér er reynt að sópa upp við fyrri tíðar skrif um Píslarsöguna er því ekki til staðar í reynd. Að svo miklu leyti sem Matthías virðist sammála samlöndum sínum hirðir hann þó ekki um að geta þeirra né halda til haga því sem honum hefur verið lagt í hendur. Ekki er laust við að ýmsu ægi saman í hug- takanotkun Matthíasar Viðars. Til dæmis spyr hann: Eru skortur og vesöld ástæða galdratrú- ar og sé svo af hverju aðhylltust höfðingjar hana? Getur samkeppni um aura og áhrif skýrt útbreiðslu ofsahaturs og manndrápa í fámenn- um byggðum? (bls. 412). Galdratrúin var ekki ný af nálinni á sautjándu öld, enda held ég að fáum hafi hugkvæmst að skýra forsendur henn- ar með skorti og vesöld. Hún á sér ævafornar rætur aftur til fyrri menningarstiga og eldri trúarhátta en þeirra sem tíðkuðust eftir siða- skipti. Hér hefði verið nær að spyrja um orsakir galdraótta; þeirrar ofsahræðslu sem virðist hafa gripið um sig meðal leikra og þó einkum lærðra við að djöfullinn væri að ná undirtökum í mannlífinu, hræðslu sem ætla má að sé afleiðing af umbyltri lífssýn í kjölfar harðneskjulegrar hugmyndafræði sem vó að undirstöðum eldri heimsmyndar. Rótgróin galdratrú er ekki or- sök slíkrar röskunar, öðru máli gegnir um þann áróður sem kirkjan stóð fyrir og fól í sér afhelg- un og um leið ummyndun eldri hugmynda og heimsmyndar. Mannkynssagan geymir mörg dæmi um ofsóknarfaraldra sem gripið hafa um sig í samfélögum við innleiðingu nýrrar hug- myndafræði sem raskar lífsýn fólks. Nægir að nefna gyðingaofsóknirnar í Þýskalandi og kommúnistaofsóknirnar á MacCarthy tímanum sem dæmi um slíkt ójafnvægi, þegar samfélags- legur ótti við óvininn hefur gripið um sig og for- sendur traustrar tilveru taka að riða (Trevor Roper 1970). Staðreyndir og vísindaviðhorf En látum vera þó að kraftmiklir fræðimenn vilji skapa sér sérstöðu með skrifum sínum. Verra þykir mér þegar birt er ný ritsmíð með úreltum upplýsingum, t.a.m. um fjölda galdra- mála og brennudóma hér á landi. Upplýsingar sínar um það efni virðist Matthías hafa eftir Ólafi Davíðssyni, úr hans annars ágætu bók Galdur og galdramál á Íslandi. Rannsókn Ólafs Davíðssonar er hundrað ára gömul, þó að hún hafi ekki verið birt fyrr en 1940-43, og hafa ýmis kurl komið til grafar síðan þá. Matthías Viðar heldur því hikstalaust fram að á Íslandi hafi verið háð 121 galdramál á sautjándu öld (bls. 395), þó að ljóst sé orðið að galdramál fyrir ís- lenskum dómstólum voru ekki færri en 134 (Ól- ína Þorvarðardóttir 2000, bls. 317 o.v.). Hann segir einnig að einungis ein kona hafi verið líf- látin hérlendis fyrir galdur (bls. 395). Hið rétta er að heimildir greina frá tveimur líflátum á galdrakonum (1580 og 1678) en auk þess voru tvær konur brenndar á báli, önnur fyrir að sjóða barn í potti (1608), hin fyrir samning við púkann sem vissulega má skilja sem ásökun um galdur (1343). Íslendingar hafa því að öllum líkindum brennt fjórar konur í gegnum tíðina, þar af tvær fyrir galdur, eina fyrir villutrú (og eða galdur) og eina fyrir að fremja ódæðisverk sem sönn refsinorn ef marka má annálabrot Gísla Oddssonar í þýðingu Jónasar Rafnar þar sem getið er um barnasuðuna (Ólína Þorvarðardótt- ir 2000, bls.121-122, 317 o.v.). BÓKMENNTIR PÍSLIR Á BRENNUÖLD Matthías Viðar Sæmundsson Mál og menning hefur gefið út nýja útgáfu hins sígilda rits Píslarsögu séra Jóns Magnússonar. Matthías Viðar Sæmundsson sá um útgáfuna. Þórður Ingi Guðjónsson og Jón Torfason bjuggu viðauka til prentunar. 439 bls. Reykjavík 2001.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.