Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.2001, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. JÚNÍ 2001 13 BRESKA nútímalistasafnið Tate Modern hýsir þessa dagana sýn- ingu á verkum listamanna Arte Povera listastefnunnar. Heitið Arte Povera, sem á rætur sínar í starfi ítalskra listamanna sem störfuðu í Mílanó, Turin og Róm við lok sjöunda og upphaf átt- unda áratugarins, hefur verið notað til að lýsa mótsagna- kenndri, ljóðrænni og flókinni list listamanna á borð við Mario Merz, Luciano Fabro og Jannis Kounellis. Sýning Tate-safnsins ber heit- ið „Zero to infinity“ sem út- leggja má sem Frá engu til óend- anleika, en með heitinu vilja stjórnendur sýningarinnar benda á að listamennirnir hafi byrjað á núlli og unnið eingöngu út frá sínum eigin hugmyndum. Ekkert sé þannig í verkum Arte Povera fyrirfram gefið, ekkert ómögulegt og allt dregið í efa – efniviður, viðfangsefni og var- anleiki verkanna. Og hafi lista- mennirnir með þessu náð að breyta skilgreiningu myndlistar á þann hátt að þess megi enn finna merki í samtímamyndlist. Norræn list í Normandí VERK norrænna myndlist- armanna eru þessa dagana til sýnis í listasafninu í Caen í Frakklandi. Sýningin, sem nefn- ist Listamenn frá norðri á vest- urleið – Módernismi og impress- ionismi 1860–1900, byggist á verkum skandinavískra 19. ald- ar listamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa leitað inn- blásturs fyrir verk sín á þessum slóðum í Norður-Frakklandi. Skandinavísku listamennirnir sem, líkt og aðrir, leituðu í þá grósku sem listalíf Parísar bauð upp á enduðu hins vegar á að finna innblástur fyrir myndlist sína í sveitum Normandí og kem- ur því ekki á óvart að heyra að stór hluti verka sýningarinnar sé í eigu Skagens-listasafnsins. Meðal þeirra sem til Normandí leituðu eru Danirnir P.S. Krøyer – sem valdi sér fisk- og græn- metismarkaði Saint Malo sem viðfangsefni, Carl Locher – sem fann sér efnivið í þeim hluta landslags Normandí er minnti á Skagen, Finninn Helene Schjerf- beck, Norðmennirnir Harriet Backer og Frits Thaulow og Sví- arnir Carl F. Hill og August Strindberg. Tilbúinn gagnrýnandi EINN áreiðanlegasti kvik- myndagagnrýnandi Hollywood, David Manning frá Ridgefield Press-vikublaðinu í Connecticut, er tilbúningur Sony-samsteyp- unnar að því er fram kom í vik- unni. Síðastliðið ár hefur Mann- ing reynst Columbia Pictures kvikmyndafyrirtækinu ein- staklega vel þar sem svo virtist sem hann kynni að meta allar þær myndir sem hann gagn- rýndi, þótt þær hlytu óvægari dóma af hendi annarra. Voru kvikmyndirnar Vertical Limit og The Hollow Man þannig til að mynda „stórfenglegar“ að mati Manning. Eigendur Ridgefield Press hafa nú hins vegar vakið athygli á að hjá þeim starfi enginn með þessu nafni og hefur auglýs- ingadeild Sony, sem á Columbia Pictures, nú gengist við að hafa búið til gagnrýnandann. „Þetta var ótrúlega kjánaleg ákvörðun og við erum að kanna þetta mál,“ sagði Susan Tick, tals- maður Sony, í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph. Arte Povera í Tate Modern ERLENT GEIR Rafnsson er ís-lenskur slagverks-leikari sem vakiðhefur athygli í Bret- landi að undanförnu. Hann hefur verið búsettur í Bret- landi um nokkurt skeið og út- skrifaðist frá Royal Northern College of Music í Manchester árið 1997. Geir er einn af stofnendum og fjórum meðlim- um slagverkskvartettsins 4- Mality sem notið hefur síauk- inna vinsælda í Bretlandi frá stofnun hans í janúar 1999. Kvartettinn skipa auk Geirs þeir Jan Bradley, Stephen Whibley og Adrian Spillett, sem hlaut fyrir nokkrum árum titilinn BBC Young Musician of the Year. „Í kjölfarið á sigri Adrians höfum við haft nóg að gera,“ segir Geir. „Og verk- efnin eru raunar alltaf að aukast.“ Á efnisskrá 4-Mality er tón- list eftir meðlimina sjálfa, auk verka sem sérstaklega eru samin fyrir þá. Meðal þeirra verka sem kvart- ettinn leikur um þessar mundir eru tvö verk eftir Geir, verkið Ýkjur sem frumflutt var fyrr á árinu og Hekla, sem er einleiksverk fyrir marimbu. „Við spilum alls konar tónlist og höfum ólíkan stíl í tónlistarsköpuninni,“ segir Geir. „Mín tónlist er meiri nútíma- tónlist, miklar trommur og læti, en til dæmis er tónlistin sem Jan semur miklu mínímal- ískari. Auk þess erum við með mjög mikið af hljóðfærum af ýmsu tagi, sem gerir efnis- skrána ennþá fjölbreyttari, trommur, mar- imbur, latin-slagverk og margt fleira.“ Að sögn Geirs er þó ekki um popptónlist að ræða. „Samt er þetta tónlist sem höfðar til flestra. Tónleikar okkar eru mjög sjónrænir, þetta virkar ekki bara á eyrað, heldur líka augað,“ útskýrir hann. „Við höfum spilað sömu efnis- skrána í svokölluðum „Music Societies“ þar sem eldra fólk kemur oft að hlusta og í skól- um þar sem yngra fólk er. Sömu verkin ganga jafn vel í þetta ólíka fólk, bara af mismunandi ástæðum.“ Kvartettinn hefur ýmislegt á prjónunum í sumar og haust. Edinborg- arhátíðin er á dagskrá í ágúst, sem og tvennir svo- kallaðir promenade-tónleikar í Royal Albert Hall í Lund- únum í byrjun september, en um er að ræða tónleika á einni stærstu tónlistarhátíð Bretlands. „Það er okkar stærsti viðburður í ár, tón- leikunum verður útvarpað frá Royal Albert Hall,“ segir Geir. „Í raun hertekur þessi hátíð allt sem er í gangi í Bretlandi þann tíma sem hún er. Þó að tónleikarnir okkar séu ekkert svo stórir er bara ótrúlegt að fá að spila á þess- ari frægu hátíð. Við munum annars vegar halda tónleika með BBC Singers, þar sem við erum eiginlega bara und- irleikur, en hins vegar verð- um við með tónleika með okkar eigin verkum á efnis- skránni.“ Aðspurður segist Geir ekki vita hvenær 4-Mality er væntanlegur til Íslands. „Þetta er svo mikið af hljóðfærum sem við yrðum að flytja með okk- ur. Eina ráðið væri að setja þetta í flutn- ingabíl og taka ferju,“ segir Geir, sem er þó viss um að Íslandsförin sé ekki langt undan. Hann er ættaður frá Akureyri og þegar blaða- maður spyr hvort ekki yrðu haldnir að minnsta kosti tvennir tónleikar, einir fyrir sunnan og aðrir fyrir norðan, svarar hann því hiklaust játandi. „Það er ekki spurning að við myndum spila fyrir norðan. Ég tæki ekki ann- að í mál,“ segir hann að lokum. Íslenskt slagverk orðið formsatriði? Geir Rafnsson t.v. ásamt félögum sínum í 4-Mality. SPEGILMYNDIR tveggja sýningargesta speglast hér í ónefndu verki listamannsins Robert Morris í Tate Modern nútímalistasafninu í London. Stjórnendur safnsins sem fögnuðu eins árs afmæli þess nú í maímánuði hafa fulla ástæðu til að gleðjast, þar sem Tate Modern hefur notið umtalsverðra vinsælda frá því það var opnað á síðasta ári. Spegilverk Morris Reuters Í NORRÆNA húsinu á morgun, sunnudag, kl. 17 verður flutt tón- verk er kallast Hug- leiðing og er um að ræða verk þar sem blandað er saman spuna og fyrirfram- skipulögðum rafhljóð- um. Það eru þeir Matthías M.D. Hem- stock, slagverk, og Úlfar Ingi Haralds- son, bassagítar, sem flytja verkið. Að sögn þeirra félaga er elektróníkin (rafhljóð) byggð á meðhöndlun ákveð- inna orða og texta sem koma úr ýmsum áttum ásamt um- breyttum hljóðum bassa og slagverks. Leikurinn er að meginuppistöðu spuni eftir ákveðinni forskrift sem fléttast saman við hljóðheim elektróníkurinnar. Það er ekki merking orðanna sem skiptir höfuðmáli heldur hljómur þeirra og sum- part hulin tilvísun. Verkið er klukku- stundar langt í flutningi og er á margan hátt hugleiðing um tíma, rúm og anda. „Tónleikarnir eru hluti af „Punkt Project“ og var fyrsti viðburðurinn í San Diego í Kaliforníu í febrúar 1999. „Pro- ject 1“ var fyrir spunasextett og með verkum sem blanda saman tónsmíðum og spuna, með þema sem tengdist ævin- týraferð til goðsögulegra heima. „Pro- ject 2“ tekur talsvert ólíka stefnu en 1 og verkefnið nú mótast mun meira af ab- strakt hljóðheim og könnun inn í „míkró“-heim hljóðanna,“ segir Úlfar. Miðaverð er kr. 1.000. Að skilja eftir sig engin spor Matthías M.D. Hemstock Úlfar Ingi Haraldsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.