Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001 Í GÆR birtist hér í Morgunblaðinu heil- síðuauglýsing frá Sambandi sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi (SSA) með yfirskriftinni Fréttir að austan. Þetta var sjöunda auglýsingin í röð sem birst hefur með tveggja vikna millibili frá því í maí en allar eiga þær sammerkt að vera sett- ar upp eins og forsíða fréttablaðs: í fimm dálkum, með mislöngum myndskreyttum frétt- um um afmörkuð málefni sem endurspeglast í fyrirsögnum á borð við „Uppbygging í mennta- málum“, „Allsherjar upplýsingavefur“ og „Sigl- ing með Norrænu: Afslappandi og þægilegt frí“. Lögð er áhersla á jákvæð málefni en jafnframt eru þarna einstakar „fréttir“ sem snerta um- deild pólitísk málefni. Í 4. tölublaðinu má til dæmis fræðast um starf SSA og fleiri aðila sem miðar að því „að undirbúa austfirskt atvinnulíf fyrir álvers- og virkjanaframkvæmdir“. Augljósasta markmið þessara auglýsinga er að lokka ferðamenn austur á land. Dálkurinn „Á döfinni“ er til dæmis fastur liður Frétta að aust- an en þar má fræðast um væntanlega menning- arviðburði og gönguferðir eystra. Uppsetning og efnistök gefa hins vegar til kynna að þessum sérstaka „fjölmiðli“ sé í raun ætlað mun stærra hlutverk. Honum má líkja við litla babúsku- dúkku inni í þeirri stóru babúsku eða öllu heldur trójuhesti sem Morgunblaðið er í þessu tilviki. Fréttir að austan rifjuðu upp fyrir mér fyr- irlestur sem Hjálmar Sveinsson, dagskrárgerð- armaður á Ríkisútvarpinu, flutti fyrir fáeinum misserum þar sem hann vitnaði í samtal sem hann hafði átt við konu sem staðið hafði fyrir listviðburðum í burðugu bæjarfélagi á lands- byggðinni. Konan hafði orðið fyrir vonbrigðum með áhugaleysi stóru fjölmiðlanna á þessari starfsemi og tók svo til orða að ef ekki væri sagt frá einstökum menningarviðburðum í þessum fjölmiðlum væri eins og þeir hefðu aldrei átt sér stað. Þessi ummæli má skynja sem viðbragð við því viðamikla hlutverki sem fjölmiðlar gegna í sam- félagi samtímans. Ekki er nóg með að þeir flytji okkur fréttir af viðburðum veruleikans heldur eru þeir með margvíslegum hætti uppspretta og vettvangur þessara viðburða. Hér má taka dæmi af viðtali Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Davíð Oddsson í DV um liðna helgi sem hefur fætt af sér fjölda annarra „fréttaviðburða“ á liðnum dögum. Þá er það rými sem fjölmiðlar leggja undir einstakan viðburð ákvarðandi fyrir stærð eða mikilvægi hans. Skortur á umfjöllun ber vott um að viðkomandi viðburður nái ekki máli; vitneskja þorra almennings um tilvist hans verður a.m.k. takmörkuð og hann næsta örugg- lega dæmdur úr leik í kapphlaupinu mikla inn á spjöld sögunnar. Vonbrigði konunnar, sem Hjálmar vitnaði til, mörkuðust þó öðru fremur af þeim aðstöðumun sem henni þótti vera á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins þegar kom að aðgengi að þessum áhrifamesta vettvangi veruleikans. Enda þótt allir stærstu fjölmiðlarnir hafi frétta- ritara eða tíðindamenn í öllum landsfjórðungum er kjarnastarfsemi þeirra, þar á meðal ritstjórn- in, staðsett í Reykjavík. Af þessum sökum birt- ist Reykjavík ósjálfrátt og sjálfkrafa sem miðjan í veruleikamynd íslenskra fjölmiðla. Hér má taka dæmi af því þegar dagskrárgerðarmenn á útvarpsstöðvum sem ná eyrum allrar þjóðarinn- ar fara að ræða um hvernig veðrið sé þann dag- inn, og miða lýsingu sína eingöngu við blessað suðvesturhornið. Í þessu samhengi má skoða útgáfu Frétta að austan sem merkilega (og nokkuð kostnaðar- sama) tilraun til að endurmóta þá mynd sem al- menningur annars staðar á landinu gerir sér af Austurlandi og því lífi sem þar er lifað. Fréttum að austan er með öðrum orðum ætlað að skapa kjördæminu sérstakan vettvang innan vébanda fjölmiðlanna; að vinna gegn þeirri tilfinningu að Austfirðir séu ekki til. VETTVANGUR VERULEIKANS FJÖLMIÐLAR Fréttum að austan er með öðr- um orðum ætlað að skapa kjör- dæminu sérstakan vettvang innan vébanda fjölmiðlanna; að vinna gegn þeirri tilfinn- ingu að Austfirðir séu ekki til. J Ó N K A R L H E L G A S O N NÝ ljóðabók er væntanleg nú á haustdögum frá danska skáld- inu Benny Andersen. Ljóðabók- in nefnist Sjælen marineret, sem útleggja má á íslensku sem Sálin kryddlegin er fyrsta bók höfundar frá því Verden uden for syltetøjsglasset kom út 1996. Andersen er með vin- sælli skáldum Dana og seldist ljóðasafn hans m.a. í yfir 100.000 eintökum. Í Sjælen marineret þykir Andersen sýna á sér nýja hlið að mati dag- blaðisins Berlingske Tidende. Miðkafli verksins, Draumaver- öldin, einkennist þannig bæði af óbundnum ljóðlínum og skreytilegum barrokkstíl. En lesandinn lendi þar í súrreal- ískri draumaveröld Andersen, sem byggð sé jafnt nornum, hundum og tannlausum söngv- urum, sem og þeim John Wayne, Klaus Rifbjerg og Tinna. Nýjar bækur eru einnig væntanlegar frá þeim P.F. Jacs sem kynnir Numse Kajs til sög- unnar á ný, Peter Laugesen sem sendir þá frá sér Helt alene i hele verden og hip som ind i helvede og þjóðfélags- gagnrýninum Jess Ørnsbo er samið hefur 99 shamanísk kvæði undir heitinu „Undren“. Ritröð verka Langston Hughes HÁSKÓLAÚTGÁFA Missouri hefur hafið útgáfu á 18 binda ritröð þar sem safnað hefur verið saman öllum verkum bandaríska rithöfundarins Langston Hughes. Verk Hugh- es, sem er blökkumaður, hafa ekki áður verið gefin út í rit- röð, en Hughes er þekkur jafnt fyrir ljóð sín, ritgerðir, smá- sagnasöfn, skáldsögur og leik- rit, sem og blaðaskrif. Átti hann töluverðan þátt í Harlem endurreisninni á þriðja áratug síðustu aldar þó fæst verka Hughes séu auðfundin í dag. „Hughes hefur aðeins að hálfu leyti tilheyrt menningarsögu okkar,“ segir Cary R. Nelson, ritstjóri safnverks um nútíma bandaríska ljóðlist. „Í fjölda áratuga hefur hann tilheyrt betri ljóðskáldum 20. ald- arinnar samkvæmt öllum al- mennum stöðlum. Hann á það skilið að öll hans skrif séu að- gengileg á prenti.“ Fyrstu fjög- ur bindi ritraðarinnar koma út nú á næstunni en stefnt er að því að útgáfunni verði lokið fyrir aldarafmæli Hughes í febrúar 2002. Töluverð vinna hefur farið í að finna upphaf- legar útgáfur verka hans, en Hughes lét undan pólitískum þrýsingin á seinni árum ævi sinnar og endurskrifaði sum verkanna, sem við það töpuðu broddinum að mati útgefenda ritraðarinnar, sem auka vilja skilning lesenda á höfundinum. 30 dagar í Sydney BLOOMSBURY-bókaútgáfan hefur nú beðið valinn hóp rit- höfunda að lýsa borg þeirra sem þeim sé hvað mest annt um og er það rithöfundurinn Peter Carey sem ríður á vaðið með bókinni 30 days in Sydney. Að mati gagnrýnanda Amazon- netbókasölunnar tekst Carey einstaklega vel til við verkið. Frásögn hans sé skemmtilega afbökuð. Hún sé „dulin, áleitin, skemmtileg og hressilega heið- arleg lýsing á borginni“ þar sem meistarataktar Careys njóti sín til hins ýtrasta. Helsti galli bókarinnar sé í raun sá að hún mætti vel vera lengri. ERLENDAR BÆKUR Kryddlegin sál Andersen Nú, engu að síður, ég verð að taka það fram að ég er ekki á móti fótbolta- ástríðunni. Síður en svo, ég er mjög hlynntur fótboltaleikjum og ég held að þeir njóti handleiðslu Guðs. Allir þessir áhangendur, heilsulausir af hjartaáföll- um í stúkunum; dómararnir sem á sunnu- dögum láta auðmýkja sig fyrir stundar frægð; bullurnar sem velta blæðandi út úr rútunum eftir að hafa skorið sig á gler- brotum þegar skothríð af steinum skellur yfir þá; öll ungmennin sem halda upp á sigurinn með því að aka dauðadrukkinn um göturnar, veifandi fánum út um gluggana á litlu Fíötunum sínum með of marga farþega, eða þangað til þau lenda í árekstri við næsta flutningabíl; þessir íþróttamenn sem eru andlega bún- ir að vera sökum greinilegra fráhvarfs- einkenna vegna skorts á kynlífi; þessar fjölskyldur sem klofna vegna álagsins í neysluþjóðfélaginu; þessir áköfu unn- endur sem enda blindir eftir að í þá er kastað blysum sem ætti að nota þegar fagnað yrði ... Allt þetta fyllir hjarta mitt af taumlausri gleði. Umberto Eco tmm Framlag menningar Framlag menningar til lands- framleiðslunnar er um 2% sem er umtals- vert í samanburði við aðrar atvinnu- greinar. Um 3 þúsund ársverk eru bundin í menningu og menning hefur áhrif á margar aðrar atvinnugreinar. Fjöldi rekstrareininga í menningarstarfsemi er um 400 og falla flestar þeirra undir lítil og meðalstór fyrirtæki. Launagreiðslur innan menningar námu á viðmiðunarári um 5 milljörðum kr. sem er umtalsvert miðað við aðrar atvinnugreinar. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru stærstu fyr- irtækin með langstærstan hluta af velt- unni og þar með launagreiðslum. [...] Menningarmál eru mun umsvifameiri þáttur í hagkerfinu hérlendis en flestir hefðu talið að óreyndu, einnig á alþjóð- legan mælikvarða. Frekari greining og aukin umræða um menningu í þjóðlífi okkar er mjög brýn og hagræn sýn á þessa þætti á að auðvelda og auka þá umræðu. Ágúst Einarsson tmm Morgunblaðið/Arnaldur Landslag helgarinnar. ECO OG FÓTBOLTINN IHeimspekiheimurinn hefur lengi verið klofinn ítvennt eftir víglínu bresk-bandarísku rökgreining- arheimspekinnar og meginlandsheimspekinnar sem stundum hefur verið kennd við orðið. Heimspek- ingar innan þessara fylkinga hafa nýtt hvert tæki- færi til þess að varpa rýrð á hugmyndir og aðferðir hver annars. Rökgreiningarheimspekingar hafa kallað meginlandsheimspekinga á borð við Þjóðverj- ann Friedrich Nietzsche og Frakkann Michel Fouc- ault skáldfífl og brjálæðinga sem tapi ráði og rænu í innblásnum myndhverfðum stíl sem líkist ekki í neinu heimspekilegum texta. Meginlandsheimspek- ingar hafa hins vegar haldið því fram að bresk- bandarískir starfsbræður sínir neiti að skilja það sem þeir hafi að segja og sýni hroka hins lata gagn- vart nýjum sjónarhornum. IIGreinarmunurinn á þessum tveimur heimspeki-hefðum er þó ef til vill ekki eins mikill og þessar, að vissu leyti, hlægilegu ýfingar gefa tilefni til að halda. Bandaríski heimspekingurinn Arthur C. Danto, sem rætt er við í Lesbók í dag, er einn þeirra sem hafa ekki viljað samsinna öfgafyllstu aðskiln- aðarsinnunum og notast jöfnum höndum við hefð rökgreiningarheimspekinnar, sem hann er sprottinn úr, og hinnar sem þróast hefur á meginlandinu til að glíma við aðskiljanlegustu viðfangsefni. Á síðari árum hafa æ fleiri af þeim vængnum gert slíkt hið sama. IIIMeginlandsheimspekingar hafa sömuleiðismargir hverjir fundið samhljóm með rökgrein- ingarheimspekingum. Fyrrnefndur Michel Fouc- ault, sem sumir telja meðal allra róttækustu póst- módernista og andheimspeking, sá til að mynda engan mun á rannsóknum sínum á valdi og rann- sóknum rökgreiningarheimspekinga á tungumál- inu. Í fyrirlestri sem hann hélt í Japan árið 1978 og nefndi „Rökgreiningarheimspeki stjórnmála“ út- skýrði hann að nálgun hans við pólitískt vald væri hin sama og nálgun rökgreiningarheimspekinnar við tungumálið. Hann segir heimspekinga fyrir löngu hafa gert sér ljóst að þeirra hlutverk sé ekki að uppgötva það sem er mannsauganu hulið heldur þvert á móti að opna augu manna fyrir því sem er fyrir augum þeirra alla daga en þeir taka ekki eftir. Í ljósi þessa gæti hlutverk heimspeki samtímans þess vegna verið að opna augu manna fyrir því hvaða valdatengsl það eru sem við erum flækt í og heim- spekin sjálf hefur setið föst í síðastliðin 150 ár að minnsta kosti. Mörgum kann að þykja þetta heldur lítilvægt verkefni, segir Foucault, en hafa verður í huga að rökgreiningarheimspekin hefur glímt við svipað verkefni í málheimspekinni. Hún hefur ekki kannað eðli eða grunnbyggingu tungumálsins held- ur daglega beitingu þess við ólíkar aðstæður. Á sama hátt eigi heimspekingar að rannsaka mis- munandi birtingu valdsins í hversdagslegum að- stæðum fólks en ekki leitast við að setja fram altæka kenningu um það og auk þess kanna fyrir alvöru þátt leiksins í valdatengslum samfélagsins. IV Enn eru menn þó að agnúast hver út í annaní stað þess að koma sér niður á sameiginlegan umræðugrundvöll. Danto lýsir eins konar pattstöðu milli þessara tveggja meginstrauma heimspekinnar í samtalinu sem birtist hér í Lesbókinni. Kannski pattstaðan marki endalok heimspekinnar eins og við þekktum hana á síðustu öld. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.