Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001 Á LISTAHÁTÍÐINNI var haldin sér-stök yfirlitssýning á verkum ís-lenskra skopteiknara og áttu tíu ís-lenskir teiknarar myndir á henni. Listahátíð skopteiknara er hluti af alþjóðlegri listahátíð sem haldin er í Tyrklandi ár hvert. Í ár var hún opnuð í Menningarhöllinni í Ankara með sýningu íslensku skopteiknaranna. Þorsteinn Eggertsson er stofnandi og forseti Íslandsdeildar FECO, alþjóðlegra samtaka myndasöguteiknara, og átti hann veg og vanda að þátttöku Íslendinga í hátíðinni. „FECO kom að máli við mig árið 1999, þegar ég vann til verðlauna á fimmtu listahátíðinni sem haldin var í Ankara það ár, um að ég myndi setja á stofn Íslandsdeild innan félagsins,“ seg- ir Þorsteinn. „Í raun var hún svo ekki stofnuð fyrr en í vetur, því að þeir setja það skilyrði að minnst tíu teiknarar séu í deildinni, og að þeir séu atvinnumenn. Það tók nokkurn tíma að smala þeim saman.“ Hefur mikla þýðingu fyrir íslenska teiknara Flestir teiknaranna í Íslandsdeild FECO áttu verk á sýningunni í Ankara, en í samtök- unum eru auk Þorsteins þeir Árni Elfar, Bjarni Hinriksson, Böðvar Leós, Eyþór Stefánsson, Gunnar Karlsson, Ólafur Pétursson, Sigurður Örn Brynjólfsson og Þorfinnur Sigurgeirsson. „Þetta er í raun fyrsta yfirlitssýning íslenskra skopteiknara erlendis,“ segir Þorsteinn. „Þessi sýning hlýtur talsverða athygli víða um heim og skiptir því félagsmenn nokkru máli í kynningu á sjálfum sér sem teiknurum. Ég var reyndar líka með verk fyrsta skopmyndateiknara okkar Íslendinga, Halldórs Péturssonar, en hann lést fyrir nokkrum áratugum. Í tengslum við sýn- inguna er jafnan mikil útgáfustarfsemi, sem getur gegnt lykilatriði í kynningu, og sýningin hefur svo ferðast um Tyrkland eftir að henni lauk í Ankara. Þar í landi er litið á skopmynda- teikningu sem listgrein. Það gera einnig margir listfræðingar víða um heim og fólk er farið að veita henni meiri athygli sem slíkri.“ Þorsteini var boðið til opnunarinnar í Ankara og hitti hann þar marga af þekktustu mönnum í heimi skopteiknara, meðal annars franska teiknarann Jean Plantu sem teiknar fyrir Le Monde. Kona Þorsteins, Jóhanna Fjóla Ólafss- dóttir, var með í för og hélt hún söngdagskrá við opnun íslensku sýningarinnar við góðar undirtektir. Að sögn Þor- steins eru skop- teikningar ekki ein- ungis fyndnar myndir, heldur fjalla líka um póli- tísk mál. Yfirskrift sýningarinnar í Ankara að þessu sinni var einmitt „Skopmynd og pólitík“. „Þetta eru myndir sem segja sögu, en án texta. Þær verða að geta útskýrt sig sjálfar,“ útskýrir hann. „Skopmynd segir dæmisögu, er skrýtla, fyndin eða fær mann til að hugsa. Í slíkum myndum á ekki að þurfa að nota neitt tungumál og skiljast þess vegna hvar sem er í heiminum. Þetta er ekki alltaf hreint grín, oft er sterkur áróður í myndunum eða þá að þær koma við hjartað í manni.“ Hlaut heiðursverðlaun Eyþór Stefánsson teiknari, sem teiknar myndgátur DV daglega, var einn af þátttak- endunum á sýningunni í Ankara. Í forvali á skopmyndahátíðina Aydid Dogan, sem haldin verður í Istanbúl í haust, hreppti hann sérstök velgengnisverðlaun fyrir myndir sínar á sýn- ingunni, sem þykir sérstakur heiður. „Mynd- irnar sem koma á þessa hátíð skipta þúsundum og einungis nokkur hundruð fá birtingu. Verð- laun eru svo veitt um fimmtán myndum,“ segir Þorsteinn. „Þó að verðlaunaféð sé ekki mikið, er mikill heiður fólginn í viðurkenningunni. Það má því segja að Íslandsdeild FECO hafi farið vel af stað.“ „SKOPMYNDIR ERU BÆÐI GRÍN OG ALVARA“ Sjöunda alþjóðlega listahátíð skopteiknara var haldin í Ankara í Tyrklandi fyrir skemmstu. INGA MARÍA LEIFS- DÓTTIR ræddi við Þor- stein Eggertsson, forseta Íslandsdeildar FECO, alþjóðasamtaka mynda- söguteiknara. ingamaria@mbl.is Ein af myndum Þorsteins Eggertssonar. Ein af myndum Eyþórs Stefánssonar á sýningunni í Ankara. ÞETTA er í fyrsta sinn sem Íslendingur er val- inn til að leiða hljómsveitina, en allir strengja- leikarar hennar gangast undir prufuspil þar sem staða þeirra í hljómsveitinni er metinn. Ari Þór leiðir hljómsveitina í þremur af fjórum verkum sem flutt verða á tónleikum sveitar- innar í ár, en hinn konsertmeistarinn, Mari- anne Hustad, sem leiðir í einu verki, hafði verið valin áður vegna fyrri reynslu. Orkester Norden eða Norræna hljómsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki frá Norðurlönd- unum. Hljómsveitin kemur saman einu sinni á ári, æfir saman í hálfan mánuð, en leggst þá út í tónleikaferð. Tíu krakkar frá Íslandi voru valdir í hljómsveitina í sumar, en meir en 300 ungmenni sækja um þátttöku með prufuspili. 38 Svíar eru í hljómsveitinni í sumar, 23 Finn- ar, 16 Danir, 11 Norðmenn, 10 Íslendingar og 1 Færeyingur. Stjórnandi hljómsveitarinnar í er hinn heimsþekki finnski hljómsveitarstjóri Okko Kamu, og á efnisskránni verða fjögur verk, Þríhljómsleikir eftir Miklós Maros, Fiðlukonsert nr. 2 eftir Sergei Prokofijev, Sin- fónía nr. 5 eftir Gústav Mahler og Sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Nú stendur yfir æfingatímabil hljómsveitarinnar, í Málm- ey í Svíþjóð. 7. ágúst verður svo lagt af stað í tónleika- ferð. Eftir tónleika í Málm- ey verður leikið í Kaup- mannahöfn áður en hin formlega reisa hefst. Þar leggja norrænu ungvíking- arnir Bretaveldi að fótum sér og leika á fernum tón- leikum á listahátíðum í Englandi og Skotlandi. Hugmynd að stofnun hljómsveitarinnar kom frá Lionshreyfingunni á Norðurlöndunum, sem enn er aðalbakhjarl sveitarinnar, auk norrænu ráðherranefndar- innar og Norðurlandaráðs. Þess má geta að í september tekur íslenska Lionshreyfingin í fyrsta sinn þátt í keppni ungra tónlistarmanna sem hefur verið haldin árlega á Evrópuþingi Lions. Í ár er keppnishljóðfærið fiðla, og hefur Ari Þór Vilhjálmsson verið valinn til að keppa þar fyrir Íslands hönd. ÍSLENSKUR KONSERTMEISTARI Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari hefur verið valinn annar tveggja konsertmeistara ungmennahljómsveitarinnar Orkester Norden. Ari Þór Vilhjálmsson SKÁLDSAGAN Hjartastaður kom út á þýsku í febrúar sl. hjá svissneska forlaginu Ammann í þýðingu dr. Colettu Bürling og hefur hlotið góðar viðtökur. Fyrsta upplagið seldist upp tveimur mánuðum eftir útgáfu og bókin hefur nú verið endurprentuð. Samningar hafa einnig náðst við Ammann um útgáfu á Jöklaleikhúsinu, nýrri skáld- sögu Steinunnar, sem kemur út hjá Eddu í haust. Þá hefur Rowohlt, eitt þekktasta for- lag Þýskalands, keypt rétt til að gefa Hjartastað út í kilju. Um leið tryggði það sér kiljuréttinn að Tímaþjófnum en hann hefur áður komið út í Þýskalandi á vegum annars forlags. Hjartastaður hefur hlotið lofsamlega dóma í helstu dagblöðum í Sviss og Þýska- landi, t.d. segir ritdómari Süddeutsche Zeit- ung: „Það, sem skipar höfundinum í fremstu röð meðal fulltrúa íslenskra nútímabók- mennta, er hvernig hann tekur á stereótýp- um. Höfundur kryfur þær og kannar gildi þeirra og bregst með því við hinum sam- félagslegu breytingum, sem orðið hafa á Ís- landi, síðan sjónvarp og flugsamgöngur gerðu kleift að nálgast umheiminn...“ „Í rauninni er skáldsaga hins íslenska höfundar ... bók- menntalegt afbrigði vega- myndar (road movie), sneisafullt af myndum og máli,“ skrifar gagnrýn- andi Frankfurter Rundsc- hau. Í svissneska dag- blaðinu Neue Zürcher Zeitung er meðal annars talað um að höfundur leiki sér að frásagnarformum, og að gáskafull notkun hans á tungumálinu minni á leik. Í Tages-Anzeiger (Zürich) segir m.a.: „Skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur Hjartastaður gagntekur lesandann með kröftugu málfari og gnægð mynda. Bók- staflega: ... einkennist af vímuvaldandi mál- farslegum krafti og myndrænni gnægð. Í Stadtrevue Köln segir meðal annars: „Með frásagnarmáta, sem einkennist af hugrenningatengslum og myndrænu, gerir Steinunn Sigurðardóttir á meistaralegan hátt kleift að skynja hvernig dagdraumar og samtöl við sjálfan sig virka.“ HJARTASTAÐUR HLÝTUR LOFSAM- LEGA DÓMA Steinunn Sigurðardóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.