Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 3 E INS og aðrir landsmenn fylg- ist höfundur þessara lína með umræðunni um álver eystra og Kárahnúkavirkjun, sem fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefur í huga landsmanna órjúfanlega tengt turni Hall- grímskirkju vegna þess að sumum þar á bæ finnst að virkjunin og stíflugerðin sem henni fylgir verði nokkuð stór í sniðum. Það er gaman að fylgjast með þessari um- ræðu og hafa á henni skoðun án þess að vera skyldugur til þess, nema þá sem Austfirð- ingur í framættir og fylgismaður þess að orkan úr ám og iðrum jarðar komi öllum landsins börnum til góða – líka þeim sem búa á Austfjörðum. Seint verður virkjað án þess að hrófla við landinu. Það er ekki ný bóla. Hinsvegar er það tiltölulega nýtt að menn leggist í mót- mæli vegna þess að leggja þarf raflínur um landið. Ekki minnast menn þess að mót- mælaherferðir hafi verið skipulagðar þegar verið var að rafvæða landið og staurum var stungið niður út um allar þorpagrundir, fjöll og firnindi. Þá fögnuðu menn raforkunni, ljósi og yl og orðið sjónmengun var ekki til í íslensku máli. Það nægði að segja að eitt- hvað væri ljótt eða ekki fallegt. Stundum er það nefnt að bændur hafi mótmælt lagningu símans um landið á sín- um tíma. Það er misskilningur. Þeir voru andvígir ritsímanum og samningunum um símamálið við Dani. Bændur vildu fremur loftskeytasamband við útlönd en sæ- símastreng. Það virðist jafnerfitt að upp- ræta þennan misskilning og þann að Breiða- fjörður ber ekki nafn sitt af breiddinni heldur jökli, breiða eða breða (norska: bre), og fossinn í Soginu sem á sinn þátt í að tendra ljósin okkar heitir Ljósifoss en ekki Ljósafoss, enda þótt Eimskipafélag Íslands hafi glapist til að nefna eitt skipa sinna svo – svona til að undirstrika misskilninginn. En þetta var nú útúrdúr – eins og felst í eðli Rabbs. Háspennumöstur eru auðvitað ekki augnayndi í landslaginu – mekkanóþursar voru þau nefnd þegar verið var að berjast gegn járnblendiverksmiðjunni á Grund- artanga, sem frá upphafi hefur verið einna eftirsóttastur vinnustaður á Vesturlandi. Auðvitað ber að koma háspennulínum þann- ig fyrir að þær stingi sem minnst í augu. En þær verða alltaf sýnilegar, jafnvel þótt möstrin séu máluð græn eins og gert er víða í hlíðum svissnesku alpanna. Þegar verið er að agnúast út í þessi mannanna verk gleyma gagnrýnendur því á stundum að raforkan er forsenda mannlífs í landinu. Þeir sem hæst láta um þessi mál vilja líka hafa sitt rafmagn og engar refjar, ef ég þekki þá rétt. Það hljómar vel að allar línur eigi að leggja í jörð, en því fylgir ekki minna rask og gíf- urlegur kostnaður þannig að við núverandi aðstæður verða háspennulínur aldrei allar í jörð grafnar. Það er óraunsæ óskhyggja að tala þannig. Kannski kemur sú tíð að þetta verður framkvæmanlegt og þá er auðvitað hægurinn á að rífa möstur og staura og grafa skurði um landið þvert og endilangt. Við viljum ekki án orkunnar vera og staur- ar, möstur og raflínur eru hluti þess fórn- arkostnaðar sem því fylgir. Gott er að fara á grasafjall en á því lifir ekki heill landsfjórð- ungur. „Ísland er allt ein náttúruperla,“ sagði er- lendur gestur við rabbhöfund á dögunum. Víðernin norðan Vatnajökuls sem fæstir hafa séð og gljúfrin miklu hafa allt í einu öðlast nýtt gildi. Gott er nú það. Og ekki skal dregið úr því að þessi landsvæði eru verðmæt náttúruauðlind. Kannski sannast samt í þessari umræðu hið fornkveðna að þeir tala mest um Ólaf konung sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Víst eru gljúfrin nafnlausu stórfengleg enda þótt erfitt sé að skoða þau jafnvel þótt farið sé fram á ystu nafir. Best sjá þau kannski fífldjarfir flug- menn. Ef rennsli árinnar minnkaði eða sem næst hyrfi með virkjun við Kárahnúka yrðu þessi „miklugil“ hins vegar aðgengileg og auðvelt að skoða þau. Tilefni þessa rabbs var að vekja athygli á náttúruperlunum sem eru okkur nær, þeim stóra hluta landsmanna sem býr á Suður- og suðvesturlandi. Perlurnar eru allt í kringum okkur. Hafa menn gert sér ferð til að skoða gljúfur Holtsár eða gljúfur Stóru-Laxár? Hafa menn kynnst undrum Hellisheiðar og Hengladala? Hafa menn farið um Reykja- nesið, þessa jarðfræðinnar paradís við þröskuld okkar Reykvíkinga? Skoðað Sogin, gengið á Keili, farið í Húshólma eða komið á Vigdísarvelli? Séð Móhálsadal, Árnarétt eða Hríshólavörðu? Í yfirliti yfir jarðsögu Reykjanesskagans, „Um heiðar og hraun“, segir Jón Jónsson jarðfræðingur í árbók Ferðafélags Íslands 1984: „Á þessu tiltölulega litla svæði koma fyrir allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva: hraunskildir (dyngjur), gígaraðir, gígahópar (svæðisgos, strompar o.fl.) og sprengigígar (t.d. Grænavatn), en auk þess myndanir sem má heimfæra til sigkatla (t.d. Spor, Hvirfill og Kistufell).“ Og Jón heldur áfram: Þegar þess er gætt er að þessar margvíslegu myndanir eru á tiltölulega litlu svæði, sem auk þess er í næsta nágrenni þéttbýlasta og eins aðgengilegasta hluta landsins, ætti að vera ljóst að jarðfræðilega er um harla ein- stæðan landshluta að ræða.“ Og enn segir Jón jarðfræðingur Jónsson: „Hér að framan var þess getið að gosbeltið sem liggur um Ísland þvert er í raun framhald Atlantshafs- hryggjarins mikla. Hvergi er hægt að skoða hann ofansjávar nema hér og hvergi annars staðar er hægt að fá svo glögga mynd af honum sem einmitt á Reykjanesskaga. Hann er því einstæður jarðfræðilegur dýr- gripur sem auk þess er svo aðgengilegur sem framast verður á kosið. Maður, líttu þér nær! Okkur ber skylda til að verja og vernda landið og skila því betra til komandi kyn- slóða. En gleymum því ekki að við verðum líka að skila komandi kynslóðum lífvænlegu landi, landi sem getur boðið afkomendum okkar góð lífskjör. Gerum við það ekki flyt- ur fólkið burt. Ekki burt til Reykjavíkur. Heldur burt af Íslandi. Svo einfalt er það. MAÐUR, LÍTTU ÞÉR NÆR! RABB E I Ð U R G U Ð N A S O N Kristmann Guðmundsson SYNGDU VIÐ MIG SVEFNLJÓÐ Syngdu við mig svefnljóð. – Sól í rökkrið hnígur. Úr djúpinu við húmsins haf harmanornin stígur. Syngdu við mig svefnljóð. Vina, litla vina, vef mig hlýjum armi. – Svífur yfir öldum blá eilífð full af harmi. Vina, litla vina. Geislaglitið hverfur; grúfir myrkrið auða. En hjá þér get ég hlegið að húmi, sorg og dauða. – Geislaglitið hverfur. – Og gegnum aldir, eilífð ástin sanna lifir. Vakir lífsins geislaglit gleymdra moldu yfir, – gegnum aldir, eilífð. Syngdu við mig svefnljóð, svo að vel mig dreymi, svo ég eigi aðeins þig, en öllu hinu gleymi. – Syngdu við mig svefnljóð. Ljóðið Syngdu við mig svefnljóð birtist í fyrstu Ljóðabók Kristmanns Guðmunds- sonar, Rökkursöngvar, er út kom í Reykjavík 1922.FORSÍÐUMYNDIN er af Kristmanni Guðmundssyni rithöfundi. Ljósmyndari: Ólafur K. Magn- ússon. Barnaleikritið Blíðfinnur verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleik- hússins í dag. Hávar Sigurjónsson ræddi við Hörpu Arnardóttur, höfund leikgerð- arinnar og leikstjóra sýningarinnar. Nóbelsverðlaunin í bókmenntum féllu að þessu sinni í skaut Bretanum V.S. Naipaul. Hann er af indverskum ættum og fæddur í Trínídad, dæmi- gert afsprengi breska heims- veldisins. Fríða Björk Ingvars- dóttir fjallar um Naipaul og þá nýju sýn sem bókmenntir inn- flytjenda hafa varpað á breska samfélagsgerð. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 1 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI Litríkur ferill rithöfundarins Kristmanns Guðmunds- sonar er umfjöllunarefni Ármanns Jak- obssonar bókmenntafræðings í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. Rifjuð eru upp samtöl Matthíasar Johannessen er hann átti við Kristmann í lok 6. áratug- arins. Grísk vakning á Íslandi á seinni árum er inntak greinar Sigurðar A. Magnússonar er hann rekur sögu þýðinga úr grísku á íslensku og úr ís- lensku yfir á grísku í erindi sem hann flutti við opnun Laxnesssýningar í Aþenu hinn 18. september sl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.