Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 5 skrifa afþreyingarbók til að afla sér fjár (Dægrin blá, bls. 173): „Ég ákvað þess vegna að skrifa bók, er væri þannig gerð, að hún hlyti bæði sæmilega dóma gagnrýnendanna og vin- sældir almennings. … Það var heldur létt verk og löðurmannlegt; ég hef aldrei unnið mér hægar á ævinni.“ Þótti skáldinu unga að hér væri tæknin ef til vill að sigra „lífsandann“ en ekki hefur verið deilt um að í Morgni lífsins nýtur frásagnargleði Kristmanns sín vel, per- sónur bókarinnar eru eftirminnilegar og vin- sældir hennar þurfa ekki að koma á óvart. Margir hafa álitið hana bestu bók skáldsins. Síðar leit Kristmann til hennar með söknuði (Dægrin blá, bls. 212): „Nú veit ég, að ég hefði betur haldið áfram á þeirri braut, sem þá var mörkuð: skrifað bækur fyrir almenning, bæk- ur, sem ég ætlaðist til, að seldust vel og yrðu vinsælar. Ekkert þeirra verka, er ég ritaði á norsku eftir þetta, náði almenningsvinsældum þeirrar skáldsögu.“ Í kjölfarið skrifaði Kristmann fleiri bækur í sama anda. Skáldsögur Kristmanns frá þess- um árum má kenna við nýrómantík og raunar skrifaði hann í svipuðum dúr alla ævi. Náttúr- an er í aðalhlutverki í verkum hans enda segist hann í sjálfsævisögu sinni vera mikið náttúru- barn og á efri árum skrifaði hann raunar bók um garðrækt. Ekki lék ástin minna hlutverk í lífi Kristmanns og í bókum hans er hún jafnan í aðalhlutverki. Hann var hughyggjumaður og taldi sig skyggnan. Í þessum fyrstu bókum voru þó dulmögnin ekkert sérstaklega áber- andi miðað við það sem síðar gerðist. Krist- mann var ekki ánægður með næstu bók sína, Sigmar (1930). Hún var að hans mati „mis- heppnuð“ (Dægrin blá, bls. 212) þó að viðtök- urnar væru góðar (sama rit, bls. 238): „Sigmar seldist vel og fékk ágæta dóma; þó duldist mér ekki, að þetta var lakari bók en ég vildi skrifað hafa.“ Aðrar bækur frá þessu árum eru Den blå kyst eða Ströndin blá (1931), Den første vår eða Góugróður (1933), Hvite netter eða Bjart- ar nætur (1934), Jordens barn eða Börn jarðar (1935) og Lampen (1936). Þessar bækur eru flestar í hópi styttri og hnitmiðaðri verka Kristmanns og var vel tekið í Noregi. Sjálf Sig- rid Undset lýsti ánægju sinni með Góugróður (Loginn hvíti, bls. 99). Kristmann var á hinn bóginn aldrei sáttur við Lampann en útgefand- inn fékk hann til að breyta hinum raunalega enda þeirrar bókar. Kristmann var óánægður og taldi sig þurfa endurnýjun sem rithöfundur (Loginn hvíti, bls. 163). Vera kann þó að hann hafi vanmetið Lampann sem er sálfræðileg spennusaga og að mati sumra ein besta bók hans. Að mati Kristmanns sjálfs bar hæst tvær bækur hans frá árunum í Noregi. Sú fyrri var Det hellige fjell (1932) sem nefnist Helgafell í íslenskri þýðingu. Um hana segir Kristmann (Loginn hvíti, bls. 36): „Fjallið helga var erfið bók, og ég lagði mig allan fram við að gera hana þannig úr garði, að hún stæðist ströng- ustu gagnrýni. Hef ég hvergi verið lastaður fyrir hana nema á Íslandi, og víðast hefur hún hlotið mikið lof. Þung er hún og erfið aflestrar, það skal játað, enda var ekki ætlun mín að skemmta fólki með henni. Ég ætlaði mér að gera sálfræðilegt bókmenntaverk um landnám Íslands og fæðingu íslenzku þjóðarinnar, byggt á sögulegri og sálfræðilegri rannsókn […] Flestir helztu gagnrýnendur Evrópu töldu, að mér hefði tekist þetta. Landar mínir hafa aftur á móti látið eins og þessi bók væri ekki til, en ég hef engan veginn talið mér það til lasts og mun ekki gera.“ Hér kemur fram ákveðið sambandsleysi Kristmanns við íslenska lesendur. Kristmann hélt á vit landnáms- og sögualdar og Íslend- ingar hafa gjarnan verið gagnrýnir á slíka við- leitni. Efnistök bókarinnar voru svipuð og í nú- tímasögum hans. Stíllinn var auk heldur margorður og býsna frábrugðinn meitluðum stíl Íslendingasagnanna sem hefur haft mikil áhrif á aðra íslenska skáldsagnahöfunda. Kristmann var á hinn bóginn fremur undir áhrifum frá erlendum skáldsögum. Í ævisögu sinni nefnir hann engin íslensk sagnaskáld sem hafi verið fyrirmyndir sínar. Seinasta bók Kristmanns á norsku var Gud- innen og oksen (1938) sem var þýdd um svipað leyti á íslensku undir nafninu Gyðjan og uxinn. Þessi bók hafði verið lengi í smíðum og Krist- mann segist sjálfur ekki hafa átt í meiri örð- ugleikum með nokkra bók en þessa. Hann gekk þess ekki heldur dulinn að þetta yrði hans meistaraverk (Loginn hvíti, bls. 201): „Þetta var stórt og margslungið verk, þar sem mikið var lagt ósagt að baki hins sagða og milli línanna. Ég þóttist vita, að þessi saga myndi aldrei verða vinsæl meðal almennings, og við því var ekki að búast, það varð svo að vera.“ Hann lýsir bókinni þannig: „Grunntónn verks- ins er móðurþrá og móðursöknuður, en út- færslan bæði sálfræðileg og táknræn … tákn- ræn og táknin víða tví- og þrígild, ef svo má að orði kveða, margt lagt á milli línanna og bak við orðin“ (sama rit, bls. 227). Eins og sjá má er Gyðjan og uxinn að hluta sjálfsævisögulegt verk eins og fleiri skáldverk Kristmanns, þó að hún gerist á eynni Krít fyrir þrjúþúsund árum. Eitt helsta umfjöllunarefni verksins er að sögn Kristmanns sú úrkynjun sem stafar af óheil- brigðu lífi. Þó að hann lýsi fornu samfélagi ætl- aði hann þeirri úttekt að hafa almenna skír- skotun. Áhyggjur Kristmanns af velgengni bókar- innar reyndust ástæðulausar. Hún hlaut mikið hól erlendis og þar á meðal í Bandaríkjunum. Þrjár bækur Kristmanns voru þýddar á ensku á fjórða áratugnum: Brúðarkjóllinn, Morgunn lífsins og Gyðjan og uxinn sem hét á ensku The Winged Citadel og kom út árið 1940. Var hon- um sérstaklega hælt fyrir það hversu efnistök hans væru nútímaleg og aðgengileg þó að efnið væri fornt. Á Íslandi var henni hins vegar illa tekið og hún seldist sama og ekkert, fyrst þeg- ar hún kom út. Um hríð hafði Kristmann í huga að skrifa framhald bókarinnar en gaf það síðar frá sér. Rithöfundarferill Kristmanns í Noregi virð- Morgunblaðið/Ól.K.M Kristmann Guðmundsson fylgir því mikil ábyrgð að umgangast penna og blek. Það er ekki sama, hverju sáð er í þær sálir sem bækurnar ná til. Og ef skrifað er um sam- band kynjanna verður að gera það á listrænan máta. Maður má ekki skíta út heiminn í kring- um sig. Annars mótar persónuleg reynsla skáldsins afstöðu hans til kynlífsins. Og ég held að skáldin þurfi yfirleitt ekki að kvarta í þeim sökum. Mér hefur ekki skilizt það.“ (1956) Það er ljóta bókin, sem ég hef verið að lesaað undanförnu,“ sagði Kristmann, þeg-ar ég hitti hann í Austurstræti.„Hvaða bók?“ spurði ég. „Kompaníið. Ég hef aðeins hitt einn góðan sjálfstæðismann, sem hefur sagt að það sé skemmtileg bók. Það var þó eitthvað skárri bók, sem ég var að lesa prófarkir af í nótt.“ „Hvaða bók er það?“ „Sjálfsævisaga mín.“ „Jæja, þú líka! Afskaplega hlýtur það að hafa verið erfitt verk að skrifa hana.“ „Af hverju heldurðu það?“ „Nú, mér skilst að þú eigir sjö líf eins og kött- urinn og það hlýtur að vera erfitt að tengja þau öll saman í eina heild.“ Kristmann yppti öxlum og fékk sér ópal. „Alltaf sama hljóðið í þér,“ sagði hann, „fáðu þér ópal. Það er gott við þorsta.“ Svo gengum við upp í Naust að borða kvöld- verð, því Kristmann var ákveðinn í að eyða þeim hluta ritlaunanna, sem hann hafði ekki lagt inn á bók í Iðnaðarbankanum. Þetta var engin smáupphæð, eins og sést á því, að skáldið sat á hattinum sínum, þegar líða tók á kvöld. „Hvað heitir ævisagan?“ spurði ég. „Ísold hin svarta,“ svaraði hann. „Það minnir á miðaldirnar.“ „Já, auðvitað minnir það á miðaldirnar. Við lifum á miðöldum.“ „Engin tilviljun að ævisaga þín skuli heita kvenmannsnafni. Var hún svört?“ „Nei, hún var hvít – ja kannske dálítið svört líka – en hvern fjandann kemur þér það við, karl minn? Þú átt ekki að tala um konur. Það erum við, sem eigum að tala um konur.“ „Við? Við hverjir?“ Hann strauk augabrúnirnar með grönnum vísifingri hægri handar, og sökkti augunum niður í kinnbeinin eins og djúpsprengju, leit svo upp og sagði glottandi: „Það er gott að borða, já, gaman að borða. – Maður á að vera sterkur eins og naut. Það er það eina sem konur skilja í þessu lífi, að vera sterkur eins og naut.“ „Eins og holdanaut,“ sagði ég og fór að tala um Gyðjuna og uxann. „Gyðjan og uxinn er skratti góð bók. Það eru kaflar í henni sem gerðust á ströndinni við Os- tende. Þar voru fallegar konur. Það voru un- aðslegir dagar. Þá var sandurinn heitur við Os- tende. Þá logaði eldur á hverjum fingri.“ „Þér finnst gott að borða.“ „Já, ég hef orðið nógu hungraður til þess að þykja gott að borða. Ég hef komizt í miklar lífs- hættur, og ég hef nærri verið dauður úr hungri, svo það er fátt sem bítur á mig úr þessu. Ég hef aldrei verið mikill peningamaður. Samt hef ég alltaf einhvern veginn skrimt. En veiztu hvað ég hef gott vit á peningum? Í stríðinu þegar lá við hungri hjá mér byggði ég mér hús fyrir 100 þúsund krónur. Og ég gerði meira, karl minn. Ég fékk þetta allt saman lánað. Af því geturðu séð, að ég hef einhvern tíma haft lánstraust.“ „Hungur, sagðirðu.“ „Já, ég sagði það. Ævisagan verður saga um hungur og návígi við fátækt. Ég hef fulloft séð í hvíta augað á dauðanum, og þekki hann of vel til þess að óttast hann. Ég er enginn heimaaln- ingur, eins og þú veizt.“ „Um baráttu og hungur, já! Ég sem hélt þetta væri ástarsaga, Ísold hin svarta?“ Nokkrar bóka Kristmanns. SJÁ NÆSTU SÍÐU SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.