Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 9 Heimurinn syrgir og sárt er að sjá sannleik svo ljótan og myrkan. Harmakvein heyrast og vöknar Guðs brá því horfin er sólin og birtan. Dapurt er útlit og framtíð er dimm dauðans er logandi bál. Alsaklaus hlutu þau örlög svo grimm og verðskulda öll okkar tár. Harður er heimur og versnandi fer heiftin vill alls staðar ríkja. Varnarlaus erum gegn illskunnar her, hatrið það verður að víkja. Guð elskar alla og öll erum við einmana, ráfandi sauðir. Syndugum sýni hann miskunn og grið er samvisku voru svo snauðir. Biðjum nú bræður og systur sem eitt að mennirnir hætti að berjast. Biturra fordóma sverðið er beitt í bardaga verður að verjast. Sorgleg var árásin, siðspillt og kæn, sem alþjóðasálina snart. Lútum öll höfði og leiðumst í bæn að frelsisins ljós skíni bjart. 15. september 2001 NÍNA RÚNA KVARAN Höfundur er söngkona og nemi. ORT VEGNA HRYÐJUVERKAÁRÁSA ÞRIÐJUDAGINN 11. SEPTEMBER 2001 Fánar blakta stríð heyja þjóðir sín á milli. Fánar þjóðernis réttlæta djúpar grafir sem vofur vaka yfir kyrrar eins og fáninn steinrunninn á flaggstöng tímans. SVEINN SNORRI SVEINSSON Höfundur er skáld. BLÓÐ Á FÁNA Morgunblaðið/Einar Falur Leifar af fána úr blómum við girðingu á Washington Square sem breytt hefur verið í minningarreit um þá sem saknað er. Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Milton Glaser endurbætti frægt merki sitt: Ég elska New York, og bætti við: Meira en nokkru sinni. Dagblaðið Daily News notaði það sem forsíðu nokkrum dögum eftir hryðjuverkin og hér hang- ir hún uppi nærri myndum af fólki sem saknað er. Drottinn tók sér göngu einn gráan sumarmorgun um götur sinnar jarðar og kom í New York borg. Hann vissi að hann lenti í óhljóðum og orgum og ólöglegum hraða á ferð um stræti og torg. En fyrir slíkum firnum hann aldrei órað hafði því allra hæstu hallir hrundu og sprungu í senn af vondra afla völdum og eldar út þar brutust og eiturmekkir gusu svo fórust flestir menn. Já, er það orðið svona? – Abel minn og Kain! Þið áttuð mér að sýna í sálir ykkar inn. Ég vildi ekki trúa þið væruð ekki betri og von um meiri þroska þá blekkti huga minn. Og drottinn fór að hugsa með hryggð og trega þungum um heiftina sem ríkti og hvað hann gæti gert. Tæknivit án trúar! Þar hafði honum fatast, því sannan, kristinn kærleik nú væri mest um vert. Hér urðu „mannleg mistök“ hjá meistaranum sjálfum. Hann varð að viðurkenna hann vildi uppgjöf helst. Jú, ganga heim og gleyma og gera ekkert framar, en horfa á heiminn farast og heyra er hann kvelst. Þó gæti verið gaman að gæla við þá hugsun að læra af raunareynslu og reisa nýjan heim á litlum stað og ljúfum með líf sem gleðjast kynni eins og börn af öllu sem ástin færir þeim. ÍVAR BJÖRNSSON FRÁ STEÐJA Á MORGUNGÖNGU 11.9. 2001 Höfundur er skáld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.