Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 11
Er ætihvönn góð lækningajurt og
hvernig er hún þá matreidd?
SVAR:
Ætihvönn er ein merkasta lækningajurt Ís-
landssögunnar en hún var notuð á Íslandi allt
frá landnámi. Auk þess að vera mikilvæg mat-
jurt á Norðurlöndum og Bretlandseyjum var
lækningamáttur hvannarinnar vel þekktur
meðal norrænna manna. Ætihvönn óx einnig
sunnar í Evrópu en sú norræna þótti kraft-
meiri.
Þegar víkingar hófu verslunarferðir til Evr-
ópu á níundu öld var ætihvönnin mikilvæg
verslunarvara. Á haustin tóku menn með sér
þurrkaðar hvannarætur sem notaðar voru sem
gjaldmiðill í verslun við innfædda. Sjaldan er
getið um nytjajurtir í íslenskum miðaldaritum
en hvannir koma þó fyrir á nokkrum stöðum. Í
Grágás er til dæmis kveðið á um viðurlög við
stuldi á hvönn, útlegð eða sekt ef teknar voru
hvannir í annarra garði.
Latneskt heiti ætihvannar er Angelica arc-
hangelica. Sagan segir að þegar bólusóttarf-
araldur fór um Evrópu 1665 hafi munk einn
dreymt að engill sýndi honum jurt, ætihvönn,
sem gæti læknað menn af drepsóttinni. Munk-
urinn nefndi jurtina Angelica archangelica eft-
ir englinum og hefur nafnið verið notað síðan.
Bólusótt er smitsjúkdómur og var oftast ban-
væn en síðari tíma rannsóknir hafa sýnt að í
ætihvönninni eru ýmis sýkladrepandi efni og
hefði hún því getað komið að gagni.
Notkun ætihvannar
Hvönnin var öll notuð, ræturnar, blað-
stilkar, laufið og fræin. Áhrifin voru einkum
talin felast í því að styrkja og verma melting-
arfærin, örva meltinguna, eyða spennu og losa
slím. Ætihvönn var einkum talin góð fyrir fólk
sem var að ná sér eftir erfið veikindi, ef það
skorti þrek og kraft.
Ætihvönn var notuð við meltingartruflunum
svo sem krampa og vindi í meltingarfærum og
gegn kvilla í lifur. Hvönnin var talin mjög góð
til að losa slím úr öndunarfærum og var hún
notuð við bronkítis og brjósthimnubólgu og
öðrum lungnakvillum. Fræin voru talin góð við
krabbameini. Algengast var að búa til te og
seyði en einnig jurtaveig (tinktúru í 45% vín-
anda) af laufi, rót eða fræjum. Áherslan á
notkun hvannar við kvillum í öndunarfærum
og meltingarfærum er skiljanleg þegar haft er
í huga að fólk bjó oft í röku og köldu húsnæði
og maturinn var oft gamall og jafnvel
skemmdur.
Ætihvönnin er ekki aðeins forn lækn-
ingajurt, hún er einnig vinsæl sem bragðefni.
Ætihvönn hefur verið notuð í framleiðslu á
líkjörum, Vermouth og Dubonnet. Bragðefnin
úr hvönn hafa einnig verið notuð í framleiðslu
á gini og Muscatel Rínarvíni að ógleymdu
hvannarótarbrennivíni. Ætihvönn er einnig
notuð sem matvara, sem fersk kryddjurt á
kjöt og fisk.
Íslenskar rannsóknir á ætihvönn
Rannsóknir á Raunvísindastofnun hafa sýnt
að í hvönn eru efni sem verka á bakteríur,
veirur, sveppi og jafnvel á krabbameins-
frumur, og þar eru efni sem virðast örva
ónæmiskerfið. Þessar niðurstöður staðfesta þá
reynsluþekkingu liðinna kynslóða, að æti-
hvönnin getur verið mjög virk lækningajurt.
Virkni afurða úr íslenskum lækningajurtum
hefur verið borin saman við erlendar vörur úr
samskonar jurtum sem vaxa á suðlægari slóð-
um. Virkni íslensku jurtanna hefur reynst
mun meiri en þeirra erlendu. Þetta staðfestir
tiltrú manna frá víkingatímanum.
Sigmundur Guðbjarnason.
Hvað er hagvöxtur?
SVAR:
Eitt af einkennum efnahagslífs flestra ríkja
undanfarna áratugi er að framleiðslugetan
hefur vaxið frá ári til árs og þá um leið þjóð-
arframleiðslan. Með þjóðarframleiðslu er átt
við heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu
sem þjóð framleiðir á einu ári. Ástæður vax-
andi þjóðarframleiðslu eru margar, tækni-
framfarir auðvelda framleiðslu, aukið fjár-
magn safnast fyrir og vinnandi fólki fjölgar og
verkkunnátta þess eykst. Mjög er þó misjafnt
hversu ört þjóðarframleiðsla vex og mörg
dæmi eru um að hún hafi dregist saman um
tíma. Vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs
nefnist hagvöxtur og er hann mældur í hundr-
aðshlutum (prósentum). Ef þjóðarframleiðsla
dregst saman er stundum talað um neikvæðan
hagvöxt.
Stundum er miðað við landsframleiðslu en
ekki þjóðarframleiðslu. Hagvöxtur er þá
reiknaður sem vöxtur landsframleiðslu frá ári
til árs. Nokkur munur er á þessum tveimur
stærðum. Þannig teljast til dæmis tekjur út-
lendinga af eignum og vinnu á Íslandi ekki til
þjóðartekna Íslendinga en til landsframleiðslu
Íslands. Á sama hátt teljast tekjur Íslendinga
af eignum og vinnu erlendis til þjóðartekna Ís-
lendinga en ekki til landsframleiðslu Íslands.
Mörg álitamál koma upp við útreikning
þjóðar- eða landsframleiðslu og niðurstaðan er
ekki einhlítur mælikvarði á það hve vel efna-
hagslíf þjóðar eða lands gengur. Við útreikn-
inginn er til dæmis ekki tekið tillit til vöru og
þjónustu sem ekki er seld á markaði, tekju-
skipting er ekki skoðuð og ekki er athugað
hvort efnahagslífið leggur óhóflegar byrðar á
umhverfið.
Gylfi Magnússon, dósent í
hagfræði við HÍ.
Hvað eru margar
fisktegundir við Ísland?
SVAR:
Við síðasta „fiskatal“ sem Gunnar Jónsson
fiskifræðingur tók 15. nóvember 2000 var vitað
um 360 fisktegundir sem fundist hafa innan
200 sjómílna lögsögunnar.
Af þessum 360 tegundum eru 39 tegundir
brjóskfiska, þar af 19 háffiskar, 14 skötuteg-
undir og 6 hámýs. Beinfiskategundirnar eru
319. Þar á meðal eru helstu nytjategundirnar
eins og þorskur, ýsa, síld, loðna og lax. Auk
þess hafa fundist tvær tegundir svokallaðra
vankjálka eða hringmunna, sæsteinsuga og
slímáll. Sumar þessara tegunda eru mjög
sjaldgæfar á Íslandsmiðum og hafa aðeins
veiðst einu sinni. Þá eru 40-50 tegundir greini-
lega flækingar hér frá öðrum hafsvæðum,
komnar hingað í ævintýraleit eða villtar af leið.
Þegar hin merka bók Bjarna Sæmunds-
sonar, „Fiskarnir“, kom út árið 1926 voru að-
eins þekktar 130 tegundir við landið og var þá
miðað við 400 m dýptarlínuna. Næsta „fiska-
bókin“ kom út 1983. Það var bók Gunnars
Jónssonar, Íslenskir fiskar, og hafði þekktum
tegundum við Ísland þá fjölgað í 231 en eru nú
orðnar 360 eins og áður sagði.
Segja má að þetta séu ekki margar tegundir
ef haft er í huga að í heimshöfunum þekkjast
24-25 þúsund fisktegundir.
Jakob Jakobsson,
prófessor í fiskifræði við HÍ.
ER ÆTIHVÖNN
GÓÐ LÆKNINGAJURT?
Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn
meðal annars um hvort hugsanlega megi stöðva
öldrun, hvað kynlíf sé og hvað jafnan E = mc2 þýðir. Einnig var fjallað
um það hvort hægt sé að vera fyrir austan sól og sunnan mána og hvort
vísindin geti afsannað trúarbrögð svo fátt eitt sé nefnt.
VÍSINDI
Ætihvönn.O
LOF Lagercrantz sem
nú er háaldraður og
var lengi ritstjóri Da-
gens nyheter og er
þekkt skáld hefur auk
minningabóka samið
bækur um skáld af
ýmsu þjóðerni. Nefna
má verk um Dante, Nelly Sachs, James
Joyce, August Strindberg, Marcel Proust og
Gunnar Ekelöf.
Síðastnefnda bókin, Jag bor i en annan
värld men du bor ju i samma, Gunnar Ekelöf
betraktad av Olof Lagercrantz, útg. Wa-
hlström & Widstrand, er ein hin persónuleg-
asta.
Ekelöf og Lagercrantz voru nánir vinir frá
því um miðjan fjórða áratug og skrifaði Lag-
ercrantz oft um fundi þeirra í dagbók sína.
Bókin um Ekelöf hefur komið út í nýjum
og nýjum útgáfum og er nú meðal metsölu-
bóka í Svíþjóð. Það hlýtur að segja mikið um
bókina því að Gunnar Ekelöf var löngum
meðal hinna torráðnu skálda og að mestu
laus við alþýðuhylli.
Ekelöf var ekki auðveldur í umgengni.
Hann gat gert sér það að leik að særa fólk
eða ganga fram af því með hegðun sinni.
Líka átti hann það til að vera hinn ljúfasti og
sýna sem mesta tillitssemi og vingjarnleik.
Lagercrantz kunni á hann. Þeir áttu vit-
anlega margt sameiginlegt, m.a. að alast upp
í efnuðum fjölskyldum þar sem veikindi
settu sitt mót á daglegt líf. Ekelöf átti geð-
veikan föður, Lagercrantz geðveika móður.
Skáldskapurinn var þeim allt.
Kreppan sem kennd er við hrun Kreuger-
veldisins 1932 breytti í skyndingu fjárhags-
legu öryggi Ekelöf-fjölskyldunnar. Skáldið
sem taldi sig geta sinnt skáldskap og æðri
menntun áhyggjulaust þurfti nú að heyja sitt
stríð til að lifa af. Honum tókst það með að
leggja hart að sér og sinnti eingöngu skáld-
skap, greinaskrifum og þýðingum. Hann var
nýorðinn sextugur þegar hann lést 1968.
Á ári hrunsins kom fyrsta ljóðabók Eke-
löfs út, Seint á jörðu. Bókin er mjög mótuð
af franska súrrealismanum sem Ekelöf
þekkti vel. Hann þýddi ljóð eftir helstu súrr-
ealistana og fyrirrennara þeirra með ágæt-
um.
Þótt Ekelöf sé löngu orðinn klassískur og
verk hans sígildur módernismi er það ekki
síst andskáldskapur hans sem vakti athygli.
Hann storkaði reglubundnu formi og hefð-
bundnu lífsmati og var alla tíð uppreisn-
argjarn.
Ekelöf var valinn í sænsku akademíuna en
þrjóskaðist við. Loksins tókst honum að
mæta á fund með því að drekka í sig kjark.
Það kom í hlut Lagercrantz að flytja hann á
fundarstað. Ekelöf var orðinn vel ölvaður en
það mun ekki hafa komið að sök á þessari
samkomu ef marka má lýsingu Lagercrantz
á ástandinu í akademíunni. Dæmi voru um
að menn ættu í mestu erfiðleikum með að
standa í fæturna.
Það eru margar drykkjusögur í bókinni,
flestar dapurlegar en nokkrar fyndnar. Carl-
Olov Sommar sem ritað hefur ævisögu
skáldsins (rúmlega 600 síður) getur þess að
hann hafi orðað áfengisneyslu Ekelöfs við
Ingrid, konu hans. Hún hlustaði þolinmóð en
lét síðan eftirfarandi orð falla um óhóflega
drykkju hans. „Já, en það er þá sem engl-
arnir heimsækja hann.“
Ingrid taldi greinilega að skáldskapargáf-
an nærðist af drykkjunni.
Olof Lagercrantz hefur sótt nafn bókar-
innar í erindi eftir Ekelöf: „Spyrjirðu mig
hvar ég bý/ þá bý ég hér bak við fjöllin./
Langt frá en ég er nærri. / Minn heimur er
annar/ en þú býrð í hinum sama.“
Dulúð var alltaf Gunnari Ekelöf hugleikin,
hluti af skáldskap hans. Olof Lagercrantz
nefnir dulúð Swedenborgs sem fyrirmynd.
Swedenborg taldi alheiminn hafa sál, dauða
hluti lifandi, draumana hluta af raunveru-
leikanum og talaði um heilagan samruna alls.
Trúarlega reynslu Swedenborgs gat Eke-
löf einnig játað, að mati Lagercrantz, sem
nefnir skyldleika við rómantískan skáldskap.
Ekelöf þakkaði Swedenborg með því að
yrkja um hann í bókinni Mölna-elegi.
Lokatímabil skáldskapar Ekelöfs hófst
með Diwan över Fursten av Emgión (1966)
og hélt áfram með Sagan om Fatumeh (1966)
og Vägvisare till underjorden (1967). Með
þessum bókum tók við hið svokallaða býs-
anska tímabil hjá Ekelöf en hann var altek-
inn af Býsans og ferðaðist m.a. til Tyrklands
ásamt konu sinni og dóttur.
Í Istanbúl varð hann fyrir þeirri reynslu
að „englarnir“ komu til hans með sérstökum
hætti. Eftir töluvert ljóðahlé streymdu ljóðin
beinlínis frá honum. Afköstin voru ótrúleg
eins og fyrrnefndar bækur vitna um, allar
langar. Þrátt fyrir að hann væri orðinn veik-
ur af krabbameini var hugurinn sístarfandi
og auk ferðarinnar til Istanbúl fór hann til
Ítalíu og Grikklands.
Ljóðin í býsanska þríleiknum eru meðal
hátinda í sænskri ljóðlist tuttugustu aldar.
Það má einnig segja um fyrri bækur Ekelöfs
þótt þær séu misjafnar eins og vænta má af
svo afkastamiklu skáldi.
Ekelöf er sjálfur fursti í þessum ljóðum, í
senn háfleygur og afar jarðbundinn. Móð-
urþemað er áberandi, einnig jómfrúin. Í
Vägvisare till underjorden biður hann: „Gef
mér eitur svo að ég deyi eða drauma til að
lifa.“
Önnur gagnleg bók um skáldið er Gunnar
Ekelöf eftir Anders Olsson, útg. Natur och
Kultur. Viðamikil og afar fróðleg er áður-
nefnd bók: Gunnar Ekelöf, en biografi eftir
Carl Olov Sommar, útg. Bonniers.
Ljóð Ekelöfs, Dikter, hafa komið í kilju
auk venjulegrar útgáfu en heildarútgáfa
verka hans nefnist Skrifter 1–8, ritstjóri
Reidar Ekner, útg. Bonniers.
Þegar ég síðast vissi höfðu Dikter selst í
54.000 eintökum en búast má við að þetta
„erfiða“ skáld hafi náð til enn fleiri.
HEIMUR
SKÁLDSINS ER
ANNAR
Olof Lagercrantz hefur
samið fjölda bóka um
skáld frá ýmsum löndum.
JÓHANN HJÁLMARS-
SON gerir hér grein fyrir
einni þeirra sem þykir
mjög persónuleg og hefur
orðið metsölubók en í
henni er fjallað um landa
Lagercrantz, sænska
skáldið Gunnar Ekelöf. Ljósmynd/Bertil Danielsson
Gunnar Ekelöf.