Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.2001, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. OKTÓBER 2001 A Ð undanteknum árunum 1332-60 var Skánn hjál- enda Danmerkur eða allt til ársins 1658, er land- svæðið varð endanlega hluti Svíþjóðar. Er í dag mesti þéttbýliskjarni landsins og flatlendið frá Eyrarsundi til Eystrasalts, Höganäs til Simr- ishavn, mikilvægasta landbúnaðarhéraðið. Á miðöldum var Skánn sjálfstætt svæði innan Danaveldis með eigin lög og þing. Engan veg- inn sættu Danir sig við gang mála og gripu til vopna á móti Svíum 1675 til að endurheimta Skán og fleiri landsvæði sem þeir höfðu misst 1645-58. Hertóku Skán, en eftir ýmsa sigra Svía og afskipti Frakka, áttu Danir ekki ann- ars úrkosti en að semja frið 1676 án landvinn- inga. Danir misstu Skán úr höndum sér í þrem áföngum, fyrst með Hróarskeldufriðinum 1658, næst þegar þeim misheppnaðist að end- urheimta landsvæðið 1676-79 og loksins í síð- ustu tilrauninni 1709-10. Að hverjum pataldri loknum, sem kostaði þúsundir hermanna lífið og kallaði hörmungar yfir íbúana, minnkaði áhugi þeirra skiljanlega drjúgum á sameiningu á ný, óskuðu sér framar öllu friðar og öryggis. Hver ófriður fyrir sig hafði í för með sér nýjar fórnir almennings og eitt var alveg öruggt hvort heldur það voru danskir eða sænskir herflokkar sem ruddust yfir landsvæðið; að hinn óbreytti skánski jarðyrkjumaður var sá aðili sem jafnaðarlega hlaut að borga brúsann, iðulega á vel merkjanlegan hátt. Þetta er í fáum dráttum bókuð og skjalfest saga héraðsins og kannski mun einhverjum finnast táknrænt, að nú er upp rís í Málmey, eins konar framtíðarborg meðfram ströndinni austanverðri, virðast vel efnaðir Danir áköf- ustu kaupendur dýrustu húsanna. En öll get- speki þess efnis, hvort hér sé um nýja innrás og landvinninga á öðrum forsendum að ræða, skal þó látin liggja milli hluta. Hitt má vera kórrétt, að lengi lifir í gömlum glæðum sem skrifari fékk nokkra nasasjón af. Upphaflega í ökuferð með Sæmundi Guðmundssyni lækni í Lundi á leið til hans heima í nágrenni háskóla- borgarinnar. Skeði um miðjan ágúst eftir að við höfðum heimsótt húsakaupstefnuna miklu í Málmey Bo01, ásamt Tryggva Ólafssyni og spúsu hans. Áðum í fornum kirkjugarði mið- leiðis, þar reisulegt guðshús svo og minjasafn í útihúsi. Hvorutveggja því miður lokað þá stundina en Sæmundur hér fróðleiksbrunnur. Ýmislegt annað sýnilegt er leiddi hugann aftur til löngu horfinna tímaskeiða og vakti upp sterka forvitni. Þarnæst vildi svo undarlega til, að nokkrum dögum seinna færði Alice, hin átt- ræða ekkja góðvinar míns, danska málarans Victors Brockdorffs, okkur Tryggva sitt hvort eintakið af forláta bók sem fjallar um rann- sóknarleiðangur bónda hennar, svo og sænsk- skánska sagnfræðingsins Sven Tägil á skánsk- ar slóðir. Skeði þó raunar eftir að við höfðum verið gestir hennar, í því merkilega og fræga húsi við Femvejen 2 í Charlottenlund, sem málarinn Georg Jacobsen teiknaði. Við sagt henni frá ferðinni á húsakaupstefnuna og bíl- túrnum til heimaslóða Sæmundar læknis. Mætti í garðteiti hjá Tryggva nokkrum dögum seinna með eintökin í tuðru sinni, var að auki hrókur alls fagnaðar heila kvöldið, líkast sem fimmtíu ár hefðu orðið eftir til varðveislu í heimahúsum. Á fyrri hluta níunda áratugarins tókust þeir félagar á hendur ferð frá Kaupmannahöfn til Göinge á norðurhluta Skánar. Landamæra- svæðis með sérstæða náttúru og menningu, í eina tíð dönsk landsbyggð en þarnæst og nú í vel þrjár aldir hluti sænska ríkisins. Hug- myndin var að athuga hvort enn væru finn- anlegar leifar danskrar arfleifðar eða hvort umskiptin hefðu með tíð og tíma fullkomlega afmáð öll spor, jafnt í náttúru sem menningu. Málarinn og teiknarinn var útbúinn fjölda málmplata, hverjar á hann rissaði með þartil- gerðri nál, eitt og annað sem fyrir augu bar í náttúru svo og húsakost. Sagnfræðingurinn með glósubækurnar á lofti sem hann skráði í niðurstöður rannsókna sinna, viðtöl við íbúana og ýmsar hugleiðingar sem af þeim athöfnum spruttu. Niðurstöðurnar ásamt rissunum komu út á bók í Svíþjóð 1985, sem þeir gáfu nafnið „Gränsland - En historisk resa í skånsk- danska gränstrakter“. Bókinni hefur trúlega verið vel tekið, því eftir andlát Victors Brock- dorff 1992 ákvað Alice fljótlega að hlutast til um að hún kæmi einnig út í Danmörku og hófst þegar handa. Eitthvað gekk ekki alveg í kór- rétta átt með þýðinguna, sem henni var farið að finnast full fræðileg, háfleyg og orðskrúðug. Ákvað að taka verkið að sér sjálf, þótt hún væri komin vel á áttræðisaldur og hefði lítið sinnt ritstörfum! Þýddi hana á því hreina auðskilda og skilvirka máli sem voru stíleinkenni manns hennar sem var vel ritfær og lét eftir sig at- hyglisverðar bækur. Kom svo loks út frá for- lagi Pouls Kristensens, Herning 1997 en í breyttu formi svo málmætingarnar nytu sín til fulls. Fjölfróði þýskættaði aðalsmaðurinn og ör- eigavinurinn Victor (von) Brockdorff (1911- 1992) var öðru fremur málari, teiknari og graf- ík listamaður, en einnig margt annað til lista lagt. Var einn af stofnendum og í forystusveit Corner-listhópsins 1932, alla tíð einn hinn virt- asti af mörgum góðum í Danmörku. Skrifaði veglegt rit um sögu hans er út kom í tilefni 40 ára afmælisins 1972. Einnig frumkvöðull sósí- alraunsæisins á Norðurlöndum, sem skeði ekki alveg að norrænum hætti, frekar fullkomlega úrleiðis í ljósi þess að eftir seinni heimsstyrj- öldina var hann félagi og vinur ýmissa helstu framúrstefnu- og abstraktmálara Parísar- borgar (!), sem þá var leiðandi í heimslistinni í þeirri virkt. Það merkilega við Corner-listhópinn, sem lengstum þótti nokkuð íhaldssöm samkunda hlutbundinna myndlistarmanna, er að eftir nokkra ládeyðu um árabil hefur ris hans og velgengni sjaldan verið meira en síðustu árin, þá 70 ára afmælið er á næsta leiti. Til fróðleiks skal getið, að Sigurjón Ólafsson myndhöggvari sýndi sem gestur á Corner-sýningunni 1937 og málarinn Jóhannes Geir Jónsson árið 1968, en meira höfðu Íslendingar ekki komið við sögu listhópsins 1972, er fyrrnefnt afmælisrit kom út, nema að nafni Svavars Guðnasonar bregð- ur fyrir en í öðru samhengi. Sven Tägil er af yngri kynslóð, f. 1930, pró- fessor í sögu við Háskólann í Lundi, varði dokt- orsritgerð 1962, sem fjallaði um danska mið- aldasögu „Valdemar Atterdag och Europa“. Á seinni árum hefur hann helst skrifað um sið- ræn og þjóðleg vandamál, einkum þau er hafa með landamærasvæði að gera, þar á meðal Suður-Jótland. Um að ræða myndlýstar smáritgerðir í létt- um dúr um allt markvert sem fyrir augu bar, mannlífsvettvangurinn og sagan krufin jafn- óðum eftir því sem tilefni gafst til. Eitt leiddi af öðru varðandi þetta rót þeirra félaga í gull- akistu fortíðar, afraksturinn fjölþætt og lifandi frásögn af mannlífi, þjóðháttum, aðskiljanleg- ustu fyrirbærum og herskáum konungum. Hér er þannig fiskaður upp mikill fróðleikur, sem þrengir sér jafn ljúflega í heilakirnu lesandans og móselvín um æðakerfi nautnaseggsins. Fjöllistamanninn Brockdorff þekkti ég sem óborganlegan húmorista og hrók alls fagnaðar og hafi sagnfræðingurinn ekki verið gæddur þeim eiginleikum líka, hefur hann vísast smit- ast af málaranum, í textunum kenni ég nefni- lega iðulega þann óborganlega fróðleiksbrall- ara ef ekki grallara. Af skapgerð hreinn og beinn og setti ekki á sig neinar grímur, gat þó verið jafn háalvarlegur ef við átti sem ljónfjör- ugur æringi í góðra vina hópi og hreint konfekt í návist lítilla barna, samanlagt eitthvað líkt landa sínum H.C. Andersen. Hér fer saman sænsk fræðimennska og danskur húmor, en í báðum tilvikum er eiginleikunum haldið innan LANDAMÆRALAND Um aldaraðir var Skánn hluti Danaveldis, sýnileg og ósýnileg bönd tengja fólk beggja vegna Eyrarsunds. Landsvæðið aldrei forvitnilegra heldur en nú er brú er komin yfir sundið. Ennþá má finna menjar búsetu Dana á Skáni, bæði ofar foldu og þær sem klingja í iðrum jarðar. BRAGI ÁSGEIRSSON skynjaði þetta greinilega á ferð um hluta héraðsins og enn frekar í bók sem honum óforvarandis áskotnaðist. Ljósmynd/Tryggvi Ólafsson Alice Brockdorff á heimili sínu í Charlottenlund. Þrenningarkirkjan í Kristianstad, borginni sem Kristján fjórði lét reisa upp úr rústum hinnar fornu nálægu verslunarborgar Vä, sem hermenn Gustavs II Adolfs rændu og brenndu til grunna 1612. Málmæting Victors Brockdorff. Fjöllistamaðurinn ættstóri Victor Brockdorff í garðinum í Øro 1984. Rústirnar af Vä. Málmæting Victors Brockdorff.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.