Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001 3
Í
FORTÍÐINNI var mönnum oft refs-
að grimmilega fyrir að hugsa of mik-
ið. Illa læsir og næstum óskrifandi
biskupar bannfærðu í fortíðinni
menn sem gátu lesið bækur á grísku
og latínu og öfluðu sér á þann hátt
þekkingar. Menn voru stundum
ákærðir fyrir að hugsa of lítið. Það
var aldrei nein dauðasynd. Menn sluppu
með áminningu og umvöndun. Skýr og vel
skipulögð hugsun er nauðsynleg til að ráða
fram úr fjölmörgum vandamálum daglegs
lífs. Slík hugsun er samt engin trygging fyr-
ir því að hún geri val okkar betra. Skyndi-
ákvörðun byggð á óljósum hlutum sem
sumir nefna innsæi eða eitthvað annað get-
ur reynst alveg eins góð og stundum betri.
Menn hafa gert tilraunir til að reyna að fá
svar við spurningu um hvort löng, vönduð,
vel skipulögð rökhugsun geri menn ánægð-
ari með val sitt en skyndihugsunin. Ein
þessara tilrauna var fólgin í því að hópur
manna fékk að velja sér málverk, eitt af
fimm málverkum. Nokkrum vikum síðar
var farið heim til þessa fólks og það spurt
hvort það væri enn ánægt með valið á mál-
verkinu. Niðurstaðan var þveröfug við það
sem menn höfðu búist við. Þeir sem höfðu
eytt lengstum tíma í að hugsa sig um og
vanda val sitt voru þeir óánægðustu. Hinir
sem höfðu tekið skyndiákvörðun, vegna
fyrstu áhrifa, voru miklu ánægðari. Hin
vandaða rökhugsun nægði mönnum ekki í
þessari tilraun til að komast að því hvað
þeir raunverulega vildu helst. Spurningin
er hvort þetta á við um annað og mikilvæg-
ara val okkar í lífinu. Hliðstæð tilraun var
gerð á skólafólki sem átti að velja náms-
braut. Hópurinn fékk allar nauðsynlegar
upplýsingar um hverja námsbraut. Menn
fengu að vita hvað þeir námsmenn sem val-
ið höfðu hinar ýmsu leiðir höfðu um þetta
val að segja síðar meir og það lágu fyrir all-
ar upplýsingar um hvernig námsmönnum
gekk á hverri braut. Námsfólkinu var skipt
í tvo hópa. Öðrum hópnum var gert að hug-
leiða val sitt í nokkra daga áður en ákvörð-
un yrði tekin. Hinum hópnum var sagt að
láta tilfinninguna ráða og velja sem fyrst.
Þetta var ekki endanlegt val, en það kom
nokkrum mánuðum seinna. Í þessari til-
raun endurtók sig sama sagan og með valið
á málverkinu. Þeir sem höfðu hugsað málið
vandlegast skiptu margir um skoðun og
völdu allt annað. Hinir sem höfðu haft næg-
an tíma til að hugsa sig betur um breyttu í
litlu sínu vali. Að fenginni þessari nið-
urstöðu fóru menn að ræða um það hvort
það gæti hugsast að of mikil umhugsun
leiddi af sér lakara val. Er það hugsanlegt
að rökhugsun skekki myndina en góð til-
finning sjái betur raunverulegan vilja og
raunverulega þörf mannsins? Við getum
spurt: Sér góð tilfinning dýpra inn í veru-
leikann? Hugtakaveruleiki rökhugsunar er
þegar öllu er á botninn hvolft aðeins lítill
hluti þess veruleika sem maðurinn lifir í.
Getur góð tilfinning með einhverjum hætti
náð til þess veruleika sem er handan skil-
greiningar og hugtaka og þar með orða?
Þetta er rannsóknarefni á nýju árþús-
undi. Það er skiljanlegt að fræðimönnum
hætti til að gera of mikið úr rökhugsun.
Öðrum hættir sjálfsagt líka til að gera of lít-
ið úr tilraunum mannsins til að rökgreina
hlutina.
Mér finnst ekki ólíklegt að niðurstaða
margra manna á þriðja árþúsundinu verði
sú að góð rökhugsun og góð tilfinning eigi
samleið. Sumu sem við vitum er auðvelt að
breyta í orð og hugtök,en það er margt sem
vill ekki láta taka af sér mynd og ekki er
hægt að skilgreina eða að breyta í hug-
takaveruleika. Jafnvel bestu hugsuðir ná
aldrei öllu sem gerist í þeirra eigin hugar-
starfsemi. Við veljum úr hugarstarfseminni
það sem við þekkjum og það sem við getum
skilgreint. Aðeins sá hluti hugarstarfsem-
innar er kallaður hugsun. Við náum aldrei
allri myndinni. Við náum aldrei nema hluta
af veruleikanum. Þess vegna skjátlast þeim
iðulega sem treysta algerlega á rökhugsun.
Í þá bók vantar ævinlega nokkrar blaðsíður
að ekki sé meira sagt. Sannanir gætu í viss-
um tilvikum aðeins byggt á götóttri rök-
hugsun sem gerir þær vafasamar, eins og
saga vísindanna sýnir að þær eru í raun. Af
þessum ástæðum á rökhugsun sjaldan,
sennilega aldrei, svar við stórum spurn-
ingum. Hún hefur aldrei verið uppspretta
mikils skáldskapar ellegar djúpra trúar-
legra tilfinninga. Það má enginn misskilja
orð mín svo að hún sé þess vegna ónýt. Hún
er þvert á móti gífurlega þýðingarmikil fyr-
ir allt líf mannsins. Það þýðir ekki að við
megum ekki reyna að gera okkur grein fyr-
ir takmörkunum hennar og því að hún á það
til að leggjast eins og dauð hönd á nýja
sköpun og trú mannsins. En skáld og trú-
menn þurfa á henni að halda ekki síður en
aðrir menn. Að vera fæddur skáld til dæmis
er ekki nóg. Að þjálfa sig upp í að verða
skáld er ekki nóg. Þetta verður að fara sam-
an. Trúmaður verður einnig að sameina
trúarlega reynslu sína og agaða, vel skipu-
lagða hugsun. Á sama hátt getur gagnrýnin
hugsun drepið gott ljóð, en gott ljóð getur
ekki orðið til án gagnrýninnar hugsunar.
Menn þurfa aldrei að velja á milli rökhugs-
unar og góðrar tilfinningar. Nýr og dýpri
skilningur þarf á þeim báðum að halda. En
tilfinningin er vitrari.
AÐ HUGSA
OF SKYN-
SAMLEGA
RABB
G u n n a r D a l
gunnardal@torg.is
Sigurður Pálsson
BECKETT Á
CLOSERIE DES LILAS
Grænn sveipur í trjánum útifyrir
Síðdegiskyrrð og hann situr einn
í kjarna hennar
Ég sit einn og þykist lesa
Horfi á hann
og geispandi þjóninn
og tvær konur í horninu
Þær tala stöðugt báðar í einu
Við erum fimm
Ein
Hann grannvaxinn með geislabaug
úr gullbrydduðu blýi
Arnaraugu
Bráðnandi ísmolar
hverfa í gullið viskí
Ef hann er Hamm er þjónninn Clov
hugsa ég og þær eru Nagg og Nell
Hver er ég þá?
Nei þarna standa þær upp og fara
Tala báðar í einu stöðugt á leiðinni út
Við erum þrír
Einir
Ef hann og þjónninn
eru Vladimir og Estragon
Hver er ég þá?
Pozzo eða Lucky
eða kannski bara Godot sjálfur?
Sérkennileg niðurstaða
Ísmolarnir bráðnaðir
Arnaraugun hvarfla ekki
í kjarna síðdegiskyrrðar
Þjónninn er loksins alveg að sofna
Hrekkur upp með andfælum
þegar blaðasalinn kemur æpandi
í dyrnar
með Le Monde
Færir okkur síðdegisútgáfu
Le Monde
utan úr grænni birtunni
Ljóðið birtist í bókinni Ljóðlínudans, 1993.FORSÍÐUMYNDIN
„Hákarlinn tekinn inn“, 1965. Eftir Gunnlaug Scheving.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 2 . T Ö L U B L A Ð – 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI
Hönnun
er að brjóta af sér staðbundna fjötra með
möguleikum nútímasamskiptatækni. Pétur
H. Ármannsson arkitekt fjallar um al-
þjóðlegt yfirbragð nútímahönnunar.
Í New York
eru flest listgalleríanna í Chelseahverfinu á
Manhattan. Hulda Stefánsdóttir segir frá
þróun sem hófst fyrir um sex árum en nú
eru hátt á annað hundrað listgallerí
starfrækt í hverfinu og fjölgar enn.
Á fyrsta tug
20. aldarinnar átti regla góðtemplara sér
blómaskeið og kom til leiðar breytingum á
hugarfari og smekk þjóðarinnar. Emil Als
segir frá ævi Sigurðar Eiríkssonar reglu-
boða sem átti drjúgan þátt í viðgangi góð-
templarareglunnar.
Gunnlaugur
Scheving
er viðfangsefni viðamikillar yfirlitssýn-
ingar sem verður opnuð í Listasafni Íslands
í dag. Myndir Scheving verða sýning-
argestum ekki eingöngu aðgengilegar á
veggjum safnsins heldur einnig á rafrænu
formi, líkt og Heiða Jóhannsdóttir komst að
í viðtali við Ólaf Kvaran, forstöðumann
safnsins.