Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Blaðsíða 11
Hvers vegna eru afbrotamenn settir í fangelsi? Hvers vegna eru afbrotamenn settir í fangelsi? SVAR: Fangelsi er tiltölulega nýtt úrræði til lausnar á vanda vegna afbrota í samfélaginu. Franski þjóðfélagshugsuðurinn Michel Fouc- ault hélt því fram að refsingar hefðu áður fyrr beinst að líkamanum en síðan hefði sálin tekið við sem viðfang refsingarinnar. Þetta birtist okkur í margvíslegum líkamlegum refsingum fyrri tíma eins og húðstrýkingum, brenni- merkingum og aflimunum en varðhald eða vistun til lengri tíma var fátíðara úrræði. Skógganga eða útlegð brotamanna tíðkaðist þó sums staðar, meðal annars hér á landi á þjóðveldisöld. Í dag er hins vegar algengara að dómþolar þurfi að verja fyrirfram skil- greindum tíma í vist eða gæslu bak við lás og slá og dýrmætur tími tapast því frá hringiðu samfélagsins á meðan. Skipta má markmiðum fangelsa í fernt. Af- plánun í fangelsi tekur brotamanninn úr um- ferð og hann getur þar af leiðandi ekki valdið öðrum borgurum tjóni á meðan. Fangelsisvist felur að auki í sér tilhlýðilega refsingu um leið og vistin er víti til varnaðar fyrir aðra í sam- félaginu. Að síðustu felur fangavist í sér möguleika á endurhæfingu eða meðferð brota- mannsins sem getur snúið út í samfélagið sem breyttur og bættur þegn að aflokinni af- plánun. Á Íslandi eru að jafnaði um 100 ein- staklingar í fangelsi á hverjum tíma og er fangafjöldi hér einn sá minnsti í V-Evrópu miðað við mannfjölda. Á síðustu árum hafa komið fram ný refsiúr- ræði sem komið hafa í stað hefðbundinnar fangelsisvistar. Nefna má vistun á sambýlum eins og áfangaheimili Verndar, þar sem vistin er bundin tilteknum skilyrðum svo sem að við- komandi stundi vinnu eða nám, greiði húsa- leigu og sé bundinn heimilinu tilteknar stundir á sólarhring. Samfélagsþjónusta er annað úrræði sem fest hefur í sessi hér á landi á síðustu árum. Dómþolar geta sótt um að afplána dóm sem kveður á um allt að sex mánaða refsivist í fangelsi með því að inna af hendi sjálfboða- vinnu í þágu samfélagsins í stað fangavistar. Úrræði af þessu tagi fela í sér minni tilkostnað fyrir ríkisvaldið og gefa dómþolum um leið aukna möguleika á að viðhalda eðlilegum tengslum við aðra í samfélaginu. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á aft- urhvarfi brotamanna til afbrotahegðunar eftir að afplánun lýkur. Niðurstöður benda til að ítrekunartíðni þeirra sem ljúka fangavist á Ís- landi sé mjög svipuð því sem tíðkast meðal annarra þjóða, jafnvel þó að sumar þessara þjóða beiti talsvert þyngri refsingum en við Íslendingar. Engin merki sjást um að þyngri refsingar dragi úr ítrekunartíðni en vísbend- ingar eru um hið gagnstæða. Nýrri úrræði í réttarkerfinu, eins og sam- félagsþjónusta og beiting skilorðsbundinna dóma, hafa því ekki leitt til aukinnar ítrek- unartíðni íslenskra afbrotamanna og eiga því hiklaust heima innan viðurlagakerfisins ásamt öðrum úrræðum. Helgi Gunnlaugsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hvaða íþróttir stunduðu víkingar? SVAR: Fornmenn lögðu þann skilning í íþrótt- ir að þær væru margvíslegir og aðdáunar- verðir hæfileikar sem hægt væri að rækta með sér, svo sem handverk, listir, leikir, lögspeki og bókvísi. Hægt er að greina tilhneigingu til að eigna yfirstéttinni íþróttaiðkun því ekki kemur fram að verslun og bústörf teljist til íþrótta. Í heimsókn Þórs til Útgarða-Loka í Snorra Eddu er talað um íþróttir þegar sagt er frá át- keppni, kapphlaupi, kappdrykkju og glímu. Rögnvaldur kali Orkneyjajarl og Haraldur konungur Sigurðarson yrkja um hesta- mennsku, sund, skáldskap, tafl, rúnir, bókvísi, smíðar, skíðamennsku, róðra og hörpuleik sem íþróttir sínar, og frægur er mannjafnaður Noregskonunganna Eysteins og Sigurðar í Magnússona sögu Heimskringlu þar sem þeir miklast af glímu, sundi, skautahlaupi, bogfimi, skíðakunnáttu, lögprettum og mælsku – sem íþróttum. Í sömu sögu er sagt frá Haraldi gilla sem kemur frá Suðureyjum til Noregs fullvaxinn maður. Haraldur ber með sér ýmsa framandi siði gelískra þjóða til Noregs, hefur mjög bún- að írskan, stutt klæði og léttklæddur. Stirt var honum norrænt mál, kylfdi mjög til orðanna og höfðu margir menn það mjög að spotti. Haraldur sannar sig þó með íþróttum sínum þegar hann veðjar við Magnús konungsson um að hann muni hlaupa hraðar en Magnús geti riðið hesti sínum. Haraldur rennur skeið- ið og hefur betur en þegar Sigurður konungur fréttir þetta skammar hann son sinn með þessum orðum: Þér kallið Harald heimskan en mér þykir þú fól. Ekki kanntu utanlandssiðu manna. Vissir þú það eigi fyrr að utanlandsmenn temja sig við aðrar íþróttir en kýla drykk eða gera sig æran og ófæran og vita þá ekki til manns? Ólafur konungur Tryggvason var og „mest- ur íþróttamaður í Noregi“, kleif fjöll og gekk eftir árum útbyrðis er menn hans reru á Orm- inum og hann lék að þremur handsöxum svo að jafnan var eitt á lofti og henti æ meðalkafl- ann. Hann vó jafnt báðum höndum og skaut tveim spjótum senn. Í þessum efnum hefur Ólafur ekkert gefið Gunnari á Hlíðarenda eftir því í Njálu er Gunnar sagður álíka vopnfimur, skýtur manna best af boga, stekkur bæði hátt og langt í öll- um herklæðum, er syndur sem selur, og „eigi var sá leikur að nokkur þyrfti við hann að keppa“. Knattleikir koma víða fyrir í Íslend- ingasögum og hafa verið leiknir á ís eða slétt- um velli með knatttré og knetti, líkt og enn er gert meðal gelískra þjóða og kallað hurling. Þekktar eru frásagnir Gísla sögu og Eglu af slíkum leikjum þar sem kappið verður svo mikið að leiðir til mannvíga. Oft er stutt á milli íþrótta og leikja í Íslendingasögum því þar er talað almennt um leika hvort sem átt er við íþróttir eða jafnvel einhvers konar leiklist- ariðkun. Hornskinnaleikur og hnútuköst hafa þótt til skemmtunar fallin, sem og tafl og glímur. Gísli Sigurðsson, fræðimaður á Stofnun Árna Magn- ússonar. Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn um eðli vísindalegra skýringa, hvaða dýr svæfu mest og lækningareiginleika vallhumals. Einnig var fjallað um hvort réttara væri að segja: „Farðu út í búð og keyptu ...“ eða „Farðu út í búð og kauptu ...“ og hvort ekki bæri að segja ein þúsund úr því talað væri um þúsundir. Villa slæddist inn í svar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir 2 vikum þar sem getið var um nýlegar breytingar á hugmyndum manna um þenslu alheimsins. Hið rétta er að menn hallast nú í vaxandi mæli að því að þenslan muni ekki stöðvast. Svarið á vefsetrinu hefur verið leiðrétt og er áhugamönnum bent á að lesa það þar. VÍSINDI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001 11 Þátttaka í kirkjulegu starfi var Sigurði mik- ilvæg og var hann einlægur trúmaður. Um dagfar hans og viðhorf má meðal annars lesa í ævisögu séra Árna Þórarinssonar en þar segir frá heimsókn Sigurðar vestur á Snæfellsnes. Segir sú frásögn okkur mikið um hugarfar og háttu hins mótaða manns. Stórstúkan og samverkamann Sigurðar mátu störf hans mikils og á fimmtugsafmæli hans 1907 er honum haldin veisla á Hótel Ís- landi. Flutt var kvæði eftir Þorstein Gíslason ritstjóra og hefst það svona: Sigurður vinur vor Víða þín heillaspor Þekkir vor þjóð - - - Konur í reglunni færðu Sigurði orgel að gjöf og honum var færð peningaupphæð sem safn- ast hafði og styrkja átti húsbyggingu fjöl- skyldunnar. Þetta voru óvenjumiklar gjafir við ekki meiri tímamót og hljóta að segja okkur frá sérstökum hlýhug og virðingu samherj- anna. Einkum mun hljóðfærið hafa glatt Sig- urð því hann var þess stöðugt hvetjandi að tón- list yrði veigamikill þáttur í starfi bind- indisfélaganna; hann var einnig sannfærður um að stúkustarfið yrði að vaxa og blómgast þótt bannlög kæmust á því annars mundi hernaður andbanninga gera að engu árang- urinn af baráttu templara. Stærsta fjöldahreyfing á Íslandi Á tímabilinu frá því kringum 1890 og fram undir 1909 er reglan í gríðarlega mikilli sókn og nær því umfangi að verða stærsta fjölda- hreyfing á Íslandi. Indriði Einarsson skáld og stórtemplar segir í grein um Sigurð að hann hafi ávallt verið reglunnar bitrasta sverð. Hann gerði allt það sem aðrir ekki gátu, stapp- aði stúkurnar upp úr jörðinni og atkvæðum handa bannmönnum. Hann vann eiginlega kraftaverk þessi ár segir ennfremur í grein- inni. Á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar fór viðreisnarandi eins og bylgja um þjóðlífið og líta verður árangur Sigurðar og annarra regluboða í ljósi þess að þjóðin þráði að mannast og snerist því að stórum hluta til fylgis við boðskap bannmanna. Þjóðþingið samþykkir að lokum aðflutningsbann á áfengi en þegar lögin eru orðin til tekur róðurinn að þyngjast hjá reglunni. Mönnum finnst tak- markinu vera náð og félagsmenn streyma hundruðum saman burt úr bindindisfélögun- um alveg eins og Sigurður hafði óttast að yrði raunin. Þegar leið að lokum þess tímabils er Sigurður starfaði fyrir regluna kom í ljós að hann hafði komið upp 79 stúkum og á það varla fyrir nokkrum manni öðrum að liggja að koma svo miklu til leiðar. Um framgöngu Sigurðar var meðal annars sagt: Hann var alvörumaður og ekki málskrúðsmaður en var gæddur ein- kennilega mikilli sannfærslugáfu og þess vegna varð honum meira ágengt en öðrum. Hann varð fyrir miklu aðkasti, var borinn rógi og illmælum af kaldhæðnum andstæðingum en hann var svo sannur templari að hann launaði aldrei illt með illu og fullyrt er, að hann hafi ekki borið kala til nokkurs manns. Sigurður varð heiðursfélagi stórstúkunnar og var eins og áður segir sæmdur heiðurs- merki Dannebrogsmanna. Síðustu æviárin fékk hann upphæð úr ríkissjóði í viðurkenn- ingar- og heiðursskyni fyrir langt og dyggilega unnið starf. Segja má að tilvera Sigurðar hafi hvílt á fjórum meginstoðum: Í fyrsta lagi guðstrú og tryggð við hina íslensku kirkjuhefð; sem org- anisti og söngmaður tók hann þátt í hinum formlega hluta kirkjustarfsins. Í öðru lagi bjó Sigurður við mikla heimilishamingju því sam- búð hans og Svanhildar var hin elskuríkasta og heimilislífið hið ágætasta. Í þriðja lagi hlaust Sigurði sú gæfa að mega helga sig starfi sem varð honum hugsjón og innihald. Má um það segja að áhugi Sigurðar fyrir markmiðum bindindishreyfingarinnar hafi sprottið af hjartans rót. Í fjórða lagi hlotnaðist honum sú gleði og lífsfylling að eignast dálitla hlutdeild í heimi tónlistarinnar. Þetta var að vísu þeim takmörkunun háð að tónlistarlífið á Íslandi var á þessum árum fremur fátæklegt. Landsmenn þekktu varla önnur hljóðfæri en dragspil og orgel-harmoníum en einmitt á það hljóðfæri lærði Sigurður og náði á því þeim tökum að verða fullgildur organisti að þeirra tíðar hætti og að vera fær um að segja öðrum til í bæði hljóðfæraleik og söng. Ef til vill erum við hér komin að þeim þætti í ævi Sigurðar sem næst hefur legið eðli hans og upplagi. Líf Sigurðar Eiríkssonar lýsti um stund með skærri birtu. Þrátt fyrir ágjöf og þrátt fyrir grimma andstöðu og baktal úr röðum þeirra sem hötuðust við templara og málflutn- ing þeirra má segja að störf Sigurðar og ann- arra erindreka góðtemplara hafi hreyft við þjóðlífinu með afgerandi hætti. Bragurinn er nú allur annar þó að það megi að nokkru leyti rekja til þeirra félagslegu fegrunaraðgerða sem breiða yfir marga ógæfuna. Templarar hafa í almenningsálitinu goldið fyrir það að hafa boðað aðflutningsbann og barist fyrir því með oddi og egg. Mörgum þykir þetta vera öfgar og hafa meiri trú á því, að hver og einn læri að velja og hafna við hið langa borð áfeng- isframboðsins og hafi sjálfir stjórn á lífi sínu; Á hinni miklu elfur lífsins hljóti menn að ná landi eða farast í samræmi við upplag sitt og menn- ingarástand. Lokaorð Í kringum 1920 fær Sigurður heilablóðfall en hafði fram að þeim tíma verið heilsuhraust- ur. Eftir langt og merkilegt starf var vinnu- dagur hans nú að kveldi kominn. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Sigurður vestur á Ísafirði á heimili séra Sigurgeirs sonar síns og tengda- dóttur sinnar Guðrúnar Pétursdóttur. Átti Sigurður góða daga hjá þeim hjónum og er til þess tekið hversu góða gerði honum dvölina Guðrún tengdadóttir hans. Sigurður lést þann 26.06.1925. Jarðneskar leifar hans voru fluttar til Reykjavíkur og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni hinn 10.júlí og var hún gerð á vegum stórstúkunnar. Séra Halldór Kolbeins flutti húskveðju en í kirkjunni talaði séra Árni Sig- urðsson. Þeir Sigurbjörn Á. Gíslason cand the- ol og séra Björn Þorláksson báru kistuna úr kirkju ásamt fjórum stórtemplurum. Gengið var undir fánum í kirkjugarðinn en þar talaði Sigurbjörn Á. Gíslason yfir gröfinni og flutti hann kveðju og þökk framkvæmdanefndar Stórstúku Íslands. inn tekur völdin, biðtíminn. Tíminn er í að- alhlutverki, nákvæmlega eins og í lífi mannsins, tíminn og þverstæðan; hann er kyrrstæður en líður samt og eldir okkur, eyðir. En þótt svo yfirbragð verksins sé klass- ískt hvað snertir tíma, rými og atburðarás, tekst höfundi eigi að síður að koma til skila óskilgreindum tíma, óljósum stað og slitr- óttri, sírofinni atburðakeðju. Klisjan segir: Það gerist ekkert í Godot... Nú rifjast allt í einu upp fyrir mér einn fyrsti tími hjá Antoinetti gamla í leik- húsfræðadeild Sorbonne fyrir þrjátíu árum. Við vorum að lesa Godot og hann minntist strax á að það væri kolrangt að ekkert gerðist í þessu leikverki. Þvert á móti væri það fullt af atburðum alveg frá upphafi til enda en einkum þó athöfnum (og reyndar miklu tali um athafnir líka). Að vísu eru þessar athafnir sumar svo smáar og óvenju- legar að okkur finnst þær ekki skipta máli, þær eru ekki venjulegar athafnir, venjuleg vandamál sem sýnd eru á leiksviði. En þær skipta leikverurnar, persónurnar, höf- uðmáli. Eitt örlítið dæmi: Í blábyrjun á Estragon í miklum erfiðleikum að komast úr skónum sínum. Gamall maður, rúinn öllu nema hlægilegri von að eitthvað gerist, Godot komi, eitthvað skáni... en núna er fóturinn einfaldlega að drepa hann, skór- inn of lítill, hann kemst ekki úr honum. Bólginn fótur (ödípus á grísku!), kannski með líkþorn, líkamlegur sársauki, nær- tækur, miklu ógleymanlegri en háspekileg- ur sársauki hins mannlega hlutskiptis sem vissulega má líka lesa úr kringumstæð- unum. En hvað Estragon áhrærir, þá kemst hann ekki úr skónum sínum, það er allt og sumt og það er líka alveg nóg. Þannig mætti áfram lesa verkið línu fyrir línu. Önnur klisja: Þetta er óskiljanlegt leik- rit... Stutt saga sem Martin Esslin segir í frægri bók sinni um leikhús fáránleikans: Actors’ Workshop frá San Fransisco lék Beðið eftir Godot fyrir fjögur hundruð harðsvíraða fanga í Saint Quentin- fangelsinu haustið 1957. Aðstandendur voru afar órólegir og bjuggust við hinu versta. En þessum óvönu áhorfendum tókst það sem flestum hafði mistekist í helstu leikhúsborgum heimsins: Þeim fannst ekk- ert vandamál að skilja verkið, hver á sinn hátt. Áreynslulaust urðu þeir listnjótendur, ekki listneytendur. Og þar er nefnilega reginmunur á. Ef venjuleg leikrit eru veitingahús þar sem boðið er upp á ýmsa rétti er Beðið eftir Godot nær því að vera eins og loftvarn- arbyrgi úr járnbentri steinsteypu, svo sterkbyggt að það mun standa um alla framtíð. Enginn tískustormur né sögustormur fellir það. En þarna hefur aldrei verið neinn venjulegur veitingastaður. Húsið er galtómt með auðu borði og nöktum bekkj- um og við komum þangað með nestið okkar og fáum okkur bita. Hver og einn hefur sína sögu að segja af viðurgerningi á þess- um skrýtna restaurant. Þeir sem ekki koma með nesti með sér, þeim finnst þetta vitanlega lélegur staður. Venjulegum listneytanda finnst það kannski, enda oft illa nestaður. Lestrarhæfni listnjótandans er einfald- lega nestið hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.