Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001 M ÁLARINN Paul Gauguin (1848–1903) átti að baki litríkt og óvenjulegt lífshlaup er hann hvarf til feðra sinna sárþjáður og heillum horfinn aðeins fimmtíu og fjögurra ára að aldri. Þar lauk sviptingarmikilli örlagasögu manns sem fórnaði öllu fyrir sköpunargleðina og ævintýraþrána, frama í fjármálaheiminum og stórri fjölskyldu. Sviðið eyjan Hivahoa (Hiva Oa), áður Dominique, og Atuana höfuðstöðvar Marquesas-eyjaklasans í Frönsku-Pólýnesíu. Þangað, svo til jafn nærri miðbaug og Thaití er hvarfbaug, hafði Gauguin hrökklast, í von um endurnýjaðan lífsblossa í óbrjáluðu náttúrulega frumlífi og einangrun, sem hann vænti að væri að finna leifar af á þeim slóðum. Einnig yfrið nóg af heillandi, lostafullum kvenblóma til að sitja fyrir, og hver veit nema eina og eina dans- andi mannætu, húðflúraða frá hvirfli til ilja, sem þar höfðu hafist við frá ómunatíð, ógn og skelfi sæfarenda, trúboða og ferðabókahöfunda. Voru nefndar Kanakar og aðkomumenn gátu allt eins búist við að vera grillaðir í heilu lagi yrðu þeir á vegi þeirra. Svona líkt og meðlimir annarra ætt- bálka og svarinna blóðfjenda sem höfðust við í hinum mörgu skógi vöxnu og djúpu dölum. Venjan var að mölva fyrst höfuðskelina á fórn- arlambinu til að eiga greiða leið að heilanum, hnossgætinu mesta sem þeir innbyrtu, vörpuðu þar næst skrokknum í jarðofn til steikingar. Gauguin hafði gefist upp á Thaití, sem olli málaranum stöðugt meiri vonbrigðum er fram liðu stundir, sveiflukenndum efnahag hans að verða ofviða að búa þar, að auk stöðugt torveld- ara að leita uppi fyrirsætur. En mikil hafði eft- irvænting málarans verið, þegar hann kom til draumeyjunnar í upphafi: „Eftir sextíu og þriggja daga siglingu, sextíu og þriggja daga ákafa eftirvæntingu, sáum við loks að kvöldi hins 8. júní undarleg ljós, sem fóru krákustígu eftir haffletinum. Svört laufbrýnd keila skar sig úr dimmu himinhvolfinu og færðist smám sam- an nær. Ekkert sem töfraði ferðalanginn líkt og innsiglingin til Rio de Janeiro. Þetta reyndist gnípa gamals fjalls, sem sjórinn hefur gengið yf- ir á dögum syndaflóðsins. Aðeins efsti tindurinn hefur staðið upp úr, og þangað hefur fjölskylda leitað sér hælis og gerst ættfeður nýs kyn- stofns. Síðan hafa kóraldýrin klifrað þangað upp, tekið sér bólfestu umhverfis fjallstindinn og skapað smám saman nýtt land. Og landið heldur ennþá áfram að stækka, en engu að síður varðveitir það í svip sínum hið upprunalega mót einmanleiks og einangrunar, og umhverfi þess, hið víða, veglausa haf, leiðir ennþá skýrar í ljós þessi sterku og persónulegu eðliseinkenni.“ Töfrum blandin lýsingin vekur samstundis upp hjá lesandanum ámóta þrá til hins fjarræna og upphafsmálsgreinin í, Den afrikanske Farm, hinni frægu bók Karenar Blixen, sem mátti berjast við sama sjúkdóm og Gauguin en við ólíkt lánlegri aðstæður: „Ég átti búgarð í Afríku við jaðar fjallsins Ngong. Lína sjálfs miðbaugs- ins skar hálendið tuttugu og fimm mílur í norð- ur. En búgarðurinn minn lá tvö þúsund metra yfir sjávarmáli. Um miðjan dag gat manni fund- ist, sem væri maður kominn hátt upp og þétt að sólinni, en síðdegin og kvöldin voru svalari, og næturnar kaldar.“ Á Thaití hafði Gauguin skrifað þá nafn- kenndu bók Nóa Nóa, sem hér var vitnað í, og með tímanum rataði í skrautbandi á áberandi stað í bókahillur fagurkera víða um heim, sem eitthvað sérstakt fjarrænt og yndisþokkafullt í máli og framsetningu. Gjarnan vísað til sem dæmis um óspillt líf, mikla gleði og hamingju frumstæðra náttúrubarna er lifðu í sælli sátt og munaði á þessum breiddargráðum Kyrrahafs- ins, langt langt í burt frá siðmenningunni. Og þó höfðu ævintýralegar lýsingar frá Thaití sem málarinn hafði lesið upp til agna í ferðabók er á vegi hans varð í París, reynst tálsýnir. Bókin Nóa Nóa að sama skapi þversögn, blekking. Gauguin mætti nefnilega ekki hin eðlislæga gleði, náttúrulega og falslausa líf, heldur mis- vitrir trúboðar, spilltir embættismenn, siðlausir laganna verðir og sjúkdómar meðal innfæddra, fylgifiskar hvíta mannsins hvar sem hann hafði borið að á þessum slóðum. – Spánverjar voru fyrstir til að tylla tá á Marquesas-eyjunum 1595, gerðist ekki alveg þegjandi og hljóðlaust. Ekki í ljósi þess að þegar kappsfullum stríðsmönnunum þótti ganga full hægt að fylla tunnur af ferskvatni í forðabúr skipa sinna, sem hinir blökku jusu í með kók- osskálum, skutu þeir á þá og myrtu eins og flug- ur. Naumast ástæða til að ætla að Portúgalar hafi verið hótinu betri er þeir stigu á land á Tahití 1606. Hinir hofmóðugu riddarar blóðug- asta þjóðarmorðs sögunnar, sem lagt höfðu undir sig landsvæði á norðurhluta Suður-Am- eríku, þar sem nú eru Mexíkó og Perú, skildu þar að auki eftir sig líffræðilega sprengju. Ógn sem seinna átti eftir að breiðast út í formi sára- sóttar og annarra sjúkdóma sem líkamar hinna innfæddu höfðu enga mótvörn gegn, sára mein- lausar kvefpestir þeim jafnvel lífshættulegar. Enginn veit um upprunalegu tölu frumbyggj- anna þegar hvíta manninn bar að, en þá Marq- uesas-eyjarnar voru enduruppgötvaðar í lok sextándu aldar munu 80 þúsund hafa verið þar fyrir. Viðkoman líkast í jafnvægi, rokkað til og frá eins og gengur, hráefni sosum yfrið nóg í jarðofnana góðu, – frumbyggjarnir trúlega gætt þess að ekki gengi of mikið á veiðistofnana. En um miðja sautjándu öld rötuðu þangað út- sendarar þrælakaupmanna frá Suður-Ameríku, síðan hvalveiðimenn og í kjölfarið komu farsótt- irnar. Frumbyggjunum fækkaði jafnt og þétt og töldust 20.000 þegar eyjarnar komust undir yf- irráð Frakka árið 1842, sem innlimuðu þær í ný- lenduveldi sitt 1880. Árið 1856 hafði þeim enn fækkað og nú niður í 12.000, þar næst 4.800, 1884, og voru 3.500 árið 1901 þegar Gauguin bar að. Botninum var náð 1929 en þá voru aðeins 2.075 eftir sem deildist á 6 af þeim 10 eyjum sem klasinn samanstendur af, meðaltalið gerir um Forsíða dagbókarinnar, neðarlega til vinstri hefur Gauguin skrifað: Til að gráta, þjást og deyja, en til hægri: Til að hlæja, lifa og njóta. Þar undir In Secula – Seculorum. Sjálfsmynd Gauguins, sem fannst í húsi mál- arans, eftir andlát hans. Riss, Hivahoa 1903. Riss, Hivahoa. „HIVA OA“ Margir þekkja til franska málarans Paul Gauguin eða halda það í öllu falli. En á undanförnum miss- erum og árum hefur eitt og annað óvænt komið í ljós, einkum hvað sam- band hans og van Gogh áhrærir, og vitneskjan ratað í heimspressuna. BRAGI ÁSGEIRSSON hermir í því tilefni í tveim- ur greinum af einu og öðru er varðar lífshlaup málarans. Aðallega í ljósi dagbókar frá dánarárinu 1903 sem út kom á dönsku á síðasta ári og honum áskotnaðist á liðnu sumri. Contes Barbares, málað á Hivahoa 1902, olía á léreft 130x89 cm. Folkvang-safnið Essen. P. GAUGUIN AVANT ET APRÉS FYRIR OG EFTIR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.