Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Ásdís „Skammdegisnótt“, 1954. Hér vann Gunnlaugur formrænar tilraunir sem hann hvarf síðar frá. B JÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra mun opna sýn- inguna formlega kl. 15 í dag og með því hefur gagna- grunnur Listasafns Íslands verið formlega tekinn í notk- un. Á sýningunni í sölum safnsins eru um níutíu mynd- ir Gunnlaugs, olíumálverk, teikningar og tréristur frá árunum 1928–1970, en auk þess eru sýnd um 1.000 verk eftir Gunnlaug á stafrænum gagnagrunni sem settur hefur verið upp í fimm tölvum á ólíkum hæðum safnsins í tilefni af sýningunni. Þá verður tekin í notkun ný netstofa þar sem áður var kaffistofa safnsins með aðstöðu til að nálg- ast upplýsingar um erlend söfn á netinu auk bóka og tímarita um myndlist og aðgangs að gagnagrunninum. Síðast en ekki síst kemur í tilefni af sýningunni út vegleg bók um verk, ævi og listferil Gunnlaugs, sem Gunn- ar J. Árnason heimspekingur hefur skrifað í. Ólafur Kvaran bendir á að yfirlitssýningin sé rökrétt framhald sýningar á verkum Gunnlaugs sem haldin var í safninu árið 1997, og miðaðist að því að gefa innsýn í vinnuferli einstakra verka, en skissur og frumdrög að olíumálverkum voru uppistaða sýningarinnar. Þessar tvær sýningar og sú miðlunar- og útgáfustarfsemi sem henni tengist eru þannig eitt viðamesta rannsókn- arverkefni á íslenskri myndlist sem Lista- safn Íslands hafur staðið að. „Sýningin markar mikil tímamót í starfi og sögu lista- safnsins. Með því að nýta okkur tölvu- tæknina á þennan hátt tekst okkur að auka aðgengi almennings og fræðimanna að safn- eigninni, en hér er um að ræða áfanga í um- fangsmiklu þróunarverkefni sem fer fram í safninu við að skrá allar tiltækar upplýs- ingar um safneignina.“ Ólafur bendir á að samstarf listasafnsins við Símann hafi gert þennan fyrsta áfanga þróunarstarfsins að veruleika en fyrirtækið kostar og annast framsetningu og tæknimál gagnagrunnsins auk þess að kosta alfarið hina nýju netstofu safnsins. Manneskjan sem viðfangsefni En hvernig er sýningin á veggjum safns- ins byggð upp? Ólafur segir myndunum stillt upp í sölum í samhengi við rétta tíma- röð í ferli málarans, auk þess sem hver sal- ur varpi ljósi á ákveðin skref og þemu í þró- un málaralistar Schevings. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að draga fram sér- stöðu Gunnlaugs í íslenskri listasögu sem felst í því að manneskjan og mannlífið er sett í öndvegi allt frá upphafi ferils hans til enda. Hann stóð fyrir ákveðinni myndefn- islegri nýsköpun sem gefur verkum hans mikið vægi í íslenskri myndlistarhefð. Þegar Gunnlaugur kemur fram á sjónarsviðið að loknu námi í Kaupmannahöfn á fjórða ára- tugnum er landslagið ríkjandi myndefni í ís- lenskri myndlist. Upphafning landsins í málverkunum tengdist sjálfstæðisbaráttunni og því bændasamfélagi sem var ríkjandi á þeim tíma. Í þessi atriði sóttu Íslendingar menningarlega sjálfsmynd sína, og átti Gunnlaugur mikinn þátt í að víkka þessa sjálfsmynd út með því að beina sjónum að manneskjunni sjálfri, en einnig sviðum eins Yfirlitssýning á verkum Gunnlaugs Scheving opnuð í Listasafni Íslands Í SÝND OG REYND Í dag verður opnuð viðamikil yfirlitssýning Listasafns Íslands á verkum Gunnlaugs Scheving (1904–1972) sem gefur yfirlit yfir allan feril listmálarans. Við sama tækifæri verður opnaður gagnagrunnur með verkum Schevings og ný netstofa listasafnsins. HEIÐA JÓ- HANNSDÓTTIR skoðaði sýninguna í sýnd og reynd í fylgd Ólafs Kvaran, forstöðumanns safnsins. Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, og Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Ís- lands, við eina af tölvunum þar sem nálgast má um 1.000 myndir eftir Scheving. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.