Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001 5 ögrandi og það jafnvel þegar listamennirnir vinna í hefðbundna miðla, s.s. málararnir John Currin, Sean Landers og Rita Ackermann. Meðal annarra listamanna sem þar sýna eru ljósmyndarinn og Turner-verðlaunahafinn Wolfgang Tillmans, Matthew Ritchie og Andr- ea Zittel. Galleríið fer einnig með verk úr dán- arbúi Felix Gonzales-Torres. Fyrsta sýning haustsins verður á verkum ljósmyndarans John Coplans og þar á eftir fylgir John Currin. 5. Metro Pictures, 519 W. 24. stræti Eins og allflest galleríin í Chelsea sýnir Metro Pictures verk samtímalistamanna en flestir listamannanna sem þar eru til húsa eru bandarískir. Meðal annarra eru Cindy Sher- man, Tony Oursler, Mike Kelley og Martin Kippenberger. Þann 15. september verður opnuð sýning á teikingum og skúlptúrum Gary Simmons. 6. Barbara Gladstone, 515 W. 24. stræti Galleríið leggur ríka áherslu á vídeó- og kvik- myndaverk og ljósmyndir. Barbara Gladstone er t.d. framleiðandi að Cremaster kvikmyndum Matthew Barneys og verkum Shirin Neshat. Meðal annarra listamanna sem þar sýna eru Vito Acconci, Jan Dibbets, Gary Hill, Anish Kapoor, Sarah Lukas, Mario Merz, Richard Prince, Rosmarie Trockel og James Turrell. Frá 7. til 29. september gengst galleríið fyrir samsýningu á verkum Stephan Balkenhol, An- ish Kapoor og Rosmarie Trokel. 7. Dia-listamiðstöðin, 548 W. 22. stræti Dia-listamiðstöðin er stofnun sem rekin er með styrkjum frá einstaklingum og opinberum aðilum og var sett á laggirnar fyrir 20 árum. Markmiðið var að styðja við bakið á listamönn- um sem unnu að varanlegum umhverfislista- verkum og kostnaðarsömum og stórum inn- setningum – listamönnum sem stóru listasöfnin virtu oftast að vettugi. Þar má nefna Walter de Maria, Donald Judd, Joseph Beuys, John Chamberlain, Robert Irwin og Richard Serra. Dia gegnir sérstöðu í Chelsea. Fyrir það fyrsta var stofnunin í fararbroddi endurnýjun- ar hverfisins þegar safnið var vígt árið 1988 og nokkur ár liðu þar til listgalleríin fóru einnig að hugsa sér til hreyfings. Í annan stað er starfsemi stofnunarinnar mjög víðtæk og fer fram á fjölmörgum stöðum í Bandaríkjunum. Dia átti t.d. þátt í því á sínum tíma að koma á fót listamiðstöð á búgarði Judds í Marfa í Texas. Dia hefur undir sínum vernd- arvæng fjölda umhverfisverka og innsetninga á borð við Eldingarvöll de Maria og jarðvegs- herbergið hans á Wooster stræti í SoHo. Þá hefur Dia nýverið ákveðið að styrkja lista- manninn James Turrell til að ljúka áratuga- löngu og metnaðarfullu verkefni sínu við mótun eldgígsins Roden Crater í Arizona. Nú lýkur senn 100 milljón dollara fjáröflun- arherferð Dia sem hófst árið 1995 og miðaði að því að efla enn starfsemi stofnunarinnar. Dia á stórt safn verka eftir listamennina Beuys, de Maria, Judd, Dan Flavin, Andy War- hol, Agnes Martin, Robert Ryman og Blinky Palermo sem fundinn verður varanlegur sama- staður í risavöxnu listasafn Dia sem opnað verður í Beacon við Hudson-á í New York-fylki næsta vor. Á síðasta ári voru unnið að breytingum á húsnæði Dia í Chelsea. Bandaríski listamaður- inn Jorge Pardo hannaði nýja bókaverslun þar og anddyri. Sýningar safnsins eru gerðar sérstaklega fyrir sali þess og geta staðið í allt að því ár. Nú er uppi í miðstöðinni vídeóinnsetning Diönu Arbus. Þá er nýlokið árslangri samsýningu Rodney Graham og Bruce Nauman, og sýningu á verkum breska Op-art málarans Bridget Ri- ley. Þann 12. september verður opnuð samsýn- ing Jorge Pardo og ítalska skúlptúristans Gil- berto Zorio. Síðar í september verður opnuð sýning á málverkum Alfred Jensens en báðar þessar sýningar standa til 16. júní á næsta ári. Þann 17. október opnar fyrri hluti sýningar á nýjum verkum Roni Horn en síðari hluti sýn- ingarinnar tekur við af þeim fyrri í febrúarlok og stendur fram á sumarið 2002. Í september verða sýndar kvikmyndir og myndbandsverk undir berum himni á þaki safnsins; verk eftir Döru Birnbaum, Dan Graham og Ernie Gehr. Þá verður sett upp japanskt Noh-leikhús en umgjörð þess er eftir japanska ljósmyndarann Hiroshi Sugimoto og belgíska listakonan Chantal Akerman flytur nýlegan gjörning sinn. Í bókabúð Dia má nálgast mikið safn fagbóka og tímarita um myndlist. Þar eru líka haldnir ljóðaupplestrar úr verkum samtímaljóðskálda og fyrirlestrar um myndlist og menningu dags- ins í dag. 8. Matthew Marks, 522 W. 22. stræti og 523 W. 24. stræti Vídeóinnsetningar hafa verið nokkuð áber- andi hjá galleríinu síðustu misseri en Matthew Marks sýnir allra handa verk samtímalista- manna í tveimur sýningarsölum gallerísins í Chelsea. Galleríið selur einnig verk úr dán- arbúum Ellsworth Kelly og Willem de Koon- ing. Meðal listamanna sem þar sýna eru Peter Fischli og David Weiss, Lucian Freud, Kath- arina Fritsch, Nan Goldin, Andreas Gursky, Roni Horn, Gary Hume, Brice Marden, Sam Taylor-Wood, Terry Winters, Tony Smith og Inez van Lamsweerde sem einnig er þekkt fyr- ir tískuljósmyndir sínar. Inez stýrði sumarsýn- ingu gallerísins ásamt samstarfsmanni sínum Vinoodh Matadin þar sem m.a. mátti sjá nýtt tónlistarmyndband Bjarkar, „Hulinn staður“, sem jafnframt er fyrsta myndbandsverk Inez og Vinoodh. 9. Marianne Boesky, 535 W. 22. stræti Eins og ljóst má vera af ofangreindum upp- talningum þá hefur ljósmyndin skipað sér fast- an sess á meðal annara listmiðla í sýningarsöl- um borgarinnar. Í sumar opnaði Marianne Boesky ljósmyndmiðstöð sem starfar innan vé- banda gallerísins og kennt er við Kennedy- Boesky. Í tengslum við þessa nýju starfsemi gekkst galleríið fyrir sýningu á ljósmyndum ýmissra listamanna sem þekktir eru fyrir verk í öðrum miðlum, m.a. Robert Gober, Damien Hirst, Rachel Whiteread og Lisa Yuskavage. Yuskavage er á meðal listamanna gallerísins, sem og Sarah Sze og Takashi Murakami. Fyrsta sýning haustsins verður á verkum Kev- in Appel og opnar í septemberlok. 10. Printed Matter, Inc. 535 W. 22. stræti Bókabúðin og fjölfeldi-, hljóð- og bókverka- útgáfan Printed Matter er á jarðhæð sömu byggingar og gallerí Boesky. Þar er að finna verk fleiri en fjögur þúsund alþjóðlegra lista- manna og meira en 13 þúsund bókatitla. Nýver- ið var þar t.d. stillt fram sýningarskrá frá sam- sýningu Lawrence Weiners, Þórs Vigfússonar, Kristins Hrafnssonar og Kristjáns Guðmunds- sonar í Ásmundarsal sl. sumar. 11. 303 Gallerí, 525 W. 22. stræti Galleríið leggur áherslu á verk yngri kyn- slóðar listamanna sem eru að ávinna sér nafn. Meðal þeirra sem þar eru kynntir og hafa notið árangurs erfiðisins má nefna Doug Aitken, Thomas Demand, Karen Kilimnik, Sue Will- iams og systurnar Jane og Louise Wilson. Þann 15. september verður opnuð sýning á verkum Rodney Graham. 12. D’Amelio Terras, 525 W. 22. stræti Fyrsta sýning haustsins verður á verkum Joe Scanlan, hillu-smíðandi listamanni sem hef- ur rekið eigin verslun í Brooklyn frá 1989 en þann 4. september vígir hann eftirlíkingu þess- arar verslunarinnar í galleríinu. Aðrir lista- menns sem sýna verk sín hjá D’Amelio Terras eru m.a. Robert Gober, Yayoi Kusama, Polly Apfelbaum, Rika Nouguchi og Karin Sander. 13. Paula Cooper, 534 W. 21. stræti Galleríið leggur nokkra áherslu á verk lista- manna sem kenndir eru við stefnu minimalism- ans. Þar má finna fjölbreytilegar sýningar listamanna s.s. Carl Andre, Celeste Boursier- Mougenot, Sophie Calle, Dan Flavin, Wayne Gonzales, Donald Judd, Yayoi Kusama, Zoe Leonard, Sherrie Levine, Sol LeWitt og Andr- eas Serano. Auk sýninga gallerísins sem skipt er út á nokkra vikna fresti rekur Cooper sýn- ingarsal í húsi hinum megin götunnar þar sem alla jafna er að finna verk nokkurra þekktustu umbjóðenda hennar. 14. Tanya Bonakdar, 521 W. 21. stræti Bonakdar kynnir verk Ólafs Elíassonar í borginni en síðasta sýning Ólafs hjá galleríinu var haldin sl. desember. Meðal annarra listamanna sem þar sýna eru Ernesto Neto, Thomas Scheibitz, Michael Elm- green og Ingar Dragset, Sabine Hornig og Ter- esa Hubbard og Alexander Birchler. Þann 6. september verður opnuð sýning á verkum Söndru Cinto. 15. Gavin Brown’s enterprise, Corp., 436 W. 15. stræti Stemmningin hjá Gavin Brown minnir mig svolítið á Kaffibarinn. Herra Brown rekur líka bar við hlið sýningarsalar síns á 15. stræti þar sem lýsingin undir gegnsæjum gólfflísunum blikkar í takt við tónlistina í anda dansgólfa 8. áratugarins. Þess vegna er líka alltaf hálf súr, en þó ekki sjarmalaus, reykingalykt í gallerí- inu. Og sýningarnar ýmist afslappaðar og góð- ar eða tilgerðarlega „smart“, allt eftir því í hvernig skapi herra Brown er. Haustið lofar góðu. Þann 8. september verður opnuð samsýn- ing Oliver Payne og Nick Relph og sýning Aleksöndru Mir. Þann 13. október opnar svo sýning á nýjum málverkum Elisabeth Payton sem hingað til hefur sótt innblástur til breskra popphljómsveita og konungsfjölskyldunnar. Opnunartími gallería í borginni er ýmist frá 10 eða 11 fyrir hádegi til klukkan 6 á kvöldin, frá þriðjudegi til laugardags, en lokað er á sunnudögum og mánudögum. Bókaverslun Dia-listamiðstöðvarinnar hefur tekið umskiptum eftir forskrift listamannsins Jorge Pardo sem á heiðurinn af marglitu flísaverki og freskum á veggjunum. Innan við sýningarsali Gagosian blasir við sjón sem maður tengir frekar við ferðaskrifstofur eða verðbréfamiðlun en myndlistargallerí. Og hvers vegna ætti sala á samtímamyndlist ekki að vera eins og hver önnur viðskipti? Matthew Marks-gallerí á 22. götu. Aðalsmerki gallerísins er ljósmyndir og vídeóinnsetningar. Fátt bendir til þeirrar gróskumiklu gallerístarfsemi sem rekin er í Vestur-Chelsea og t.d. er starf- semi á borð við bílaverkstæði og partasölur þar mun sýnilegri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.