Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 5 Karlar 1. Jón 4.560 2. Guðmundur 1.409 3. Sigurður 1.003 4. Ólafur 815 5. Bjarni 801 6. Magnús 757 7. Einar 698 8. Árni 539 (1) 9. Þorsteinn 523 (1) 10. Gísli 510 En í Barðastrandarsýslu leit toppurinn svona út 1801: Konur 1. Guðrún 305 2. Sigríður 98 3. Ingibjörg 92 4. Kristín 89 5. Helga 58 6. Margrét 53 7. Halldóra 32 8. Guðbjörg 30 9. Ólöf 29 10. Guðríður 28 Karlar 1. Jón 269 2. Bjarni 96 3. Einar 71 4. Guðmundur 66 5. Ólafur 64 6. Magnús 53 7. Gísli 33 8. Sigurður 32 9. Þórður 29 10. Árni 25 Nöfn Barðstrendinga voru nú 248, kvenna 116 og karla 132. Þetta eru svo sem ekki miklar breytingar á tæpri öld, en horfir þó eins og víð- ast um landið til fátæktar. Langsamlegasta merkust nýjung í nafngift- um sýslubúa eru tvínefni. Áður var þess getið að 1703 væru aðeins systkin ein tvínefnd á landinu öllu, og tvínefnasiðurinn fór mjög hægt af stað. Þessi siður barst okkur frá og með Dönum, einkum eftir að Kristján konungur IV. hafði skírt fjölda barna sinna tveimur nöfnum. Færeyingar voru þó mun sneggri til þessarar nýjungar en Íslendingar. Nokkur dæmi eru þó tvínefninga og jafnvel þrínefninga frá 18. öld, en það er ekki fyrr en um 1830 sem segja má að tvínefni verði nokkuð tíð, miklu tíðari norð- anlands en sunnan. Í Barðastrandarsýslu voru átta tvínefndar persónur 1801, fleri kvenkyns en karlkyns, eins og tíðast var, og fjórar stúlkur hétu Anna að fyrra nafni. Þannig var það víðast hvar, og held ég að þar gæti áhrifa frá Önnu Sofíu sem var frilla Kristjáns IV. og seinna drottning hans. Nú skal nefna hið tvínefnda fólk í ald- ursröð: Nú skal hyggja að nokkrum nöfnum úr manntali í Barðastrandarsýslu 1801, flestum heldur sjaldgæfum: Ein kona í sýslunni hét Barbára eins og það var bókað, en venjulega höfum við nú Barbara, en það er komið úr grísku bárbaros = erlend- ur, eiginlega sá sem talar óskiljanlega, þ.e. „bar. . . bar. . . bar. . . “ Gríska orðið fékk síðar niðrandi merkingu. Hér á Íslandi höfðu menn fyrrmeir gerðina Barbára, svo að bókunin í Barðastrandarsýslu 1801 er leifar af gömlum sið; auk þess skildu Íslendingar orðið bára. Barbara var nafn helgrar meyjar, dagur hennar 4. desember. Í dýrlingabókum segir að margt um hana sé óljóst, en hún er þó talin „one of the great virgin saints“, ein hinna mestu meydýrlinga. Hinar voru Margrét, Agnes og Katrín. Barbara var sérlega verndari smiða og vélamanna, og ákölluð við þrumum og eldingum. Heilög Barbara dó 306. Nafn hennar hefur orðið gríðarlega vinsælt í Bandaríkjum Norður-Ameríku og þá með ýmsum gælunöfnum, en hér á landi hefur orðið barbari í merkingunni villimaður, ruddi valdið því, að vinsældir nafnsins hafa ekki orðið mikl- ar. Þó eru nær 100 en 50 í þjóðskránni 1989. Babara komst í Heilagra meyja drápu (um 1400) og var þess getið að hún hefði „frá blót- um horfið“. Svo er talið að Barbara sé orðið skírnarnafn hérlendis ekki síðar en á 15. öld. Um aldamótin 1900 munaði minnstu að Bar- bara dæi úr hérlendis, og 1910 var aðeins ein, einmitt fædd í Barðastrandarsýslu. En nú er nafnið úr öllum háska sem fyrr var fram komið. Etilríður er forngermanskt; í gamalli ensku Æthelthryth, Ediltrudis, sem yrði á okkar máli „Aðalþrúður“. Nútímaenska er Audrey eða Et- hel. Enn ein gömul ensk gerð var Etheldreda, en það er drottningarheiti frá Norðimbralandi. Hún dó 679 og hafði stofnað klaustur í Ely. Sú tilgáta að Etilríður hafi orðið til við að Ketilr- íður hafi misst k-ið framan af sér, þykir mér ekki trúleg. Etilríður mun eiga skylt við aðal annars vegar og fríður hins vegar. Óvíst er hversu gamalt nafn Etilríður er hér- lendis, en það er í nafnatali sr. Odds 1646. Það var reyndar einbundið við Vestfirði og allra helst Barðastrandarsýslu. Árin 1703 og 1801 voru aðeins tvær, sín í hvorri, Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslu, og 1845 voru enn tvær og nú báðar í Barðastrandarsýslu. Nafnið lifði í þessum sýslum fram á 20. öld, en er nú fyrir nokkru horfið. Framparturinn Ethel er hins vegar vel á lífi. Gissur, stundum letrað Gizur, er fornnor- rænt. Gissur var Óðinsheiti, en merkingin að öðru leyti ekki fullvís. Óðinn var „spjótaguð“, og eldri gerð nafnsins Gissur var Gisfröðr = sá sem mætur hefur á spjóti“, sjá Geir = spjót og Gísli = spjótliði eða örvarskytta. Hugsanlegt er að Gissur sé rótskylt sögninni að geta, og merki þá hinn getspaki, enda var Óðinn meist- ari í gátulist. Hér verður þó fyrri skýriningin aðhyllst. Í öllum aðalmanntölum, allt frá 1703 til okk- ar daga hafa menn með Gissurar-nafni verið á bilinu 20–100. Árið 1801 var aðeins einn í Barðastrandarsýslu. Hilaríus var sjaldgæft nafn á landi hér og er nú dautt. Það er úr latínu hilaris = glaður. Hil- arius var franskur biskup, dó 368. Hann var mjög dýrkaður í Frakklandi og átti sér messu- dag 13. eða 14. janúar. Hilaríus varð ekki skírnarnafn hér á landi fyrr en á 18. öld, og í manntalinu 1801 voru að- eins tveir, annar og eldri var Hilaríus Illuga- son, 66 ára, fyrrverandi prestur, á Stóra-Mos- felli í Árnessýslu. Hinn yngri var í Barðastrandarsýslu, tveggja ára sveinn í Flat- ey, sonur sr. Eyjólfs Kolbeinssonar þar. Eyj- ólfur hafði verið í fóstri hjá sr. Hilaríusi og lét nú heita í höfuðið á fóstra sínum. Eyjólfur var faðir þriggja hinna tvínefndu sem nefndir voru fyrir skemmstu. Nafninu Hilaríus vegnaði ekki vel. Helst náði það fótfestu um Ísafjörð, og árið 1910 voru á öllu landinu fimm, fjórir þeirra fæddir Ísfirð- ingar, annaðhvort í sýslu eða kaupstað. Þegar líður fram á 20. öld, deyr nafnið út á landi hér. Nú kemur erfitt nafn, sem bókað er á ýmsa vegu: Jelidon, Jellidon(i), Jelion, Elion, Elidon. Líklega er Elion einna næst lagi, því að hebr- eska fyrirmyndin er Elionai = „augu mín mæna til guðs“. Þetta nafn var sárasjaldgæft og kemur aðeins fyrir á Vestfjörðum, helst í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu. Óvíst er hvenær það var fyrst upp tekið, enginn var 1703. En 1801 eru bókaðir tveir, Jelidoni. Því bregður fyrir 1816, en hverfur svo ýmist alveg eða einum og einum skýtur upp með nafni þessu. Bergsveinn Elidon Kristinsson fæddist í Reykhólasveit 1894, barnabarn hans fætt 1971 hlaut sama nafn. Narfi er fornnorrænt, nokkuð algengt, sbr. ensku narrow og Njörfasund, frummerking líklega „inn granni eða aðþrengdi“, segir Ás- geir Bl. Magnússon. Samnafnið narfi merkir refur, og Nari eða Narfi var nafn á syni Loka. Sex heita Narfi bæði í Landnámu og Sturl- ungu, og 1703 voru þeir 68, vítt og breitt um landið. Síðan hvarf nafnið úr heilum lands- fjórðungum, t.d. Norðurlandi, en hélst mest vestan lands og sunnan. Nokkrir voru í Ísa- fjarðarsýslu og einn í Barðastrandarsýslu 1801. Mönnum með þessu nafni hefur fækkað, einkum hlutfallslega, ekki nema 21 í þjóðskrá 1989, þar af 12 að seinna heiti. Teitur er fornnorrænt = „glaður“, í fornhá- þýsku zeiz = viðmótsljúfur; upphafleg merk- ing bjartur, glaðlegur, rótskylt tír í orðstír, lýs- ingarorðinu tær og líklega nafnorðinu teinn. Fyrrmeir var þetta algengt nafn, t.d. fimm í Landnámu og 18 í Sturlungu. Árið 1703 voru hér á landi 67, dreift, en síðan fækkaði nokkuð. Fór þá aldrei niður fyrir 30, og nú eru um eitt hundrað í þjóðskránni. Árið 1801 voru sjö Barðstrendingar með þessu nafni og í engri sýslu fleiri nema Snæfellsnessýslu, níu. Þá er hér að síðustu afar erfitt nafn sen væntanlega á sér ekki hliðstæðu. Í Nafnalykli sr. Björns Magnússonar fyrir 1801 stendur „Þórður-Björn, föðurnafn vantar“, tveggja ára, Kirkjubóli Gufudalssókn. Í prentaða manntalinu fyrir sama ár heitir hann Thord-Björn, fæddur 1799, og er þá Guð- rúnarson. Í manntalinu 1845 er hann í Þorpum í Strandasýslu. Síðan hverfur hann, og verður ekki úr því skorið hér, hvort hann hét Þórð- björn eða Þórður Björn. III. Manntalið frá 1816 hefur ekkivarðveist allt, svo að ég hleyp yfir það, enda stutt frá 1801. Þess í stað sný ég mér að manntalinu 1845, en þá voru miklar breyt- ingar orðnar bæði á högum landsmanna og nöfnum þeirra. Árferði var skaplegt á fyrra hluta 19. aldar, og fjölgaði fólki greitt og nöfn- um þess. Meginbreytingin var þó geysileg fjölgum fleirnefna, mest tvínefna, og fjölgun nafna úr Biblíunni, en þó einkum þess fólks sem bar þau, svo og samsetningar af nafninu Kristur. Í Barðastrandarsýslu var fólksfjölgun svip- uð og annars staðar, og nöfnum karla hafði nú fjölgað í 148 og kvennanöfnum í 138. Hlutfallið í báðum kynjum hafði breyst, germönskum nöfnum í óhag. Þau voru nú tæplega 75% meðal kvenna og tæplega 70% meðal karla. Vel er þetta þó viðunandi. Nú skulum við gera eins og áðan og sjá 10 al- gengustu nöfn Íslendinga allra 1845. Eins og áður merkir tala í sviga:þar af síðara nafn: Konur 1. Guðrún 4.279 (52) 2. Sigríður 2.487 (64) 3. Margrét 1.487 (50) 4. Kristín 1.476 (52) 5. Ingibjörg 1.456 (30) 6. Helga 1.104 (14) 7. Anna 750 (12) 8. Guðný 628 (6) 9. Guðríður 621 (2) 10. Guðbjörg 538 (7) Karlar 1. Jón 4.630 (9) 2. Guðmundur 2.012 (5) 3. Sigurður 1.428 (7) 4. Magnús 955 (10) 5. Ólafur 914 (9) 6. Einar 830 (3) 7. Bjarni 825 (5) 8. Árni 658 (3) 9. Gísli 641 (4) 10. Björn 593 (4) Í Barðastrandarsýslu stóð dæmið svona 1845: Konur 1. Guðrún 211 (2) 2. Kristín 104 (1) 3. Ingibjörg 102 (3) 4. Sigríður 98 (1) 5. Helga 51 (1) 6. Margrét 44 (3) 7. Guðbjörg 34 8. Halldóra 27 9.–10. Ástríður 24 9.–10. Ólöf 24 Karlar 1. Jón 231 2. Guðmundur 97 (1) 3. Ólafur 67 4. Magnús 62 5. Einar 60 (1) 6. Bjarni 58 7. Gísli 39 8. Kristján 38 (2) 9.–10. Sigurður 29 (1) 9.–10. Þórður 29 Þetta víkur ofurlítið frá landsmeðaltali, t.d. hvað snýr að Sigurði og Sigríði, Önnu og Krist- jáni. Þá eru Ólöf, Halldóra og einkum Ástríður al- gengari hér en gekk og gerðist um landið allt. Hinu fleirnefnda fólki í sýslunni hafði nú fjölgað úr 8 árið 1801 í 52, og er það miklu meira en t.d. á Suðurlandi, en líkara því sem var í Ísafjarðarsýslu, á Norðurlandi og í Norð- ur-Múlasýslu. Nú skulum við sjá: Morgunblaðið/Gísli Nafn Aldur Heimili Kirkjusókn 1. Axel Friðrik Þórólfsson 69 Múla Múlasókn 2. Anna Soffía Ólafsdóttir 37 Brjánslæk Brjánslækjar 3. Anna María Pétursd. Kúld 29 Flatey Flateyjar 4. Anna María Jónsdóttir 12 Kletti Garpsdals 5. Friðrik Kristján Eyjólfsson 6 Flatey Flateyjar 6. Anna Kristín Eyjólfsdóttir 4 Sama stað 7. Jóhanna Friðrika Eyjólfsd 3 Sama stað 8. Dagur Jens Jensson 1 Sauðeyjum Brjánslækjar Hilarius var sjaldgæft nafn á landi hér og er nú dautt. Það er úr latínu hilaris = glaður. Hilarius var franskur biskup, dó 368. Úr Vatnsfirði í Barða- strandarsýslu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.