Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 B REZKA lárviðarskáldið Ted Hughes sagði að þegar hann liti um öxl væri William Words- worth fyrsta fjallið sem bæri fyrir augu. Þegar þessi ummæli bættust löngun minni til að koma í Vatnahéraðið hlaut sú ferð að verða einum þræði til þess að þefa af umhverfi þessa skálds, sem Hughes lýsti svo, og var útnefnt páfi Vatnahér- aðsskáldanna og lárviðarskáld að auki. William Wordsworth fæddist 1770 í Cock- ermouth sem er markaðsbær norðvestur í ís- lenzkum fjöllum Vatnahéraðsins. Ég kom hins vegar austan að og því var það mín meining að koma í gegnum Penrith. Þar bjuggu amma og afi William og móður- bróðir og hann dvaldi þar löngum í bernsku, sem og systir hans Dorothy. Miðað við hve löngum tíma hann varði í Penrith var Words- worth ákaflega fáorður um hann í æviljóðabálki sínum. Enda mun þeim systkinum hafa hund- leiðzt! Strangur heimilisaginn lagðist meira að segja svo þungt á William að hann lagði á ráðin um sjálfsmorð. Sem betur fer lét hann duga að skeyta skapi sínu á fjölskyldumálverki í for- stofunni! Dorothy hins vegar komst af með því að bæta félagsskap við Hutchinson-systurnar við samleik þeirra systkinanna. Þegar fram liðu stundir varð önnur Hutchinson-systirin, Mary, eiginkona Williams. Kjöt og smjördeigshorn Penrith er kaupstaðurinn í Edendal. Þar er mold sögð dökk og frjósöm og því búsældar- legra um að litast en annars staðar í Vatnahér- aðinu. Rauður sandsteinn setur svip sinn á Penrith. Bærinn stendur við fornt vað á ánni Eamont sem rennur úr Ullswater. Í fyrndinni stríddu Englendingar og Skotar þarna margoft og um 1400 tóku Englendingar á sig rögg, reistu landamæravirki á staðnum og settu þar niður her. Þessa kastala sér enn stað í nokkuð lúinni rest. Á síðari hluta 15. aldar fór Ríkharður hertogi af Gloucester, síðar Rík- harður III, með vörzlu norðvesturlandamær- anna og bjó í Dockrey Hall, þar sem nú stendur elzta kráin í Penrith, Cloucester Arms Inn. Penrith er frá fornu fari fjörugur markaðs- bær. Nú sækja menn helzt þangað sælgæti og kjöt og beztu bitarnir eru ekki sendir til Lond- on, enda bera menn þar ekkert skynbragð á úr- vals kjötmeti! En umheimurinn hefur líka laumast í bæinn. Á áttunda áratug síðustu ald- ar, þegar gasleiðslan var lögð frá Norðursjó um Kumbaraland, lenti það verk í frönskum hönd- um. Frakkarnir kunnu vel við sig í Penrith, en söknuðu þó eins; að fá ekki smjördeigshornin sín með morgunkaffinu. Þessu voru bakarar bæjarins fljótir að bæta úr. Nú eru Frakkarnir á bak og burt en smjördeigshornin skutu rótum og skipa fastan sess á borðum Penrith-manna. Skammt frá sandrauðu kirkjunni í Penrith er gröf Owen risa; tveir steinkrossar og fjórar þúfur í hnapp. Owen Ceasar var aðalsmaður og öðrum meiri að vexti. Hann elti uppi stiga- menn, sem fóru ránshendi við landamærin, og drap þá. En fleira féll fyrir honum, því þúf- urnar í minnismerkinu eru sagðar til marks um birni sem hann felldi í nærliggjandi skógum. Páskaliljurnar við Úlfsvatn Ullswater telja margir fegurst vatna á þess- um slóðum. Leiðin frá Penrith liggur þangað sem Eamontá kemur úr vatninu og þegar áfram er haldið, opnast vatnið undir fjallgirð- ingunni hægt og rólega allt að rómuðum hlíðum Helvellyn við hinn vatnsendann. Einhvers staðar hér við vatnið stal William báti en samvizkan rændi hann öllum sans svo hann sá aðeins brúnaþung fjöll sem honum fannst vilja elta sig uppi. Og það var hjá Ullswater, við Gowbarrow- garði, sem Dorothy Wordsworth rak augun í páskaliljurnar; „þær fegurstu sem ég hef aug- um litið“. Bróðir hennar orti svo eitt sitt vinsælasta ljóð upp úr frásögn hennar. Þar lýsir hann því, hvernig hann bar sem ský, hátt yfir hæðir og dal, er augað leit blómabreiðu, þar undir trján- um við vatnið, liljurnar stigu dans. Og þessi sjón var honum stöðugur gleðigjafi síðan. Þotuþrumur í póstkorti Keswick er höfuðstaður norðurhéraðsins og stendur við Derwentwater. Nafnið sækir bær- inn í upphaf sitt sem ostabú, en annars er þetta gamall námabær og er sú saga rakin aftur til 1564. Þá tók Elísabet drottning höndum saman við þýzka um námavinnslu á þessum slóðum. Hugur drottningar stóð til gulls. Það gekk þó ekki eftir, heldur kom kopar úr jörð. Síðar snerist námuvinnslan um grafít, sem fannst í Borrowdale sunnan Derwentwater, og Keswick varð þar með blýantsnafli alheimsins. Þar er nú safn um sögu ritblýsins, sem skartar heimsins stærsta blýanti. Námumenn eru á bak og burt úr Keswick en ferðamenn fylla þar stræti og torg. Ég átti stillfagran morgun á bökkum Derw- entwater. Tvær endur, sem höfðu boðið sér í morgunverð hjá mér, löbbuðu líka niður að vatninu. Þær skelltu sér umsvifalaust út í en ég fann mér bekk að sitja á. Þetta var eins og að vera í póstkorti. Vatnið lá mývetnskt fyrir, eyj- arnar svifu á spegli og til landsins teygðu trén sig upp hæðirnar. Og þeim ofar fjöllin. Þau til suðurs höfðu ekki enn tekið ofan og báru flest muskuð pottlokin kæruleysislega á tindunum. Í norðrinu stóð Skiddaw-höfðinu hærra og hjúfr- aði sig enn undir þokusæng næturinnar. Þarna ríkti mér fullkomin ró og friður, krydduð fuglasöng, sem beindu huganum að ljóði Wordsworths um lævirkjann, sem Helgi Hálfdanarson hefur þýtt á íslenzku: „Þú himinskáld, þú heiðis ferðalangur!...“ En mitt í síðasta erindinu; „...er yfir jörð þú söngvaregni sóar sem sver þig meir í ætt við himininn:...“ varð fjandinn laus. Orrustuvélar þutu hjá með hrikalegum gný svo vatnið reis upp á rönd fyrir þeim ósköpum. Það var úti um friðinn. Svo skall regnið á. Þeir segja að í Keswick rigni helmingi meir en þar sem þurrast er á Englandi, en hins vegar sé rigningin mun minni en víða annars staðar í Vatnahéraðinu! Ekki langt undan kolaporti þeirra Ostbæ- inga er skáldabúðin. Þetta er bókabúð, þar sem myndir af skáldum hanga upp um alla veggi. Hugh Valpole smeygði þessari búð inn í Kes- wick sögu sína: A Prayer for My Son. Reyndar má segja að það hafi enginn verið skáld meðal skálda nema hann kæmi til Keswick og gerði bæinn og umhverfi hans að yrkisefni. Flest voru skáldin farfuglar en önnur settust þarna að. Wordsworth var sjaldnast langt undan. Svilarnir Samuel Taylor Coleridge og Robert Southey bjuggu í bænum; sá síðarnefndi, sem var lárviðarskáld á undan Wordsworth, bjó í Keswick frá 1803–43. Á safni bæjarins gefur m.a. að líta bréf og handrit þeirra Valpole, Wordsworth og Southey. Skáldafundir í stífludal Ég hafði hugsað mér að skoða Castlerigg; steinasporöskju og ferning frá bronzöld. En staðurinn var lokaður vegna gin- og klaufaveiki og reyndar ókum við nokkrum sinnum yfir sótt- hreinsunardúka á sveitavegum þarna í kring. Leið mín lá því utan stanz hjá Jóhannesar- dal, fallegri dalskvompu með tilheyrandi kirkju og fyrr en varði lá Thirlmere hjá vegi. Thirl- mere er nú vatnsból Manchester. Til þess voru í lok nítjándu aldar tekin tvö lítil vötn og land að þeim og þorpið Wythburn í suðurenda dals- ins fór líka undir vatn, utan kirkjan sem nú stendur ein eftir. Þessar framkvæmdir ollu „...yndislegasti staður sem MEÐ WORDSWORTH Vatnahéraðið þykir með fegurstu stöðum Englands. Náttúr- an er mikilfengleg og fjölbreytt sem og mannlífið og bók- menntaminnin á hverju strái. FREYSTEINN JÓHANNSSON lét gamlan draum rætast og gisti hjarta Kumbaralands.                                                    !  "                            William Dove Cottag worth

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.