Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2001, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. NÓVEMBER 2001 E VA Guðný Þórarinsdóttir, fimmtán ára stúlka úr Garða- bænum, lifir svolítið öðruvísi lífi en jafnaldrar hennar á Ís- landi. Hún er í skóla, sem er jafnframt heimavist. Skóla- dagurinn er langur og sjón- varpsgláp og tölvuhangs er ekki það sem börnin dunda sér við á kvöldin í skólanum hennar, Yehudi Menuhin-skólan- um í Englandi. Þar eiga krakkarnir að læra allt það sem venjulegir krakkar læra – en eru líka í meira en fullu tónlistarnámi, og æfa sig marga klukkutíma á dag. Þau fá að kynnast mörgum bestu tónlistarkennurum heims, og spila í hljómsveit sem ferðast vítt og breitt um heiminn; þau fara á tónleika og kynnast hvert öðru bæði sem vinir og samstarfsfólk í tónlistinni. Þetta er ekki auðvelt líf, en mjög skemmtilegt að sögn Evu Guðnýjar, sem stefnir að því að verða einleikari á fiðlu. Ætlaði bara að kynna sér skólann Eva Guðný byrjaði þriggja ára að læra á fiðlu í Suzuki-skólanum. Þaðan lá leiðin til Guðnýjar Guðmundsdóttur sem var kennari hennar þar til hún varð tólf ára. Hún hafði heyrt um skóla Yehudi Menuhins og langaði að fara á opinn dag í skólanum og kynna sér hvað í boði væri í svona frægum skóla. Heim- sóknin í skólann varð heldur betur árang- ursrík. „Við vorum komin til Spánar í sum- arfrí þegar mér var boðið að koma og prufuspila fyrir skólann. Ég þurfti að drífa mig aftur til Englands til að gera þetta. Ég gisti í skólanum í þrjá daga og ég spilaði. Hálfum mánuði seinna kom bréf heim, sem sagði að ég hefði komist inn í skólann. Ég hafði ekkert verið að hugsa um að komast inn í skólann þegar við fórum þangað fyrst; við ætluðum bara að kynna okkur hann.“ Eva Guðný var tólf ára þegar þetta var, og í prufuspilinu lék hún fyrsta þátt úr fiðlukons- ert nr. 1 eftir Bruch og Prelúdíu og allegró eftir Kreisler. Sá pabba og mömmu aðeins á sex vikna fresti „Við“ eru Eva Guðný og pabbi og mamma; Þórarinn Ólafsson og Marta Bjarnadóttir, en þau hafa stutt dyggilega við bakið á stelpunni sinni í því erfiða námi sem nú tók við. Marta og Þórarinn eru kunn sem kaupmenn í Reykjavík, en áður lék Þórarinn á flautu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eva Guðný segir að skólalífið í Yehudi Menuhin-skólanum hafi verið allt, allt öðruvísi en það sem hún hafði kynnst á Íslandi. „Aginn er helmingi meiri og margt erfitt, til dæmis að þurfa að læra allt á ensku. Fyrsta árið var sérstaklega erfitt. Maður sá ekki pabba og mömmu nema á sex vikna fresti og ég var með mikla heimþrá. Það var ótrúlega erfitt.“ Smám saman fór Eva Guðný þó að venjast skólanum og eftir fyrsta árið fluttu foreldrar hennar til Eng- lands, til að geta verið nær henni. „Það hjálp- að mér mjög mikið. Þá gat ég hitt þau um helgar og það var mjög gott.“ Nemendurnir búa í skólanum, og námið sem þar er stundað er venjulegt skólanám, en tónlistarnámið er samt sem áður aðalatriðið og kjölfestan í skólastarfinu. „Við vöknum klukkan sjö, og æfum okkur frá átta til níu. Þá er fundur með skólastjóranum og krökkunum. Eftir hann byrjar skólinn, og hver kennslustund er klukkutími. Inn á milli tíma koma klukku- tímar hér og þar, þar sem maður getur æft sig. Skóladeginum lýkur klukkan átta á kvöldin. Eftir kvöldmat þarf maður að vinna heimaverkefnin, og svo höfum við klukkutíma frí áður en við verðum að fara að sofa.“ Eva Guðný segir að krakkarnir séu yfirleitt mjög duglegir að nota æfingatíma sína yfir daginn, og taki þetta mjög alvarlega, en einstöku sinnum laumist þeir þó til að fá sér blund og hvíla sig. Það má panta pitsu Í skólanum þekkjast allir mjög vel, og í vet- ur eru þar ekki nema rúmlega 60 nemendur. Það er kennt á öll strengjahljóðfæri og svo á píanó. En hvernig hefur það gengið að þurfa að læra öll fög á ensku? „Það var mjög erfitt fyrst, en núna er þetta orðið allt í lagi og gengur bara fínt.“ Það er mikið talað um það hér á landi að það þurfi meiri aga í skólum landsins, og vafalaust fyndist mörgum erfitt að þurfa að standast þann aga sem börnin í skóla Menuhins þurfa að sýna og beita sjálf sig. Þar er markið sett hátt og nemendur leggja mikið á sig til að ná árangri. En hvern- ig eru þá fríin? „Maður verður bara mjög lat- ur og nennir ekki að hafa neitt skipulag á hlutunum. En maður venst líka aganum. Það er ágætt að hafa skipulag á hlutunum, annars gengi þetta bara ekki neitt. Það má panta pitsu en það er nú ekkert mikið meira sem við megum. Það má til dæmis ekki fara að versla um helgar, nema í skipulögðum ferðum, og ef við brjótum reglurnar er okkur refsað, til dæmis með því að þurfa að fara fyrr að sofa. Það eru leigðar tvær vídeóspólur á laugar- dagskvöldum; það bjargar alveg helgunum.“ Glöð að hafa kynnst Menuhin Eva Guðný segir að krakkarnir í skólanum séu góðir vinir, en að samt sé svolítil sam- keppni á milli þeirra. „Þetta eru krakkar frá 27 löndum, og það gerir skólann sérstakan. Maður lærir nokkur orð í tungumálunum og kynnist annarri menningu.“ Yehudi Menuh- in, stofnandi skólans var sjálfur mikið undra- barn í fiðluleik. Um tíma lokaði hann sig þó af og lék ekki opinberlega á fiðluna sína í langan tíma. En hann kom þó aftur fram á sjón- arsviðið og var alla tíð, allt þar til hann lést fyrir nokkrum árum, einn mesti tónlistar- maður og tónlistaruppalandi síns tíma. „Ég er mjög glöð að hafa kynnst honum aðeins, áður en hann dó. Hann var með námskeið fyrir okkur í skólanum og tók krakkana í tíma. Það var mjög gaman að fá að heyra í honum. Hann var mjög sérstakur og stórgáf- aður.“ Nú hefur sellóleikarinn rússneski Mstislav Rostropovitsj tekið við yfirstjórn skólans, og kennir þar einnig milli þess sem hann heldur tónleika og stjórnar hljómsveit- um víða um heiminn. „Rostropovitsj er mjög sérstakur. Hann er mjög lítill en með stórar hendur, en hann er mjög skemmtilegur og al- gjör dúlla.“ Í kennaraliðinu eru svo margir helstu hljóðfærakennarar heims; kennarar sem starfa einnig við virta skóla eins og Juilliard-skólann í New York og Royal Aca- demy of Music í London. Eva Guðný segist finna fyrir því að miklar kröfur séu gerðar til nemendanna í skólanum, en þó sé ekkert endilega gert ráð fyrir því að allir verði fræg- ir einleikarar. Margir þeir sem hafi útskrifast úr skólanum verði góðir hljómsveitarspilarar eða fari í kammermúsík. Bach fallegastur Eva Guðný er farin að undirbúa tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í desember, en hún kemur fram á jólatónleikum hljóm- sveitarinnar og leikur þá þriðja þáttinn úr fiðlukonsertinum La Campanella eftir Pag- anini. En auk þess er hún að æfa Spænsku sinfóníuna eftir Edouard Lalo. En hvað er skemmtilegast að spila? „Mér finnst mjög gaman að spila Bach, það er svo falleg músík, en mér finnst líka gaman að spila eitthvað glæsilegt eins og Paganini – ef ég ræð við það – en annars, mér finnst bara gaman að spila allt. Annars hef ég mjög gaman af alls konar tónlist og hlusta ekki bara á klassík. Ég hlusta á popp og mjög mikið af djass. Maður verður að hlusta á eitthvað annað en bara klassíska tónlist.“ Eva Guðný segir að gömlu fiðluleikararnir séu í miklu uppáhaldi hjá sér, snillingar eins og Jascha Heifetz, David Oist- rach og Joseph Hassid. „En það er líka einn yngri, Leonidas Kavakos, sem er mjög góður. Ég heyrði í honum í Wigmore Hall og hann var alveg frábær – alveg ótrúlegur.“ Sjálf hefur Eva Guðný þegar reynslu af því að leika í þessu fræga tónleikahúsi í London. „Skólinn er alltaf með lokatónleika í Wig- more Hall, og yfirleitt eru það bara krakkar sem eru að hætta sem fá að spila. En ég var valin – ég bara veit ekki af hverju; en ég var með mjög skemmtilegt stykki sem ég gat spilað ágætlega.“ Eva Guðný er aðeins fimmtán ára. Hún á þess kost að vera í skólanum til átján ára ald- urs, en hvað þá tekur við er óvíst. „Maður veit aldrei hvort maður klárar skólann alveg eða hættir eftir samræmdu prófin sem eru í vor. Ég gæti hugsanlega farið eitthvert annað og verið bara í tónlistarnámi, eða klárað þetta hér.“ „Ef þú ætlar að spila í Háskólabíói verðurðu að æfa þig“ Í vor lýkur Eva Guðný samræmdum próf- um í sjö fögum, sem eru nokkuð fleiri greinar en krakkar í tíunda bekk hér heima þurfa að ljúka. Mannkynssagan er í uppáhaldi hjá henni. „Mér finnst sagan mjög skemmtileg, við erum að læra um Stalín og Hitler, og það er mjög spennandi og góð andstæða við fiðlu- námið. Sögukennarinn er líka mjög góður. Mér finnst líka gaman í ensku, að lesa Shake- speare. Við leikum verkin í tímum, og kenn- arinn er mjög spes, hann gefur mjög mikið í leikinn og verður allur rauður í framan.“ Það er aldrei að vita hvenær Eva Guðný kemur heim til að halda einleikstónleika, ekk- ert slíkt er ráðgert í bili. En hún hlakkar mjög mikið til að spila með Sinfóníuhljóm- sveitinni í desember. „Það var algjör draum- ur að fá að spila í Háskólabíói, ég trúi því varla að þetta sé að gerast. Þegar ég var lítil var pabbi alltaf að segja: „Eva mín, ef þú ætl- ar að spila í Háskólabíói, þá verðurðu að æfa þig.“ Og núna er ég að fara að spila í Há- skólabíói og það er ótrúlega gaman.“ „ROSTROPOVITSJ Eva Guðný Þórarinsdóttir EVA GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR STUNDAR NÁM Í SKÓLA YEHUDI MENUHINS Hún hlustar ekki bara á klassík. Poppið og þó sér- staklega djassinn höfða líka sterkt til hennar. Hún er fimmtán ára og lærir á fiðlu í einum virtasta tónlistar- skóla heims, skóla Yehudi Menuhins. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi við Evu Guðnýju Þórarinsdóttur um námið og skólann, þar sem aginn er meiri en ís- lenskir krakkar þekkja – þar sem þó má leigja mynd- bandsspólu á laugardagskvöldum. begga@mbl.is ER ALGJÖR DÚLLA“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.