Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. NÓVEMBER 2001
U
MRÆÐA um eðli, gildi og
hlutverk bókmenntagagn-
rýni skýtur af og til upp
kollinum, örugglega oftar
en samskonar umræða um
bókmenntir: „Hvert er
hlutverk bókmennta?“ er
ekki algeng spurning, þótt
hún hafi einhverntímann verið það. Enginn
heldur fram að bókmenntir séu allar í upp-
hrópanastíl um þessar mundir. Hinsvegar er
einsog ævinlega hafi „steðjað vandi“ að bók-
menntagagnrýni, þ.e. blaðagagnrýni og rit-
dómum; stöðugt er velt upp tilgangi hennar,
hverjum hún sé ætluð, hvernig hún skuli unn-
in, í þágu hverra, hvenær ritdómarinn trani
sér fram á kostnað verksins, o.s.frv. Stundum
er vandræðagangur á umræðunni um vanda
gagnrýninnar. Hún er feimnismál og við-
kvæmt umræðuefni; það þykir mesta ósvinna
að svara gagnrýni eða tjá sig um hana upphátt
yfirleitt, rétt einsog virðing fyrir rituðu máli
sé meiri gagnvart ritdómum en öðrum text-
um, einsog ritdómar séu ekki vafanum undir-
orpnir einsog annað. Nú og svo er auðvitað
hitt, hársárir rithöfundar, sótrauðir af illsku
yfir að nokkur skuli dirfast að gagnrýna verk
þeirra. Einhver sneri útúr alþekktri klisju á
dögunum: rithöfundar eru upp til hópa beiskir
svartagallsrausarar sem ekki hefur lánast að
verða góðir bókmenntafræðingar.
„Öfugt við það sem oft er haldið fram verð-
ur gagnrýnandinn að vera jafnmikið skáld og
skáldið sem hann skrifar um. Öðruvísi fær
hann ekki skilið ljóðið. Bókmenntagagnrýni
er listgrein, skapandi athöfn.“ Svo ritaði Edg-
ar Allan Poe í frægri grein um bókmennta-
gagnrýni. Hinsvegar, ef stokkið er fram til
ársins 1942, segja René Wellek og Austin
Warren í bók sinni Theory of Literature:
„Bókmenntir og bókmenntafræði eru að-
greind fyrirbæri: annað er skapandi, list, hitt
er tegund þekkingar eða lærdóms, ef ekki
beinlínis vísindi. [...] Bókmenntafræðingurinn
verður að þýða upplifun sína af bókmenntum í
vitræn hugtök, koma henni fyrir í skiljanleg-
um hugmyndaramma sem verður að vera rök-
réttur ef hann á að teljast til þekkingar.“ Auð-
vitað var Poe rómantíker, Wellek og Warren
voru hinsvegar undir áhrifum frá formalistum
og nýrýni. Ekki þarf að taka afstöðu til við-
horfa þeirra með eða á móti; þau eru fyrst og
fremst ólík. Það er ekki einu sinni hægt að
telja þau tákn ólíkra tíma því viðhorfin voru
bæði gjaldgeng á 19. og 20. öld.
En það er einsog íslenskir ritdómar séu að
yfirstíga bæði viðhorfin og breytast í eins-
konar sjálfsprottin óp. Allt gjaldfellur við
kliðinn af þessum öskrum; gagnrýnandarödd-
in hrópar „snilld“ og „skáldskapur“ á víxl en
munar ekki um að breyta því í „rusl“ og „hrat“
ef því er að skipta. Við aldaskiptin er engu lík-
ara en að ritdómarar telji sig þurfa að leggja
grunn að nýrri þjóð með því að raða íslensk-
um bókmenntum í virðingarstiga á nýjan leik.
Síðustu forvöð að uppgötva og hefja til vegs
og virðingar fornan menningararf úr samtím-
anum.
Kristján B. Jónasson skrifaði frábæra
grein um bókmenntagagnrýni í Tímarit Máls
og menningar sem nefnist Sjö lyklar að einni
skrá (TMM/3/98). Greinin fjallar um frasa, um
handhæg slagorð sem gripið er til í fjölmiðlum
þegar fjallað er um bókmenntir. Frasarnir
segja ekki neitt en hljóma hinsvegar ekki illa
og gefa þeim sem notar þau yfirbragð mennt-
unar og víðsýni. Frasarnir eru: „samúð“, „vel
skrifað“, „liggur vel“, „gott plott“, „dýpt“,
„heldur manni“ og „engu ofaukið“. Kristján
fer í saumana á hverjum fyrir sig í þrískiptum
útlistunum og lætur um leið gamminn geisa
um menningu, fagurfræði, bókmenntir og
sögu. Vanda bókmenntagagnrýni er deilt á
tvö hross. Reiðskjótinn er hvorugur góður
kostur fyrir ungar fræðahetjur, rétt ný-
skriðnar úr Háskólanum; annarsvegar há-
skólabikkjan og hinsvegar fjölmiðlaklárinn.
Hetjurnar þeysast fram á ritvöllinn á háskóla-
klárnum en fljótlega kemur á daginn að hann
er ekki gerður fyrir sundreið í fjölmiðlum.
Fræðahetjurnar ungu hafa heldur ekki botn-
að fyllilega í afstæðisróttækninni sem þær
gleyptu hráa í Háskólanum. Þær taka því til
bragðs eftir mikið fum og basl að stökkva yfir
á fjölmiðlaklárinn sem er meðfærilegur og
viljugur, hefur yfirbragð klassískrar mennt-
unar og auðskiljanlegar gangtegundir. Fólk
fer að tala um að bókmenntaverkið „liggi vel“,
sé „vel skrifað“ og „haldi manni“, í því sé „gott
plott“, „samúð“ og „dýpt“ og þar sé „engu
ofaukið“.
Mig langar að bæta nokkrum frösum við
orðabók ríkjandi viðhorfa, frösum sem ég hef
alla notað sjálfur. Þeir eru: „ríkjandi viðhorf“
„margræðni“, „lykill“ „smýgur undan þröng-
um skilgreiningum“, „maðurinn á bakvið
verkið“, „að skapa umræðu“ og „ef svo má að
orði komast“. Ég tek upp þráðinn þar sem
Kristján skildi við hann og von mín er sú að
orðabók ríkjandi viðhorfa geti orðið að eins-
konar boðhlaupi, kefli meðal íslenskra gagn-
rýnenda þar sem hver bætir við sínum uppá-
halds frösum.
„Ríkjandi viðhorf“
1
Franski rithöfundurinn Gustave Flaubert
lá á hleri eftir klisjunni í samkvæmum. Hann
ritaði litla bók sem hann vann að með hler-
unum alla ævi: Orðabók ríkjandi viðhorfa.
Hann flokkaði frasana, raðaði þeim eftir staf-
rófsröð. Hin nýja orðabók ríkjandi viðhorfa er
þeim vandkvæðum bundin að „ríkjandi við-
horf“ er einn af frösunum í henni. Þetta veit
ég vegna þess að ég hef hlerað það í veislum
(annars er merkilegt hvað mér er sjaldan boð-
ið). Erfitt er að svara því hvaða viðhorf séu
raunverulega ríkjandi. Það er ríkjandi viðhorf
að vera á móti ríkjandi viðhorfum, ef svo má
segja.
Er mögulegt að koma ríkjandi viðhorfum í
einsog eitt orð sem við getum tyllt fyrir fram-
an hugtakið samtími: afstæðishyggja samtím-
ans, fjölbreytni samtímans, gildisleysi sam-
tímans? Varla. Þetta er þó gert til skilnings á
fortíðinni en túlkunin á miðöldum hefur snúist
tiltölulega hratt frá frösum um alræði og al-
varleika kirkjunnar í hugmyndina um hlát-
urmenningu miðalda. Á furðu skömmum tíma
breyttist myndin af miðöldum í huga veislu-
gesta úr grafalvarlegum og bældum kirkju-
gestum í dauðadrukkna hlæjandi demónska
trúða. Og við það er ekkert að athuga. Sitt-
hvað getur verið til í báðum svipmyndum af
aldarfari.
Ef ég segði að ríkjandi viðhorf væri að vera
á móti ríkjandi viðhorfum væri ég líklega und-
ir sömu sökina seldur; ég væri að taka undir
ríkjandi viðhorf. Það má orða það öðruvísi:
meginstraumurinn er gegn straumnum. Þetta
er þverstæðukennt og erfitt að höndla. Fyrir
nokkrum árum var gerð skoðanakönnun um
hvaða gildi fólk áliti að skoðanakannanir fyrir
kosningar hefðu og hvort það áliti að þær
hefðu áhrif á úrslit. Þorri fólks áleit að skoð-
anakannanir hefðu úrslitaáhrif á það hvað
annað fólk kysi, svo til enginn svaraði hins-
vegar játandi spurningunni um hvort skoð-
anakannanir hefðu áhrif á atkvæði þess sjálfs.
Semsé: ég er sjálfstæður, aðrir eru ósjálf-
stæðir. Ég einn hef bolmagn til að vefengja
ríkjandi viðhorf. Örugglega er hægt að hlera
þetta ef eyrun eru sperrt til hins ýtrasta í
veislunni, innan um samúð, vel skrifað, liggur
vel, gott plott, dýpt, heldur manni, engu
ofaukið, margræðni, lykill, smýgur undan
þröngum skilgreiningum, ef svo má að orði
komast, maðurinn á bakvið verkið, að skapa
umræðu. Örugglega segir einhver stundar-
hátt: „það er ríkjandi viðhorf að...“
2
En ég er víst að fjalla um vanda bók-
menntagagnrýninnar. Hvernig er hægt að
bregðast við honum? Er hægt að taka gömlu
frasana og setja þá nýju í þeirra stað? Eru til
hlutlaus, vísindaleg orð, hugmyndaleg hrein-
tungustefna sem fær orðin til að vera hug-
myndasnauð, án aukameldinga, til að gefa sér
engar forsendur? Sú stefna er útí hött. Afurð
hennar er þögn um bókmenntir og menningu.
Hinn póllinn: Háskólafólk vill 10 síðna fræði-
legar skólaritgerðir í stað bókmenntagagn-
rýni, það sé ekki hægt að segja neitt í stuttu
máli. Ég segi stundarhátt: „það er ríkjandi
viðhorf að...“. Svo þagna ég, óttast að þögn
slái á veisluna, að allra augu beinist að mér.
Og þetta heyrist líka stundum sagt í veisl-
unni: að umræða um bókmenntir sé tilgangs-
laus, hver og einn eigi bara að soga bækur í
gegnum húðina, anda þeim að sér, skilja þær
sínum skilningi og forðast yfirborðskennt
fjas. Það er ekki hægt að vera á móti umræðu
án þess að aðhyllast fagurfræðilegan fasisma.
Slíkur fasismi kemst aldrei á nokkurn hátt að
orði, hann vill skrá sem allir lyklar ganga að,
hann kýs að smjúga undan þröngum skil-
greiningum með margræðni svo enginn finni
manninn á bakvið verkið, umfram allt svo
enginn umræða skapist. Hluta þessa fasisma
höfum við fengið í arf frá módernismanum,
eitthvað af honum er ríkjandi viðhorf og fylgir
kjörbúðarkenningunni í bókmenntum. Hún
hljóðar uppá að við lifum á fjölhyggjutímum
þar sem allt sé leyfilegt og að höfundar geti
gengið um ganga sögunnar líkt og í kjörbúð
og valið sér hugmyndir og fagurfræði eftir
smekk. Menn geti hætt að tala um ruslahauga
sögunnar og talað um endurvinnslustöðvar
hennar.
Maður fær á tilfinninguna á árshátíð kjör-
búðarinnar Menning að allir veislugestur hafi
smíðað sér kenningu um hvernig það sem
hver og einn fæst við sé á einhvern hátt lítils-
virt, smáð og fyrirlitið. Fólk fer þegjandalegt
með veggjum. Dansgólfið er autt. Hljómsveit-
in spilar heldur ekki, hvort sem eru rokkarar
eða nútímatónlist, enda allt jafn fyrirlitið.
Dansgólfið auða er meiripartur gólfflatarins
og nú er lag að fá sér snúning, María, eigum
við ekki að dansa? Það er nóg pláss.
3
„Ríkjandi viðhorf“ er tilfinningin að allir
aðrir séu á sömu skoðun og að maður sjái einn
í gegnum veröldina, félagsleg samsæriskenn-
ing. Karl Popper sýndi í bók sinni Conject-
ures and Refutations fram á að kenningin um
félagslegt samsæri sé sama hugmyndafræðin
og finna má í Hómer. Hómer skynjaði vald
guðanna handan og ofan við allt sem átti sér
stað í veröldinni, atburðir hennar voru aðeins
endurspeglun á plotti guðanna. Hugmyndin
um félagslegt samsæri, segir Popper, er af-
leiðing af endalokum Guðs sem viðmiðunar-
punkts og spurningarinnar um hvað í stað
hans komi. Samsæri valdamikilla manna og
hópa skýrir það sem tilvist Guðs skýrði áður.
Samsærið gerir hlutina skiljanlega, sam-
hverfa, heildstæða.
Ritdómar eru alltaf álitnir dæmi um
ríkjandi viðhorf, ekki síst þegar þeir eru tekn-
ir eftir á sem dæmi um fordóma. Ég hef tekið
eftir að fólk heldur að ritdómari Morgun-
blaðsins ráði lögum og lofum á blaðinu og
túlki viðhorf ritstjórnar og landsmanna allra.
Rithöfundar halda að ég valsi um ganga
blaðsins einsog ég eigi það. Menn eru að
benda mér í fullri vinsemd á eitthvað sem bet-
ur mætti fara hjá blaðinu einsog ég hafi eitt-
hvað um það að segja. Í fúlustu alvöru: ég ræð
meiru, halda þeir, en ritstjórar blaðsins, vald
bókmenntastofnunarinnar teygir anga sína í
hvert orð sem ég skrifa, fólk segir „Morg-
unblaðið sagði“, en í raun og veru sitja flestir
gagnrýnendur heima hjá sér og tjá ekki annað
en eigin skoðanir og eigin fordóma.
Mannleg fræði, segi ég enn stundarhátt í
veislunni, mannleg fræði gæla stundum við of-
urlitla goðsögn um sig sjálf: goðsögnina um
háleitt og sannleikskryfjandi eðli sitt. Hún
stendur traustum grunni á andstæðukerfi
fræða og dægurstagls. Öðrum megin: alvöru-
gefin fræðin, dýptin, analýsan, þungar grein-
ar, framfarir, róttækni, andóf, frelsi, jafnvel
sannleikur. Hinummegin: hið léttvæga, rit-
dómar, dægradvöl, yfirborð, afturhald, höft,
bókmenntastofnunin, dagurinn í dag, skamm-
sýni, lygi. Dýpt fræðanna byggist á því að
dægurþrasið sé léttvægt og að sú andstæða
skarist aldrei. Gagnrýnendum er nauðugur
einn kostur að halda áfram með ritun orða-
bókar ríkjandi hugmynda, þverstæðukennda,
öfgafulla, uppfulla af útúrdúrum og hlykkjum.
Hlutverk ritdómara er að skrifa ritdóma,
hlutverk pylsusala er að selja pylsur og hlut-
verk fræðimanna er að leita sannleikans þvert
gegn ríkjandi viðhorfum í stöðugum lífróðri
gegn straumnum. Varla er þorandi að benda á
að fræðin nota frasa til jafns við blaðaskríb-
enta. Enda er ekkert athugavert við að nota
frasa. Það þarf ekki flóknar, frumspekilegar
útskýringar í neðanmálsgreinum við hvert
orð. Það skiptir engu máli þó bókmenntaum-
ræða geti verið að megninu til yfirborðs-
kennd. Bókmenntagagnrýni er ekki og hefur
aldrei verið neitt vandamál. Enginn vandi
steðjar að henni, það er enginn vandi að skrifa
ritdóma, segi ég og ek mér ónotalega í sætinu.
„Margræðni“
1
„Margrætt“ er ranghverfan á „heldur
manni“ frasanum í „haltu mér, slepptu mér“–
sambandi gagnrýnenda við bókmenntir. Ætli
það sé fyrir slysni að hugmyndir okkar um
margræðnina finna sér orð og skilgreiningar í
líkingarmáli handsápunnar: merking er sífellt
ÚR ORÐABÓK
RÍKJANDI VIÐHORFA
E F T I R H E R M A N N S T E FÁ N S S O N
„En það er einsog íslenskir ritdómar séu að yfirstíga
bæði viðhorfin og breytast í einskonar sjálfsprottin
óp. Allt gjaldfellur við kliðinn af þessum öskrum;
gagnrýnandaröddin hrópar „snilld“ og „skáldskap-
ur“ á víxl en munar ekki um að breyta því í „rusl“
og „hrat“ ef því er að skipta. Við aldaskiptin er engu
líkara en að ritdómarar telji sig þurfa að leggja
grunn að nýrri þjóð með því að raða íslenskum bók-
menntum í virðingarstiga á nýjan leik. Síðustu
forvöð að uppgötva og hefja til vegs og virðingar
fornan menningararf úr samtímanum.“
SJÖ HUGTÖK BÓKMENNTAGAGNRÝNI
OG -UMRÆÐU SKÝRÐ OG SKILGREIND
– FYRRI HLUTI