Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. NÓVEMBER 2001 11 staðir [sem voru opnaðir 1973] eitt fyrsta hús- næðið sem var sérstaklega hannað fyrir al- mennar myndlistarsýningar. Ég vil þó hvorki draga úr gildi safns Einars Jónssonar, sem á sér mun lengri sögu, né Listamannaskálans, sem var gífurlega mikilvægur í sinni tíð þótt hann hafi verið hugsaður sem bráðabirgðahús- næði. Skyldur opinberu safnanna eru þó ein- faldlega aðrar og meiri. Það er því vissulega rétt að þessar stofnanir eru mjög ungar í þeim skilningi að þær hafi verið aðgengilegar al- menningi. Nú þarf að vinna þeim þann sess að það sé jafneðlilegt að skreppa inn á safn þegar verið er að fara með börnin í miðbæinn eins og að fara niður á höfn, í Kolaportið eða bara í gönguferð. Það er töluvert undir okkur komið að ýta þessari þróun áfram. Myndlistarlífið hefur líka breyst þannig á undanförnum 30–40 árum að fólki finnst það stundum dálítið utanveltu, að það þekki ekki nægilega vel til samtímalistar, hvað er að ger- ast í henni og hvaða hugsun liggur að baki því sem listafólk er að gera. Það hlýtur því að vera eitt af hlutverkum safnanna að stuðla að betri fræðslu þar um. Við sjáum það í leiðsögninni, t.d. í sunnudagshópunum, að það getur verið ákaflega gaman hjá fólki þegar það rennur upp fyrir því ljós og það áttar sig á því hvað er að gerast í þeim verkum sem fyrir augu ber.“ Megum ekki halda mjög einsleitar sýningar til lengri tíma Eiríkur segir það mikilvægt fyrir söfnin að halda úti breiðri sýningaflóru. „Við megum ekki falla í þá gryfju að halda mjög einsleitar sýningar til lengri tíma sem kannski væri hægt að stimpla sem sérviskulega stefnu. Það er hins vegar afar eðlilegt að slík sérhæfing þróist í stórborgum erlendis þar sem fleiri söfn deila með sér þeirri skyldu að bjóða upp á þá fjöl- breytni sem er að finna í listinni. En ég held að við náum aldrei neinu fullkomnu jafnvægi í sýn- ingapólitík hér á landi. Það hlýtur alltaf að sveiflast aðeins til hvað við erum að sýna, bæði af meðvituðum og ómeðvituðum orsökum. Við getum tekið sem dæmi að innan Lista- safns Reykjavíkur má segja að frá miðju síð- asta ári fram á þetta haust hafi megináherslan í sýningum tengst málverkinu. Það hafði verið talað svo mikið um að málverkið væri dautt að okkur langaði til að setja upp sýningar með öfl- ugu málverki og verkum sem eru unnin upp úr málverkum. Núna í haust og fram eftir næsta ári verður megináherslan hins vegar á verkum sem hægt er að tala um sem skúlptúra, þrívíð verk eða innsetningar af öðru tagi, bæði eftir innlenda og erlenda listamenn. Áherslurnar sveiflast því örlítið til og ég held að það sé bara gott í sjálfu sér, því þannig fær fólk fjölbreyttari sýn og staðirnir síður stimpil fyrir að vera eingöngu svona eða hinsegin. Það versta sem getur komið fyrir safn sem vill halda lífi og vera í góðu sambandi við almenn- ing er ef fólk hugsar með sér að það þurfi aldrei að fara þangað af því að þar sé aldrei neitt sem það hefur áhuga á, eða jafnvel öfugt; að safnið sé þannig að það hrífi alltaf sama fólkið. Enda er það ekki endilega tilgangur safna að hrífa fólk, heldur fremur að koma því á óvart og kveikja með því spennu og hugsun þannig að það velti hlutunum fyrir sér á annan hátt en það gerði áður,“ útskýrir Eiríkur. Fjórar meginstoðir Listasafns Reykjavíkur Nú er orðið það langt um liðið frá opnun Hafnarhússins að komin er á það nokkur reynsla. Margir ímynduðu sér að húsinu yrði fengið ákveðið hlutverk eða mörkuð sérstaða í starfsemi Listasafns Reykjavíkur. Hvernig horfir þetta við þér sem stjórnanda safnsins? „Ég held að það sé ofsagt að það sé komin reynsla á notkun Hafnarhússins á því rúma ári sem liðið er frá opnun þess. Skrifstofur og lista- verkageymslur safnsins eru ekki enn fluttar þangað eins og til stóð og tilfinning manna fyrir því hvernig sýningar henta best í sölum hússins er enn að þroskast. Hins vegar er það einnig metnaður okkar að Hafnarhúsið geti ekki síður orðið miðstöð fjölbreyttra menningarviðburða en miðstöð myndlistar. Ég tel hins vegar rangt að einblína á Hafnarhúsið sem miðpunkt safns- ins, því sérstaða okkar liggur ekki í húsum. Ég sé Listasafn Reykjavíkur sem eina heild, heild sem er borin upp af fjórum meginstoðum; Kjarvalsstöðum, Hafnarhúsinu, Ásmundar- safni og útilistaverkunum í borginni sem við höfum umsjón með. Starfsemi húsanna skiptist þannig að við höfum að sjálfsögðu alltaf haft Ásmund í fyrirrúmi í Ásmundarsafni. Þó höfum við boðið þangað inn öðrum sýnendum og úr því hafa orðið til mjög skemmtilegar sýningar. Á Kjarvalsstöðum hefur Kjarval loks eignast fast heimilisfang, ef svo má að orði komast, því frá ársbyrjun 2000 höfum við getað haft uppi yf- irlitssýningu á verkum hans í einum sal svo að fólk geti alltaf komið og skoðað lykilverk úr hans ferli. Þetta er mikil framför, því með til- komu Hafnarhússins og aukningu sýningar- rýmis safnsins var þessi þáttur starfseminnar tryggður, en áður var ekki hægt að ganga að því vísu að finna verk Kjarvals á Kjarvalsstöð- um vegna annarra sýninga. Hina tvo salina í húsinu getum við svo notað undir breytilegar sýningar. Það sama mun gerast með Errósafnið í Hafnarhúsinu. Þar verða tveir salir helgaðir Erró, eftir að núverandi yfirlitssýningu lýkur. Þá verða sem sagt öll þau meginsöfn sem eru í eigu Reykjavíkurborgar – Ásmundarsafn, Kjarvalssafn og Errósafn – komin í fast hús- næði þótt við höfum eftir sem áður rými til ráð- stöfunar fyrir breytilegar sýningar, bæði á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi. Fremur en að setja okkur ákveðna stefnu um sýningar í þess- um húsum höfum við ákveðið að láta það frekar ráðast af efni sýninga, umfangi og öðrum þátt- um hvar þær eru álitnar henta best,“ segir Ei- ríkur og ítrekar að safnið vilji forðast sérhæf- ingu. Þjónustustofnun fyrir borgarana sem eiga safnið Þrátt fyrir það hversu vönduð og yfirgrips- mikil Errósýningin í Hafnarhúsinu er hafa ýmsir orðið til þess að gagnrýna það hversu lengi hún stendur yfir, á þeim forsendum að hætta sé á að ládeyða skapist í safnastarfinu í jafnmannfáu samfélagi og okkar þegar ekki er boðið upp á nýbreytni. Eiríkur svarar því til að í raun sé ekki grund- völlur fyrir svona löngum sýningum til lang- frama. „En hugsunin á bak við þessa ákveðnu sýningu var sú að þar sem sýningin er opnuð á miðju sumri má gera ráð fyrir að það séu mest erlendir ferðamenn og í minnihluta íslenskir gestir sem eru að koma. Með haustinu getum við boðið skólahópum á þessa sýningu og nýtt hana fyrir þann hóp alveg til fullnustu fram að áramótum. Við vitum ekki hvenær næst verður hægt að setja upp stóra Errósýningu í öllu hús- inu og þar sem þetta er mjög dýrt fyrirtæki verðum við einnig að horfa til þess hvernig fjár- munirnir takmarka starfið. Errósýningin stendur þó ekki alveg óbreytt allan þennan tíma, það er örlítil hreyfing í húsinu með lítilli einkasýningu í einum sal, en það er vissulega réttmæt athugasemd að við tókum áhættu með þessu.“ Ólafur Elíasson myndlistarmaður sagði í við- tali í Morgunblaðinu nýlega að söfn yrðu að skilgreina hlutverk sitt í þjóðfélaginu – ákveða hvort þau vildu vera eftirmynd af samfélaginu eða hreyfiafl í lífi þess fólks sem þau þjóna. Ei- ríkur segir að þetta spursmál sé skemmtileg- asta umhugsunarefnið í safnaheiminum í dag, en „fyrst og síðast hlýtur Listasafn Reykjavík- ur að vera þjónustustofnun fyrir borgarana því þeir eiga það sem er í safninu auk þess sem safnið er rekið fyrir þeirra skattfé. Síðan hefur safnið skyldum að gegna gagn- vart þessum sérsöfnum sem ég nefndi áðan, en þau verður að kynna með verðugum hætti. Í þriðja lagi má svo huga að því hvernig safnið skilgreinir sitt hlutverk út á við. Þar held ég að við höfum á síðustu árum sýnt að við reynum að endurspegla bæði það sem er gamalt og gott, það nýjasta sem er að gerast og það óvenjulega sem er að gerast. Ég get ekki svarað þessu beint öðruvísi en á þá leið að utan þess sýning- arhalds sem snýr að sérsöfnunum hafi ég frek- ar áhuga á því að koma fólki svolítið á óvart, heldur en að það geti alltaf bara gengið að „gömlum vinum“ og notið þess að sjá sömu hlutina aftur. Það er von mín að Listasafn Reykjavíkur verði öðru fremur til þess að ýta undir umræður, fjör og vangaveltur“. Það versta sem getur komið fyrir safn sem vill halda lífi og vera í góðu sambandi við almenning er ef fólk hugsar með sér að það þurfi aldrei að fara þangað af því að þar sé aldrei neitt sem það hefur áhuga á, eða jafnvel öfugt; að safnið sé þannig að það hrífi alltaf sama fólkið. fbi@mbl.is Getur 3ja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu? SVAR: Kvíði er talinn nauðsynlegur fyrir þroska barna og aðlögun þeirra að umhverfi sínu. Hann á þátt í að börn greini að hættulegar og hættulausar aðstæður og læri að forðast þær hættulegu. Þar að auki virðast ákveðin kvíðamynstur vera einkennandi fyrir börn á svipuðum aldri. Til dæmis eru flest börn hrædd við ókunnuga um átta mánaða aldur og frá níu mánaða aldri og þar til þau eru um tveggja og hálfs árs sýna börn yfirleitt einhvern kvíða þegar þau eru ekki í návist foreldra eða þess sem annast þau. En þegar kvíði er ekki eðlilegur fyrir ald- ur barnsins eða er farinn að há barninu í daglegu lífi, má segja að um kvíðaröskun sé að ræða. Einkenni kvíðaröskunar meðal barna eru yfirleitt þríþætt. Í fyrsta lagi eru líkamleg einkenni eins og ör hjartsláttur, mikill sviti, skjálfti, ógleði og svimi. Í öðru lagi fylgja kvíðaröskun tiltekin hegðunar- einkenni, börnin gráta, sjúga þumalfingur eða naga neglur og forðast ítrekað aðstæður sem valda þeim kvíða. Í þriðja lagi fylgir svo ákveðinn hugsunarháttur gjarnan kvíða. Slíkur hugsunarháttur er hins vegar háður vitsmunaþroska barna og kemur því frekar fram hjá börnum á skólaaldri. Ofangreind einkenni ein og sér staðfesta ekki kvíð- aröskun heldur þarf að setja þau í samhengi við aðstæður og atburði í lífi barnsins. Yfirleitt er ekki talað um að börn sem eru aðeins þriggja ára hafi kvíðaröskun. Ef barn sem er svo ungt sýnir einhver kvíðaeinkenni í langan tíma, hvort sem það er í afmörk- uðum aðstæðum eða almennt, er nær að tala um að barnið sé með kvíðablandna skapgerð. Skapgerðareinkenni eru sýnileg allt frá fæð- ingu og því yfirleitt talin vera meðfædd, en einnig hafa tvíburarannsóknir stutt þá til- gátu að meðfæddir eiginleikar eigi allríkan þátt í skapgerð. Skapgerð er þó ekki óbreyt- anleg og fastmótuð, heldur persónueinkenni sem getur þróast með aldri. Börn með kvíðablandna skapgerð sýna yf- irleitt einhverjar hömlur í hegðun allt frá eins árs aldri. Í því felst að þau hræðast og forðast nýja hluti, nýjar aðstæður eða ókunnugt fólk og eiga erfitt með að aðlagast þeim. Þetta eru börn sem fólk kallar feimin, mjög varkár, tilbaka eða annað í svipuðum dúr. Annað sem hefur áhrif á hversu öruggt barn er við nýjar aðstæður eru þau tilfinn- ingatengsl sem það hefur myndað við móður eða þann sem annast það á fyrsta æviárinu. Rannsóknir benda til þess að börn sem mynda traust og samfelld tengsl verði öruggari við nýjar aðstæður, og sjálfstæðari og þrautseigari þegar þau eldast. Þetta er athyglisverð niðurstaða í ljósi þess að marg- ir halda að börn sem fá mikla athygli og um- hyggju verði ósjálfstæð og háð foreldrum sínum. Rannsóknir sýna því þveröfuga nið- urstöðu. Því meiri hlýju og athygli sem barn fær, því sjálfstæðara verður barnið og síður háð foreldrum sínum að öllu jöfnu. Tilfinningatengsl geta því lagt grundvöll að því hversu auðvelt barn á með að aðlagast umhverfi sínu þegar það verður eldra. Margir sem hafa rannsakað tilfinningatengsl benda á að meðfætt lunderni barnsins kann að eiga nokkurn þátt í því hvernig tengsl myndast. Þó að barn sé með kvíðablandna skapgerð er ekki víst að það þrói með sér kvíðaröskun. Börn með slíka skapgerð virðast hins vegar vera í meiri hættu en önnur að þessu leyti. Og vitaskuld aukast líkurnar á erfiðleikum ef aðstæður barnanna eru erfiðar, ef þau hafa myndað ótraust tilfinningatengsl eða orðið fyrir raski sem hefur langvarandi áhrif á þau. Þriggja ára barn getur því naumast verið með kvíðaröskun þótt það geti verið með kvíðablandna skapgerð sem gæti þróast út í kvíðaröskun seinna meir. Meðferð er yfirleitt ekki beitt á svona ung börn en nauðsynlegt er fyrir foreldra að fylgjast með því við hvaða aðstæður barnið sýnir kvíðaeinkenni, hvort sem það er við sérstakar aðstæður eða almennt og reyna ekki að hlífa barninu við þessum aðstæðum eða ofvernda það, heldur leiða það smám saman í gegnum þær og hjálpa því að takast á við þær. Kvíðinn getur aðeins versnað ef foreldrarnir hlífa barninu um of og barnið þarf aldrei að takast á við óttann. Dagmar Kr. Hannesdóttir, nemi í sálfræði við Háskóla Íslands. Heimildir Barrett, P.M. (2000), „Treatment of childhood anxiety: Developmental aspects“, Clinical Psychology Review, 20 (4), 479-494. Gelfand, D.M., Jenson, W.R., og Drew, C.J. (1982), Understanding child behavior disorders, Holt, Rinehart and Winston. Kendall, P.C., Chansky, T.E., Kane, M.T., Kim, R.S., Kortlander, E., Ronan, K.R., Sessa, M.F., og Siqueland, L. (1992), Anxiety disorders in youth: Cognitive- behavioral interventions, Allyn and Bacon. Schmidt, L.A. og Schulkin, J. (1999), Extreme fear, shyness and social phobia, Oxford University Press. Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til eitthvert annað íslenskt orð yfir það? SVAR: Sögnin að kalóna, sem einnig er til í mynd- inni kalúna, er notuð um að hita vambir slát- urdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slím- húð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um „vinstur jórturdýra“. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalat- ínu calduna „volg innyfli sláturdýra“ af latínu calidus „heitur“. Sögnin kalóna hefur verið notuð í málinu alla 20. öld og hún getur vel verið eldri þótt hennar finnist ekki dæmi á bókum fyrr. Í matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur er að- ferð við að kalóna lýst á þennan hátt: Að kalóna vambir. Kalkinu er blandað í volgt vatn, vambirnar látnar ofan í og hrært í annað slagið. Venjulega er laust á vömbunum eftir 10–15 mín. (1966:514) Sumir tala um að hreinsa vambir í stað þess að kalóna. Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. GETUR 3JA ÁRA DÓTTIR MÍN VER- IÐ MEÐ KVÍÐA? Í vikunni sem er að líða tók Vísindavefurinn upp nýmæli sem nefnist Málstofan. Þar verða birtar veigameiri greinar en venjuleg svör á vefnum hafa verið. Ætlunin er að þarna verði fjallað á fræðilegan hátt um mál sem eru ofarlega á baugi. Gert er ráð fyrir umræðu í vönduðum lesendabréfum sem verða birt í styttri mynd á vefnum. Þetta er hrein viðbót við Vísindavefinn og áfram er tekið við spurningum og þeim svarað sem fyrr. Fyrsta greinin er eftir Magnús Þorkel Bernharðsson og heitir „Af hverju hata þeir okkur?“ Hún fjallar um stöðu íslam og þróun mála eftir hryðjuverkin 11. sept- ember í ár. VÍSINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.