Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. DESEMBER 2001 ENDURMINNINGAR kínverska rithöfundarins Xie Bingying komu nýlega út í enskri þýðingu en þær voru upphaflega gefnar út í tveimur bindum árin 1936 og 1946. Bókin ber heitið A Woman Soldier’s Own Story (Einkasaga konu í hernum) og þýðinguna önnuðust Lily Chia og Barry Brissman. Xie Bingying lést fyrir rúmum tveimur árum, 93 ára að aldri. Hafði hún skipað sess sem rót- tækur rithöfundur og pólitísk baráttukona, en hún flúði til Ta- ívan á fimmta áratugnum. Með æviminningum sínum vakti Bingying fyrst athygli sem fem- inískur rithöfundur en þar segir frá lífshlaupi einbeittrar ungrar konu sem hafnar frá ungaaldri hlutskipti sínu í hefðarveldinu Kína. Fór hún í sitt fyrsta hung- urverkfall 10 ára gömul, til þess að knýja fram leyfi foreldra sinna til að hefja skólagöngu. Bingying gaf út sín fyrstu opinberu skrif 15 ára að aldri og gerðist hermaður tvítug. Síðar var hún neydd í hjónaband af foreldrum sínum, en náði að til Peking þar sem hún lifði Bingying bóhemísku lífi og átti barn í óvígðri sambúð. Þegar Japan gerði innrás í Kína lét hún barn sitt í hendur tengdamóður sinnar, gekk í herinn og helgaði sig pólitísku starfi fyrir komm- únistaflokkinn. Í dómi um bókina á vefnum Salon.com segir að um athygl- isverða ritsmíð sé að ræða, þar sem saman fari heillandi frásögn einarðrar ungrar konu sem og vitnisburður um hugarfar og sannfæringu í anda komm- únískrar flokkshylli. Þá þykir bókin nokkurs konar einsögu- legur vitnisburður um umrót- stíma í Kína og reynslu liðinnar aldar. Bókalisti Los Angeles Times Dagblaðið The Los Angeles Tim- es hefur tekið saman þær bækur sem hlutu mest lof gagnrýnenda blaðsins, en á árinu hafa 1.200 bækur verið gagnrýndar á síðum þess. Hefur blaðið gefið út lista þar sem vitnað er í jákvæðustu umsagnir árs- ins. Meðal verka í flokki fag- urbókmennta eru m.a. skáldsagan Austerlitz eft- ir W.G. Se- bald, The Bonesetter’s Daughter eft- ir Amy Tan, The Corr- ections eftir Jonathan Frazer, The Feast of the Goat eftir Mario Vargas Llosa, Gabriels Gift eftir Hanif Ku- reishi, The Glass Palace eftir Amitav Ghosh, Half a Life eftir V.S. Naipaul, smásagnasafnið Hateship, Friendship, Courtship, Loveship, Marriage eftir Alice Monro og Thinks ... A Novel eftir David Lodge. Á listanum er jöfn- um höndum að finna bandarískar bækur og þýðingar, jafnframt því sem vakin er athygli á fjölmörg- um ungum höfundum og höf- undum frá ólíkum löndum. Í flokki spennusagna eru skáldsög- ur á borð við The Cold Six Thous- and eftir James Ellroy, The Con- stant Gardener eftir John le Carré og Fearless Jones eftir Walter Mosley. ERLENDAR BÆKUR Minningar frá Kína Amy Tan Walter Mosley D AUÐI Georges Harrisons hef- ur mikið verið í fréttum und- anfarið. Bítillinn þögli eins og hann var kallaður er nú end- anlega þagnaður. Svipuð sam- kennd myndaðist meðal fólks og álíka sorg sveif yfir vötnum eins og þegar Díana prinsessa dó. Erfið veikindi Harrisons hafa verið fréttamat- ur alllengi, síðustu samverustundinni með eftirlif- andi félögum hans úr Bítlunum var lýst í fjöl- miðlum og ekkert dregið undan. Útlit hans var hörmulegt enda maðurinn heltekinn af krabba- meini og hann grét. Harrison hefur jafnan verið illa við fylgifiska frægðarinnar; fjölmiðlafárið og bítlaæðið var honum mjög á móti skapi (segir í fjölmiðlunum). Líf bítlanna hefur mótast af því að blaðasnápar og ljósmyndarar hafa elt þá á rönd- um og gert þeim erfitt fyrir bæði í einkalífi og op- inberum umsvifum áratugum saman. En það er ekki bara gula pressan sem situr um fræga fólkið, auglýsendur þurfa líka sinn skerf. Dauði Harri- sons er skyndilega orðinn víti til varnaðar; tákn- rænn fyrir dauðdaga þeirra milljóna manna sem verða tóbaksreykingum að bráð í heiminum. Á bls. 17 í sunnudagsmogganum síðasta birtist heil- síðuauglýsing frá reyklaus.is þar sem stillt er upp dánarorsökum bítlanna tveggja sem nú hafa safn- ast til feðra sinna: byssukúlu og sígarettu. Í þessu sambandi má velta fyrir sér þeirri spurningu hvort tilgangur hinna vamm-/reyklausu sé alltaf svo göfugur að hann helgi meðalið. Það er einnig umhugsunarvert að dauðastríð og ótímabært andlát Harrisons er ekki síður vatn á myllu fjöl- miðla en líf hans var. Við hvert stjörnuhrap fæðist ný stjarna. Því var slegið upp í dagblöðum landsins sl. föstudag að Hollywood-leikararnir Brad Pitt, Julia Roberts, Matt Damon, Andy Garcia og George Clooney hefðu stoppað í hálftíma í Leifsstöð. Stjörnurnar spígsporuðu þar, stráðu um sig sjarmanum og heilluðu bæði starfsfólk og viðskiptavini. Brad Pitt lét svo lítið að leyfa myndatökur af sér með ungri, íslenskri blómarós. Reyndar er hann svolít- ið þreytulegur og bólginn um augun á myndinni en samt „miklu sætari í raun og veru heldur en í bíómyndunum“. Konan í hópnum, Julia Roberts, bannaði myndatökur algjörlega, sagðist aðspurð vera of þreytuleg enda eru aðrar kröfur vænt- anlega gerðar til útlits hennar en karlanna. Frétt- in um stjörnufansinn birtist strax daginn eftir við- burðinn á baksíðu Morgunblaðsins – meðan forsíðan sýndi mynd af yfirfullum fangelsum í Afganistan. Þar húkti fjöldi manna á hækjum sér, kreppti hendurnar um rimlana og dökk augu horfðu hálfundrandi, óttaslegin og vondauf í átt- ina að ljósmyndaranum. Hvað kemur okkur líf og dauði fræga fólksins við? Af hverju erum við svo uppnumin yfir fráfalli Harrisons og heimsókn Pitts og förunauta hans? Oft hefur skýringin verið talin sú að okkur hinum líði betur í dagsins önn við að vita að þotuliðið sé líka þreytt og sorgmætt; eigi við erfiðleika að etja rétt eins og við hin; að dauðinn sæki engu síður heim þá frægu og ríku. Það er hinsvegar ansi lúð skýring sem öldum saman hefur verið notuð sem kúgunartæki, ópíum fólksins. Er svarsins að leita í gamla útkjálkasyndróminu sem hefur hrjáð okk- ur Íslendinga svo lengi? Eða erum við orðin svona þreytt á stríðsfréttum, hungursneyð, morðum og sprengingum? Eru fornar fyrirmyndir eins Jesús og önnur átrúnaðargoð haldlitlar í nútímanum og er gleðina því að finna í brosi Brads og fullvissuna að sjá í sorglegum örlögum Harrisons? Gegnd- arlaus frægðardýrkunin er dæmigerð fyrir trú- leysi og sundurgerð póstmódernismans sem ríkt hefur á síðustu áratugum. Í firrtri veröld gleypum við fréttirnar af Hollywood-stjörnunum en erum skeytingarlaus um (reyklaust) líf og algerlega ótáknrænan dauða meðbræðra okkar fyrir byssu- kúlum í eyðimörkum Afganistans. FJÖLMIÐLAR ÖRLÖG HARRISONS, BROS BRADS Hvað kemur okkur líf og dauði fræga fólksins við? Af hverju erum við svo uppnumin yfir fráfalli Harrisons og heimsókn Pitts og förunauta hans? S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R ÞAÐ var almennt sjónarmið Íslendinga á tímum sjálfstæðisbaráttunnar, að fjárframlag Dana til Íslendinga væri hvorki ölmusa né þróunaraðstoð, held- ur miklu fremur innborgun á skuld. Þennan skilning má meðal annars lesa úr þingsályktunum Alþingis og þetta var grundvöllur þeirrar reikningskröfu sem Jón Sigurðsson forseti gerði á hendur Dönum árið 1862. Sjónarmið Jóns hefur á engan hátt fallið úr gildi þó að Íslendingar hafi verið sjálfstæðir í fimmtíu og sjö ár og því rökrétt að álykta sem svo að Danir hafi með tak- mörkuðu fjárframlagi sínu á árunum 1871-1918 aðeins innt af hendi hlut- deildargreiðslu af stærri skuld. Nú er ekki verri tími en hver annar, 130 árum eftir að grunnurinn að fjárhagslegu sjálfstæði Íslands var lagður með stöðulögunum, að dusta rykið af rök- semdum Jóns, gera upp reikningana og krefjast fullnaðargreiðslu á skuld Dana. [...] Í takt við hófsamar kröfur Jóns Sig- urðssonar teljum við eðlilegt að miða við 4% raunvexti við útreikning á nú- virði skuldarinnar, en það voru þeir reiknivextir sem Jón notaði við útreikn- ing á rentu af höfuðstól einokunarversl- unarinnar. Fjögur prósent geta heldur varla talist úr hófi á nútímamælikvarða enda auðvelt að ná þeirri arðsemi með vali á traustum fjárfestingarkostum. Þegar hallinn á greiðslum Dana er uppreiknaður miðað við 4% árlega vexti kemur í ljós að á núvirði er skuld Dana við Íslendinga orðin sem nemur 242 milljörðum. Þessi tala er mjög nærri heildarupphæð skulda íslenska ríkisins og því er það einfaldasta fyr- irkomulagið á endanlegu uppgjöri þjóðanna tveggja að danska ríkið taki við öllum skuldum íslenska ríkisins frá og með deginum í dag. Jón Þór Sturluson og Magnús Árni Magnússon tmm Megas og Bó Tveir heiðursmenn af þeirri kynslóð dægurlagasöngvara sem kennd hefur verið við árið 1968 og ýmislegt fleira hafa fengið sinn skammt af pappír og prentsvertu á þessu ári, þeir Björgvin Halldórson og Megas. Megas hefur lengi dansað línudans milli jaðarmenn- ingar og hámenningar og hafa þá tog- ast á dægurtónlistarmaðurinn og skáldið, andstæður sem menn hafa lengi átt erfitt með að samrýma í einum skrokk. Bo er hinsvegar æðstiprestur hinnar hreinu alþýðumenningar, hyllt- ur af hinum nafnlausa fjölda sem kaup- ir plötur og fer á böll um áratuga skeið en fyrirlitinn af jaðartónlistarelítunni og ósýnilegur hámenningarsinnum. Davíð Ólafsson Kistan www.kistan.is Morgunblaðið/Sverrir Ísnálanag DANIR BORGI I Í síðasta Neðanmáli var fjallað um áhrif jóla-bókaflóðsins á íslenska bókmenntaumfjöllun og -gagnrýni. Bent var á að sú orðahríð sem bækur lenda í rétt fyrir jólin sé illa fallin til þess að vekja lifandi umræðu um þær. Þar er staglið orðið svo mikið að jafnvel þegar mönnum dettur í hug að bregða út af vanaorðunum þá eru bækur slegnar kaldar, eða hvernig ætli ný skáldsaga geti verið í lifandi tengslum við umræðuna eftir að hafa verið sögð líkleg til þess að verða sígild af ritdómara. Þeirri bók hefur verið lagt í öruggt skjól innst í botnlanga íslenskra bókmennta. Með þessu er ekki verið að segja að gagnrýnendur geti ekki lýst taum- lausri hrifningu sinni á einstökum bókum, ritdóm- arar verða þvert á móti að geta hrifist. Það er hins vegar spurning hvernig hrifningunni er komið til skila. II Í framhaldi af þessu er einnig þess vert að veltaþví fyrir sér hvaða áhrif árlegt jólabókaflóðið hefur á störf rithöfundanna og bókmenntirnar sjálfar. Vissulega hefur gagnrýni þar mikið að segja. Rithöfundar þarfnast faglegrar umræðu um störf sín eins og aðrir. Bókmenntir þurfa auk þess að vera í lifandi tengslum við umhverfi sitt, þær nærast ekki síst á samræðu við samtíma sinn. Sú samræða sem slitrótt og oft og tíðum hroðvirknisleg umræða vertíðarfyrirkomulagsins býður upp á er þó sennilega til lítils gagns eins og rithöfundar hafa raunar ítrekað bent á. III Það er hins vegar öllu alvarlegra vandamálhvaða starfsskilyrði höfundum eru búin með þessu fyrirkomulagi á íslenskri bókmenntaútgáfu. Nánast á hverju ári fréttist af höfundum sem hafa verið að vinna bækur sínar fram á síðustu stundu, jafnvel fram á aðventuna en samt er þeim dengt í prentun til þess að koma þeim á jólabókamark- aðinn. Enginn tími virðist vera til yfirvegunar. Höfundar eru jafnvel hlaupandi í prentsmiðjuna til þess að hnika til orðum. Engir vita það jafn vel og blaðamenn, sem þurfa oftast að skila textum sínum samdægurs, hvað það gæti verið gott að hafa einhverja daga eða vikur, svo ekki sé talað um mánuði til þess að yfirvega skrif sín. Það mætti ímynda sér að skrif blaðanna yrðu ánægjulegri lestur eftir slíka yfirlegu. Dagblöð hafa ekki tök á vinnubrögðum sem þessum af skiljanlegum ástæð- um en bókaútgáfa hlýtur að hafa það. Raunar mætti halda því fram að slík vinnubrögð væru skil- yrði í alvarlegri og vandaðri bókaútgáfu. IV Sagt hefur verið að á Íslandi verði menn aðhafa efni á því að vera rithöfundar. Rithöf- undar verða helst að hafa lifibrauð sitt af ein- hverju öðru en að skrifa. Tveggjaáratakturinn virðist vera orðinn eins konar lífstaktur íslenskra höfunda, smæð markaðarins virðist þvinga þá til þess að senda frá sér bók annað hvert ár, annars hafa þeir ekki salt í grautinn. Gegn þessu þarf að vinna. V Jákvæðast við jólabókaflóðið er að Íslendingar,ólíkt mörgum öðrum þjóðum, gefa bókmenntir í jólagjöf. Hér tíðkast meðal alls almennings að gefa nýja skáldsögu eða ljóðabók í jólagjöf en víðast hvar annars staðar er algengara að veglegar hand- bækur rati í pakkana. Það þarf hins vegar ekki endilega að gefa rétta mynd af bókmenntalestri þjóðarinnar að hún skuli kaupa skáldsögur og ljóð til gjafa. Eru bókmenntalesendur ekki vanræktur markhópur mestan hluta árs? NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.