Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Síða 9
INN
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. DESEMBER 2001 9
At ret jeg lever skylder dig jeg kun,
Af alle Mennesker kun dig alene!
Før í min Tanke boede jeg saa ene
Som en Delfin paa dybets stille bund.
Da hørte jeg din röst en Aftenstund,
Da stilhed syntes Havet at forstene,
Og røsten lokked mig með Toner rene
Paa Bølgefladen op, saa stor og rund.
Din Stemme klang for mig í Luftens Sale
For Livet klart í Toner frem at stille,
Og gennem dine Ord blev Verden min.
O, vedbliv altid saa til mig at tale!
Du er min Sanger, som jeg hører spille,
Jeg er din tro, din luttende Delfin!
FR. PALUDAN-MÜLLER (1809–1876)
ÚR „ALMAS DIGTE“
Í ADAM HOMO
Að lifi eg, það þakkað get eg þér,
já þér, og engum öðrum hér í heimi!
Sem höfrungur á hljóðu djúpi sveimi,
með hugsun minni ein eg undi mér.
Þá röddu þína rak að eyrum mér,
og rakti sundur þagnarinnar seymi;
hún seiddi mig með sætum tóna-hreimi,
svo sál mín upp af beði lyfti sér.
Og mál þitt var mér allt sem óska-galdur,
er af mér felldi fólgið þagnarhýði,
því fyrir orð þín öðlaðist eg líf.
Ó, tala svo til mín um allan aldur!
Þú ert mitt skáld, hvers hörpuslætti eg hlýði;
eg: höfrungurinn þinn, þitt vísa víf!
ÖGMUNDUR BJARNASON ÞÝDDI
ÚR „ALMAS DIGTE“
Í ADAM HOMO
Hjá Goðmundi’ á Glæsivöllum
gleði er í höll,
glymja hlátra sköll,
og trúðar og leikarar leika þar um völl,
en lítt er af setningi slegið.
Áfengt er munngátið
og mjöðurinn er forn,
mögnuð drykkjarhorn,
en ómynnishegri og illra hóta norn
undir niðri’ í stiklunum þruma.
Á Grím’ enum góða
af gulli höfuð skín,
gamalt ber hann vín;
en horns yfir öldu eiturormur gín,
og enginn þolir drykkinn nema jötnar.
Goðmundur kóngur
er kurteis og hýr,
yfir köldu býr;
fránar eru sjónir, en fölur er hans hlýr,
og feiknstafir svigna í brosi.
Á Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt;
en bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,
í góðsemi vegur þar hver annan.
Horn skella’ á nösum
og hnútur fljúga’ um borð,
hógvær fylgja orð;
en þegar brotna hausar og blóðið litar storð,
brosir þá Goðmundur kóngur.
Náköld er Hemra,
því Niflheimi frá
nöpur sprettur á;
en kaldara und rifjum er konungsmönnum hjá,
kalinn á hjarta þaðan slapp ég.
GRÍMUR THOMSEN (1820–1896)
Á GLÆSIVÖLLUM
At Godmund’s of Glæsivellir
gayety abounds:
Glad the laughter sounds.
The clowns and the players prance on his grounds;
repression is unknown in his household.
The drink is fermented,
and the mead no one scorns,
but in magic drinking horns
the heron of oblivion and harm-boding norns
hover in the lees on the bottom.
On the goodly Grímur
the golden head shines,
glutted with old wines.
But verging on the horn’s rim a venomous snake twines;
the vintage is only for the giants.
Godmund the King
is courteous and smart
but cold in his heart.
His countenance is ghastly, his glance like a dart,
his grin bending runes of terror.
At Glæsivellir, courtiers
by custom appear
of proper good cheer.
But their brotherhood is false and their fun is severe:
In friendliness they slay one another.
Horns, smashing faces,
fly around the hall
with fond words for all,
and when skulls are broken and blood stains the wall,
broad is the grin of King Godmund.
Numbing is the Hemra;
from Niflheim below
the nippy stream must flow.
But colder are the souls of the King’s men, I know;
I came away from there, my heart frozen.
HALLBERG HALLMUNDSSON ÞÝDDI
AT GLÆSIVELLIR