Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. DESEMBER 2001 13
SMITHSONIAN-listasafninu og
National Portait Gallery í Wash-
ington var lokað í fyrra vegna
nauðsynlegra endurbóta á hús-
næðinu. Byggingin er sú þriðja
elsta í Washington, byggð 1835,
og var áætlað að endurbæturnar
tækju fimm ár í framkvæmd.
Fjárlaganefnd George W. Bush
Bandaríkjaforseta hefur hins
vegar nú lagt til að fram-
kvæmdafé vegna endurbótanna
verði lækkað um 45 milljónir
dollara, eða rúma 4,5 milljarða
króna, á næsta ári. Er sparn-
aðurinn við endurbyggingu
Smithsonian aðeins hluti af þeim
sparnaði sem stjórn Bush reynir
að ná fram vegna kröfu um
auknar fjárveitingar til öryggis-
og varnarmála.
Slíkur niðurskurður er talinn
geta seinkað framkvæmdum við
bygginguna um a.m.k. ár og
myndi Smithsonian þá ekki
verða opnað að nýju fyrr en 2006
eða síðar. Stjórnir safnanna hafa
lýst miklum áhyggjum af þessum
fyrirætlunum, en sparnaðinn
segja þær gera sér erfitt fyrir
með að viðhalda áhuga þeirra
einkaaðila sem styrkja söfnin.
„Nú þegar Hvíta húsinu hefur
verið lokað fyrir almenningi þá
er mikilvægt fyrir fólk að geta
komið hingað og tengst fortíð-
inni,“ sagði Elizabeth Broun,
forstöðumaður Smithsonian.
Hlustunarstöð
LISTAMAÐURINN Ben Rubin
og tölfræðingurinn Mark Han-
sen eiga heiðurnn að óvenjulegu
tónlistarverki sem finna má
þessa dagana í Brooklyn-
tónlistarakademíunni í New
York. Verkið nefnist Listening
Post, sem útleggja má sem
Hlustunarstöðin, og er þar fylgst
með virkni þúsunda spjallrása á
netinu og henni breytt með að-
stoð tölvu í óperutónlist. Verkið
hefur þannig verið forritað til að
leita uppi vinsælustu umræðu-
efnin á spjallrásunum á hverjum
tíma, s.s. þau er varða Bush
Bandaríkjaforseta eða vænt-
anlega kvikmynd um Hringa-
dróttinssögu. Sérstakt forrit um-
breytir síðan þessum umræðum í
einskonar kórraddir.
Aðskilnaðarstefnan
sett á safn
SAFN sem tileinkað er aðskiln-
aðarstefnunni var opnað í Jó-
hannesarborg í Suður-Afríku
fyrir stuttu. Strax við inngang-
inn er gestum skipt upp í hvíta
og svarta og heldur sá aðskiln-
aður áfram inn að aðalsýning-
arrýminu, en þangað til er um
tvær aðskildar sýningar að
ræða. Sú leið sem svartir fara
geymir m.a. veggi sem þakktir
eru skilríkjum sem stjórnvöld
kröfðust þess að svartir gengju
með, auk þess sem ljósmynd í
fullri stærð af nefndinni, sem
skilgreindi kynþætti manna með
því að kanna nef- og varastærð
og mismunandi húðlitatóna, hef-
ur verið komið fyrir. Hvítir hins
vegar rétt greina svarta sýning-
argesti í gegnum járngrindur á
leið sinni sem þakin er skilríkj-
um hvítra.
„Við innganginn skiptum við
fólki niður og aðskildum það
eins og aðskilnaðarstefnan
gerði,“ segir Christopher Till,
forstöðumaður safnsins. „Það er
mikilvægt að við skiljum fortíð
okkar. Margir hvítir vilja neita
því að þetta hafi átt sér stað. Við
viljum láta fólk skynja hvað
raunverulega gerðist í landi sem
er enn að finna sína leið.“
Opnun
Smithsonian
seinkað?
ERLENT
EITT helsta jólaverk orgeltónbókmenntaverður leikið á tónleikum í Hallgríms-kirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Þettaer Fæðing frelsarans, La nativité du
Seigneur sem franska tónskáldið Olivier Messi-
aen samdi árið 1935, og einleikari er ungur og
efnilegur organisti, Lára Bryndís Eggertsdótt-
ir.
Messiaen var eitt virtasta orgeltónskáld tutt-
ugustu aldarinnar og vann sér sess meðal mestu
orgeltónskálda sögunnar. Orgelverk hans eru
mörg hver löngu orðin sígild í orgelbókmennt-
unum og eru iðulega á efnisskrám organista um
heim allan. Olivier Messiaen fæddist í Avignon
1908. Árin 1919–1930 stundaði hann nám við
Tónlistarháskólann í París hjá Dukas, Emm-
anuel og Dupré. Sjálfur kenndi hann við Tónlist-
arháskólann árin 1941–1978, jafnframt því að
vera organisti við Þrenningarkirkjuna í París,
en þar starfaði hann til dauðadags, árið 1992.
Fór í tíma hjá frægum
Messiaen-túlkanda í Svíþjóð
„Þetta eru níu hugleiðingar um fæðingu frels-
arans,“ segir organistinn, Lára Bryndís Egg-
ertsdóttir. „Þarna eru þættir um Maríu og barn-
ið, hirðingjana og fleira tengt þessum viðburði.
Sumir þáttanna eru hægir og hugleiðslukenndir,
en aðrir kraftmeiri. Það má greina í verkinu ým-
is stef tengd jólunum, eins og í inngangsþætt-
inum, þar sem Messiaen notar þekkt stef, Barn
er oss fætt.“ Verkið Fæðing frelsarans hefur
þrisvar áður verið leikið á Íslandi; fyrst af
Ragnari Björnssyni dómorganista, en tvívegis í
fyrra af nemendum Harðar Áskelssonar, þar
sem hver þeirra lék sinn þátt verksins. Lára
Bryndís var í þeim hópi. „Ég var búin að æfa
suma kaflana áður, en ákvað núna að klára
þetta. Ég fór svo í tíma hjá Hans-Ola Eriksson í
Svíþjóð, en hann er mjög þekktur Messiaen-
túlkandi, og fór í gegnum verkið með honum.“
Lára Bryndís segir að sér þyki orgeltónlist
Messiaens allt öðru vísi en öll önnur orgeltón-
list. „Tónlist hans er mjög sérstök og tónmálið
einnig, og frá því ég fyrst kynntist þessum verk-
um hefur mér fundist þau æ meira heillandi.“
Það liggur mikil vinna að baki því að æfa upp
klukkutímalangt einleiksverk, og nú eru komin
tæp tvö ár, síðan Lára Bryndís byrjaði að æfa
fyrsta kaflann. „Ég bætti svo við öðrum þremur
í fyrra, og þar á meðal var lokakaflinn sem er
svo þrælerfiður að ég gerði ekkert í fimm vikur
annað en að æfa hann. Það var reyndar mjög
skemmtilegt, en ég held að ég hafi verið orðin
svolítið tæp á köflum, og svo kláraði ég þetta
núna. Þetta er mjög krefjandi og erfitt, en ótrú-
lega skemmtilegt.“
Þegar verk er leikið á orgel er ekki sjálfgefið
að það hljómi nákvæmlega eins það gerði í
höndum tónskáldsins. Það er vegna þess, að
hvert orgel er sjálfstæður einstaklingur, með
ákveðinn fjölda af röddum og pípum. Og orgel
hljóma mismunandi eftir því hvaða raddir voru
valdar í það þegar það var smíðað. Nokkrar
grunnraddir eru alltaf til staðar, en svo fer það
bara eftir þeim sem smíða orgelið og þeim sem
kaupa, hvaða karakter það á að verða. Orgelið í
Hallgrímskirkju er mjög stórt og úrval radda
mikið. „Í þessu verki hefur Messiaen gefið skýr-
ar upplýsingar um sumar þær raddir sem hann
vill að séu notaðar, en þar fyrir utan er margt
sem maður þarf að finna út sjálfur – og svo þarf
maður líka auðvitað að velja raddir eftir því
hvernig þær hljóma á orgelið sem maður spilar
á. Þá þarf maður bara að hlusta og heyra hvern-
ig þetta kemur út. Þá er gott að spila á rafdrifna
hljómborðið niðri, þá heyrir maður betur hvað
má vera veikara og hvað sterkara, og svo tek ég
þetta líka upp, til að heyra betur hvernig radd-
irnar hljóma saman. Þannig hefur organistinn
heilmikil áhrif á hvernig verkið hljómar á end-
anum.“ Lára Bryndís ætlar þó að leika verkið á
hljómborðið uppi í orgelinu sjálfu, og láta sig
hafa það, þótt hún hafi þurft að láta aðra mann-
eskju halda fyrir eyrun á sér á æfingum þegar
hún spilaði lokakaflann. „Grínlaust, þá geta
stóru spænsku trompetraddirnar sem eru beint
yfir höfðinu á manni í orgelinu verið ansi skæð-
ar, og ekki skynsamlegt að spila mikið þarna án
varúðarráðstafana. En það er mikill kostur að
spila uppi, því þá heyri ég allt betur, orgelið
svarar mér allt öðru vísi, og ég er í meiri snert-
ingu við það. Mér finnst þessi tónlist líka kalla á
það að organistinn sjálfur sé ekki í sviðsljósinu.
Þetta eru hugleiðingar og þegar ég er uppi í
orgelinu sjálfu sér fólk mig ekki hamast og
sprikla – einbeitingin snýr að tónlistinni og and-
rúmsloftinu í kirkjunni.“
Það er Listvinafélag Hallgrímskirkju sem
stendur að tónleikunum.
„Mjög krefjandi, en
ótrúlega skemmtilegt“
Morgunblaðið/Rax
Lára Bryndís Eggertsdóttir mun leika Fæðingu
frelsarans eftir Messiaen í Hallgrímskirkju.
JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Ís-lands eru árlegur viðburður á jólaföstu. Þaðer uppselt á tónleikana í dag, en dagskráinverður fjölbreytt að vanda, og börn og ung-
lingar meðal flytjenda. Eftir Jólaforleik Leroys
Anderssons leikur Eva Guðný Þórarinsdóttir ein-
leik með hljómsveitinni í þriðja þætti úr La camp-
anella fiðlukonsertinum eftir Nicolo Paganini.
Paganini þótti á sínum tíma nánast göldróttur á
fiðluna sína og var jafnvel um það rætt að hann
hlyti að hafa gert samning við kölska til að geta
leikið svo listilega sem hann gerði. Æ síðan hafa
fiðluleikarar glímt við verk hans, sem þykja sum
hver ekki á hvers manns færi að ná tökum á. Á æf-
ingu í gær fór það ekki á milli mála að Eva Guðný
hefur ekki verið með neitt hangs við æfingarnar
og hún renndi sér í gegnum Paganini eins og hver
annar virtúós. Eva Guðný er í fiðlunámi í Yehudi
Menuhin-skólanum í Englandi, skóla sem ein-
göngu tekur við efnilegustu hljóðfæranemum.
Eftir æfinguna í gær sá engin þreytumerki á
þessari fimmtán ára stúlku. „Æfingin gekk mjög
vel og þetta er alveg rosalega gaman. Það er frá-
bært að spila með hljómsveitinni, – hún stendur
sig mjög vel og þetta er bara rosa fjör. Þetta er
erfitt; – það spila engir tveir einleikarar Paganini
eins, – þetta er svo persónulegt, þannig að það er
alltaf erfiðara fyfir hljómsveitina,“ segir Eva
Guðný og segist hlakka mikið til tónleikanna.
Baksviðs tekur á móti blaðamanni hópur rúss-
neskra blómarósa. Þegar betur er að gáð, reynast
þetta vera dansmeyjar úr Listdansskóla Íslands,
en þær dansa rússneskan dans úr Hnotubrjótnum
eftir Tsjaíkovskíj með hljómsveitinni. Úr öðru
herbergi streyma út kínverskar meyjar og
spænskar senjórítur, líka dansarar úr Listdans-
skólanum, – en þær dansa einnig dansa sinna
landa út Hnotubrjótssvítunni. Dansstjóri stúlkn-
anna er Margrét Gísladóttir.
Kór Snælandsskóla syngur með Sinfóníuhljóm-
sveitinni í nokkrum jólalögum, þar á meðal í kar-
abíska jólalaginu Boðun Maríu og lagi Jóns Sig-
urðssonar, Jólin alls staðar, en Jón var lengi vel
einn af bassaleikurum hljómsveitarinnar.
Kórstjóri kórsins er Heiðrún Hákonardóttir.
Bernharður Wilkinson stendur á stjórnandapall-
inum í dag, og blaðamaður stóðst ekki mátið að
spyrja hann um unga einleikarann, Evu Guðnýju
Þórarinsdóttur. „Það er mjög gaman að fá Evu til
að spila með okkur. Hún kom hingað í sumar og
vildi leyfa okkur að heyra í sér. Við Helga Hauks-
dóttir tónleikastjóri boðuðum hana út í Háskóla-
bíó á sólskinsdegi, og hún kom með píanóleikara
með sér, og lék einmitt þáttinn úr La campanella
fyrir okkur. Mér fannst bara upplagt að fá hana til
að leika á jólatónleikunum. Þetta er glaðleg tónlist
og jafnvel jólaleg, og svo er Eva líka svo flink, og
gaman að geta verið með jólatónleika þar sem
börn og ungt fólk er í öndvegi, svo fólk geti séð og
heyrt það sem jákvætt er.“ Margrét Örnólfsdóttir
verður kynnir á tónleikunum.
„Þetta er
bara
rosa fjör“
Morgunblaðið/Rax
Eva Guðný Þórarinsdóttir á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands.