Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2001, Síða 15
skyldi. Kom minna að sök hvað mig snerti sem
hafði séð margar aðalmyndirnar áður og blaða-
passinn kom í góðar þarfir hvað biðröðina
snerti. Safnið stendur við Museumpark, Safna-
garðinn, sem er réttnefni meður því að við hann
standa fleiri söfn til að mynda Listahöll borg-
arinnar, Náttúrusögusafnið, Arkitektasafnið
svo og Barnasafn. Í nágrenninu eru svo fleiri
söfn eins og Borgarlistasafnið, sem er í afar fal-
legu húsi frá stórveldistíma Hollands á 17 öld,
og Sjóminjasafnið sem er hvorutveggja inni
sem útisafn, heilu skipin til sýnis. Ekki er nema
um það bil þriggja mínútna gangur frá Roc-
hussenstraat þar sem ég bjó hjá listakonunni
Ingu Hlöðversdóttur og manni hennar, blaða-
manninum Jan Gerrritsen, sem skrifar í virt-
asta blað Hollands NRC handelsblatt, eins kon-
ar Frankfurter Allgemeine Zeitung þeirra
Hollendinga. Útsýni úr herbergi mínu var beint
á volduga nýbyggingu Erasmusháskólans sem
hýsir læknadeildina og mun yfir 20 hæðir, hinn
hluti háskólans er í austurbænum. Við hlið
Erasmusháskólans er jafnhár menntaskóli sem
mikið orð fer af og 14.000 nemendur stunda
nám við. Gerritsen hefur nokkrum sinnum kom-
ið til Íslands, en upprunalega var hann sendur
hingað sem fréttamaður í sambandi við Gorb-
atsjoff-Reagan fundinn og hitti þá Ingu er hann
leit inn á Þórskaffi og síðan hafa þau verið límd
saman. Ýmislegt gott leiddi þessi fundur þannig
af sér í heimsmálunum, eins og þau orða það
kímileit. Hann hefur skrifað margar vænar og
mjög menningarlegar greinar um Ísland.
Hafnar-, verslunar- og iðnaðarborgin Rotter-
dam, er hin næststærsta í Hollandi, aðeins
Amsterdam stærri. Þróunarsaga hennar í mjög
knöppu máli, er að um 1220 fóru fiskimenn að
setjast að kringum stíflu við ármynnið Rott. Ár-
ið 1340 öðlaðist þéttbýlið borgarréttindi þannig
að staðarbúar héldu upp á 660 ára afmæli Rott-
erdam á síðasta ári, og hlýtur mikið að hafa ver-
ið um dýrðir því borgarbúar virðast, ef marka
má ferðapésa, með afbrigðum skemmtanaglað-
ir, einkum um sumartímann. Á sextándu og
sautjándu öld þróaðist Rotterdam í blómlega
verslunarmiðstöð, upp risu skipasmíðastöðvar
og vörugeymslur, þar áttu ýmsir annálaðir sæ-
farendur heimahöfn eins og Piet Heyn, er sigr-
aði spánska silfurflotann, og Austur-Asíufélagið
hafði þar aðsetur. Það var þó ekki fyrr en um
miðja nítjándu öld, er íbúatalan var 100.000, að
borgin tók að þenjast út fyrir alvöru og fá á sig
mynd alþjóðlegrar samgöngumiðstöðvar. Árið
1910 voru íbúarnir orðnir 487.000, en síðan hef-
ur þetta rokkað til og frá, trúlega allt í senn
vegna heimsstyrjaldarinnar, breyttra lífshátta
og tæknibyltingarinar, er þúsundir hafnar-
verkamanna misstu vinnuna við tilkomu gám-
anna og gámaskipanna. Árið 1951 taldi borgin
þannig 684.600 íbúa, en 1986 571.000 og við síð-
usta manntal 592.597.
Skip Holland-Ameríku línunnar sigldu reglu-
bundið með evrópska landnema fram á sjötta
áratuginn er flugið mun að mestu hafa tekið við.
Á líkum tíma tóku innflytjendur frá Miðjarð-
arhafslöndunum og víðar að streyma að og nú
er Rotterdam fjölþjóðastaður og býr þar fólk
frá 125 löndum. Að vissu marki er Rotterdam
erfið borg og því eins gott fyrir ókunnuga að
hafa allan varann á, en allar stórborgir hafa
raunar sín varasömu hverfi. Sjónvarpsvélar
fylgjast víða með fólki við hraðabanka utan dyra
og ekki að ástæðulausu, hefur oft komið fyrir að
viðskiptavinurinn finnur fyrir hníf við bak sér
og heyrir rödd sem segir eitthvað á þá leið: þú
átt peninga, viltu ekki deila þeim með mér!
Þótt Rotterdam standi í skugga Amsterdam
með öll sín stóru söfn þróast drjúg listastarf-
semi innan marka hennar og samkeppni mikil
milli borganna. Þannig var mér var tjáð að íbúar
Amsterdam líti niður á Rotterdam, finnist borg-
in hálfgert sveitaþorp. Því von að menningar-
borgarárið auki ris Rotterdam enn frekar.
Hótel New York, þar sem áður var aðsetur Hollands-Ameríkulínunnar.
Æskustíllinn prýðir skreytingu forhliðarinnar.
Delftska borgarhliðið, hannað af C. Kraat og reist 1988–
90. Arkitektinn tók mið af upprunalega hliðinu, hannað
af Pieter de Zwart og reist 1772. Tekið niður í upphafi
síðari heimsstyrjaldarinnar og komið fyrir í geymslu en
var sprengt upp í loftárás í síðari heimsstyrjöldinni.
Við hlið teningahúsanna og aðalbókasafnsins stendur Svarti turninn, öðru nafni blýanturinn, byggður 1984 og 64 metrar hár.
Hægt er að fá leyfi til að skoða þessar sérstæðu íbúðir, sem eru í forgrunni, eins og kúbismi í byggingarlist.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. DESEMBER 2001 15
MYNDLIST
Árnastofnun: Árnagarði: Handritasýn-
ing opin þri.–fös. kl. 14–16. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is: Gjörningaklúbb-
urinn. Til 6.1.
Gallerí Reykjavík: Jónína Guðnadóttir.
Til 17. des. Benedikt F. Lafleur. Til 30.
des.
Gallerí Skuggi: Jón Sæmundur Auð-
arson og Páll Banine. Til 23. des.
Gerðarsafn: Fjórir listamenn. Til 20.
des.
Gerðuberg: Þórunn Sveinsdóttir. Til 16.
des.
Hallgrímskirkja: Þórður Hall. Til 20.2.
Handverk og hönnun, Aðalstræti 12:
Jóla- og sölusýning. Til 19. des.
i8, Klapparstíg 33: Roni Horn. Til 12.1.
Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Sýning
félagsmanna. Til 16. des.
Listasafn Akureyrar: Óli G. Jóhannsson
og Kristján Davíðsson. Til 16. des.
Listasafn ASÍ: Jólakort Hrings Jóhann-
essonar og Þorra Hringssonar. Til 16.
des.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14–17.
Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn:
Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Erró. Til
1.1. Guðmundur R. Lúðvíksson. Til 20.1.
Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir:
Tékknesk glerlist. Til 13.1. Jóhannes S.
Kjarval. Til 31.5.
Listhús Ófeigs: Hústaka Meistara Jak-
obs. Til 31.1.
Norræna húsið: Veflistarmaðurinn
Anne-Mette Holm. Til 13.1.
Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þor-
gerður Sigurðard. Til 31. des.
Slunkaríki, Ísafirði: Hlynur Hallsson.
Til 6. jan.
Þjóðarbókhlaða: Bækur og myndir 35
erlendra höfunda. Til 31.1. Björg C. Þor-
láksson. Til 1.1.
Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og
ragnarök.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Háskólabíó: SÍ. Einleikari: Eva Guðný
Þórarinsdóttir. Stj.: Bernharður Wilk-
inson.
Jólatónleikar. Kl. 15.
Háteigskirkja: Hljómeyki. Kl. 20.
Sunnudagur
Áskirkja: Kammarsveit Reykjavíkur og
fiðluleikararnir Hrafnhildur Atladóttir,
Una Sveinbjarnardóttir, Sigurbjörn
Bernharðsson og Sif Tulinius. Kl. 17.
Hallgrímskirkja: Lára Bryndís Egg-
ertsdóttir. Kl. 17.
Seltjarnarneskirkja: Selkórinn, Bubbi
Morthens Jóhann Helgason og hljóm-
sveit. Kl. 20:30.
Hjallakirkja: Aðventusöngvar. Kamm-
erkórinn Vox Gaudiae og Hrafnhildur
Björnsdóttir. Kl. 20.30.
Mánudagur
Kópavogskirkja: Skólakór Kársness.
Kl. 20:30.
Þriðjudagur
Fríkirkjan í Reykjavík: Sigurður Hall-
dórsson sellóleikari. Kl. 21.
Seltjarnarneskirkja: Sönghópurinn
Pallíettur og píanó og Lögreglukórinn.
Kl. 20.
Kristskirkja: Vox academica. Kl. 20.
Miðvikudagur
Hafnarfjarðarkirkja: Mozart við kerta-
ljós. Camerarctica. Kl. 21.
Fimmtudagur
Salurinn, Kópavogi: Íslenska tríóið:
Nína Margrét Grímsdóttir, píanó, Sig-
urbjörn Bernharðsson, fiðla, og Sig-
urður Bjarki Gunnarsson, selló.
Kl. 20.
Föstudagur
Kópavogskirkja: Mozart við kertaljós.
Camerarctica. Kl. 21.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Hver er hræddur við
Virginíu Woolf?, 15., 16. des. Karíus og
Baktus, 15., 16. des.
Leikfélag Akureyrar: Blessað barnalán,
15. des.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega eða í tölvu-
pósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt-
ar: Morgunblaðið, menning/listir,
Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
5691222. Netfang: menning@mbl.is.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is