Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 7 línulaga form gerir ekki – þó öll form hafi að sjálfsögðu sínar takmarkanir. Þannig býður þessi aðferð upp á leiðir þar sem hægt er að láta fortíð og nútíð gerast samhliða fyrir aug- um lesandans, hægt er t.d. að fjalla um at- burði úr ólíkum tímaskeiðum í verkinu eins og þeir séu í nútíð lesandans. Þá er líka hægt að stytta sér leið og þjappa efninu saman og svo verða til eyður, sem lesandinn getur lesið í. Í þessum frásagnarhætti er því visst frelsi sem mér finnst gott að hafa, fyrir utan það að hug- ur okkar starfar ekki ósvipað. Við hlaupum úr einu í annað í huganum, það þarf ekki annað en að hlusta á samtal manna til þess að upplifa það. Sú hugsun að frásögn þurfi að vera lína varð ekki síst til á nítjándu öldinni og hefur verið brotin töluvert upp á þeirri tuttugustu.“ Maður verður að treysta lesandanum – Með þessum frásagnarmáta verður minn- ið þá að eins konar módeli fyrir mannkynssög- una og ólíkar túlkanir á henni og í nýju bók- inni þinni verða eyðurnar til þess að ábyrgðin á túlkun efniviðarins sem heildar liggur að nokkru leyti hjá lesandanum. „Maður verður að treysta lesandanum,“ svarar Álfrún ákveðin. „Það sem hefur verið að gerast í listum er að hlutverk miðlunar- innar hefur minnkað dálítið. Það sem ég er að reyna að gera, er að miðla og þá verð ég að treysta á lesandann sem lesanda, því hann skapar verkið að hluta. Þetta miðlunarferli er þó svolítið að hverfa út úr nútímanum, það verður mjög einkanlegt hjá listamanninum – og þá á ég ekki bara við listamenn á sviði skáldskapar. Menn virðast ekki leggja eins mikið upp úr miðlun, eins og við eldra fólkið höfum gert. Mér finnst þetta svolítið sér- kennilegt, vegna þess að sá sannleikur sem maður gleypti við sjálfur var að list væri fyrst og fremst miðlun. Maður stóð frammi fyrir abstrakt málverkum og reyndi að gera sér í hugarlund hvað væri eiginlega verið að fara með þessu. Það var í rauninni hugljómun að uppgötva að maður ætti að skapa stóran hluta af verkinu sjálfur með því að horfa á það. Núna, af einhverjum ástæðum, virðist þetta vera orðið eilítið öðruvísi. Mér virðist tilhneig- ingin vera sú að listamenn séu fremur að tjá sjálfa sig, en síður að miðla – án þess þó að ég vilji alhæfa um of. Ég óttast að þetta dragi úr þeirri sköpunargleði sem vaknar hjá þeim sem tekur við listaverkinu og í stað þess að opna sig verði hann þess í stað fremur með eða á móti verkinu. Það er þó ekki víst að ég hafi rétt fyrir mér, en ég held það verði at- hyglisvert að fylgjast með þessari þróun.“ – Finnst þér þá um leið að listamenn eigi erfiðara með að halda sig utan við verkin sín? „Ég hef afskaplega gamaldags viðhorf varð- andi þetta,“ svarar Álfrún hreinskilnislega og hlær. „Mér finnst ekki að listamaðurinn sjálf- ur eigi að vera til staðar í verkum sínum, held- ur eigi verkin sjálf að tala. Einu sinni var sagt að listamaðurinn væri í þjónustu „List- arinnar“ með stóru L-i, þótt ég viti nú ekki hvort þetta hafi verið svo göfugt. Samt sem áður er of mikið gert af því að blanda saman listamanninum og listaverkinu, sem gæti tekið á sig gróteskar myndir ef það gengur of langt. Stundum getur auðvitað verið áhugavert að vita eitthvað um listamanninn, en það hefur í sjálfur sér ekki mikið upp á sig miðað við það sem felst í miðluninni. Listamaðurinn miðlar einhverju sem aðrir taka við og það stendur eftir að lokum – ef eitthvað stendur eftir. Þeg- ar á heildina er litið held ég að það sé í það minnsta hollt að gera greinarmun á lista- manninum og listaverkinu.“ Maður er alltaf að breytast Álfrún segir frá því að í tengslum við sitt eigið nám á Spáni hafi hún uppgötvað að markmiðin í lífinu verða til smám saman, en ekki fyrirfram. „Það er einmitt innsæi sem skiptir svo miklu máli, maður sér það vel þeg- ar maður skrifar. Ég treysti því bara þó nokk- uð vel.“ – Þú ert þá ekki einn af þeim höfundum sem gera ramma utan um söguþráðinn og fylla svo upp í eyðurnar? „Nei, það get ég ekki gert því ég er svo lengi að skrifa. Við skriftirnar uppgötvar mað- ur þar að auki að maður er alltaf að breytast, jafnvel þótt maður sé orðinn harðfullorðinn, það er eiginlega ótrúlegt. En í gegnum breyt- ingarnar öðlast maður jafnframt skilning á hvað það er sem knýr mann áfram í lífinu.“ – Skrifin breyta þér þá í raun og veru líka? „Já. Ég veit að ef ég legg upp með eitthvað þá get ég reiknað með að ég verði í nokkurn tíma að skrifa það. Og á þeim tíma mun ég breytast, svo ef ég er búin að ákveða fyr- irfram hvernig verkið endar þá verð ég óánægð með það að einhverjum tíma liðnum. Þá kemur einmitt innsæið til skjalanna. Mað- ur finnur fyrir þeim breytingum sem verða á manni, af því maður er ekki búinn að negla sig niður. Þess vegna veitir það mér meira öryggi að leggja út í óvissuna.“ Morgunblaðið/Einar Falur „...sá sannleikur sem maður gleypti við sjálfur var að list væri fyrst og fremst miðlun. Maður stóð frammi fyrir abstrakt málverkum og reyndi að gera sér í hugarlund hvað væri eiginlega verið að fara með þessu. Það var í rauninni hugljómun að uppgötva að maður ætti að skapa stóran hluta af verkinu sjálfur með því að horfa á það. Núna, af einhverjum ástæðum, virðist þetta vera orðið eilítið öðru- vísi. Mér virðist tilhneigingin vera sú að listamenn séu frem- ur að tjá sjálfa sig, en síður að miðla…“ fbi@mbl.is EIRA ÖRYGGI ÓVISSUNA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.