Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001
Í
NÝJUM heimi þurfum við að endurskil-
greina hugtökin fullveldi og sjálfstæði,
skrifar Jack Straw, utanríkisráðherra
Breta, í grein sem birtist í breska dag-
blaðinu Independent síðla í nýliðnum
nóvembermánuði. Ekki spáir hann
endalokum þjóðríkja þar með, vegna
þess að þau verða að hans mati grund-
vallareining í alþjóðlegum samskiptum í nán-
ustu framtíð, eins og þau hafa verið síðustu
öldina, en á næstu árum munu þau þó tengjast
hvert öðru mun sterkari böndum en áður hefur
tíðkast. Einungis með því að flétta saman full-
veldi ríkja geta þau varið þegna sína fyrir ut-
anaðkomandi árásum og skapað þeim um leið
möguleika til sjálfstæðs lífs, fullyrðir utanrík-
isráðherrann, vegna þess að einangruð verða
þjóðríkin leiksoppar örlaganna, eða stefnulaus
reköld á svipulum sjó heimsmálanna.1
Í orðum Straws má greina viðhorf til full-
veldis og sjálfstæðis ríkja sem hafa orðið sífellt
meira áberandi í evrópskri þjóðfélagsumræðu
á síðustu árum. Ganga þau þvert á það sem áð-
ur hefur talist einkenna stöðu þjóðríkja í al-
þjóðastjórnmálum, en lengst af hafa fræði- og
stjórnmálamenn gengið út frá því að slík ríki
tækju til skýrt afmarkaðra landsvæða, þar
sem þegnarnir hefðu óskorað vald yfir eigin
innri málefnum, settu sér lög og veldu sér
stjórnendur án afskipta annarra ríkja. Hug-
takið fullveldi hefur því verið túlkað bókstaf-
lega á þann hátt að þjóðin hefði fullt vald yfir
því landi sem hún ræður yfir og oftast þannig
að henni væri nánast óheimilt að láta þetta
vald af hendi til annarra þjóða eða stofnana.
Þjóðir hafa þó aldrei lifað í einangrun.
Benda má á að þrátt fyrir allt hjal um heilagt
fullveldi hafa stórveldi aldrei hikað við að
hlutast til um innanríkismál sjálfstæðra ríkja
sem þau hafa talið innan sinna áhrifasvæða, og
iðulega hafa smáríki afsalað sjálfviljug full-
veldi sínu í varnarmálum þegar þeim hefur
sýnst öryggi sínu ógnað. Breyttar aðstæður í
heiminum á síðari hluta tuttugustu aldar, sem
oft er lýst með hugtakinu hnattvæðing, hafa
aukið enn á vantrú manna á hinu óskoraða full-
veldi þjóða. Losun mengandi efna í andrúms-
loft og úthöf er t.d. alþjóðlegt vandamál sem
erfitt hefur reynst að leysa með frjálsum
samningum ríkja, vegna þess að allar ríkis-
stjórnir telja sig skuldbundnar til að fría þegna
sína afleiðingum slíkra samninga og verja þar
með stundarhagsmuni kjósendanna. Þetta hef-
ur leitt til þess að allar aðgerðir í umhverf-
ismálum koma seint – eða alls ekki – og erfitt
hefur reynst að fylgja eftir slíkum aðgerðum
þegar um þær hefur tekist sátt á alþjóðlegum
ráðstefnum. Hnattvæddir fjölmiðlar og
hryðjuverkasamtök hafa einnig fært mönnum
heim sanninn um að þjóðir geta ekki lokað sig
frá umheiminum í skjóli landamæra, og sést
það kannski hvað best í því að eftir 11. sept-
ember hefur einangrunarsinninn George W.
Bush dregist inn í flókinn vef alþjóðastjórn-
mála – maðurinn sem virtist varla átta sig á því
í kosningabaráttunni að til væri heill heimur
utan Bandaríkjanna þylur nú heiti smæstu dal-
verpa í fjalllendi Afganistans og ríður út með
Vladimír Pútín, eins og hverjum öðrum alda-
vini, á búgarðinum í Texas.
Þróun alþjóðamála á síðari hluta nýliðinnar
aldar hefur grafið undan fullveldi þjóðríkja í
öðrum málum en þeim sem snúa að vörnum
þeirra eða umhverfi. Afnám ýmiss konar við-
skiptahindrana og greiðara flæði upplýsinga
og fjármagns á milli fjarlægra staða hefur
dregið úr möguleikum þjóða til að verja sér-
hagsmuni sína eða sérvisku. Nefna má sem
dæmi að hart er sótt að Evrópubúum um að
leyfa innflutning á erfðabreyttum matvælum,
þrátt fyrir útbreiddan ótta evrópskra neyt-
enda við áhrif þeirra á heilsu sína og umhverfi,
vegna þess að bandarískir framleiðendur líta á
bann við slíkum innflutningi sem lítið annað en
dulbúin viðskiptahöft. Sókn eftir erlendum
fjárfestingum, eða viðleitni til að verjast fjár-
magnsflótta úr landi, rekur stjórnvöld líka til
að bæta stöðu fyrirtækja, draga úr álögum á
þau og takmörkunum á frelsi þeirra til athafna.
Ástæðan er sú að alþjóðleg fyrirtæki leita eðli-
lega þangað sem samkeppnisstaða þeirra er
hvað best, og því keppast ríki við að skapa
þeim sem hagstæðust skilyrði í því skyni að
tryggja þegnunum atvinnu og styrkja stoðir
efnahagslífsins.
Að síðustu hefur aukinn flutningur fólks á
milli landa, og þá fyrst og fremst frá fátækari
svæðum heimsins til hinna ríkari, grafið undan
þeirri tilfinningu fólks (ímyndun segja sumir)
að þegnar hverrar þjóðar séu almennt veru-
lega líkir innbyrðis um leið og þeir teljast ólíkir
þegnum annarra ríkja. Mörgum virðist líka
sem menningarleg sérstaða þjóða sé á und-
anhaldi, enda verður menningarneysla um
heim allan sífellt einlitari. Allt stefnir því í að
hugtakið „þjóðmenning“, líkt og hugtakið
„þjóðhagfræði“, glati allri merkingu, enda eru
„þjóð“sögur nútímans framleiddar í drauma-
verksmiðjum kvikmyndaveranna sem velflest
miða framleiðslu sína við bandaríska drauma,
veruleika og gildi.
Viðbrögð Evrópubúa við þessari þróun hafa
verið margs konar og mjög misvísandi. Áð-
urnefnd grein breska utanríkisráðherrans var
t.d. skrifuð til varnar þátttöku Breta í sam-
starfi Evrópuríkja, og þá fyrst og fremst innan
Evrópusambandsins, en að mati Straws eykur
sambandið möguleika þátttökuríkjanna til að
verja hagsmuni þegna sinna. Þessi skoðun er
reyndar mjög útbreidd meðal evrópskra
mennta- og stjórnmálamanna, sem margir
hverjir sjá náið samband Evrópuríkja sem
helstu von álfunnar til að verjast yfirburðum
Bandaríkjanna á sviði alþjóðastjórnmála og yf-
irráðum alþjóðlegra stórfyrirtækja á sviði
efnahagsmála. Ef Evrópuríkin vilja verja lífs-
hætti sína og menningu verða þau að standa
ÍSLAND – ÚTLAND
FULLVELDIÐ
ENDURSKOÐAÐ
Morgunblaðið/Golli
„Á komandi árum munu íslenskir stjórnmálamenn þurfa að taka afstöðu til þverstæðukenndrar stöðu Íslands í alþjóðamálum og bregðast við
þeirri endurskoðun sem er að verða á skilgreiningu fullveldishugtaksins í þeim löndum sem standa okkur næst.“
E F T I R
G U Ð M U N D H Á L F D A N A R S O N