Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. DESEMBER 2001
SAFN smásagna austurríska rit-
höfundarins Josephs Roth kemur
út í febrúar næstkomandi, og
birtast margar sagnanna þar
með í fyrsta sinn í enskri þýð-
ingu. Safnið ber yfirskriftina The
Collected Stories of Joseph Roth,
en ritstjóri og þýðandi er Michael
Hofmann. Í safninu er að finna
sautján smásögur eða nóvellur
sem spanna allan feril höfund-
arins.
Joseph Roth fæddist í ríkinu
Austurríki-Ungverjalandi árið
1894, en lést í París við upphaf
síðari heimsstyrjaldar. Skáld-
skapur Roth einkennist af eft-
irsjá vegna horfins heims Evrópu
eftir fyrri heimsstyrjöld. Fræg-
asta skáldaga Roth er Radetzk-
ymarsch (Radetskí-marsinn) þar
sem hann lýsir örlögum heima-
lands sína, en Roth þykir einnig
hafa haft meistaraleg tök á smá-
sagnaforminu. Meðal sagna sem
finna má í safninu eru „Stations-
master Fallermerayer“ (e. „Stat-
ion Fallmerayer“), „Strawber-
ries“ og „The Levithan“.
Skuggahliðar mannlífsins
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Gary Indiana mun senda frá sér
skáldsöguna Depraved Indiff-
erence (Glæpsamlegt sinnuleysi)
í byrjun jan-
úar. Þar er
dregin upp
mynd af myrk-
um heimi eit-
urlyfjafíknar
og siðlausra
glæpa. Að-
alsögupersóna
bókarinnar,
hin firrta og siðblinda Evangel-
ine, á sér raunverulega fyr-
irmynd. Höfundurinn, sem kenn-
ir sig við smábæ sem hefur hæsta
morðtíðni í Bandaríkjunum, þ.e.
Gary í Indiana-fylki, hefur áður
tekið fyrir sakamál sem vakið
hafa furðu og óhug, s.s. morðið á
tískukóngnum Gianni Versace.
Þannig leitast höfundurinn við
að henda reiður á skuggahliðum
mannlífsins í skáldskap sínum.
Meðal annarra verk Indiana eru
m.a. Horse Crazy, White Trash
Boulevard og Resentment.
Nýr Hiaasen-reyfari
NÝ skáldsaga eftir Carl Hiaasen
er væntanleg í janúarmánuði.
Ber hún heitið Basket Case
(Dæmdur úr leik) og segir þar
frá Jack Tagger, miðaldra blaða-
manni sem gengur lengra en
margur í rannsóknarblaða-
mennskunni. Kemst hann á snoð-
ir um dularfullan dauðdaga
rokkstjörnu og kafar ofan í málið
á flótta sínum undan eigin sálar-
angri. Við sögu koma ýmsar
harð- og hraðsoðnar persónur í
anda glæpasagnahefðarinnar og
mun bókin vera hin skemmtileg-
asta aflestrar, líkt og höfund-
arins er von og vísa.
Carl Hiaasen þykir einn at-
hyglisverðasti glæpasagnahöf-
undur samtímans, en hann hefur
vakið athygli fyrir frábæran stíl
og athyglisverða endurvinnslu á
hefðinni, sem sumir hafa lýst sem
súrrealískri. Hiaasen er lærður
blaðamaður og starfar hann jöfn-
um höndum við skáldsagna- og
greinaskrif. Hann vakti fyrst at-
hygli með reyfurum á borð við
Double Whammy og Tourist
Season, og hefur skapað sér
traustan sess sem „gáfulegur“
glæpasagnahöfundur.
Að mati bandaríska vikuritsins
Publishers Weekly, hverfur
Hiaasen að nokkru leyti aftur til
ritstíls fyrstu bóka sinni í Basket
Case en síðasta bók Hiaasens,
Sick Puppy, þótti mörgum í
meira lagi súrrealísk.
ERLENDAR
BÆKUR
Smásögur
Josephs Roth
Gary Indiana
S
KJÁREINN hefur kynnt til sög-
unnar þáttinn „Fyrirgefðu“. Í
honum á að leiða saman fólk og
sætta í beinni útsendingu. Játn-
ingasjónvarp er nútímafyrir-
brigði sem þrífst á þeirri þver-
sögn að mannskepnan virðist eiga
auðveldara með að játa misgjörð-
ir sínar fyrir alþjóð en nánustu ættingjum og
vandamönnum. Um margt minnir þessi nýi siður
á kaþólska yfirbót, en í stað þess að ganga ber-
fættir milli allra höfuðkirkna í Róm, játa menn
nú á sig framhjáhald og annað slíkt í beinni og
hljóta í staðinn aflausn synda og náð fyrir augum
almennings.
Á síðustu vikum hefur rithöfundurinn Hall-
grímur Helgason lýst því yfir að hann vilji með
nýjustu skáldsögu sinni koma Halldóri Laxness
til aðstoðar og gera upp ævi hans úr því að skáld-
ið sjálft lét slíkt hjá líða. Í viðtali eftir viðtal er
okkur velt upp úr persónulegu uppgjöri Hall-
gríms við sögulega fortíð, þar sem ímyndaður
Halldór Laxness segir „fyrirgefðu“ í beinni
vegna misgjörða sem hann var aldrei maður til
að takast á við í lifanda lífi.
Þegar ég var 22 ára gamall gerði ég það sem
þúsundir Íslendinga höfðu gert á undan mér og
bauð sjálfum mér heim til Halldórs og Auðar að
Gljúfrasteini. Ég hafði safnað bókum Halldórs í
plógsmennsku, markaðshyggju, bókfrekjunni
sem enn býr innra með mér, og kannski gerði ég
það svolítið líka í nafni þeirrar ástar sem Íslend-
ingar einir þjóða bera til skáldanna sinna. Þarna
sátum við í þögulu samþykki tveggja manna sem
báðir vita að annar er að svindla á hinum, en sá
sem er hlunnfarinn er of kurteis til að færa það í
orð.
„Svo þú ætlar að láta mig skrifa undir alla
þessa vitleysu?“ sagði skáldið og tók upp penn-
ann sinn. Ég umlaði eitthvað og er ekki frá því að
á þeirri stundu hafi mér orðið hugsað til Péturs
postula sem sveik frelsara sinn þrisvar sinnum á
einu kvöldi til að bjarga eigin skinni. Hálftíma
síðar fylgdi Halldór mér út á hlað og kvaddi hlý-
lega.
Þessi persónulega saga er rakin hérna vegna
þess að margir mér færari menn eru búnir að
skrásetja opinbert uppgjör Halldórs við pólitíska
fortíð sína. Það er nú víst svo að aðeins er hægt
að gera upp sitt eigið líf svo vel sé og hvað svo
sem menn vilja segja um Halldór Laxness skorti
hann aldrei hugrekki. Persónuleg samskipti
skáldsins og þjóðar hans á hverjum degi í áratugi
verða seint færð til bókar. Þau búa í þeim sann-
leika sem lifir eftir að suðið í sjónvarpsmyndavél-
unum er þagnað og ljósin í stúdíóinu hafa verið
slökkt.
frumútgáfum frá því að ég var barn og var ákveð-
inn í því að næla mér í áritanir með góðu eða illu.
Hér skal tekið fram að ég var ekkert sérlega
framhleypið ungmenni, en safnarinn er eins og
eiturlyfjasjúklingur, allt lætur að lokum undan
fíkninni. Og ég hafði engan áhuga á því að fá Ís-
landsklukkuna áritaða, eða Gerplu. Ég vildi bæk-
urnar sem engum dytti í hug að fá kvittað fyrir.
Svo leið klukkutími í góðu yfirlæti þar sem
hvorki Halldór né Auður sýndu á sér nein
þreytumerki. Sú taugaveiklun sem gert hafði
vart við sig í upphafi leið smám saman úr mér, ég
varð sífellt makindalegri og værukærari þar sem
ég sat í stólnum við hlið skáldsins sem ræddi við
mig eins og ég væri jafningi hans og félagi til
margra ára. Velvilji þeirra hjóna hefur án efa átt
stóran þátt í því að þegar kom að ægilegu ætl-
unarverki mínu lét ég ekki undan síga. Eina af
öðrum dró ég bækur Halldórs upp úr tösku
minni og setti á borðið: Kaþólsk viðhorf, Alþýðu-
bókina, Gerska ævintýrið.
Við sátum þarna saman við borðið ég, Halldór
Kiljan Laxness og kona hans. Þau höfðu boðið
mér heim í stofu til sín, gefið mér kaffi og kökur,
og ég launaði þeim gestrisnina með því að fara
fram á að hann staðfesti með undirskrift þá trú
sem hann var löngu búinn að glata. Og ég gerði
það ekki í nafni þess réttlætis sem fer fram á yf-
irbót og iðrun. Ég stjórnaðist fremur af fjár-
FJÖLMIÐLAR
FYRIRGEFÐU HALLDÓR LAXNESS
G U Ð N I E L Í S S O N
Endurritun og táknfræði
Í stuttu máli sagt beinast efasemdir
mínar um aðferðir Jóns Karls að
þeirri textahyggju um endurritanir
sem einkennir verk hans. Í greining-
unni á því hvernig höfundurinn veltir
hetjunni úr sessi í hefðarröðun ís-
lenskrar menningar er áherslan lögð
á táknfræðilegar breytingar, án þess
að tillit sé tekið til þeirra stofnana-
legu og pólitísku breytinga sem urðu
á notkun menningarhugtaksins í ís-
lensku mennta- og bókmenntalífi,
sem og þess sem var að veði í menn-
ingarlegum átökum. [...]
Það er fengur bæði að Hetjunni og
höfundinum og The Rewriting of
Njáls Saga fyrir íslenska bókmennta-
fræði, einkum fyrir fræðimenn sem
annt er um að bókmenntir verði
áfram taldar mikilvægt viðfangsefni.
Eftir því sem kvikmynda- og menn-
ingarfræði öðlast veigameiri sess í
íslenskri umræðu eru bækur sem
þessar alger nauðsyn, því að þær
sýna fram á hvernig tengja má ís-
lenska bókmenntasögu við önnur
táknkerfi og auka þar með skilning á
hlutverki bókmenntanna. Þess vegna
vona ég að Jóni Karli takist með bók-
um sínum að þýða endurritun og
táknfræði inn í aðferðaforða ís-
lenskra bókmennta- og menningar-
fræðinga.
Gauti Sigþórsson
Skírnir
Á SÍÐASTA ári 20. aldar komu út
tvær bækur eftir Loga Gunnarsson,
heimspeking við Humboldt-
háskólann í Berlín, önnur útgefin í
Englandi og fjallar um siðfræði en
hin í Þýskalandi og fæst við mál-
speki. Ég leyfi mér að fullyrða strax í
upphafi að báðar þessar bækur sæti
tíðindum í heimspeki, ekki aðeins á
landsvísu (þar eð Logi er Íslendingur)
heldur heimsvísu.
[...]
Fyrsta kynslóð íslenskra heimspek-
inga við Háskóla Íslands gerði það
að köllun sinni að temja íslenskt mál
undir ögun heimspekilegrar um-
ræðu. Það tókst með miklum ágæt-
um. Beri ungur íslenskur heimspek-
ingur sig illa yfir því að koma hugsun
sinni til skila á móðurmálinu má
benda á fordæmi frumherjanna og
málsbót hans þrýtur. Það er á vissan
hátt eftirsjá í því að allt það besta
sem Íslendingar hugsa um heimspeki
sé ekki lengur skrifað á móðurmál-
inu, en á annan hátt er það fagn-
aðarefni. Verk Loga og ýmissa ann-
arra af hans kynslóð sýna þannig
svo að ekki verður um villst að frum-
býlingsárum heimspekinnar hér á
landi er lokið og tími landvinning-
anna hafinn.
Kristján Kristjánsson
Skírnir
Morgunblaðið/Sverrir
Púðurtunna!
LANDVINNINGAR
HEIMSPEKINNAR
I„... hér eru flestir háðir einhverri „smaalighed“ ogpersónulegu krakileríi, og ég er þar að auki „upp
á kant“ við blaðamenn hér í Reykjavík, bæði af því
ég hef haldið á móti emigratióninni, því alltaf geng-
ur daðrið við Ameríkumenn, eins og Matthías ex-
cellerar í, og svo hafa þeir kannske heyrt eftir mér,
að mér þyki ekki mikið í þá varið. Þeir eru bæði
partískir og fanatískir. Ég er ekki talinn með ís-
lenskum rithöfundum, þó allir aðrir séu nefndir.“
IIÞannig kemst Benedikt Gröndal að orði í bréfitil Eiríks Magnússonar, bókavarðar í Cam-
bridge, 18. október aldamótaárið 1900. Hann send-
ir Eiríki nýja kvæðabók sína með og biður hann að
skrifa eitthvað um hana en heima sé fáum að
treysta til slíkra verka enda „allt logandi í fjand-
skap og „personligheder“,“ eins og Gröndal tekur til
orða. Hann segist vona að Eiríkur sjái að þótt hann
hafi gefið út bókina hafi hann „ekkert kært [s]ig um
að spekúlera í, hvort mönnum muni líka eða ekki
líka“. En auðvitað tekst skáldinu ekki að tala sig
frá þeirri skoðun að útskúfun og ranglæti dynji
tímans, en slík iðja er kannski ekki síður skapandi
en leitandi.
IVÞað verður hlutverk sagnfræðinga framtíð-arinnar að róta upp úr botni hugarfarsins því
sem máli skiptir í samtímahugsun en hitt er
skemmtileg dægradvöl að róta í yfirborðinu og sjálf-
um sér eins og Gröndal gerði. Samtíminn er
ómögulegur tími, nema í sögulegum skilningi, það
er að segja sem viðfangsefni hennar – og afurð. Það
vill kannski gleymast að samtíminn er afurð sög-
unnar. Umræðan þarf alltaf eitthvað nýtt til þess að
halda sér við, stórmerki og opinberanir eru í hverju
orði en hvort tveggja eru gjaldfallnar tilfinningar.
VÍ Lesbók í dag birtast nokkrar greinar eftirblaðamenn og gagnrýnendur á Morgunblaðinu
þar sem reynt er að fjalla um strauma í menningar-
lífi ársins. Rétt er að hafa alla fyrirvara á slíkum
tilraunum. Ljóst er að straumfiskarnir þurfa að
hafa sig alla við að berast ekki út á rúmsjó.
harðar á því en öðrum mönnum í samfélaginu,
enda fáir höfundar sem höfðu jafnmörg orð um fá-
mennisbrag þjóðarinnar og Gröndal á sínum tíma.
Í Dægradvöl, ævisögu sinni, segir skáldið tuttugu
til þrjátíu menn á eftir sér í blöðunum með „meið-
yrðum, skömmum, hnútum og ónotum“ þótt hann
segist ekki hafa lagt persónulega til nokkurs manns.
Kauðar þessir höfðu af honum skáldastyrkinn og
garðinn fyrir framan húsið hans á Vesturgötu 16
„með refjum og lygum og yfirgangi“ en þar var byggt
stórt hús og öll dagsbirta frá skáldinu tekin.
Kannski vita fáir að hús Gröndals stendur enn falið
bak við steinhús við Vesturgötuna.
IIIHugarfarið á Íslandi aldamótin 1900 varvafalaust með fámennisbrag. Að sumra mati
er hann enn helsta mein íslenskrar menningar.
Ekkert breytist, segja sumir. Aðrir sjá stöðuga
framþróun, alltaf ný undarleg tákn á tímans bár-
um. Sumir hafa atvinnu af því að finna þessi stór-
merki. Þeir voru kallaðir „trendoids“ í amerísku
pressunni á níunda áratugnum og leituðust við að
koma orðum yfir allt hið „nýja“ í menningu sam-
NEÐANMÁLS