Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Blaðsíða 15
hvers konar þjónustufyrirtæki hagnast. Við
höfum fengið 2,5 milljónir gesta á dag-
skrárliðina og þeir koma víða að og þetta
allt er mjög heilbrigt fyrir Rotterdam. Svo
kímir Meggelen og segir; listamenn fengu
allt sitt, ekkert verið að spara á þeim…
Eru menn þá ánægðir með árangurinn?
…Þessu verður að svara á tvennan hátt;
borgin er ánægð, staðarblöðin voru í upp-
hafi gagnrýnin en eftir sumarið ánægðari.
En ég vildi meira, metnaðurinn mikill. Verð
fyrst ánægður ef Rotterdam 2001 gengur
fullkomlega upp árið 2005, en um það er
eðlilega of snemmt að fullyrða nokkuð...
Hvað um borgarbúa?
…Verkefnið menningarborg Evrópu, eng-
in venjuleg hátíðarhöld, heldur röð fram-
kvæmda til að losa um hugmyndir, leysa
krafta úr læðingi. Áður var Rotterdam til að
mynda fræg jassborg, en þeir tímar eru
liðnir. En á árinu höfum við haldið tvær
djasshátíðir, sem nutu mikillar vinsælda og
við munum halda áfram á þeirri braut.
Þetta á sömuleiðis við um sígilda tónlist. Á
síðasta ári héldum við þannig Gergiev-hátíð,
þ.e. hinn ágæti rússneski tónlistarmaður
stjórnaði Fílharmoníuhljómsveit Rotterdam,
en hún gekk illa og Gergiev vildi hætta. En
önnur Gergiev-hátíð í ár með Sjostakovitsj í
sviðsljósinu var mikill uppsláttur með
23.000 gesti á tíu dögum. Leiklistin er í upp-
gangi og uppfærð leikhúsverk gáfu til kynna
að Rotterdam væri góður staður fyrir al-
þjóðlegt leikhús…
Meira um umræðu og gagnrýni!
…Staðbundnir fjölmiðlar voru mjög gagn-
rýnir í fyrstu eins og ég sagði áður, en aðrir
fjölmiðlar þjóðarinnar jákvæðir. Alþjóðlegir
fjölmiðlar voru mjög hrifnir, og skrifaðar
hafa verið yfir 500 greinar í dagblöð og
tímarit um alla álfuna um Bosch-sýninguna,
og víða sjónvarpað frá henni. Frakkar voru
mjög jákvæðir. Þjóðverjar ekki alveg eins
en Bretar gagnrýnir, einkum á framkvæmd
sýningarinnar, eins og fram kom í NRC
Handelsblad. Erfiðast var að finna jafnvægi
á milli staðbundinna og alþjóðlegra dag-
skrárliða, vegna þess að innan marka borg-
arinnar þróast svo ólíkir menningarheimar,
gefur augaleið að um 40% íbúanna eru inn-
flytjendur af samtals 162 þjóðernum. Verk-
efnið menningarborg er og verður ævintýri.
Tilraun sem hreyfir við umræðu um menn-
ingu almennt, ekki röð þægilegra dagskrár-
liða. Því meiri deilur og rökræða, þeim
betra, á að hreyfa við ólíkum viðhorfum og
skapa lifandi samræður, díalógu…
Hef tekið eftir því að erfitt er að fá skil-
virkar upplýsingar um Rotterdam á þýsku,
sem þó er nágrannaland Hollands og ætti að
vera þýðingarmikið fyrir fjölmennið og al-
mennan menningaráhuga þarlendra. Engar
bækur til um Rotterdam eins og Michelin
og vis a vis-upplýsingapésarnir með framúr-
skarandi skilmerkilegum upplýsingum.
…Rétt, og ég harma það, við höfðum þó
upplýsingar um einstaka dagskrárliði á
þýsku, portúgölsku, ítölsku og öðrum tungu-
málum. Annað var með Reykjavík, þjóðfé-
lagið samkynja, en hér hrærigrautur tungu-
mála og óskyldra menningarheima. Við
gerum allan fjárann, einnig heimskulega
hluti. Í dag eru úrslit í alþjóðlegri söngva-
keppni í samráði við Porto, sem er hin
menningarborgin í ár. Fyrstu verðlaun í
Rotterdam er ferð til Porto og fyrstu verð-
laun í Porto er ferð til Rotterdam.
Sem sagt engin hámenning, en þátttak-
endur eru sannarlega himinlifandi. Að lok-
um, meira en 6.000 greinar hafa verið skrif-
aðar um menningarborgina Rotterdam
2001, NY Times og Washington Post segja
rækilega frá Gergiev-hátíðinni og sænsk og
dönsk blöð frá sýningunni 6,5 milljón hús…
Nú var ekki lengur til setunnar boðið,
tíminn útrunninn en þetta voru í stuttu máli
meginþættir viðtalsins.
– Í sambandi við skipulagningu alþjóðlegu
skúlptúrana vék Gerritsen því að mér eftirá,
varðandi verk Rodins „l’Homme que
marche“, Gangandi maður, sem hefði verið
keypt til borgarinnar um miðja síðustu öld,
að það væri svo oft búið að skipta um stað
fyrir hana vegna byggingarframkvæmda, að
sú saga hefði orðið til að hann þekkti Rot-
terdam flestum staðarbúum betur!
Í fallega húsinu sem hýsir borgarlista-
safnið fékk ég þetta um jassinn staðfest,
einnig um auðugt leikhúslíf, meira að segja
á kvikmynd.
Arkitektasafnið er í afar fallegu húsi, en
því miður virðist það meira fyrir arkitekt-
ana sjálfa en að miðla alhliða fróðleik á lif-
andi hátt til almennings. Skipulag þess sem
var til sýnis í þá stundina frekar sniðið að
þörfum kunnáttumanna í faginu en hins al-
menna og áhugasama sýningargests, svona
líkt og ofskipulagðar listsýningar er fólk
hrekkur undan, enda afar fáir á staðnum
laugardaginn sem mig bar að. Gerritsen var
þessu fullkomlega sammála, er hann leitaði
eftir áliti mínu á því.
Listahöll Rotterdam við Safnagarðinn er í
nýlegri og veglegri byggingu og þar fer
fram fjölþætt starfsemi, til að mynda geta
gestir fylgst með skipulagi og uppbyggingu
sýninga og þar var fyrir mikill fjöldi mynd-
verka staðarmálara, en aðkoman fullopin og
köld.
Á gangi um miðborgina bar okkur Ingu
Hlöðversdóttur að fínu galleríi og vöktu
málverk eftir hollenzka cobraistann Cor-
neille í glugganum strax athygli okkar,
raunar ekki síður önnur við hliðina fyrir það
hve miklu lakari þau voru. Við litum inn og
þar var sömu sögu að segja, nokkrar Corn-
eille-myndir og svo miklu fleiri undirmáls-
myndir á gólfi og um alla veggi. Litlu seinna
gengum við fram á afar fína verslun, sem
helst líktist lúxusapóteki, en Inga kvað
þetta verslun með vímuefni! Forvitni mín
var vakin, ég gekk inn og litaðist um, hafði
aldrei séð aðra eins fjölbreytni hvers konar
hluta er tengjast ofskynjunarlyfum, né
fjölda afbrigða þeirra í fínum umbúðum.
Skarar ekki mitt áhugasvið. Eiturlyfjasala
er lögleg í Hollandi, en skammtað og undir
eftirliti, en síður hefði mér komið til hugar
að verslun með slíkan varning hefði jafn
menningarlegt og stásslegt yfirbragð.
Margir furðulegir siðir viðgangast í stór-
borgum heimsins. Á grónum og nafnkennd-
um veitingastað þar sem ég borðaði hér-
akjöt í fyrsta skipti á ævinni var mér sagt,
að til væru staðir sem hefðu á boðstólum
kjöt af bísamrottum (muskusratten) nagdýri
sem lifði í vötnum og eru sérræktaðar til
manneldis. Er einkum vinsæll réttur í Belg-
íu undir nafninu „Flämische Kaninchen“ eða
flæmskar kanínur!
Bert van Meggelen
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Jan Gerritsen
Skýjakljúfur sir Normans Fosters á Wilhelmínubryggju.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. DESEMBER 2001 15
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handrita-
sýning opin þri.–fös. 14–16. Tekið á
móti nemendahópum samkv. sam-
komulagi. www.am.hi.is. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is: Gjörninga-
klúbburinn. Til 6.1.
Gallerí Reykjavík: Benedikt F. Laf-
leur. Til 30. des.
Hallgrímskirkja: Þórður Hall. Til
20.2.
i8, Klapparstíg 33: Roni Horn. Til
12.1.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14–17.
Höggmyndagarðurinn er alltaf opinn.
Inngangur í hann frá Freyjugötu.
Listasafn Íslands: Verk úr eigu
safnsins. Til 15.1.
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar-
safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús:
Yfirlitssýning á verkum Errós. Til
1.1. Guðmundur R. Lúðvíksson. Til
20.1.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals-
staðir: Tékknesk glerlist. Til 13.1.
Austursalur: Myndir úr Kjarvals-
safni. Til 31.5.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Hús-
taka Meistara Jakobs. Til 31.1.
Norræna húsið: Veflistarmaðurinn
Anne-Mette Holm. Til 13.1.
Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og
Þorgerður Sigurðardóttir staðarlista-
menn. Til 31. des.
Slunkaríki, Ísafirði: Hlynur Halls-
son. Til 6.1.
Þjóðarbókhlaða: Bækur og myndir
35 erlendra höfunda. Til 17.2. Ævi og
störf Bjargar C. Þorláksson. Til 1.1.
Þjóðmenningarhúsið við Hverfis-
götu.: Landafundir og ragnarök.
Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista
yfir fyrirhugaðar og yfirstandandi
myndlistarsýningar í öllum helstu
sýningarsölum má finna á slóðinni
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Sunnudagur
Fríkirkjan í Reykjavík: Forntónlist í
Fríkirkjunni. Sigurður Halldórsson
sellóleikari og Gunnlaugur Torfi Stef-
ánsson kontrabassaleikari. Kl. 15.
Hallgrímskirkja: Jólaóratoría eftir
John Speight frumflutt. Flytjendur
eru einsöngvararnir Elín Ósk Ósk-
arsdóttir sópran, Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir alt, Garðar Thór Cortes
tenór og Benedikt Ingólfsson bassi.
Mótettukór Hallgrímskirkju og
Schola cantorum, kammerkór auk
Kammersveitar Hallgrímskirkju.
Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Kl.
17.
Mánudagur
Hallgrímskirkja: Hátíðarhljómar við
áramót. Trompetleikararnir Ásgeir
H. Steingrímsson og Eiríkur Örn
Pálsson og orgelleikarinn Hörður Ás-
kelsson. Kl. 17.
Föstudagur
Laugardalshöllin:
Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Vínartón-
leikar. Einsöngvari:
Gabriele Fontana.
Hljómsveitarstjóri:
Peter Guth. Kl.
19.30.
Salurinn, Kópa-
vogi: Kaldalóns-
kvöld. Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friðgeir
Valdimarsson og Jónas Ingimundar-
son. Kl. 20.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Cyrano, sun., fim., fös.
Syngjandi í rigningunni, lau. Vilji
Emmu, lau. Karíus og Baktus, lau.,
sun.
Borgarleikhúsið: Blíðfinnur, sun.
Með vífið í lúkunum, lau. Beðið eftir
Godot, fös. Píkusögur, lau.
Íslenska óperan: Leikur á borði, lau.,
sun., fös.
Leikfélag Akureyrar: Blessað barna-
lán, lau., sun.
Upplýsingar um listviðburði sem ósk-
að er eftir að birtar verði í þessum
dálki verða að hafa borist bréflega
eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið-
vikudögum merktar: Morgunblaðið,
menning/listir, Kringlunni 1, 103
Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang:
menning@mbl.is.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Peter Guth