Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. DESEMBER 2001 Morgunblaðið/Sverrir Erró opnaði yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu á Jónsmessu, en þar verður Errósafnið til húsa. Morgunblaðið/Þorkell Ashkenazy stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands í upphafi árs. Hilmar Oddsson Kvikmyndagerðarmaður Endurkoma Ashkenazys MENNINGARÁRIÐ 2001 verður ekki sérlega eftirminnilegt í mínum huga, enda bar það flest merki lognsins sem kom á eftir storminum, Menningarborgarárinu 2000. Þá gustaði hins vegar nokkuð hressilega um okkur. Eftir talsverða umhugsun er ég viss um að sá menningaratburður sem hafði mest áhrif á mig á árinu sem er að líða var endurkoma Ashk- enazys og glæsilegir tónleikar hans og Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í upphafi ársins. Reyndar skyggir sá atburður á alla aðra list- viðburði sem ég fékk notið á árinu. Tónlistin var aldeilis ekki af verri endanum; Mahler og Shost- akovich. Þetta var áhrifamikil stund sem hafði djúpa merkingu sátta og nýs upphafs. Hvað með leikhús, myndlist, bókmenntir og kvikmyndir? Jú, það er alltaf gaman í Nemenda- leikhúsi, Rauða myllan var dúndur, mér þótti mikið til föðurtorreks Erlends Sveinssonar koma, einhverjar myndlistarsýningar sá ég, nokkrar góðar, og einhverjar bækur las ég, sumar fínar. En ekkert jafnaðist á við kvöld- stundina í Háskólabíói 18. janúar 2001. MYNDLISTARRÝMIÐ hefur á árinu 2001 hald- ið áfram að vaxa bæði inn á við og út í samfélagið, yfir á svið annarra listgreina, jafnvel inn í heim fræða og vísinda. Það er spurning hvort mynd- listin sé að breytast í eitthvað annað. Eftir tíma- skeið nostalgíu og innhverfrar aldamótamunúðar vottar á nýjan leik fyrir pólitískri meðvitund í myndlistinni, sbr. sýningarhald yngri myndlist- armanna á árinu, m.a. í Gula húsinu, í Gallerí Hlemmi og Gallerí Skugga. Af einstökum mynd- listaruppákomum dettur mér fyrst í hug opnun Errósafns í Hafnarhúsinu á Jónsmessu. Af sýn- ingum einstakra myndlistarmanna gæti ég t.d. nefnt fallega sýningu Hildar Bjarnadóttur í Gall- erí Hlemmi og sýningu Finnboga Péturssonar í Feneyjum. Þá situr ýmislegt eftir frá útskrift- arsýningu listaspíranna í myndlistardeild Listaháskólans í vor, árvissu nokkurra daga karnivali. Af viðburðum í öðrum listgreinum hlýt ég sem áhugamanneskja um kvikmyndamenn- ingu og -fræðslu að fagna nýjungum í starfsemi Kvikmyndasafns Íslands á árinu, m.a. cinema- teki. Í spennandi skáldsagnaútgáfu vekur það at- hygli mína hversu mikið er um partíhöld og drykkju í verkum karlkynsrithöfunda, nokkuð sem virðist líka vera orðið eitt helsta leiðarminni íslenskra samtímakvikmynda. Ef ég mætti einhverju breyta í íslenskum menningarheimi, sem ég fæ sem betur fer ekki, þá myndi ég byrja á því að leggja niður Þjóð- menningarhús sem mér finnst eitthvert sérkenni- legasta fyrirbæri íslenskra fjárlaga og minnir raunar helst á uppvakning frá dögum Jónasar frá Hriflu. Þau hundruð milljóna sem við það myndu sparast myndi ég nota til að gefa þjóðinni aftur eitt sérstæðasta og frumlegasta safn sitt, sem hún hafði átt í 130 ár áður en því var lokað, þ.e.a.s. Þjóðminjasafnið. Pólitísk vitund og partíhöld Auður Ólafsdóttir Listfræðingur Hrafn Gunnlaugsson Kvikmyndagerðarmaður Scheving er „einmal“ SÁ ATBURÐUR er stendur anda mínum næst eftir árið er yfirlitssýningin á verkum Gunn- laugs Scheving í Listasafni Íslands – sýningin staðfestir að Scheving ber höfuð og herðar yfir alla myndlistarmenn okkar fyrr og síðar; sjó- stakkarnir heiðgulu, hákarlinn sem stingst ofan í myndflötinn, fuglinn sem er á leið út á vegg- inn, báturinn sem veltur út úr myndramm- anum, mjaltakonurnar sem eru orðnar hluti af landslaginu – þessi yrkisefni og úrvinnsla þeirra er „einmal“ og mun ekki eignast sinn lík- an – í túlkun sinni rís Scheving einn og sér, er í rauninni ofanrigningur í íslenskri menning- armold. Listasafnið stendur sig vel og eins var sýning Odd Nerdrum á Kjarvalsstöðum eft- irminnileg. Í tónlistinni er það Sigur-Rós, og Björk sem er engill og norn á víxl – ég vona að hún verði nú ærlega óþekk eftir hrífandi væmni. Ágúst Guðmundsson frumsýndi Mávahlátur, sína bestu mynd, annars var lítið að gerast í kvikmyndunum; áberandi ofvaxin rokkvídeó og hráar átakalausar myndleysur –það er eins og enginn hafi neitt áhugavert að segja, eða liggi eitthvað á hjarta – eru það skilaboð þeirrar kynslóðar sem var alin upp í bómull? Þarf að taka hlutverk Kvikmyndasjóðs til algerrar end- urskoðunar? Í leikhúsunum sat allt við það sama, þægilegt, vel gert, þokkalegt, ekki of bragðsterkt, án alls lífsháska, án þess að vekja eða hrista – í rauninni afskaplega indælt, en ekkert til að muna eftir öðru frekar. Af bókum hafa mér orðið hugleiknar bókin hans Sigfúsar Bjartmarssonar Sólskinsrútan er sein í kvöld – makalaus texti, skáldsagn Höf- undur Íslands, ljóðabókin Ljóðtímaleit og fyrir ÞAÐ ERU margar leiksýningar sem bjóðast okkur á hverju leikári hér í borginni. Íslenskt leikhús telur sig skyldugt til að hafa nánast eitt- hvað fyrir alla. Þótt ég hafi séð fjölda þessara sýninga hef ég ekki ennþá náð að sjá allt sem í boði er og er því ekki fær um að segja öðrum hvað hafi verið best á leikárinu. Og hvað er gott leikhús? Hvað er góð leiklist? Þeim spurningum verður hver og einn að svara fyrir sig eftir sín- um smekk og tilfinningu og það er ekki hægt að deila um smekk. Það vekur eftirtekt mína hve mikið bauðst af leiksýningum fyrir börn. Það er t.d. ánægjulegt að sjá Möguleikhúsið blómstra eins og gerst hefur á þessu leikári. Ég held að ég nefni hér örfáar leiksýningar sem koma uppí huga mér aftur og aftur. Og það ekki fyrir glamúr og glæsileik, heldur fyrir ein- lægni og heiðarleika sem þar réð ríkjum. Ekk- ert af þeim varð „gangstykki“ og hefðu áhorf- endur sannarlega mátt verða fleiri. Snemma árs var frumsýndur hjá LR einleik- urinn Kontrabassinn eftir þýska höfundinn P Süskind. Elllert Á. Ingimundarson fór þar á kostum – leikarinn, áhorfandinn og samband þeirra – leikhúsið í hnotskurn. Þá vil ég nefna leikritið Vilji Emmu eftir Dav- id Hare sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Beitt ádeiluverk sem vakti margar spurningar um líf- ið og listina, ekki síst hjá gamalli leikhúsrottu. Laufin í Toscana eftir Lars Norén í Þjóðleik- húsinu var firnagóð og skemmtileg leiksýning, vel leikin og valinn maður í hverju rúmi. Steindór Hjörleifsson Leikari Möguleikhúsið blómstrar Morgunblaðið/Þorkell Blíðfinnur eftir Þorvald Þorsteinsson var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. dóttur mína les ég Grannmeti og átvextir sem er snilldarverk. Dagskrá sjónvarpsins á RÚV hefur batnað í vetur; mikið af innlendu að- keyptu góðu efni, og framför í dagskrársetn- ingu og stjórn. Vonandi fer öll vinnsla úr húsi og RÚV verður útsendingarstofnun með sterkri ritstjórn, en hættir eigin framleiðslu að mestu. ASHKENAZY stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í upphafi ársins eftir margra ára hlé. Á þeirri stundu var eins og þess væri vænst að eitthvað gerðist. Og hvað gerðist? Frá upphafi til enda flæddu tónarnir, eins og heit bylgja um salinn, bornir fram af samstilltum hug flytjenda og stjórnanda, enda komst tónlistin til skila í sinni hreinustu mynd. Þetta gat gerst vegna þess að margra ára þrotlaust starf liggur að baki þessari einu kvöldstund. Það á sér rætur í þeim akri sem tónlistarskólarnir í landinu yrkja ásamt fjöldamörgum öðrum sem sífellt eru að leiða okkur um töfraveröld tón- anna. Enda þótt þessi atburður sé nefndur sér- staklega má oft finna augnablik sem næra sál- ina með eftirminnilegum hætti og það eru ekki endilega þeir viðburðir sem hæst er haft um eða flestir verða vitni að. Það gildir um allar listgreinar að þeirra verður ekki notið nema með dálítilli fyrirhöfn og opnum huga. Helgi Hafliðason Arkitekt Ashkenazy Morgunblaðið/Þorkell Bandaríski listamaðurinn John Baldessari sýndi í Hafnarhúsinu í vor. Lesbókin leitaði til tíu karla og kvenna til að gefa álit á menningarlífi landsmanna á árinu sem er að líða. Lagt var fyrir þátttakendur að nefna listamann/menn, verk eða atburð/i sem þeim þykir hafa staðið upp úr á árinu. Niðurstöðurnar eru birtar á opnunni ásamt myndum af nokkrum þeim listamönnum, verkum og atburðum sem nefndir voru.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.