Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. DESEMBER 2001 Á RIÐ 2001 sýndi fram á að „framtíðin er ekki það sem hún eitt sinn var“. Ferðin, sem Stanley heitinn Kubr- ick sendi manneskjuna í, frá upphafinu til okkar árs, í Ódysseifskviðu sinni var ekki án fyrirheits en henni lauk þar sem hún hófst. Í kvikmyndum ársins 2001 varð ekki eðlisbreyting frá kvikmyndum ársins 2000, 1999, 1949 eða 1929; viðfangsefnin eru í grunninn óbreytt. En merkja má nokkrar stigsbreytingar í meðferð viðfangsefnanna, ekki ár frá ári, heldur á nokkurra ára tímabili. Þær helgast annars vegar af breyttum tækni- möguleikum þess sem hægt er að sýna og hins vegar af breyttum samfélagsviðhorfum til þess sem má sýna. Allt er núna hægt að sýna í afþreyingarmyndinni, svokölluðu, ekki síst þeirri amerísku. Og því er það sýnt: Hausar skúrkanna splundrast og sindrast um tjaldið, líkamar eru teygðir og togaðir, umhverfi, menn og skepnur skapaðar úr gerviefnum tölvunnar, tilbúinn heimur verður til á filmu sem getur verið eins og okkar eða gjörólíkur okkar en lýtur lögmálum þess guðs kvik- myndanna sem brellumeistarinn er. Stafrænu tölvubrellutækninni eru engin takmörk sett. Í fyrsta sinn í kvikmyndasögunni er höfund- urinn almáttugur skapari: Hann getur blandað saman teiknuðu myndefni og lifandi leikurum og náttúrulegu umhverfi án þess að nokkur samskeyti greinist. Hann getur flutt löngu látna leikara úr gömlu myndefni, skipað þeim í nýtt myndefni við hlið þeirra sem nú starfa, látið lífs og liðna tala saman og ganga saman svo móðan mikla er upp numin á tjaldinu. Einu spurningarnar sem eftir standa eru siðferð- islegar og efnislegar: Í þágu hvers konar sögu er þetta allt sýnt? Oftar en ekki engrar. Tíma- mótin eru: Hringadróttinssaga. Allt má núna sýna í erótísku bíómyndinni, ekki síst þeirri frönsku. Nú, þegar tölvutæknibrellurnar hafa burt numið takmarkanir mannslíkamans, að stórum hluta í þágu ofbeldislýsinga, í þágu dauðans, hafa ríkjandi samfélagsviðhorf num- ið burt takmarkanir ritskoðunar, að stórum hluta í þágu kynlífslýsinga, í þágu lífsins. Allt okkar samfélag er auðvitað löðrandi í kynlífs- væðingu, allt frá fatatísku og tónlistar- myndböndum fyrir unglinga til vaxandi um- burðarlyndis gagnvart klámi fyrir fullorðna; það síðarnefnda virðist reyndar ekki ná til meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík. Frelsi kvikmyndahöfunda til að sýna kynlíf umbúða- og feimnislaust ef þeir svo kjósa er sem næst algjört. Frelsi fullorðinna áhorfenda til að sjá það, ef þeir svo kjósa, er þar með virt. Reistur limur nálgast opið skaut eða opið skaut nálg- ast reistan lim, munnmök, fullnæging: Allt þetta er nú sýnt í myndum gerðum af listræn- um metnaði, en auðvitað mismunandi getu, í almennum kvikmyndahúsum (Idioterne, Baise-moi, Romance X, A ma soeur! o.m.fl.). Einokun klámmynda á opinskáum kynlífslýs- ingum hefur verið aflétt. En, vel að merkja, bæði innrás tölvu- tæknibrellnanna og afnám ritskoðunar á kyn- lífslýsingum geta ekki komið í staðinn fyrir það, sem þær að sumu leyti hyggjast leysa af hólmi, þ.e. ímyndunarafl áhorfandans. Veldur hver á heldur. Allt er enn ekki sýnt á Íslandi af þeirri miklu fjölbreytni sem blómstrar í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Aftur og aftur og í síauknum þægindum getum við séð amerísku afþreyingarmyndina, sem reyndar stendur sjaldnast undir nafni. Meðal þeirra sem það gerðu á árinu voru The Others, The Gift, Meet the Parents, The Wonder Boys, Traffic, The Contender, A.I. og Shrek. En allt of sjaldan fáum við tækifæri til að sjá hina myndina, þá sem er ofurlítið öðruvísi, vel- ur öðruvísi efni og öðruvísi nálgun, og er ekki upprunnin í endurvinnslu Hollywoodveldisins. Þeim tækifærum sem við höfum haft hefur bæði fækkað og fjölgað á árinu, sem er að kveðja: Kvikmyndahátíð lifir enn, en hefur minna svigrúm, kvikmyndaklúbburinn Fil- mundur hefur heldur styrkst, sýningar Kvik- myndasafns Íslands í Bæjarbíói hafa bæst við, en einstökum tilþrifum í almennum kvik- myndahúsum hefur ekki fjölgað. En margar af skemmtilegustu og/eða eftirminnilegustu myndum ársins 2001 hafa ekki verið Holly- woodmyndir: Sú sænska Tillsammans, sú danska Italiensk for begyndere, þær bresku Billy Elliot og Sexy Beast, þær frönsku Amél- ie og Baise-moi, sú fjölþjóðlega Moulin Rouge, þær bandarísku Memento, The Man Who Wasn’t There, Requiem For a Dream og Storytelling, svo nokkur dæmi séu tekin. Allt er núna sýnt af íslenskum kvikmyndum, sem gerðar eru í landinu. Þær voru fleiri árið 2001 en virðast kann í fljótu bragði. Tvær frumsýningar af „hefðbundnu“ tagi segja ekki alla söguna – á hinni athyglisverðu en misjöfnu Villiljós, sem fimm leikstjórar af yngri kynslóð gerðu eftir handriti Huldars Breiðfjörð, og á mjög fram- bærilegri kvikmynd Ágústs Guðmundssonar eftir skáldsögunni Mávahlátri. Hin ódýra staf- ræna tökutækni veitir æ fleirum sem vilja gera bíómyndir færi á að gera það án þess að fara lóðrétt á hausinn (Lalli Johns, Gæsapartí, Í faðmi hafsins, Ham). Þessi breyting markar mjög trúlega tímamót í kvikmyndasögu okkar þótt þau séu tæplega um garð gengin. Á næstu mánuðum og árum munum við sjá betur hverju „stafræna byltingin“ mun í raun bylta. Hún gefur stóraukna möguleika; enn höfum við ekki séð að ráði hvernig þeir nýtast. Þá mun koma á daginn hvort framtíðin verð- ur áfram „ekki það sem hún eitt sinn var“ eða hvort „framtíðin er ekki ósvipuð samtíðinni, aðeins lengri“. Allt er hægt, allt er sýnt, en hvað er þetta allt? En, vel að merkja, hvorki innrás tölvutæknibrellnanna né afnám ritskoðunar á kyn- lífslýsingum geta komið í stað- inn fyrir það, sem þær að sumu leyti hyggjast leysa af hólmi, þ.e. ímyndunarafl áhorfandans. Veldur hver á heldur. verk“, en án þeirrar dirfsku hefði verið eftir litlu að slæðast á sýningunni sem heild. Það var sérstök ánægja að verða vitni að því hvernig íslenskur listamaður á þátt í því að víkka út og þróa sögu málverksins með þeim hætti sem Hreinn gerði þar. Framlag hans ber ljóslega vitni um hversu óljós mörkin á milli ólíkra listsviða eru orðin í samtímanum og nauðsyn þess að halda listrænni orðræðu á lofti án þess að henni sé sniðinn of þröngur stakkur ákveðinna aðferða eða tjáning- armiðla. Það er eftirtektarvert að frami Hreins á er- lendri grundu á undanförnum misserum – en hann vann t.d. einnig hin virtu Ars Fennica verðlaun á fyrra ári – er ekki síst tengdur þeim stuðningi sem hann hefur notið um ára- bil frá hollenska ríkinu, en stefna yfirvalda þar hefur verið sú að styðja markvisst þá listamenn sem fram úr skara til þátttöku í hinum alþjóðlega listheimi. Sú viðurkenning sem Hreini hefur hlotnast er að sjálfsögðu af- rakstur þeirrar stefnu. Sömuleiðis er vert að minnast opnunar Errósafns Listasafns Reykjavíkur, en Erró hefur alið allan sinn starfsaldur erlendis og sem slíkur verið verðugur fulltrúi íslenskra samtímalista á alþjóðavettvangi um langt skeið. Þótt list hans beri þess glöggt merki að hafa sprottið úr því þjóðfélagslega umróti sem átti sér stað á sjöunda og áttunda ára- tugnum er hún enn í dag veigamikill þáttur ákveðinnar listhreyfingar sem setti ótvírætt mark sitt á listræna orðræðu síðari hluta tutt- ugustu aldar í tengslum við þjóðfélags- umræðu. Erró hefur alla tíð verið mjög al- þjóðlegur í viðhorfum sínum og vali á viðfangsefnum og vonandi verður „heim- koma“ hans til þess að ítreka nauðsyn þess að íslenskum listamönnum sé í ríkari mæli gert kleift að vera hluti af hreyfiafli alþjóðlegra lista og móta þann umheim sem Ísland er að- ili að, ekki síður en aðrar þjóðir. Íslendingnum Ólafi Elíassyni hefur, eins og Erró á sínum tíma, tekist að hasla sér völl er- lendis með áhrifaríkum hætti að undanförnu, ekki síst á þessu ári. Enn sem komið er höf- um við þó ekki fengið að njóta stórrar sýn- ingar á verkum hans hér á landi og er það umhugsunarefni að íslensku listasöfnin skuli ekki enn hafa komið upp yfirlitssýningu á verkum hans eins og nú þegar hefur verið gert erlendis. Í samtali við Morgunblaðið nú í haust benti Ólafur á að velgengni sín hvað sýningartækifæri varðar væri ekki síst afar gott dæmi um framsækna markaðssetningu lista í hinum alþjóðlega listheimi, hvort held- ur sem sú markaðssetning á sér stað í gegn- um opinberar stofnanir eða einkagallerí – og sömuleiðis að við hér á landi þyrftum að læra að nýta okkur þann alþjóðlega grundvöll til að koma íslenskri listsköpun upp úr kreppu einangrunar. Af umsögn hans má ljóst vera að mikið þarf að breytast hér á landi til þess að þeir listamenn sem eitthvað kveður að fái tækifæri til að sýna sig og sanna utan land- steinanna. Þá er tæpast hægt að líta framhjá framlagi Íslendinga til alþjóðlegra samtímalista á Fen- eyjatvíæringnum sl. vor. Þar tók Finnbogi Pétursson þátt og var það mál manna að verk hans hefði fallið einstaklega vel inn í and- rúmsloft tvíæringsins og verið framlag sem Ísland var fullsæmt af. Framkvæmd þátttök- unnar var þó nokkuð umdeild og afhjúpaði vel veikleika íslensks myndlistarumhverfis sem löngu er tímabært að taka til endurskoðunar. Það væri athyglisvert að sjá hvað íslenskir myndlistarmenn eru færir um í alþjóðlegu samhengi ef fagmannlega væri staðið að upp- lýsingamiðlun og kynningu t.d. í gegnum samtímalistastofnun hér á landi. Stofnun af því tagi gæti mótað markvissa stefnu og hald- ið utan um alla þá þræði sem að sam- tímalistum lúta svo að því fjármagni sem til er að dreifa sé varið á sem áhrifaríkastan máta fyrir þá íslensku myndlistarmenn sem skara fram úr. Ef fjárstreymið til listanna á sér stað í gegnum slíka stofnun má auk þess gera ráð fyrir að það geti verkað hvetjandi bæði á listasöfnin hér á landi, sem og á einka- rekinn gallerírekstur, varðandi listræna dóm- greind, frumkvæði og hugvitssemi í sýning- arhaldi. Líta má til þess fordæmis sem við höfum úr tónlistarheiminum hvað Björk snertir. Staða hennar erlendis hefur beint sviðsljósinu að öðrum íslenskum tónlistarmönnum, virkað afar hvetjandi á tónlistarlífið hér og orðið til þess að greiða götu íslenskra tónlistarmanna utan landsteinanna. Hið sama gæti gerst í myndlistarheiminum ef góður íslenskur lista- maður fær þau tækifæri sem hann þarf til að koma sér áfram. Svo virðist sem sú jafn- aðarstefna sem myndlistarmenn hafa sjálfir rekið hér á landi um árabil hafi ekki skilað til- ætluðum árangri og ef til vill er kominn tími til að hverfa frá henni og láta óháða aðila velja markvisst þá fulltrúa sem möguleika eiga í víðara samhengi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Það væri athyglisvert að sjá hvað íslenskir myndlistarmenn eru færir um í alþjóðlegu samhengi ef fagmannlega væri staðið að upplýsingamiðlun og kynningu t.d. í gegnum samtímalistastofnun hér á landi.“ fbi@mbl.is ath@mbl.is K v i k m y n d i r Á r n i Þ ó r a r i n s s o n

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.