Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. DESEMBER 2001 9
Nýtt íslenskt leikrit, Englabörn eftir Hávar
Sigurjónsson, var í haust sýnt hjá Hafnarfjarð-
arleikhúsinu. Einstakt og magnað, grimmt og
djarft verk, án allrar tæpitungu. Leikarar hver
öðrum betri, sem og leikmynd. Vonandi heldur
Hávar áfram að skrifa fyrir þetta unga leikhús í
gamla frystihúsinu sem nú er að æfa sitt 14. ís-
lenska leikverk en öll hafa þau verið ný af nál-
inni, að því er ég best veit.
ÉG geri ekki annað en svekkja mig yfir
ódugnaði mínum að fara á tónleika og í leik-
hús, sjálfsagt er þetta einhver arfur frá þeim
árum þegar maður var svo skítblankur að svo-
leiðis fínheit komu ekki til greina, en eft-
irminnilegasti listviðburður ársins í mínum
huga eru tónleikar Megasar í Skálholti á
föstudaginn langa og diskurinn hans nýi er
flottur svo að hann hefur ekki látið sitt eftir
liggja á þessu ári. Þorfinnur Guðnason gladdi
marga með skemmtilegustu heimildarmynd
sem gerð hefur verið, myndinni um Lalla Jon-
es. Þáhreifst ég af leikritinu Já, hamingjan
eftir Kristján Þórð Hrafnsson og hann heldur
vonandi tryggð við leikhúsið því það vantar
svo sárlega góð íslensk leikskáld, enda eru
leikritaskrif ekki einfaldasta formið að eiga
við.
Þegar kemur að bókum er ég frekar á
heimavelli, les nokkurn veginn allt sem út
kemur af íslenskum skáldskap. Vigdís Gríms-
dóttir kemur sterk inn þetta árið en ég get þó
ekki stillt mig um að minnast á verk hennar
frá því í fyrra, Þögnina, sem hlýtur að teljast
einn hátindur hennar ferils, líklega sá fyrsti af
mörgum væntanlegum, og hefði átt skilið öll
heimsins verðlaun. Ég verð líka að lýsa yfir
ánægju minni með bók Auðar Jónsdóttur um
Tinnu trassa, Algjört frelsi. Það er kominn
tími til að við hættum að skrifa fyrir börn eins
og þau væru einhvers konar guðleg „imbesíl“
og förum að ræða við þau um alvöru hluti, líka
hina flóknu og hina háskalegu. Það gerir Auð-
ur í Algjöru frelsi, bravó fyrir því.
Guðrún Eva Mínervudóttir Rithöfundur
Megas, Vigdís o.fl.
SÚ sýning sem hafði mest áhrif á mig á árinu
var án efa sýning Hafnarfjarðarleikhússins á
Englabörnum eftir Hávar Sigurjónsson. Í verki
sínu gengur Hávar án nokkurra málamiðlana
beint að viðfangsefninu og sleppir öllu raunsæ-
islegu snakki. Efnið er tabú (þessa tíma og
fyrri), sifjaspell, misnotkun og saurgun á sak-
lausum sálum. Þetta eldfima og illumfjalla-
nlega efni fær í þessari sýningu umgjörð sem
þjónar því vel. Allir þættir sýningarinnar (leik-
stjórn, leikur, leikmynd-búningar, tónlist og
lýsing) ná að vinna það vel saman að úr verður
áhrifamikið heildstætt verk. Það sem meira er
og virðist því miður skipta æ minna máli í leik-
húsinu í dag er að sýning þessi verður ómet-
anlegt framlag til samfélagsins. Englabörn
verða spegilmynd samfélagsins sem er það sem
leikhúsið á fyrst og fremst að vera. Þau sparka
í okkur þar sem við slyttumst prúðbúin og af-
stöðulaus með hálfan markaðshyggjuhausinn
ofan í sandinum. Talandi um markaðshyggju
verður ekki eitthvað yfir höfuð að brenna á
leikhúsinu til að fólk vilji veita því athygli?
Þessar endalausu bollaleggingar um hvað fólk
vilji og vilji ekki sjá tek ég með fyrirvara. Ég
verð að segja að mér finnst mun forvitnilegra
að tala við manneskju sem hefur sjálf eitthvað
fram að færa frekar en að tala við þá sem sífellt
er að segja það sem hún heldur að ég vilji
heyra! Þrátt fyrir að sýningin gangi býsna
nærri manni er þegar upp er staðið þó birtan
og kærleikur þolendanna það sem situr hvað
Ása Hlín Svavarsdóttir Leikstjóri
Engar málamiðlanir!
sterkast eftir. Ég tek hatt minn og hárkollu of-
an fyrir Hávari Sigurjónssyni og Hafnarfjarð-
arleikhúsinu fyrir að sýna dirfsku, hugsjón og
heiðarleika með sýningunni Englabörnum.
Morgunblaðið/Ásdís
Einleikurinn Kontrabassinn eftir Patrick Süskind.
ÞEIR fræðimenn og listamenn sem skrifuðu,
léku og sungu um og fyrir börn á árinu 2001
eiga skilið mikið hrós. Það er ósköp eðlilegt að
athyglin beinist að börnum þegar fullorðnir
þykjast standa frammi fyrir einhvers konar
tímamótum eða aldahvörfum. Öll höfum við
verið börn og þegar við hugsum til bernsk-
unnar felst í því bæði uppgjör við fortíðina og
von eða vonleysi um framtíðina. En það er
mikill vandi að skrifa góðar bækur fyrir börn.
Nú vill svo vel til að æ fleiri framúrskarandi
bækur hafa verið skrifaðar fyrir börn á Íslandi
síðustu árin. Í fyrra var eins og augu manna
væru að opnast fyrir því. Það var afar
skemmtilegt málþing í Gerðubergi um barna-
bækur um vorið og um haustið var Norræna
húsið undirlagt af myndlist, tónlist og kvik-
myndum fyrir börn. Margræðar og heillandi
bækur Andra Snæs Magnasonar um Bláa
hnöttinn og Þorvalds Þorsteinssonar um Blíð-
finn voru leikgerðar á árinu, litlum og stórum
leikhúsgestum til mikillar gleði. Það er verið
að þýða íslenskar barnabækur út um allan
heim og við erum líka að flytja inn mjög gott
barnaefni. Í bíóum borgarinnar er núna verið
að sýna Harry Potter, Hringadróttinssaga er
á leiðinni og það veit mín trúa að þetta eru af-
skaplega góð tíðindi því að engin langtíma-
fjárfesting er skynsamlegri fyrir einstaklinga
og samfélag en sú að hlúa að börnunum.
Dagný Kristjánsdóttir Prófessor
Barnagaman
ÁRIÐ sem nú er senn liðið var um margt eft-
irminnilegt og á þar menningin án efa hvað
stærstan þátt. Þótt árið í fyrra bæri titilinn
menningarár geta flest ár á Íslandi borið það
heiti með reisn, eins fjölbreytt og menningarlíf
okkar litla lands er orðið. Þar skipta gæði meira
máli en magn og ekki þarf marga listviðburði til
að auðga líf manns og gleðja sálartetrið. Mér
eru ofarlega í huga tónleikar Carreras og
Diddúar í Laugardalshöll í haust. Þar fór Diddú
á kostum og átti ef til vill sinn glæsilegasta
söngsigur til þessa. Það er ekki ofsögum sagt að
mann sé farið að lengja eftir Tónlistarhúsinu,
því það er ekki síst þegar við fáum til okkar eins
frábæra listamenn og Carreras að þörfin fyrir
það ágæta hulduhús verður tilfinnanleg. Ég
hafði líka mjög gaman af tónleikum Philippes
Entremont í Háskólabíói þar sem hann lék og
stjórnaði Mozart af hjartans lyst. Það færist sí-
fellt í aukana að píanistar stjórni sjálfir frá
Söngsigur Diddúar
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Tónlistarmaður
hljóðfærinu og mér finnst það hæfa klassísku
tónlistinni sérlega vel. Á persónulegri nótum
minnist ég tónleika Lisu Graf sópransöngkonu
og Peter Bortfeldt píanóleikara, sem heimsóttu
okkur á Reykholtshátíð. Þau fluttu hrífandi og
mjög eftirminnilega efnisskrá á þann hátt sem
seint gleymist.
Morgunblaðið/Ásdís
Hákarlinn tekinn inn, 1965. Eftir Gunnlaug Scheving.
ÞEGAR litið er yfir árið sem er að líða virðist
fátt um fína drætti í myndlistinni.
Menningarborgarárið á bak og burt með sín-
um stóru númerum. Það sem gægist upp úr
ládeyðunni er að mínu mati þetta:
Bandaríski listamaðurinn John Baldessari í
Hafnarhúsinu, sýning af sömu stærðargráðu
með Gerhard Richter í Listasafni Íslands
hefði verið til fyrirmyndar. Yfirlitssýning á
verkum Kristjáns Guðmundssonar á Kjarvals-
stöðum var gott framtak. Karin Sanders í i8
var skemmtileg og verk Ragnars Kjart-
anssonar í kjallaranum á i8 eftirminnilegt.
Sömuleiðis „Stormur“ Magnúsar Sigurð-
arsonar í Galleríi Hlemmi. Málverkasýningin
Carnegie Art Award í Gerðarsafni var áhuga-
verð og einnig sýning á gömlum frönskum
ljósmyndum frá Íslandi í Hafnarborg. Fín
sýning Ráðhildar Ingadóttur og Tuma Magn-
ússonar í Ketilshúsinu á Akureyri. Menning-
armiðstöðin Skaftfell á Seyðisfirði er frábær-
lega vel heppnuð. Sýningin „Sjálfbær Þróun í
Nýlistasafninu“ sannaði að engin ástæða er til
að örvænta. Það virðist vera til nóg af metn-
aðarfullu myndlistarfólki.
Ósk Vilhjálmsdóttir Myndlistarmaður
Nóg af metnaðarfullu fólki
Megas lék í Skálholti á föstudaginn langa.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson voru sýnd í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Hermóður og Háðvör.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson