Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Side 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 B ÓKIN Nickle and Dimed: On (Not) Getting By in America (Grænn eyrir með gati: Að bjarga sér (ekki) í Bandaríkj- unum) kom út vestanhafs fyrr á árinu og hefur vakið tals- verða athygli. Höfundur henn- ar er Barbara Ehrenreich, vel þekkt blaðakona og pólitískur ummælandi, sem starfað hefur við greinaskrif hjá tímarit- um á borð við Time og The New Republic auk þess sem hún hefur gefið út fjölmargar bækur um samfélagsleg mál. Þeirra þekktust er Fear of Falling (1989) sem er eins konar sálgrein- ing á innra lífi millistéttarinnar í Bandaríkj- unum. Þar leitast Ehrenreich við að finna skýringu á breytingu í hugsunarhætti milli- stéttarinnar sem að hennar mati er greinileg og birtist í umskiptum frá frjálslyndi sjöunda áratugarins til ofuríhaldssemi þess níunda. Niðurstaða Ehrenreich er sú að hverfandi áhugi á félags- og velferðarmálum tengdist vaxandi ótta millistéttarinnar við skert kjör sjálfri sér til handa. Að geta ekki staðið í skil- um og tapa því sem áunnist hefur, falla niður um stétt. Grænan eyri með gati má því sjá sem rökrétt framhald þessarar umræðu þar sem höfundur beinir nú sjónum að þeim þjóð- félagshóp sem millistéttin í fyrri bókinni ótt- aðist svo mjög að heyra undir. Við undirbúning bókarinnar varði Ehren- reich tveimur árum ævi sinnar í dulargervi. Þetta gerði hún þó ekki í leynilegum erinda- gjörðum, hún var hvorki á mála hjá dularfullri ríkisstofnun né var hún að koma upp um glæpsamlegt athæfi einhverrar mafíufjöl- skyldunnar. Hún var að gera vettvangsrann- sókn á kjörum láglaunafólks í Bandaríkjun- um. Ehrenreich vildi grafast fyrir um raunverulegt hlutskipti hinnar einstæðu lág- tekjukonu og brá hún sér því í slíkt hlutverk um skeið. Hún ferðaðist um Bandaríkin, reyndi fyrir sér í ólíkum fylkjum en mark- miðin voru þau sömu hvert sem hún fór: Að fá vinnu og geta lifað á laununum. Lífsþæginda var ekki krafist, allt var skorið við nögl og Ehrenreich var reiðubúin að lifa við bágborn- ar aðstæður, aðeins var farið fram á þak yfir höfuðið og salt í grautinn. Láglaunalíf Þegar rannsóknarvinnan hófst setti Ehren- reich sér ýmsar reglur og kvaðir. Hún gat ekki hafnað atvinnutilboði. Ef hún gat valið varð hún að taka því starfi sem mest var upp úr að hafa. Hún mátti ekki styðjast við mennt- un sína eða fyrri starfsreynslu, en Ehrenreich hefur doktorsgráðu í líffræði auk þess að vera þekktur rithöfundur, því markmiðið var að finna vinnu sem ekki krafðist sérhæfingar. Hún varð að sætta sig við hvert það húsnæði sem bauðst, svo lengi sem það fullnægði lág- marks hreinlætis- og öryggiskröfum. Hins vegar leyfði hún sér dálitla forgjöf hvað aðra hluti varðaði. Hún lagði af stað með peninga fyrir húsaleigu fyrsta mánaðarins. Þá var hún líka alltaf á bíl en rekstur hans greiddist úr aukasjóði en ekki laununum sem hún þénaði. Hið síðarnefnda útskýrði hún á þann veg að bók um manneskju að bíða eftir strætó gæti reynst lesendum löng lesning. Eftir að hafa starfað sem gengilbeina í Flórída, þerna í Maine og starfsmaður í Wal- Mart-verslun í Minneapolis, komst Ehren- reich að því að jafnvel með því að vinna sjö daga vikunnar í tveimur störfum þar sem hún mátti þola margs konar niðurlægingu, gat hún vart framfleytt sér. Reikningsdæmið gekk bara aldrei upp, eða ef það gerði það þá mátti svo litlu muna að ljóst var að hún mætti aldrei veikjast, borða á almennilegum veitingastað eða kaupa sér föt annars staðar en á útsölu- mörkuðum o.s.frv. Á hverjum nýjum stað hafði hún byrjað á byrjuninni; með því að leita að húsnæði, fletta atvinnuauglýsingum og mæta síðan í viðtöl. Hún fær alltaf vinnu, get- ur á sumum stöðum jafnvel valið á milli lág- launastarfa. Staðreyndin er að eftirspurnin í Bandaríkjunum eftir starfsfólki í fjölmargar tegundir þjónustustarfa er meiri en framboð- ið. Þetta hefur þó ekki orðið til þess að launin hækki. Fyrirtækin, sem alltaf eru á höttunum eftir starfsfólki, reyna frekar að koma sér upp sem stærstum umsækjendalista sem hægt er að grípa til með litlum fyrirvara því starfsævi hvers og eins er jafnan afar stutt. Húsnæðisekla var hins vegar í öllum borg- unum þar sem Ehrenreich reyndi fyrir sér, og í ljós kemur að kostirnar sem bjóðast fólki sem ekki getur reitt fram tryggingu fyrir mánaðarleigu fyrirfram ($800–1000) eru bæði fáir og ókræsilegir, eða eins og hún segir á einum stað: „húsbílapakk („trailer trash“) var allt í einu orðin þjóðfélagsstétt fyrir ofan mig sem ég þráði að tilheyra.“ Lausnin reyndist oftar en ekki sú að gista á vegahótelum þar sem borgað var fyrir viku í senn. Heildar- kostnaðurinn á mánaðarvísu var vitanlega meiri en venjuleg húsaleiga, en munurinn var sá að hótelin kröfðust ekki fyrirframgreiðslu, og það gerði útslagið. Þá þarf rannsóknarblaðamaðurinn að þola stórfelldar breytingar í mataræði. Fram til þessa hafði Ehrenreich bæði haft frítíma og fjárráð til að rækta heilsuna. Sú var ekki raun- in meðan á láglaunalíferninu stóð. Ódýr skyndibitamatur var allt í einu orðinn normið, og heilsunni hrakaði verulega yfir þetta tveggja ára tímabil sem hún varði í efnisöflun. Ehrenreich leggur áherslu á að lýsa hvers- dagslegum hlutum sem þessum, og er það stór hluti af því sem gefur bókinni gildi því þetta er kannski það sem fáir hugsa út í þegar líf lág- launafólks eða fátækt ber á góma. Í þessu sambandi bendir hún líka á að offituvanda- málið í Bandaríkjunum stafar ekki aðeins af ofneyslu matvæla heldur líka af valþröng þeirra sem litla peninga hafa milli handanna og geta ekki leyft sér hollan (og dýran) mat. Sem er grátbroslegur öfugsnúningur alda- gamallar ímyndar. Ósýnileg fátækt Í bókinni gengur Ehrenreich til liðs við ósýnilega stétt fátækra Bandaríkjamanna. Það er verið að fjalla um fólk sem starfar við líkamlega erfiðsvinnu, fólk sem hvarvetna má sjá en er samt ekki endilega tekið eftir. Það þjónar til borðs, þrífur hótelherbergi og af- greiðir í verslunum. Fáir ímynda sér að ákveðið hlutfall þessa fólks sé heimilislaust, en sú er reyndin. Ehrenreich bendir á að fimmti hluti þeirra sem eru heimilislausir í Banda- ríkjunum hafa vinnu. Það sem þessi bók nefni- lega gerir er að greiða þeirri íhaldssömu hug- mynd náðarhögg að það sé aðeins fólk sem ekki nenni að vinna sem búi við fátækt. Að það væri hægt að leggja af hið félagslega örygg- isnet ef fólk bara hefði fyrir því að finna sér vinnu. Niðurstaða Ehrenreich er einmitt að lág- launafólkið sem hún gekk tímabundið til liðs við séu hinir sönnu velunnarar þjóðfélagsins. „Það vanrækir eigin börn svo börn annarra fái ummönnun, það býr við ókræsilegar aðstæður svo hús annarra séu skínandi falleg og full- komin, það líður skort svo vextir haldist lágir og hlutabréfaverð hátt.“ Ríkjandi þjóðfélagslegt og efnahagslegt umhverfi er það sem gerir bók Ehrenreich áhugaverða og mikilvæga. Umfjöllun fjöl- miðla, menningarmiðlara og stjórnmála- manna hefur færst frá skuldasöfnun Reagan- áranna og þeirri alheimsfátækt sem einkenndi níunda áratuginn yfir til hátíðlegrar upphafn- ingar á velmegun Clinton-áranna, mesta sam- fellda hagvaxtar í bandarískri eftirstríðssögu, að ógleymdum öllum auðæfunum sem áttu að finnast í hjáveruleika þekkingarrýmisins, og um stundarsakir urðu til á hlutabréfamörk- uðum víða um heim. Það sem Ehrenreich vill grennslast fyrir um í bók sinni er raunveru- leiki þeirra fjölmörgu sem aldrei áttu vefsetur eða keyptu hlut í heitu internet-fyrirtæki á forsölu. Og þetta gerir hún á hugvekjandi hátt, hún skrifar lifandi og skemmtilegan prósa, er mátulega háðsk á sjálfa sig og um- hverfið án þess þó nokkurn tíma að pólitískt bit bókarinnar sé öðruvísi en beitt. ÓSÝNILEG FÁTÆKT „Í bókinni gengur Ehrenreich til liðs við ósýnilega stétt fátækra Bandaríkjamanna.“ Barbara Ehrenreich E F T I R B J Ö R N Þ Ó R V I L H J Á L M S S O N Ehrenreich vildi grafast fyrir um raunverulegt hlut- skipti hinnar einstæðu lágtekjukonu og brá hún sér því í slíkt hlutverk um skeið. Hún ferðaðist um Bandaríkin, reyndi fyrir sér í ólíkum fylkjum en markmiðin voru þau sömu hvert sem hún fór: Að fá vinnu og geta lifað á laununum. Höfundur er bókmenntafræðingur. Í æviágripi Gísla Konráðssonar fjallar Jón Guðnason um aðgengi fólks að veraldlegum bókmenntum í gegnum aldirnar og segir með- al annars: „Þó að prentlistin flyttist til Íslands þegar á fyrri hluta 16. aldar, varð þróun í bókagerð meira en lítið hægfara hinar næstu aldir og að vísu fram undir lok 19. aldar. Megin hinna ís- lensku fornrita var almenningi hulinn fjár- sjóður, og jafnvel lærðir menn áttu ógreiðan aðgang að þeim, þar sem flest þeirra voru að- eins til sem handrit. Eina leiðin til þes að eignast þau var þá hin sama og fyrr á öldum: að fá gjörð eftirrit af þeim. Duglegir og glögg- ir skrifarar voru því í raun „bókaútgefendur“ þeirra tíma, þó að afköst þeirra væru hverf- andi lítil, móts við þá stóriðju í bókagjörð, er prentlistin megnar að skapa.“34 Jón hefur hér, eins og margir aðrir, komið auga á þá sérstæðu handritamenningu sem lifði með þjóðinni löngu eftir tilkomu prent- tækni Gutenbergs. Hins vegar virðist hann nokkuð vanmeta umfang þessarar bókaút- gáfu og þá dreifingu sem bókmenntir og sögu- legur fróðleikur fengu um þennan farveg, einkum á 18. og 19. öld. Íslenskri sagna- og kveðskaparmenningu er oft skipt í tvennt, annars vegar munnlega menningu og hins vegar bóklega, oftast prentaða. En allt fram á fyrstu áratugi 20. aldar var handritamenning við lýði hér á landi sem þriðja aflið i bókmenntum þjóðarinnar, e.k. millistig milli munnlegrar alþýðumenn- ingar og opinberrar prentmenningar. Þekk- ing á þessum heimi handritamenningarinnar er afar mikilvæg fyrir allan skilning okkar á menningarsögu síðari alda þar sem prentaðar bækur voru fáar og dýrar en handrit af ýmsu tagi voru til í miklu magni, einkum á síðari hluta 19. aldar. Heimildir: 1) Sighvatur Grímsson, „Æviágrip Sighvats Grímsson- ar Borgfirðings fram til 27. des. 1892 eftir sjálfan hann.“ Árbók Landsbókasafns Íslands 1964, bls. 95. Sighvatur var 52 ára gamall þegar hann skrifaði æviágripið en átti þá tæp 40 ár ólifuð. Handrit æviá- gripsins er varðveitt í handritadeild Landsbóka- safns Íslands-Háskólabókasafns, Lbs 3623 8vo. 2) Sighvatur Grímsson, „Æviágrip Sighvats Grímsson- ar Borgfirðings“, bls. 91–99. 3) Sighvatur Grímsson, „Æviágrip Sighvats Grímsson- ar Borgfirðings“, bls. 94. 4) Jón Torfason, „Formáli.“ Húnvetningasaga, bls. 3. 5) Gísli Konráðsson, Æfisaga Gísla Konráðssonar ens fróða skrásett af sjálfum honum (Reykjavík, 1911– 1914), bls. 24. 6) Loftur Guttormsson, „Fræðslumál.“ Upplýsingin á Íslandi. Tíu ritgerðir. Ritstjóri Ingi Sigurðsson (Reykjavík, 1990), bls. 166–167. 7) Gísli Konráðsson, Æfisaga Gísla Konráðssonar, bls. 27–28. 8) Gísli Konráðsson, Æfisaga Gísla Konráðssonar, bls. 28. 9) Jón Guðnason, „Gísli Konráðsson.“ Merkir Íslend- ingar. Nýr flokkur V (Reykjavík, 1966), bls. 102– 103. 10) Jón Guðnason, „Gísli Konráðsson“, bls. 102–103. 11) Kristmundur Bjarnason, „Alþýðufræðsla í Skaga- firði fram undir síðustu aldamót. Nokkrar athug- anir.“ Gefið og þegið. Afmælisrit til heiðurs Brodda Jóhannessyni sjötugum (Reykjavík, 1986), bls. 227. 12) Jón Torfason, „Formáli.“ Húnvetnigasaga, 1. bindi 1685–1786 (Reykjavík, 1998), bls. 4. 13) Jón Torfason, „Formáli.“ Húnvetnigasaga, bls. 4. 14) Sighvatur Grímsson, „Viðbætir“ Æfisaga Gísla Konráðssonar ens fróða skrásett af sjálfum honum (Reykjavík, 1911–1914), bls. 303–305. 15) Lúðvík Kristjánsson, Vestlendingar I, (Reykjavík, 1993) bls. 151. 16) Gísli Konráðsson, Æfisaga Gísla Konráðssonar, bls. 295–296. 17) Gísli Konráðsson, Æfisaga Gísla Konráðssonar, bls. 307–308. 18) Sighvatur Grímsson, „Æviágrip Sighvats Gríms- sonar Borgfirðings fram til 27. des. 1892 eftir sjálf- an hann.“ Árbók Landsbókasafns Íslands 1964, bls. 91–92. 19) Sighvatur Grímsson, „Æviágrip Sighvats Gríms- sonar Borgfirðings“, bls. 92. 20) Sighvatur Grímsson, „Æviágrip Sighvats Gríms- sonar Borgfirðings“, bls. 94. 21) Sighvatur Grímsson, „Æviágrip Sighvats Gríms- sonar Borgfirðings“, bls. 92. 22) Halldór Laxness, Ljós heimsins, (Reykjavík 1938), bls. 10–11. 23) Sjá Sigurður Gylfi Magnússon, „Magnús og mýt- an.“ Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins. Dagbók, sjálfsævisaga bréf og kvæði Magnúsar Hj. Magn- ússonar, skáldsins á Þröm (Reykjavík, 1999), bls. 79. 24) Sigurður Gylfi Magnússon, „Magnús og mýtan“ bls. 76–78. Þar fjallar Sigurður um samfélag fræði- manna á Vestfjörðum á síðasta fjórðungi 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. 25) Lbs 2374 4to – Dagbók Sighvats Grímssonar: 25. janúar 1863. 26) Lbs 2374 4to – Dagbók Sighvats Grímssonar: 11. febrúar 1863. 27) Sighvatur Grímsson, „Æviágrip Sighvats Gríms- sonar Borgfirðings“, bls. 92. 28) Lbs 2374 4to – Dagbók Sighvats Grímssonar: 9.–30. ágúst 1863. 29) Lbs 2374 4to – Dagbók Sighvats Grímssonar: 27. desember 1863. 30) Lbs 2374 4to – Dagbók Sighvats Grímssonar: 5. júlí 1864. 31) Sighvatur Grímsson, „Æviágrip Sighvats Gríms- sonar Borgfirðings“, bls. 96. 32) Finnur Sigmundsson, „Prestaævir Sighvats Borg- firðings mest lesna rit Landsbókasafnsins.“ Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 1997, bls. 136–138. 33) Ögmundur Helgason, „Handritasafn Landsbóka- safns 150 ára 1846–1995.“ Ritmennt. Ársrit Lands- bókasafns Íslands 2 (1997), bls. 19. 34) Jón Guðnason, „Gísli Konráðsson.“ Merkir Íslend- ingar. Nýr flokkur V (Reykjavík, 1966), bls. 100– 101. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.