Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 I. Þ EKKTASTA verk Samuels Beck- etts er leikritið Beðið eftir Godot. Þetta verk er samt sem áður ekki það leikrit sem hann var stolt- astur af, en það var leikritið Endatafl. Leikritin tvö reyndu þó ekki mest á þrek Becketts heldur skáldsagnaþríleikurinn Molloy, Mallone deyr og Hið ónefnanlega. Þeg- ar Beckett hafði lokið við fyrstu tvo hlutana af þríleiknum var svo af honum dregið að hann gat ekki haldið áfram. Þá hvíldi hann sig í nokkra mánuði með því að skrifa Beðið eftir Godot. Beckett/Godot Mikilvægi Becketts sem leikritaskálds má meta af orðum hins fræga breska leikstjóra Peters Brooks, en hann sagði í útvarpsviðtali á BBC árið 1978 að fjórir menn hefðu kunnað best að skrifa fyrir leiksvið: Grikkinn Æskílos, Bretinn Shakespeare, Rússinn Tsjekov og Ír- inn Beckett. Hver og einn þessara fjögurra snillinga skapar ný viðmið í leikritagerð. Snilld Becketts í Beðið eftir Godot felst í því að halda athygli áhorfandans þrátt fyrir að einkanlega sé verið að fjalla um bið, þögn og tómleika. Hugmyndin að Beðið eftir Godot kviknaði hjá Beckett þegar hann horfði á málverk hol- lenska málarans Bruegels Tveir menn og tungl. Leikritið er í tveimur þáttum og fjallar um það hvað menn eru háðir hvor/hver öðrum (simbios- is): Tveir gamlir flækingar, Vladimir (Didi) og Estragon (Gogo), bíða eftir Godot. Meðan þeir bíða eiga tveir menn leið hjá, Pozzo (húsbóndi) og Lucky (þræll). Í lok fyrri þáttar þegar gest- irnir eru farnir koma skilaboð frá Godot um að hann komi ekki þetta kvöldið. Tunglið þýtur upp á himininn og fyrsta þætti er lokið. Annar þáttur er svipaður, gerist annan dag (ekki endi- lega næsta dag) nema hvað í ljós kemur þegar gestirnir koma aftur í heimsókn að Pozzo er orðinn blindur og Lucky líklega mállaus. Skila- boðin koma aftur frá Godot um að hann komi ekki þetta kvöldið, tunglið geysist upp á him- ininn og Didi og Gogo eru einir. Af þessu má sjá að ekki gerist mikið í þessu verki enda varð gagnrýnandinn Vivian Mercier frægari fyrir orð sín í dómi um leikritið, að ekkert gerðist í verkinu tvisvar, heldur en fyrir ágæta bók sem hann skrifaði um verk Becketts. Margir hafa misskilið þessi orð Merciers og talið að hann hafi sagt þetta verkinu til hnjóðs. En svo var alls ekki, því snilld Becketts felst ekki síst í því að halda athygli áhorfenda vak- andi með karaktersköpun, samtölum, þögnum af ýmsum tegundum og aðferðum við að fylla upp í tómið. Didi og Gogo, eins og þeir kalla hvor annan, eru byggðir á trúðum þöglu kvikmyndanna og fyrstu talmyndanna. Allar fjórar helstu persón- ur verksins eru með kúluhatta í anda Chaplins; fyndni persónanna felst ekki í geiflum og grett- um heldur raunsæislegri framkomu í anda Busters Keatons og vinátta Vladimirs og Estragons er ekki átakalaus fremur en hjá Laurel og Hardy. Beckett/Beckett Höfundarferill Becketts er sérstæður að því leyti að hann var nokkuð lengi að finna sína eig- in frumlegu rödd: byrjaði sem kennari og fræði- maður, skrifaði meðal annars um myndlist og orti ljóð. Mörg af fyrstu skáldverkum hans voru ekki upp á marga fiska og fékkst hann ekki til að gefa þau út; síðar orðaði hann það svo að hann hefði „tjáð sig í blindni“. En þegar hann skrifaði sitt frægasta verk, Beðið eftir Godot, var frumleikinn svo mikill að það tók hann nokkur ár að vinna traust leikhúsfólks og koma því á svið. Beckett skrifaði leikritið á frönsku og valdi franska leikstjórann Roger Blin til að koma verkinu á svið, vegna þess að Beckett sá handbragð hans á verki eftir Strindberg sem var langt frá því að vera vinsælt. Þá sannfærð- ist Beckett um að þarna væri á ferð leikstjóri sem væri trúr höfundi verksins sem hann var að leikstýra en elti ekki uppi tískugrillur til þess að hlaða áhorfendum inn í leikhúsið. Blin fékk að velja á milli tveggja leikrita eftir Beckett til að setja upp: Eleuthéria og Beðið eftir Godot. Hann valdi Godot vegna þess að það var ódýrara í uppfærslu, aðeins fimm leik- arar og ódýr sviðsmynd: eitt tré og moldar- hrúga. Í Eleuthéria voru aftur á móti 20 persón- ur og tvískipt svið. Þetta verk hefur aldrei verið gefið út eða sett á svið og Beckett vildi ekki að það kæmi fyrir augu almennings. Samt sem áð- ur fargaði hann því ekki, svo verið getur að það sjái einhvern tíma dagsins ljós. Til eru fjórar útgáfur af Beðið eftir Godot. Sú fyrsta var handrit Becketts á frönsku, sem eig- inkona hans kom á framfæri við Roger Blin; Beckett sjálfur var of feiminn og óframfærinn til að tala fyrir verkum sínum. Önnur útgáfan var sú sem kom út á frönsku með styttingum Rogers Blin. Þriðja útgáfan var þýðing Beck- etts á ensku, sem er heldur styttri en sú franska. Fjórða útgáfan er svo leikstjórnarút- gáfa Becketts sjálfs frá árinu 1975 þegar hann setti Godot upp í Þýskalandi. Þessi útgáfa, með öllum uppfærslupælingum Becketts, er til á ensku en er afar dýr bók. II. Par/pör Beckett var fljótur að skrifa Godot, eða fjóra mánuði, frá október 1948 til janúar 1949. Hann hafði þá lokið tveim þriðju hlutum hins erfiða þríleiks síns og hvíldi sig smávegis áður en hann réðst í þriðja hlutann. Hið sama gerði Laxness þegar hann var leiður á honum Plús X sínum eða sögumanninum í skáldverkunum; þá sneri hann sér að leikritagerð. Godot kom þó ekki alskapaður til Becketts í þessari fjögurra mánaða „hvíld“. Hann var sem sé búinn að melta svipað efni vel og lengi og ekki síst í skáldsögunni Mercier og Camier, sem hann skrifaði á frönsku. Þar kemur í fyrsta sinn fyrir svipað par og Didi og Gogo. Síðar kallaði Beckett þetta par gervipar og vildi ekki gefa söguna út. Líklega hefði hann ekki gert það ef hann hefði ekki fengið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum en þá varð þrýstingurinn mikill á Beckett að draga fram eitthvað til útgáfu. Það tók Beckett síðan fjögur ár að þýða verkið á ensku, vegna þess að hann hafði svo lítinn áhuga á því. Mercier og Camier Beckett skrifaði Mercier og Camier árið 1946, þremur árum áður en hann samdi Beðið eftir Godot. Beckett var Íri sem skrifaði sín fyrstu verk á ensku, en Mercier og Camier er fyrsta skáldverkið sem hann samdi á frönsku. Frönskuna notaði hann til að meitla stíl sinn, og ef til vill til að komast sem lengst undan áhrif- um landa síns, snillingsins James Joyce, en Beckett var eitt sinn ritari hjá Joyce. Árið 1932, þegar hinn hálfblindi Joyce var að skrifa furðu- skáldsögu sína Finnegans Wake, bað hann rit- ara sinn (Beckett) að lesa fyrir sig upp úr verki eftir þýska heimspekinginn Fritz Mauthner (1849–1923), sem er lítt þekktur í enskumæl- andi löndum. Þessi spekingur var mikill gagn- rýnandi tungumálsins og segja má að gagnrýni BEÐIÐ EFTIR BECKETT: RÆTUR GODOT Morgunblaðið/Jim Smart Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson í hlutverkum Gogo og Didi í uppfærslu LR sem nú er sýnd í Borgarleikhúsinu. Morgunblaðið/Jim Smart Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason í Beðið eftir Godot. „Gagnrýnandi nokkur taldi sig hafa fundið veik- an blett á Beðið eftir Godot og bar sig upp við Beckett: Gagnrýnandi: Flæking- arnir tala svo fágað mál að halda mætti að þeir væru með doktorsgráður. Beckett: Hvernig veistu að þeir eru ekki með doktorsgráðu?“ E F T I R Á R N A B L A N D O N E I N A R S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.