Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 G RANNT skoðað er Kaup- mannahöfn í senn borg og hugtak sem leynist hinum megin við bæjar- lækinn að segja má, og æskilegt að þangað væri sérstök og hagkvæm loftbrú í ljósi fortíðarinn- ar. Fer væntanlega ekki fram hjá neinum sem óvilhallt rannsakar söguna hve skyldleiki okk- ar við Dani og aðrar norrænar þjóðir er mikill, og að allar hafi þær innbyrðis ávinning af að rækta þessi ættarbönd. Illu heilli er þó engu auðveldara fyrir pyngjuna að nálgast höfuð- borgir Norðurlanda en annarra stórborga í Evrópu og mætti verða Norðurlandaráði til umhugsunar, því norrænar þjóðir eiga menn- ingu sem er einsdæmi í heiminum og þeim ber skylda til að varðveita, rækta og halda fram. Þetta er í og með sett fram í ljósi frétta um að ódýr fargjöld í flugi skili mestum hagnaði nú um stundir. Menn vilja gleyma því að Margrét I Dana- drottning fékk Ísland á silfurbakka við stofnun Kalmarsambandsins, jafnframt að Danir ásældust hvorki landið sérstaklega á þeim tím- um né hernámu. Studdu okkur svo er fram liðu tímar með ólíkindum í baráttuunni fyrir sjálf- stæði og að sú þjóðlega vakning fór að drjúgu leyti fram í borginni við Eyrarsund. Þá er leit að þjóð sem í viðlíka mæli hefur skilað menn- ingarverðmætum aftur til upprunalandsins. Þótt ég kæmi til Kaupmannahafnar haustið 1950 og dveldi þar í tvo vetur samfellt, var það ekki fyrr en veturinn 1955 þá ég vann sjálfstætt á grafíkverkstæði listakademíunnar að ég fór að meta Dani að verðleikum, má vera eitt dæm- ið um miðstýrt og rangsnúið hugarfar ungra á þeim tímum. Er fram liðu stundir og í jöfnu hlutfalli við aukinn fróðleik sem síaðist inn í heilabúið, fór mér að þykja meira til um borg- ina og danska menningu um leið. Tel að svo komnu eitt mesta slys í allri sögu Íslendinga hvernig þeir klipptu á menningarböndin við lýðveldisstofnunina í stað þess að styrkja þau og efla, draga dám af aldalangri reynslu Dana á ótal sviðum sem voru okkur mikið til framandi, en grunnhyggnir oflátungar álitu sig geta byggt upp einir og óstuddir, hrist fram úr erm- inni, bara si sona. Að vísu hafði ég uppgötvað áður að hulinn strengur liggur milli Dana og Íslendinga, þó aldrei í slíku návígi og á grafíkverkstæðinu, og rann þá upp fyrir mér að hinn menningarsinn- aðri hluti þjóðarinnar lítur öðrum augum á Frónbúa en aðra útlendinga líkt og við stönd- um þeim feti nær, um leið sér á báti. Andrúmið á grafíkverkstæðinu var eitthvað í þá veru að væri þar ein fjölskylda, hún þó nokk- uð strjál. Þannig naut ég þess betur að vera Ís- lendingur en til að mynda Seppo Mattinen að vera finnskur sem var einhvern veginn fjarlæg- ara. Listamennirnir sem gengu út og inn í kjall- arann urðu góðkunningjar okkar, ekkert nema elskulegheit í því umhverfi. Allir voru reiðu- búnir til að aðstoða hver annan, eins og það væri dagskipan sem hefði komið fljótandi á fjöl eftir elfi fortíðar, og svona hafði þetta verið frá stofnun deildarinnar 1922. Var þar að verki málunarprófessorinn Aksel Jørgensen (1883– 1957), sem leiddi deildina til starfsloka sinna við Akademíuna 1953, þó enn þá tíður gestur til sinna fyrri nemenda í kjallaranum og var þá mikið skrafað. Merkilegt að þessi snjalli teikn- ari og mikli áhrifavaldur um framgang graf- ískra lista og teikningar í Danmörku var að mestu sjálflærður, nam einungis í eitt ár 1905– 06 í einkaskóla. Þangað komu og Svend Wiig Hansen, Erik Spjæt Cristensen, Jane Muus og Søren Hjort Nielsen. Rasmus Nellemann á staðnum og hafði þegar mótað sinn stíl, aldurs- forsetinn Reidar Magnus var sem límdur við verkstæðið og fagmaðurinn O. Permild, frá litógrafísku verkstæði Permild og Rosengreen var fljótur á vettvang þegar vandamál komu upp sem við réðum ekki við. Fleiri voru þar á ferli, en man í fljótu bragði einkum eftir þess- um. Þótt Spjæt sé einhverra hluta vegna ekki getið í uppsláttarbók um danska listamenn í eigu minni, var hann víðfrægur fyrir skreyt- ingar sínar í Tívolí, sem svo aftur höfðu áhrif á starfandi listamenn, innlenda sem erlenda. Naumast í þeim mæli áður en alla tíð síðan hefur mér verið ljóst að áhuginn á viðfangsefn- inu og því sem maður hefur milli handanna, þó einkum sjálf lífsmögn andrúmsins, eru afger- andi til úrslita í listaskólum. Hef alltaf saknað kjallarans eins og hann var á þeim árum, en því miður urðu hvörf við stækkun verkstæðisins og að lokað var fyrir að listamenn gætu leitað þangað. Andrúmið kalt og fráhrindandi er ég heimsótti verkstæðið um miðjan áttunda ára- tuginn, það þrefalt stærra og margfalt full- komnara en mannlaust nema hvað óvinsamleg- ur umsjónarmaður kom aðvífandi og rak hinn framandi gest á dyr! Fékk að sjálfsögðu tiltal fyrir seinna eftir að ég hafði sagt furðu lostnum listamönnum af uppákomunni. Søren Hjort Nielsen Það var ómetanlegt að hrærast í þessu gróna andrúmi og innan um þetta viðmótsþýða fólk, sem kom og fór, hafa þó alltaf næði til að sinna eigin hlutum. Einn þeirra sem iðulega stóð við hlið mér þegar ég var að teikna fyrirsætur beint á steininn og sóttist í raun eftir því, var Søren Hjort Nielsen, en sjálfur var hann með nál á lofti og rissaði beint á vaxborna zinkplötu. Jafnan með vindil í munnvikinu, og man ég glögglega hve illa það fór í mínar fínu taugar, enda tengdi ég vindlareykingar svo og bjór- drykkju einungis við upplyftingu frá dagsins önn. En sjálfur var hann ekkert nema ljúf- mennskan og hrósaði mér óspart fyrir vinnu- brögðin og átti svo frumkvæðið að því um vorið að mér var boðið að taka þátt í sýningu nor- ræna grafíksambandsins á Charlottenborg haustið 1956, sem var mikilvægur mílusteinn á mínum ferli. Mál er, að á síðasta ári voru 100 ár liðin frá fæðingu listamannsins og af því tilefni var sett upp viðamikil yfirlitssýning á verkum hans í sölum Listasafns Silkiborgar, sem er á leið að verða með merkilegustu söfnum í Danmörku með miklu úrvali af verkum Cobra-málaranna. Það er ekki einungis fyrir uppörvandi vin- samlegheit Hjort-Nielsens við mig að ég finn hjá mér þörf til að minnast hans, enda náðu kynni okkar aldrei út fyrir ramma verkstæð- isins, nema þegar fundum okkar bar saman á Íslandi löngu seinna. Mun frekar í ljósi þess, að hann var ráðinn prófessor við Akademíuna 1957, gegndi því starfi til 1971 auk þess að leiða grafíska skólann 1966–67 og 1973–74. Var vin- sæll lærimeistari og reyndist Íslendingum sem námu hjá honum afburða vel, ekki síður en til að mynda Kræsten Iversen (1886–1955) áður. Meðal þeirra sem nutu kennslu Hjorts Niel- Enghavegarðurinn 1942-44. Olía á léreft. Gallerí Grønlund. Að baki Enghavegarðsins 1943–47, olía á léreft. Listasafn Silkiborgar. Blár kjóll (málverk af Inger) 1947–48. AF DANSKRI ARFLEIFÐ Meðal þess sem var á dagskrá í síðustu utanlandsferð BRAGA ÁSGEIRSSONAR var að skoða minning- arsýningar tveggja danskra málara og grafíklista- manna sem skarað hafa líf hans og mun hann fjalla um þá báða sérstaklega. Um að ræða Søren Hjort Nielsen í Listasafni Silkiborgar og Victor Brockdorf í Verkamannasafninu í Kaupmannahöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.