Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn- ing opin þri.–fös. 14–16. Til 15.5. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Ljós- myndasýning Inger Helene Bóasson. Til 3.2. Hringur Jóhannesson og Magn- ús Óskar Magnússon. Til 20.1. Gallerí Skuggi: Ljósmyndasýning Orra Jónssonar. Klefinn: Ragna Her- mannsdóttir. Til 3.2. Gallerí Sævars Karls: Helga Kristrún Hjálmarsdóttir. Til 24.2. Gerðarsafn: Leirlistafélag Íslands: Tví- skipt. Til 3.2. Gerðuberg: Þýskar tískuljósmyndir, 1945–1995. Til 17.2. Hafnarborg: Inge Jensen.Til 11.2. Hallgrímskirkja: Þórður Hall. Til 20.2. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Verk úr eigu safns- ins. Til 15.1. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Bernd Koberling. Til 3.3. Guðmundur R. Lúð- víksson.Til 20.1. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Tékknesk glerlist. Til 13.1. Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Listhús Ófeigs: Hústaka Meistara Jak- obs. Til 31.1. Norræna húsið: Veflistarmaðurinn Anne-Mette Holm. Til 13.1. Slunkaríki, Ísafirði: Þorbjörg Þor- valdsdóttir. Til 27.1. Þjóðarbókhlaða: Eygló Harðardóttir. Til 9.2. Bækur og myndir 35 erlendra höfunda. Til 17.2. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Sunnudagur Hallgrímskirkja: Sænski organistinn Hans-Ola Ericsson. Kl. 17. Listasafn Íslands: Myrkir músíkdagar. Kammersveit Reykjavíkur og einleik- ararnir Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, Ragnhildur Heiland-Sörensen, víóla, og Thorleif Thedén, selló. Stjórn- andi Bernharður Wilkinson. Kl. 20. Salurinn: Kammerhópur Salarins. Tón- leikaspjall: Atli Heimir Sveinsson. Kl. 16.30. Mánudagur Salurinn: Hanna Dóra Sturludóttir, sópran, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó, og Jónas Ingimundarson, píanó. Kl. 20. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Kínversk þjóð- lagatónlist. Kl. 20. Miðvikudagur Salurinn: Einleiks- og kammerverk fyrir víólu. Jónína Hilmarsdóttir víóla, Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó og Ásgerður Júníusdóttir, söngur. Kl. 20. Ýmir: Myrkir músíkdagar. Klarínettu- tónleikar. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Einleikari: Bryndís Halla Gylfadóttir. Hlstj.: Alexander Anissimov. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigningunni, 12. jan. Cyrano, 13., 18. jan. Hver er hræddur við Virginiu Woolf? 16., 17. jan. Karíus og Baktus, 13. jan. Borgarleikhúsið: Fyrst er að fæðast, 17. jan. Fjandmaður fólksins, 13. jan. Blíðfinnur, 13. jan. Kristnihald undir jökli, 12. og 18. jan. Með vífið í lúkunum, 19. jan. Beðið eftir Godot, 12. og 18. jan. Píkusögur, 12. jan. Íslenska óperan: Leikur á borði, 12. og 18. jan. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Bryndís Halla Gylfadóttir sens vináttu og höfðingsskapar má nefna þá Al- freð Flóka, Tryggva Ólafsson og Eyjólf Ein- arsson. Þá búa Danir yfir sérstæðri og rótfastri menningararfleifð eins og mörgum mun kunn- ugt, samt fljótir til á alþjóðavettvangi, og báðir málararnir er hér koma við sögu gott dæmi um þann arf. Sýningin á Listasafninu í Silkiborg stóð yfir frá 29. september til 31. desember, en ekki reyndist unnt að gera henni skil í tíma sökum þrengsla í bókamánuðinum. Var mikil um sig og fjölþætt, í tilefni hennar gefin út vegleg sýn- ingarskrá/bók, sem þrír fyrrverandi nemendur og einn listsögufræðingur skrifa í. Þeir Kjeld Heltoft, Erik Hagens, Tryggvi Ólafsson og Jan Garff, forstöðumaður koparstungudeildar Rík- islistasafnsins. Gera þeir úttekt á hinum ýmsu hliðum á listamanninum og féll það í hlut Tryggva að skrifa um kennarann og lífsnautna- manninn, sem þræddi krár með nemendum sínum, þjóraði stundum með þeim heilu næt- urnar, fór svo í skólann í morgunsárinu og und- ir heita og kalda sturtu. Eftir að hafa snætt fituríkan árbít var honum svo ekkert að van- búnaði að sinna nemendum sínum! – Søren Hjort Nielsen fæddist í Svestrup en ólst upp í Kragelund norðvestur af Silkiborg, nam þar í tækniskóla þar til hann var tekinn inn á Akademíuna í Kaupmannahöfn 1921, og voru þeir Ejnar Nielsen og Axel Jörgensen lærimeistarar hans. Er mjög líklegt að þeir Gunnlaugur Scheving hafi verið samtíða hjá Jørgensen á tímabili, en af því fara litlar sögur. Hugur hinnar ungu listspíru hneigðist fljótt að grafík og í, fuglabúrinu, eins og deildin var köll- uð, útfærði hann sína fyrstu málmætingu. Til frásagnar að Hjort Nielsen var handhafi nem- endaskírteinis númer 1 (!) í þessari nýju deild skólans, sem átti eftir að hafa svo víðtæk áhrif á þróun grafík lista í Danmörku. Þaðan streymdu næstu áratugina margir af snjöllustu grafík listamönnum og teiknurum þjóðarinnar, sem meðal annars auðguðu dagblöðin af riss- um. Forsíður sérútgáfu þeirra um helgar af yndisþokkafullum skreytingum. Hjort Nielsen var sem sagt í rásmarkinu hvað þessa gæfulegu þróun snertir og þegar yf- ir lauk hafði hann gert yfir þúsund grafík- myndir, allt í senn þurrnálarteikningar, trérist- ur og steinþrykk auk ótölulegra fjölda málverka og rissa. Margar af þessum myndum sínu þrykkti hann í mjög fáum eintökum svo ekki var það hagnaðarvonin ein sem rak á eftir listamanninum. Áhrifin komu víða að, hann sótti bæði í táknsæið í anda Ejnars Nielsens og til myndefna hvunndagsins í anda Aksels Jörg- ensens, varð einnig fyrir áhrifum frá Edvard Munch og landa hans Ludvig Karsten, sem sótti mikið til Hafnar á þriðja áratugnum. Þeir urðu vinir og það kom í hlut Hjorts Nielsens að vígja Karsten inn í tækni steinþrykksins, kynna honum hina fjölþættu möguleika sem hún inniber. Á grafíkverkstæðinu var enn þá lítill steinn sem Karsten hafði teiknað á er mig bar að og gerðu menn stundum sér til íþróttar að þrykkja eitt og eitt eintak, að sjálfsögðu óá- ritað og ónúmerað, bauðst mér það en hafnaði því. Myndheimur Hjorts Nielsens var hvunndag- urinn og umhverfið hvar sem hann bar niður, enda af þeirri kynslóð listamanna sem jafnað- arlega voru með rissblokkina í nágrenninu. Þannig séð liggja rætur listamannsins djúpt í danskri listhefð eins og hún mótaðist á fyrstu tugum síðustu aldar og var henni trúr fram til hins síðasta. Á tímabili leitaði hann mikið í Fælleden, eins og almenningsgarðurinn á Austurbrú er nefndur, þar sem alkhólistar og útigangsfólk hélt til, og vék gjarnan að því ein- hverju mjúku undir tönn fyrir að fá að nota það sem myndefni. Einnig rissaði hann upp fólk í krám og í það heila var viðfangið öðru fremur maðurinn í umhverfi sínu. Samúðin með vinn- andi fólki og þeim sem höfðu orðið undir í lífinu gegnumgangandi. En svo var hann líka mjög upptekinn af dönsku landslagi, einkum undir það síðasta málunarháttur hans þá einfaldari. Margur er á því að í þeim fínlegu myndverkum hafi list Sørens Hjorts Nielsens risið hæst, kennslustörf sem tekið höfðu mikinn tíma hans að baki, jafnframt árin er hann var driffjöður ótal framnínga í því skyni að útbreiða og kynna listgrafík. Sjálfsmynd, steinþrykk 1929. Málarinn úti í guðs grænni náttúrunni, líkast til á fjórða áratugnum. Á góðri stund. Hinn ungi Robert Jacobsen heilsar upp á Hjort Nielsen við málaratrönurnar. Faðir myndhöggvarans var einn af velunnurum málarans! Vetrarlandslag, Tempelhús 1982, olía á léreft. Trjágöngin í Enghavegarðinum, án ártals, olía á léreft. Einkaeign.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.