Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.2002, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JANÚAR 2002 P ÉTUR Lúthersson á langan feril að baki sem húsgagnahönnuð- ur, en stólar og önnur húsgögn eftir Pétur hafa verið framleidd og seld á Íslandi, í Danmörku, Hollandi, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Á yfirlitssýn- ingunni „Stólar Péturs“ sem opnuð verður í dag í Ásmundarsal í Listasafni ASÍ við Freyjugötu og Hönnunarsafni Ís- lands við Garðatorg getur að líta u.þ.b. 50 stóla eftir Pétur frá árunum 1962 til 2002. Er þetta fyrsta yfirlitssýningin á verkum ís- lensks hönnuðar sem Hönnunarsafn Íslands stendur fyrir, en Brigitte Lúthersson annast uppsetningu hennar. Á sýningarhlutanum í Ásmundarsalnum er að finna yfirlit yfir feril Péturs, allt frá námsárunum, auk vinnuteikn- inga og líkana. Einnig eru sýndir þar nýir stólar eftir Pétur. Í sýningarsal Hönnunar- safnsins verða hins vegar sýndir eldri og nýrri stólar eftir Pétur framleiddir erlendis. Í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út vönduð skrá, þar sem er að finna inngang eft- ir Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Stefán Snæbjörnsson húsgagnahönnuð og ít- arlegt viðtal við Pétur um feril hans sem Að- alsteinn Ingólfsson listfræðingur hefur tekið. Í skránni er að finna fjölda ljósmynda af stól- um, módelum og teikningum. Fékk áhuga á hönnun í sveinsnáminu – Stólarnir sem sýndir eru spanna 40 ára tímabil. Verður það ekki að teljast nokkuð langur ferill? „Jú, það má segja það. Hins vegar spannar sýningin tímabilið allt frá námsárum mínum í Kaupmannahöfn og er elsti stóllinn því frá 1962. Þann stól hannaði ég meðan ég var í námi og tókst mér að finna eitt eintak af hon- um til að sýna. Þá er ýmislegt sýnt sem ég hef unnið í gegnum tíðina, en langflestir stól- arnir eru þó hannaðir á síðustu 10 til 15 ár- um,“ segir Pétur Lúthersson, í samtali við blaðamann fyrir sýninguna. Húsgagna- og innanhússarkitektúr nam Pétur við Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn á árunum 1961 til 1964, en áður hafði hann lokið sveinsprófi í húsagnasmíði í Reykjavík. Hann segist hafa fengið áhuga á hönnun er hann var í sveinsnáminu hjá Hjálmari Þorsteins- syni húsgagnasmiði. „Þar fór ég að sjá ný- tísku húsgögn, bæði í fagblöðum, á sýningum og á verkstæðinu hjá Hjálmari og þótti mikið til þeirra koma. Hér heima var danskættuð hönnun þeirra Sveins Kjarvals, Gunnars H. Guðmundssonar og Halldórs Hjálmarssonar mest áberandi, en hinir tveir síðastnefndu höfðu verið í læri hjá Hjálmari. Ég vann nokkuð að því að smíða húsgögnin sem þessir hönnuðir voru að skapa. Því má kannski segja að verkstæðið hans Hjálmars hafi verið sá vettvangur þar sem ég kynntist og fékk áhuga á nútímahönnum. Í námi og starfi í Kaupmannahöfn veittist mér síðan svigrúm til að fylgjast með því sem var að gerast í norrænni hönnun. Danir höfðu þegar skipað sér í fremstu röð með sína hönnun, og Finnar voru á góðri leið með að verða stórveldi á sviðinu.“ Aðstæður allt aðrar á Íslandi Eftir námið starfaði Pétur við hönnun inn- réttinga og húsgagna á teiknistofum í Kaup- mannahöfn og Reykjavík, en árið 1974 kom hann á fót eigin teiknistofu. Pétur segist hafa komið heim eftir námið uppfullur af áhuga á að byggja upp húsgagnahönnun hér á landi, en komst fljótt að því að hér voru allt aðrar aðstæður en í Danmörku. „Það var hálfgerð kreppa í landinu, verðbólgan var mikil, geng- isfellingar daglegt brauð og var nokkurt áfall að kynnast því eftir að hafa starfað í Dan- mörku þar sem efnhagur var mun stöðugri. Skilningur á gildi hönnunar var jafnframt lít- ill, og í húsgagnaiðnaðinum var staðan sú að 70% verndartollur var á erlendum húsgögn- um. Hér voru því viðhöfð mjög ófagleg vinnu- brögð og mikið framleitt af eftirlíkingum. Fyrirtæki á borð við Gamla Kompaníið, sem ég starfaði mikið með, heyrði þó til und- antekninga hvað metnað og fagmennsku varðar.“ Pétur teiknaði Tabella-stofnana- og skrif- stofuhúsgögn í samstarfi sínu við Gamla Kompaníið og voru þau seld mjög víða hér á landi. Í kjölfarið fór Pétur að einbeita sér að húsgagnahönnun og árið 1980 hannaði hann fjölnota stálstól, Stacco, fyrir Húsagnagerð Steinars Jóhannssonar. Stóllinn var sýndur víða erlendis og hóf Pétur samstarf við danska framleiðandann Labofa A/S, en síðan hafa selst yfir 200.000 eintök af stólnum um allan heim. „Stóllinn var hannaður með þæg- indi og fágun í huga, en einnig að auðvelt væri að stafla honum til geymslu. Við stólinn voru jafnframt teiknuð borð með borðfótum sem hægt er að losa með einföldum hætti, við sitjum reyndar við eitt slíkt,“ bætir Pétur við og brosir meðan blaðamaður grandskoðar fætur borðisns sem við sitjum við í viðtals- herbergi Morgunblaðsins. Á síðustu áratugum hefur Pétur unnið að því að koma hönnun sinni á framfæri erlend- is, og hefur m.a. hannað stóla og húsgögn fyr- ir þýsku fyrirtækin Heinrich Brune og Ros- enthal Einrichtung sem er dótturfyrirtæki postulínsrisans Rosenthal. Fyrir þá hannaði Pétur Teso-stólinn, sem hlaut hönnunarvið- urkenninguna Rauða punktinn árið 1991. Auk þess hefur Pétur stafað fyrir fyrirtæki á Ítal- íu, í Hollandi og á Englandi. Hér heima hefur Pétur unnið náið með Stáliðjunni og Sóló- húsgögnum í stólahönnun sinni, en Penninn og Epal annast sölu þeirra, ásamt Sólóhús- gögnum. Um þessar mundir er Pétur í sam- starfi við bandarískt húsgagnafyrirtæki, sem undirbýr markaðssetningu útihúsgagna úr áli, sem kennd verða við Orion-línuna. „Um er að ræða ört vaxandi fyrirtæki sem er í sam- skiptum við húsgagnaframleiðanda í Kína. Heimsmarkaðurinn hefur þróast mikið í þá átt að fyrirtæki í Vestur-Evrópu og Banda- ríkjunum láta framleiða vöruna í Kína og víð- ar þar sem framleiðslan kostar minna. Svona ganga hlutirnir fyrir sig, þó svo að auðvitað sé þetta vafasöm þróun.“ Möguleikarnir eru miklir Pétur segir að þrátt fyrir þá velgengni sem hann hafi átt að fagna í sínu starfi sé langt frá því auðsótt að starfa við húsgagnahönnun hér á landi. „Það verður enginn ríkur af hús- gagnahönnun á Íslandi, en þó er hægt að skrimta með því að leita inn á hinn harða al- þjóðlega samkeppnismarkað. Aðstæður hér heima til húsgagnaframleiðslu einkennast engu að síður af óvissu. Markaðsmálin hafa lítið breyst, og efnhagsaðstæður eru of sveiflukenndar. Möguleikarnir eru hins vegar miklir fyrir Íslendinga á að markaðssetja hönnun í tengslum við þá hreinleika- og gæðaímynd sem við höfum leitast við að skapa okkur út á við. Þá höfum við látið tæki- færi fram hjá okkur fara til að tengja okkur norrænni hönnun, sem nýtur mikillar virð- ingar. Við eigum hins vegar mikið af hæfi- leikafólki á sviði hönnunar, en nýlega var stofnuð hönnunardeild við Listaháskólann. Það þarf því líklega eitthvert dugnaðarfólk til þess að koma af stað sterkum bakhjarli fyrir íslenska húsgagnahönnun sem gæti aukið úr- val vel hannaðra húsgagna hér á landi, en einnig átt möguleika til útþenslu er- lendis. En almennur skilningur á gildi hönnunar og aukin virðing fyrir mögu- leikum á því sviði er einnig mikilvæg breyting sem vonandi á eftir að eiga sér stað, og tel ég að til- koma Hönnunarsafnsins hljóti að vera þarft skref í þá átt. Annað mikilvægt atriði, sem fáir huga að, er jafnframt sú takmarkaða virðing sem borin er fyrir handverki og iðnum á Íslandi. Hér þykir ekki merki- legt að sækja sér iðnmenntun, ólíkt því sem gengur og gerist t.d. á Norðurlöndum og í Þýskalandi þar sem færir iðn- aðarmenn njóta mikillar virðingar í samfélaginu. Þetta hlýtur af hafa slæm áhrif á gæði handverks í landinu, sem er auðvitað grundvallarþáttur í framleiðslu sérhannaðra húsgagna og annarrar hönnunar,“ segir Pétur að lokum. Sýningin Stólar Péturs stendur til 12. febrúar í Listasafni ASÍ en til 29. jan- úar í Hönnunarsafni Íslands. STÓLA- HÖNNUN Í FJÖRUTÍU ÁR Á vegum Hönnunarsafns Íslands verður opnuð í dag yfirlitssýning á verkum Péturs B. Lútherssonar hús- gagnahönnuðar og spannar sýningin 40 ára feril hans í stólahönnun. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við Pétur af því tilefni. Fjölnotastóllinn STACCO. Framleiðandi: Penninn hf. Hönnunarár 1980. Skrifstofustóll. Mynd af líkani. Hönnunarár 1992. Kaffistofustóllinn PUNTA – 2583. Framleiðandi: Heinrich Brune GmbH + Co. Hönn- unarár 1986. Hægindastóll, frumgerð. Tillaga í húsgagnasamkeppni 1988. Smíði: E.E. Húsgögn. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.