Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002 NÝJASTA hefti breska bók- menntablaðsins Times Literary Supplement er helgað fé- lagsfræðum og er þar m.a. fjallað um athyglisvert fræðirit er nefnist Savage Girls and Wild Boys: A History of Feral Childr- en (Villtar stúlkur og drengir: Saga villtra barna) eftir fé- lagsfræðinginn Michael Newton. Þar fjallar höfundurinn um þekkt tilfelli vanræktra barna, sem vaxið hafa úr grasi ein- angruð frá mannlegu samfélagi, jafnvel notið verndar og sam- neytis við dýr. Meðal þeirra þekktu dæma sem Newton fjallar um er tilfelli tvíburasystr- anna Kamala og Amala sem voru taldar hafa alist upp meðal úlfa á Indlandi á þriðja áratug 20. ald- ar, saga stúlku að nafni Genie er lokuð var inni í sama herberginu sína barnæsku í New York borg, tilfelli drengs er óx úr grasi í hænsnakofa á Norður-Írlandi og annars drengs er fannst í sam- neyti við villihunda í Moskvu. Í bókinni fjallar höfundur um sögu og afdrif þessara barna út frá félagsfræðilegu sjónarhorni, um leið og hann veltir upp spurningum um mannlegt eðli og hugmyndir um hið villta og siðmenningu. Rekur hann m.a. birtingarmynd hugmyndarinnar um villt börn í bókmenntum og kvikmyndum, sem rekja má allt aftur til goðsagna af Móses, Ödipusi og úlfabörnunum Rem- usi og Rómúlusi. Póstmódernískir grísir Endursköpun bandaríska höf- undarins David Wiesner á sög- unni um grísina þrjá og stóra vonda úlfinn hlaut í vikunni ein helstu barnabókaverðlaun Bandaríkjanna, Caldecott Med- al, árið 2002. Höfundurinn, sem áður hefur hlotið verðlaun fyrir bækur sínar, bæði skrifaði og myndskreytti bókina sem nefnist einfaldlega The Three Little Pigs (Grísirnir þrír). Í frásögn Wiesners gera grísirnir sér grein fyrir þeirri óröklegu stöðu sem þeir eru í og flýja út úr sög- unni inn í barnagælur og æv- intýri. Caldecott verðlaunin eru veitt af sjálfstætt starfandi nefndum bókasafnsfræðinga, sem veita jafnframt Newberry-verðlaunin, sem féllu nú í skaut höfundarins Lindu Sue Park fyrir bókina A Single Shard (Pottur brotinn). Sagan gerist í Kóreu á 12. öld og segir frá munaðarleysingja sem býr undir brú og kemst í kynni við leirlistamenn. Í bókum sínum hefur höfundurinn skrifað sögur af börnum í Kóreu fyrr á öldum. List og líftækni Í bókinni Information Arts: Intersections of Art, Science and Technology (List og upplýs- ingatækni: Skörun lista, vísinda og tækni) sem út kom á dög- unum fjallar Stephen Wilson um samtímalist sem beint hefur sjónum að tækniþróun samtím- ans. Þannig hafa breytingar í upplýsinga- og líftækni haft áhrif á listmiðlun sem slíka, jafn- framt því sem fjölmargir lista- menn hafa leitast við að benda á hvernig framfarir í líftækni eru að breyta þeim veruleika sem manneskjan hefur skynjað sem algildan. Stephen Wilson er sjálfur listamaður og rithöfundur sem kannað hefur ofangreind við- fangsefni í skrifum sínum og list- iðkun. Í bókinni leitast hann hins vegar við að gefa yfirlit yfir þá lista- og fræðimenn sem látið hafa til sín taka á sviðinu, jafn- framt því sem gerð er grein fyrir rannsóknum og þekkingu á svið- inu. ERLENDAR BÆKUR Yfirgefnu börnin I Íslensk bókmenntaumræða er að vissu leytivanþróuð. Upphrópanastíllinn sem einkennir ritdóma og aðrar umsagnir um bókmenntir í fjölmiðlum er kannski ekki séríslenskt fyrirbrigði en er sannarlega dæmi um fremur efnislitla um- ræðu. Markmið gagnrýni sem leiðbeining fyrir lesendur og samræða við verkin sem til umfjöll- unar eru fara fyrir lítið í slíkum skrifum. Tíma- leysi gagnrýnenda er iðulega kennt um en þegar palladómar heyrast einnig um eldri verk, svo sem eins og í ólíkindalegri umræðu sem nú á sér stað um Halldór Laxness, þá er augljóst að eðli umræðunnar stafar af dýpri orsökum. II Í grein í Lesbók í dag um viðtökur Krist-manns Guðmundssonar rifjar Gunnar Stef- ánsson upp nokkra ritdóma frá miðri síðustu öld. Þar fjalla þekkt skáld um bækur Krist- manns, sum á vandaðan hátt en önnur svo óréttlátlega að það er einkennilegt að slík skrif um bókmenntir skuli hafa fengist birt. En burt séð frá palladómunum þá eiga þessir hálfrar aldar gömlu skrif annað sameiginlegt með um- IV Ástæðan fyrir því að gagnrýnendur fjallafrekar um (fremur óljóst) „bókmenntalegt gildi“ verka en eðli þeirra kann að vera tíma- skorturinn margnefndi. Það getur sannarlega verið erfitt að greina form verks og gerð, sam- hengi þess og ætlun, kannski ekki síst nú um stundir þegar hinar ólíkustu greinar bókmennt- anna skarast mjög og erfitt er að festa hendur á meginstraumum. En afleiðingin getur stundum verið ruglingsleg og villandi umræða fyrir les- endur. Stundum einnig skondin því talað er í kross um sama hlutinn. V Taka má undir það með Gunnari Stef-ánssyni að engin ástæða sé til þess lengur að fjalla um Kristmann í sama upphrópanastíl og gert hefur verið síðastliðna áratugi. Það væri hnýsilegt að sjá verk hans lesin út frá einhverju öðru sjónarhorni en því þrönga bókmenntalega gildismati sem hingað til hefur verið lagt á bæk- ur hans. fjöllun um bækur nú um stundir. Í þeim er ekki gerð nein tilraun til þess að dæma bækur Krist- manns á forsendum þeirrar bókmenntagreinar eða -tegundar („genre“) sem þær tilheyra. Krist- mann er raunar sagður „reyfarahöfundur“ en í niðrandi tón. Og eins og Gunnar bendir á í grein sinni er Kristmann enn lesin á sama hátt, bækur hans eru „sjoppubókmenntir“ líkt og einn gagnrýnandi orðaði það nýlega. III Að þessu leyti hefur lítið breyst í íslenskribókmenntaumfjöllun síðustu fimmtíu ár. Enn er fjallað um bókmenntir af ýmsu tagi án tillits til forms þeirra og gerðar. Íslenskir gagn- rýnendur virðast uppteknari af því að leggja hið svokallaða bókmenntalega mat á verk en að kanna hvers konar bókmenntir þeir eru að lesa. Það má hins vegar ljóst vera að til þess að geta lagt mat á verk þarf fyrst að gera sér grein fyrir því hvernig verk er verið að meta. Þegar það er á reiki hjá gagnrýnanda er mat hans síður marktækt. NEÐANMÁLS níunda áratugnum, hann hefur líka gert út á eighties-Herbertinn, enda eftirspurnin mikil. Í huga margra er hann áratugurinn holdi klædd- ur. Þegar fjölmargir Íslendingar heyra hljóðgervla-intróið í „Can’t Walk Away“ og directions- rections-rections-rections berg- málar í viðlaginu hríslast um þá eighties-gjólan sjálf. [...] Herbert getur ekki annað en verið ánægður með stöðu sína. „Það hefur verið sagt um mig að ég sé alltaf með vindinn í fangið. Ég söng t.d. á ensku og margir kvörtuðu og skömmuðust yfir því en mér fannst best að syngja á ensku. Ég hef bara alltaf haldið ótrauður áfram og það hefur verið drjúgt að gera hjá mér síðustu ár- in.“ Netið er fullt af heimasíðum um „Hebba“, það eru til nokkrir HG- klúbbar og Herbert kemur ósjald- an fram á árshátíðum og í afmæl- um. „Ég er í símaskránni og fólk hringir bara. Ég þarf ekki lengur að koma mér mikið sjálfur á fram- færi,“ segir hann og heldur áfram að hengja upp [veggspjöld um nýju plötuna sína]. Dr. Gunni, Mannlífi. ÞAÐ hefur löngum þótt fínt að um- gangast menningarvita, hvað þá að teljast til þeirra. Reykjavíkur Akademían er samfélag menning- arvita okkar kynslóðar og á að virkja þá til samstarfs, skapa þeim starfsaðstöðu og ný tækifæri til rannsókna. Sagt er að hópurinn haldi vel saman og að þarna sé kynjaskipting nokkuð jöfn. Ef þið haldið að það sé erfitt að komast inn í hinar klíkurnar, þá er það ekkert miðað við Akademíuna. Það myndi ekki nægja mér að þekkja rétta fólkið, hafa „deitað“ kynþokkafyllstu karlmenn landsins, verið með sjónvarpsþátt eða vera af réttum ættum. Það er nefnilega framkvæmdastjóri Akademíunnar sem hefur vald til að velja inn fé- lagana en þeir eru um 150 talsins. Þetta eru engir asnar, eins og segir sig sjálft. Margir hafa lokið lang- skólanámi við innlendar og erlend- ar háskólastofnanir og starfa að eigin vísindarannsóknum. Hér dugar engin skitin B.A. gráða til. Sólveig Kr. Bergmann, Mannlífi. Níundi áratugurinn holdi klæddur Herbert Guðmundsson hefur ekki bara gengist við sjálfum sér á Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tvíhöfði! SAMFÉLAG MENNINGARVITA SÍÐASTLIÐINN miðvikudag birtistfrétt af framboðsmálum Ingu JónuÞórðardóttur á sömu opnu í Frétta-blaðinu og auglýsing frá „Ráðherra- skipaðri nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórn- málum“. Á auglýsingarmyndinni situr módel fyrir framan skólatöflu sem á hafa verið skrif- aðar stærðfræðijöfnur. Hún horfir dreymandi fram á veginn og til hliðar við myndina er þessi texti: „Hún var ekki kjörin af því að hún er kona Š.“ Ég var ekki fyrr búinn að bölva karlinum sem fékk stærðfræðikennarastöðuna en ég rak augun í smáa letrið og sá að hér var á ferðinni auglýsing þar sem konur eru hvatt- ar til að taka virkan þátt í stjórnmálum í nafni þekkingar sinnar. Niðurstaða auglýsingarinn- ar er þessi: „Ef þú kýst ekki fulltrúa þinn kýs einhver annar fulltrúa sinn sem fulltrúa þinn.“ Hinum megin á opnunni blasir raunveruleik- inn við. Inga Jóna, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, er hætt við að bjóða sig fram og tel- ur Björn Bjarnason hæfastan til að leiða flokk- inn til sigurs í kosningunum nú í vor. Inga Jóna óttast að átökin sem fylgi í kjölfar leið- togaprófkjörs geti skaðað flokkinn. Og nú sem ég skrifa þetta hefur Eyþór Arnalds líka dregið sig í hlé. Ekki veit ég hvort Eyþór tekur þessa ákvörðun af virðingu við Björn eða af ótta við að framboð sitt geti einnig klofið flokkinn í tvennt. Sjálfstæðismenn hafa flestir lofað Ingu Jónu fyrir stjórnvisku, hugrekki og flokks- hollustu. Nú vaknar sú spurning hvort hátt- virtur menntamálaráðherra hafi staðið sig jafn vel. Í tæpt ár hafa íslenskir fjölmiðla- menn hvað eftir annað reynt að fá upp úr Birni Bjarnasyni hvort hann ætli í borg- arpólitíkina. Ítrekað hefur hann neitað að svara og þó hefði hann svo auðveldlega getað kæft niður allar sögusagnir meðan hann var að hugsa sig um. Með ístöðuleysi sínu hefur hann dregið úr þrótti og samheldni flokks- systkina sinna í borgarstjórn sem mánuðum saman hafa haft þetta Demóklesarsverð hang- andi yfir höfði sér. Inga Jóna hefur þurft að búa við það sérkennilega ástand síðasta árið fyrir kosningar að einn af ráðherrum rík- isstjórnarinnar sækist hugsanlega eftir emb- ætti borgarstjóra. Af þeim sökum hefur hún ekki haft tækifæri til að vinna að málefnum flokks síns sem skyldi á lykilári í lífi hvers stjórnmálamanns. Framkoma menntamálaráðherra í þessu máli hefur öll verið hin einkennilegasta. Hér hefur reynt á frumkvæði hans, hugrekki og leiðtogahæfileika. Og hvernig hefur hann staðið sig? Á síðustu mánuðum hefur Björn ekki leitt flokksfélaga sína. Hann hefur frem- ur hrint þeim á undan sér og látið þá ganga á eftir sér. Enn bíður Björn. Gárungarnir segja að lík- lega bjóði hann sig ekki fram fyrr en eftir kosningar. FJÖLMIÐLAR ENN BÍÐUR BJÖRN G U Ð N I E L Í S S O N Enn bíður Björn. Gárungarnir segja að líklega bjóði hann sig ekki fram fyrr en eftir kosningar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.