Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Blaðsíða 13
fram liðu stundir hafa styrkt burðarstoðir van Aken verkstæðis- ins til stórra muna, rutt brautina til stærri verkefna og mikil- vægra kaupenda. Skjalfestar samtíma- heimildir herma af traustum ábyggilegum og virtum borgara, sem er óneitanlega nokkur mótsögn við hinn ærslafulla og taum- lausa myndheim sem einkenndi dúka lista- mannsins. Með heilla- drjúgum hjúskap tengdist Bosch virtri og vel stæðri fjöl- skyldu, sem styrkti borgaralega stöðu hins unga málara og átti trúlega þátt í að 1487 var hann tekinn inn í hið mikilvæga bræðralag Vorrar frúar. Tekið mið af kaupendum verka Bosch, sem voru mörg virtustu einkasöfn tímanna má ráða að hann hefi verið vel metinn af samtíð sinn. Af næstu kynslóð var meðal annars hinn þung- búni og herskái konungur Filip II meðal áköf- ustu aðdáenda hans og í safni þjóðhöfðingjans voru meira en 30 málverk eftir málarann og stælendur hans. Hinn óræði gróteski og undraverði mynd- heimur Bosch rúmar ekki hið fagra og háleita í mannskepnunni, þvert á móti er sem hann holdgeri heimsku, illsku, græðgi og fláræði hennar; sjálfar dauðasyndirnar sjö: dramb- semi, ágirnd, óskýrlífi, öfund, óhóf, reiði og leti. Myndferlið í málverkinu, Garður girndarinnar, höfuðröksemdirnar að baki tilgátum, sem á tímaskeiði tengdu málarann, adamitterne, trú- villingasöfnuði nokkrum sem kenndi sig við hinn fyrsta mann. Söfnuðurinn setti nekt og fjöllyndi á dagskrá í tilraun sinni við að end- urskapa flekkleysi Paradísar, afneitaði ekki frjálsum ástum heldur vegsamaði þær. Sýnir málarans hafa gefið þeim ágiskunum byr undir báða vængi að um sé að ræða sýrðan heim of- skynjana, eldsneyti málarans inn í veraldir ringlugleðinnar hafi verið vímuefni. Ringluheimur, þar sem til að mynda frels- arinn er einn um mannlegt svipmót í mynd- unum, Ecce Homo, og Kristur ber krossinn, en allt í kringum hann mergð drýsildjöfla. Spegl- ar andúð hans á múgi, knúinn áfram af hatri of- stæki og takmarkslausri þrá eftir æsilegri at- burðarás sem skarar lágkúrulegar fýsnir. Eða, Táknasaga um græðgina, sviðsmynd slarks þar sem étið, drukkið og flippað er út í þeim mæli að hinar æsilegu flæmsku kjötkveðjuhá- tíðir eru eins og barnagarðar í samanburði. Eða, Flónaskipið, þar sem þrengslin eru yf- irþyrmandi og bæði nunnur og munkar taka af lífi og sál þátt í fíflalátunum. Opinberar aftökur á borgartorginu munu og hafa verið málaranum margræð uppspretta hugsýna. Landsvæði þar sem barist var við hafið og mannskæð flóð algeng uppspretta nærtækra viðfangsefna, einkum í ljósi storm- flóðsins 1421 sem kostaði 10.000 manns lífið sem var mikill mannskaði í þá tíma er höfuð- borgir álfunnar höfðu vart fleiri en 30.000 íbúa. Kemur fram í málverkinu, Fyrir og eftir synda- flóðið, þar sem sæskrímsli og myrkraöfl ráða ríkjum, holdgervingar válegra hugsýna. Dregið saman í hnotskurn er þessi 500 ára gamli heimur harla nálægur okkur í tíma og rúmi, hér má í senn vísa til hryllings – og stjörnustríðsmynda kvikmyndaiðnaðarins, sem skila sér beint inn í stofur nútímamannsins. Njóta viðlíka vinsælda almennings og mynd- heimur Boschs fyrrum, þó í öllu stærra sam- hengi á tækniöld. PIETER BRUEGEL Ekki fór svo að mér auðnaðist að sjá sýningu á teikningum Pieters Bruegel eldri á sama stað á miðju árinu, en þykir skylt að geta hennar að nokkru í þessu samhengi, því um sporgöngu- mann Bosch var að ræða. Hef hvorki handbær- ar heimildir um framkvæmdina né sýningar- skrá/bók sem ég varð ekki var við í sölubúð safnsins. Hins vegar þekki ég jafnvel og jafnvel betur til listar hans, og fáir málarar hafa í sama mæli hreyft við tilfinningum mínum á listasöfn- um og þessi galdramaður skynfæranna. Aldrei fyrnist fyrir það augnablik er ég fyrir rúmu ári stóð skyndilega fyrir framan eina af uppáhalds- myndum mínum úr bókum úr langri fortíð, meistaraverkið, Veiðimenn á heimleið, á Lista- sögusafninu í Vínarborg. Hnykkti við, því að út- geislanin var svo öflug og málverkið til muna stærra en ég hafði ímyndað mér. Sjaldan fengið eins óræka staðfestingu þess, að aldrei verður hægt að yfirfæra nándina við myndlistarverk í bækur, tímarit, blöð né nokkra myndmiðla tækniheimsins. Og ekki hafði ég gert mér grein fyrir því hve málvekið, Fall Ikarusar, á kon- unglega safninu í Brüssel, væri mikið listaverk fyrr en ég stóð sem lamaður fyrir framan það á Rubens ári 1977. Bónda Bruegel eins og hann var nefndur, tók upp ýmis myndefni sem má reka til Bosch enda útbreitt og nærtækt viðfangsefni málara á þess- um tímum. En niðurlenzki málarinn frá Ant- werpen leitaði mun víðar fanga að viðfangsefn- um en fyrirrennari hans, og er einna kunnastur fyrir yfirmáta stemmningarríkar myndir, þar sem gáskinn og gleðin er ekki síður á oddinum en furður og hugsýnir. Almennur vettvangur dagsins í borg og byggð var honum jafnverðugt viðfang og helgimyndir, eða litríkar kjöt- kveðjuhátíðir hvar menn veltast hver um annan ofurölvi með öllum þeim háskalegu afleiðingum sem slík skikkan mannkindarinnar hefur á framferði hennar og háttarlag. Það er og með ólíkindum að þessi frjói snillingur varð ekki nema rétt fertugur svona líkt og van Dyck, en báðir voru af lífi og sál vígðir myndverkinu frá unga aldri, annað komst ekki að. Eins og meðfylgjandi teikningar bera með sér, sem ég fiska úr bók án þess að hafa hug- mynd um hvort þær hafi verið á sýningunni, var Pieter Bruegel ekki síður snillingur með rissblýið og koparstungunálina en pentskúfinn, var þannig jafnvígur á alla grunnmiðla hins tví- víða myndverks. lenzkum táknheimi. Hinn ævintýralega húsa- gerðarstíl Feneyja og fyrrum íburðarmikla klæðaburð borgarbúa má rekja til austursins, enda ekki ýkja langur vegur frá málverkum Vittorio Carpaccios þaðan (1455–1525–26) til Bosch. Munurinn er að Carpaccio tekst á við raunsæið í anda endurfæðingarinnar en Bosch er vígður yfirraunsæi og hugarflugsspuna. Gefur augaleið að fyrirmynd Feneyja var hin sögufræga borg Alexandría, sem á öldum áður hafði verið risastór ævintýraborg. Þá er mögu- legt að rekast á aldagömul málverk á Louvre í París sem og víðar sem leiða hugann að mál- verkum hins stílbundna surrealisma síðustu aldar. Brotakenndu moði miðalda er skara hugsýn- ir og yfirraunsæi hvergi þjappað betur saman en í myndheimi Hioronymusar Bosch. Líkast sem allir púkar, andar og árur tímanna hafi safnast saman í pentskúf hans og vilji gera sig sýnilega þá bjarmaði af miklum hvörfum í sög- unni, miðaldir í andaslitrum. – Um aldir hafa menn velt fyrir sér mynd- heimi Boschs og spurt sig hvort um sé að ræða málverk eftir ákveðinn snilling með einstakt hugarflug. Eða framleiðsla frá verkstæði í Hertogenbosch. Eða vinsæll myndstíll er náði mikill útbreiðslu um og eftir aldamótin 1500, með vörumerkið Bosch sem eins konar tákn hins gróteska innihalds? Mál manna, að eftir flókna og lýjandi yfirferð um króka, bása og bogadregna ganga sýningarinnar í Rotterdam, hafi þeir tilhneigingu til að svara öllum spurn- ingunum játandi! Tekist hefur að kortleggja líf Hieronymusar Bosch allvel, þótt minna sé vitað um persónu- leg smáatriði. Hertogenbosch var á þeirra tíma mælikvarða stór, rík og mikilvæg verslunar- borg með 20.000 íbúa. Hér var Jheronymus van Aken, sem var skírnarnafn málarans, lær- lingur á málaraverkstæði van Aken-fjölskyld- unnar. Sem yngsti nemandi verkstæðisins hef- ur hann gengið gegnum allt ferli málarasveina tímanna, sópað gólf, rifið og blandað liti, slípað og grunnað panelplötur, er tímar liðu trúað fyrir ábyrgarmeiri verkþáttum. Auðugt hugar- flug og snilligáfa hins unga manns munu er LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002 13 Brotakenndu moði miðalda er skara hugsýnir og yfir- raunsæi hvergi þjappað betur saman en í myndheimi Hier- onymusar Bosch. Líkast sem allir púkar, andar og árur tím- anna hafi safnast saman í pentskúf hans og vilji gera sig sýnilega þá bjarmaði af miklum hvörfum í sögunni, mið- aldir í andaslitrum. MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning opin þri.–fös. 14–16. Til 15.5. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Ljós- myndasýning Inger Helene Bóasson. Til 3.2. Gallerí Skuggi: Ljósmyndasýning Orra Jónssonar. Klefinn: Ragna Her- mannsdóttir. Til 3.2. Gallerí Sævars Karls: Helga Kristrún Hjálmarsdóttir. Til 24.2. Gerðarsafn: Leirlistafélag Íslands. Til 3.2. Gerðuberg: Þýskar tískuljósmyndir, 1945–1995. Til 17.2. Hafnarborg: Inge Jensen. Til 11.2. Ásgeir Long. Til 11.2. Hallgrímskirkja: Þórður Hall. Til 20.2. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Stólar Péturs – Stólahönnun í 40 ár. Til 29.1. i8, Klapparstíg 33: Helena Hietanen. Til 2.3. Listasafn Akureyrar: Íslensk mynd- list 1965–2000. Til 24.2. Listasafn ASÍ: Stólar Péturs – Stóla- hönnun í 40 ár. Til 12.2. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Bernd Koberling. Til 3.3. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstað- ir: Afmælissýning Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík – Níels Hafstein og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Til 24.2. Innsetning Hannesar Lárussonar. Til 1.4. Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Hús- taka Meistara Jakobs. Til 31.1. Norræna húsið: Veflistarkonan Ann- ette Holdensen. Til 17.2. Slunkaríki, Ísafirði: Þorbjörg Þor- valdsdóttir. Til 27.1. Þjóðarbókhlaða: Eygló Harðardóttir. Til 9.2. Bækur og myndir 35 erlendra höfunda. Til 17.2. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Ýmir við Skógarhlíð: Hljómkórinn. Kl. 17. Sunnudagur Gerðuberg: Mozart. Flytjendur eru Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, Richard Tal- kowsky, selló, og Anna Áslaug Ragn- arsdóttir, píanó. Kl. 17. Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur. Sig- rún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Páls- son. Kl. 20. Hallgrímskirkja: Naddakross: Voces Thules, Matthías Hemstock, slagverk, og Hörður Áskelsson orgelleikari. Kl. 17. Hjallakirkja, Kópavogi: Orgelandakt. Jón Ólafur Sigurðsson. Kl. 17. Salurinn, Kópavogi: Píanótónleikar. Miklos Dalmay. Kl. 20. Mánudagur Salurinn, Kópavogi: Myrkir músík- dagar – kammertónleikar. Sigrún Eð- valdsdóttir, fiðla, Zbigniew Dubik, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Kl. 20. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Peter Tompkins óbóleikari og Guðríður St. Sigurðar- dóttir píanóleikari. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, fim., fös. Syngjandi í rigning- unni, lau. Cyrano, sun. Hver er hræddur við Virginíu Woolf? mið., fim. Karíus og Baktus, sun. Borgarleikhúsið: Boðorðin níu, fim. Fjandmaður fólksins, sun. Blíðfinnur, sun. Með vífið í lúkunum, lau., fös. Fyrst er að fæðast, mið., fim. Beðið eftir Godot, sun. Jón Gnarr, lau., fös. Píkusögur, lau., fös. Íslenska óperan: Skuggaleikhús Ófe- líu, lau. Leikur á borði, lau. Leikfélag Akureyrar: Slavar!, lau. Nemendaleikhúsið: Íslands þúsund tár, lau., frums., þrið., fim. Möguleikhúsið v. Hlemm: Skugga- leikur mán. Völuspá, fös. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.