Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002
Í MIÐRÝMI Kjarvalsstaða verður opnuð í
dag sýning á verkum Níelsar Hafstein og Sól-
veigar Aðalsteinsdóttur. Er þar um að ræða
upphafið að sýningarverkefninu „Félagar“
sem haldið er í tilefni af 30 ára afmæli Mynd-
höggvarafélagsins í Reykjavík. Valdir hafa
verið sex listamenn úr röðum félagsmanna til
að sýna á þremur aðskildum sýningum í mið-
rými Kjarvalsstaða, tveir og tveir í senn, en á
hverri sýningu er leitast við að stefna saman
eldri og yngri félögum úr Myndhöggvarafélag-
inu.
Sýningarstjórn verkefnisins er í höndum
Ólafar Nordal, Péturs Arnar Friðrikssonar og
Helga Hjaltalín. Í ágúst á þessu ári verður síð-
an opnuð stór yfirlitssýning í Hafnarhúsinu
sem er ætlað að varpa ljósi á það sem íslenskir
myndhöggvarar eru að fást við í dag.
„Sýningunum sem haldnar verða hér í mið-
rýminu á Kjarvalsstöðum er ætlað að gefa inn-
sýn í verk úr ferli félaga af ólíkum kynslóðum
Myndhöggvarafélagsins,“ segir Sólveig Að-
alsteinsdóttir en verk hennar, „Uppgufaðir
vatnslitir á pappír“, myndar uppbrotna línu
eftir endilöngum vegg miðrýmisins. Níels Haf-
stein sýnir smáverk frá ýmsum tímabilum sem
komið er fyrir í átta sýningarbásum. Sólveig
segir athyglisvert hvernig ólíkum kynslóðum
myndhöggvara er stefnt saman með þessum
hætti, enda um að ræða breiðan hóp lista-
manna sem vinni bæði með tvívíð og þrívíð
verk. „Ég vinn fyrst og fremst með ákveðnar
hugmyndir og efni, en úrvinnslan er aðstæðum
háð. Verkin sem ég sýni hér eru unnin með því
að leggja pappír í vatnslitabað. Þegar vatnið
gufar upp mynda litirnir tilviljunarkennd
mystur. Með þetta viðfangsefni hef ég unnið
bæði í tvívíðu og þrívíðu formi,“ segir Sólveig.
Aðspurð segir hún ekki að sjá mikið kyn-
slóðabil milli verkanna sem hún og Níels sýna
nú á Kjarvalsstöðum, munurinn felist fremur í
aðferð.
„Níels er mjög skematískur og lógískur í
sinni myndlist og fylgir þar ákveðinni reglu en
mín verk eru yfirleitt organísk og tilvilj-
unarkennd. Hins vegar birtist munurinn á
myndlist okkar eflaust betur í mörgum öðrum
verka okkar en þeim sem við sýnum hér,“ seg-
ir hún. „Það verður hins vegar spennandi að
bera saman verk þeirra sem sýna í mars og
apríl. Fyrst sýna Hallsteinn Sigurðsson og
Þór Vigfússon en síðan Þorbjörg Pálsdóttir og
Ásmundur Ásmundsson. Sýning síðastnefnda
parsins er í raun mest spennandi með tilliti til
þessa samanburðar, þar sem kynslóðabilið er
breiðast þeirra á milli.“
Níels Hafstein lauk námi við Myndlista- og
handíðaskólann árið 1973 og nam á verkstæði
Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara á ár-
unum 1973 til 1979. Níels hefur verið ötull
meðlimur Myndhöggvarafélagsins og á mynd-
listarsviðinu, ritaði um menningarmál í Þjóð-
viljann og hefur haft umsjón með fjölda sýn-
inga, m.a. í Nýlistasafninu og Safnasafninu á
Svalbarðsströnd.
Sólveig Aðalsteinsdóttir nam í New York og
Hollandi að loknu námi við Myndlista- og
handíðaskólann árið 1978. Bæði hafa þau Níels
haldið fjölda einka- og samsýninga hér heima
og erlendis.
Tví- og þrívíð
höggmyndalist
Morgunblaðið/Golli
Sólveig Aðalsteinsdóttir og Níels Hafstein eru fyrsta „parið“ sem sýnir undir yfirskriftinni Fé-
lagar í tilefni af 30 ára afmæli Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.
Á SÝNINGUNNI Hús í hús, sem verð-ur opnuð á Kjarvalsstöðum kl. 16 ídag, hefur Hannes Lárusson komiðfyrir ellefu húsum, sem minna á leik-
mynd, enda hönnuð með ímyndað notagildi í
huga. Byggingarnar gætu vel hentað einhleyp-
ingum, eins og Hannes orðar það, og eru því
ekki líkön, heldur líkingar mögulegra
mannabústaða sem þó er ekki fyllilega hægt að
taka alvarlega.
Á sýningum á undanförnum árum, m.a. á
Ostsee-tvíæringnum í Rostock í Þýskalandi og
á samsýningu nokkurra listamanna í Hall-
ormsstað, hefur Hannes notað hús sem miðil
og vísað þar til óljósra marka myndlistar,
nytjalistar og hönnunar. En um leið er að finna
á sýningunni ýmsa þætti sem Hannes hefur
unnið með á ólíkum tímum rúmlega tuttugu
ára ferils síns sem myndlistarmaður. Þann fer-
il gefur Gunnar J. Árnason yfirlit yfir í sýning-
arskrá sem gefin er út í tengslum við sýn-
inguna. Þannig eru hurðir bygginganna
málaðar í mismunandi litum, sem Hannes
blandar sjálfur, og hefur notað með einum eða
öðrum hætti í verkum sínum.
Önnur kunnugleg stef eru útskorna við-
arausan, sem vísar til hugmyndarinnar um
listamanninn sem hagleikssmið í íslenskri al-
þýðuhefð, en hangir á bakhlið húsanna án
nokkurs sýnilegs hlutverks. Á sköftum aus-
anna tróna drýsildjöflar og eldtungur Vafur-
logaverkefnis Hannesar teygja sig upp úr hús-
þökunum.
Hannes er í fyrstu spurður hvort líta megi á
þessa sýningu í vestursal Kjarvalsstaða sem
nokkurs konar yfirlitssýningu. „Í myndlistinni
nota ég ákveðið táknakerfi til að nálgast um-
fjöllunarefnin, og orðaforða þess hef ég í raun
verið að þróa í gegnum tíðina. Þegar mér
bauðst að sýna hér í vestursalnum var upp-
haflega hugmyndin sú að setja saman einhvers
konar sýningu sem gæfi yfirlit yfir ferilinn. En
í stað þess að reisa t.d. í salnum eitthvert
húsanna sem ég hef sýnt áður ákvað ég að búa
til nýja sýningu þar sem ég tvinna saman þá
þætti sem ég hef verið að vinna með. Ég get í
raun ekki hugsað mér að „endurtaka“ verk, því
hvert þeirra markast í raun af þeim tíma sem
það er unnið á og því rými sem notað er. Mín
endurtekning gengur þannig út á að nota sömu
hlutina aftur og aftur, en bara á mismunandi
hátt,“ segir Hannes.
– En nú virðast þessi tákn vera æði sund-
urleit. Er einhver leið að lesa í þau heildstæða
merkingu?
„Ég vinn eiginlega
algerlega á hinum
pólnum við hina mód-
ernísku hugmynd um
hið heilsteypta lista-
verk. Hvert og eitt
verk sem ég geri er í
raun lagskipt, og
myndu sumir e.t.v.
líkja þeim við einhvers
konar merkingar-
flækju. Hins vegar er
verkunum ætlað að
vera aðgengileg á ólík-
um viðtökusviðum.
Þessi sýning getur vel
höfðað til barna og
þeir sem hafa fylgst
með því sem ég hef
verið að gera munu
hins vegar geta gengið
að ákveðnu merking-
arsamhengi.
Hins vegar finnst
mér ég fyrst á undan-
förnum árum hafa náð
fullri virkni í þessu
tungumáli sem ég hef
verið að kanna. Ég hef
í raun verið að þróa
orðaforðann smám
saman, hef tekið eitt
stef fyrir í einu, og
unnið með þau sem af-
mörkuð viðfangsefni,
jafnvel þó að þau séu hluti af stærri heild. Þess
vegna hafa verkin mín kannsi ekki alltaf verið
svo aðgengileg.“
– Og hvert er þetta merkingarsamhengi sem
lesa má í sýninguna með hliðsjón af fyrri verk-
um þínum?
„Ég hef verið að takast á við spurningar um
áhrif þjóðmenningar og heimsmenningar í list-
sköpun, en einnig togstreituna þar á milli.
Hver listamaður vinnur nefnilega í senn út frá
því alþjóðlega samhengi sem mótar listsköpun
hvers tíma, og því menningarumhverfi sem
hann sjálfur er staddur í.“
– Nú eru húsin á sýningunni ellefu talsins,
og hefur verið bent á að talan 11 tengist öðrum
viðfangsefnum þínum á menningarsviðinu, þar
sem þú hefur m.a. látið til þín taka við rekstur
Gallerís 11 við Skólavörðustíg og skipulagn-
ingu myndlistarviðburða. Þá hefur þú tekið
þátt í umræðum á opinberum vettvangi um
myndlistarlífið á Íslandi. Líturðu á þessi störf
sem hluta af myndlistarsköpun þinni?
„Já, ég hef alltaf litið á þessa hluti sem hluta
af minni myndlist. Enda er það sem ég er að
gera byggt á félagslegum grunni. Það um-
hverfi sem myndlistarmenn starfa innan hefur
sem fyrr segir mikil áhrif á listsköpun þeirra
og því ekki síður mikilvægt fyrir listamanninn
að reyna að hafa áhrif á þetta umhverfi. Ís-
lenskur myndlistarheimur er til dæmis óþarf-
lega einangraður og skortir í raun skilning á
því að myndlistin verður aldrei takmörkuð við
íslenska þjóðmenningu. Um leið og íslenskir
myndlistarmenn eru óneitanlega sprottnir úr
þeim menningarjarðvegi sem hér ríkir þurfa
þeir sífellt að takast á við arfleifð 20. aldar
myndlistarinnar. Togstreitan og samspilið
milli íslenskrar menningar og alþjóðlegrar
sem hefur mótað okkar sjónarhorn veitir hins
vegar sérstöðu sem er jákvæð. Ég held að ís-
lenskir myndlistarmenn eigi fullt erindi í að
starfa í alþjóðlegu samhengi og gera þá vaxt-
arbroddana í heimslistinni að viðmiði í sinni
vinnu. Það þarf hreinlega að opna íslenskan
myndlistarheim upp á gátt.“
– Þú hefur oft vakið athygli með líflegum
gjörningum. Hvers konar gjörning ætlarðu að
flytja við opnun sýningarinnar?
„Hann verður í raun bara í eðlilegu fram-
haldi af sýningunni sem slíkri. Þessi gjörning-
ur, sem og aðrir sem ég hef gert, verður fyrst
og fremst til af þörf fyrir að verða hluti af verk-
inu á líkamlegan hátt. Myndlistarmaðurinn
rennur alltaf á ákveðinn hátt saman við verk
sín og mun ég útfæra það með nokkurs konar
ósýnilegri nærveru myndlistarmannsins á sýn-
ingaropnun,“ segir Hannes Lárusson að lok-
um.
ÍMYNDAÐ NOTAGILDI MÖGU-
LEGRA MANNABÚSTAÐA
Morgunblaðið/Golli
Hannes Lárusson gægist milli húsa í vestursal Kjarvalstaða, þar sem hann opnar sýninguna „Hús í hús“.
Í vestursal Kjarvalsstaða hefur heilt þorp risið á örskömmum tíma. Tilefnið er einkasýning Hannesar
Lárussonar, Hús í hús. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR heimsótti þorpið og hitti þar listamanninn að máli.
heida@mbl.is