Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Blaðsíða 3
JÓN ÚR VÖR
EF ÞÚ ERT FÆDDUR
Á MALARKAMBI
Ef þú ert fæddur á malarkambi
eru steinar við fætur þína
hvar sem þú ferð,
grasið brýtur sér
leið milli steina.
Far þú heiminn á enda
að leita þér frama,
kom heim
og leik þér að brotinni skel.
Gakk aldinn
veg allrar veraldar,
og í eilífðarfjörunni
finnur þú gulnað strá
bak við sorfinn blágrýtisstein.
Jón úr Vör (1917–2000) vakti verulega athygli með ljóðabók sinni Þorpinu
(1946) sem ljóðið að ofan er fengið úr. Í henni eru öll ljóðin óbundin og hefur
hún verið talin nýjungaverk í íslenskri bókmenntasögu vegna þess.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002 3
U
MRÆÐUR um kosti og
galla aðildar að ESB snú-
ast að miklu leyti um full-
veldi. Sumir virðast jafn-
vel gefa sér að svarið við
spurningunni hvort betra
sé að vera innan þess eða
utan velti einkum á því
hvort aðildarríkin séu fullvalda.
Með dálítilli einföldun má segja að hug-
takið fullvalda ríki feli a.m.k. í sér að ríkið sé
fullgildur aðili að þjóðarétti (þ.e. al-
þjóðalögum) og innlend stjórnvöld hafi
æðsta löggjafar- og dómsvald.
Síðustu hálfa öldina hafa alþjóðasáttmálar
takmarkað nokkuð fullveldi ríkja og nú gera
þau yfirleitt ekki tilkall til þess að hafa al-
gerlega óskorað löggjafar- og dómsvald á
öllum sviðum. Sem dæmi má nefna að flest
ríki Evrópu hafa skuldbundið sig til að hlíta
úrskurði mannréttindadómstólsins í Strass-
burg (sem er óháður ESB). Hjá flestum
ríkjum utan ESB taka slík frávik frá algeru
fullveldi til afmarkaðra sviða og eru tíunduð
nákvæmlega í samningum sem ekki er hægt
að breyta nema með samþykki ríkjanna sem
í hlut eiga. Hingað til hefur verið vani að
kalla ríki fullvalda án fyrirvara þótt þau
gangist undir alþjóðasáttmála eða þjóðrétt-
arákvæði sem skerða löggjafar- eða dóms-
vald innlendra stjórnvalda á afmörkuðum
sviðum.
Samningurinn um Evrópska efnahags-
svæðið sem Ísland er aðili að tekur aðeins til
tiltekinna sviða viðskipta, iðnaðar, tolla og
vinnumála. Hann felur að vísu í sér víðtæk-
ari takmörkun á innlendu löggjafar- og
dómsvaldi en aðrir hliðstæðir sáttmálar.
Hér er e.t.v. komið inn á grátt svæði og í
mínum huga er það óljóst hvort rétt sé að
segja án fyrirvara að aðildarríki Evrópska
efnahagssvæðisins séu fullvalda. Um ESB
gegnir öðru máli. Aðildarríki þess eru ósköp
einfaldlega ekki fullvalda. Það er óumdeilt
að löggjöf ESB er æðri löggjöf einstakra
ríkja, lögsaga sambandsins tekur ekki að-
eins til afmarkaðra sviða og ríki geta ekki
gengið úr því (neitt frekar en einstakir
landshlutar á Íslandi geta lýst yfir sjálf-
stæði). Þrátt fyrir almennt orðaðar yfirlýs-
ingar um valddreifingu er enginn málaflokk-
ur til þar sem ESB hefur skuldbundið sig til
afskiptaleysis og sagt: Þetta er og verður á
valdi einstakra ríkja, þessu ætlum við ekki
að skipta okkur af. Eina reglan virðist vera
að vald sem sambandið hefur eitt sinn náð
lætur það aldrei af hendi.
Það er ekkert annað en útúrsnúningur að
halda því fram að aðildarríki ESB séu full-
valda. Það rétta er að þau halda (síminnk-
andi) hluta af löggjafar- og dómsvaldi en
hluti þess er hjá stofnunum sambandsins.
Nú er þetta út af fyrir sig enginn áfell-
isdómur yfir ESB. Það er alls ekki víst að
það sé íbúum ríkja alltaf til bölvunar að þau
afsali sér fullveldi. Hins vegar er slæmt ef
menn geta ekki kallað hlutina sínum réttu
nöfnum.
Þeir sem segja, eins og utanríkisráðherra
gerði nú nýlega, að Íslendingar geti betur
haldið fullveldi sínu innan ESB en utan eru,
held ég, að rugla saman fullveldi og áhrifum.
Formlegt vald er ekki það sama og raun-
veruleg áhrif og ekki er loku fyrir það skotið
að stjórnvöld geti í einhverjum tilvikum auk-
ið áhrifavald sitt og raunverulega möguleika
á að gagnast landi og lýð með því að afsala
sér einhverjum formlegum völdum. Þetta
gæti t.d. átt við ef ríki er varnarlaust eða
leiksoppur ytri aðstæðna og stjórnvöld geta
betur stuðlað að almannahag með því að fá
liðsinni annarra og framselja í staðinn hluta
af valdi sínu. Kannski álítur utanrík-
isráðherra að svona illa sé komið fyrir Ís-
lendingum um þessar mundir. Ég hef hvorki
séð nein rök fyrir þeirri skoðun né ástæður
til að ætla að áhrif stjórnvalda á málefni sem
varða þjóðarhag ykjust við inngöngu í ESB.
Ekki verður séð að það sé neinn augljós
ávinningur af inngöngu í ESB. Lífskjör í
sambandinu eru almennt töluvert lakari en í
þeim löndum Vestur-Evrópu sem standa ut-
an þess (þ.e. Íslandi, Noregi og Sviss). Þetta
sannar að sjálfsögðu ekki að kjör okkar
versnuðu við inngöngu. Það er líka langt frá
því að vera augljóst að okkur sé akkur í að
íslenska ríkið sé fullvalda. Ég efast um að
hægt sé að sýna fram á með einhlítum rök-
um að betra sé fyrir almenning að tilheyra
litlu ríki en stóru. Ég efast líka um að um-
ræða um hugsanlega aðild að Evrópusam-
bandinu nái utan um kjarna málsins ef ein-
blínt er á spurninguna um fullveldi eða ekki
fullveldi. Meðal þess sem líka þarf að spyrja
um er lýðræði.
Sennilega skiptir það meira máli fyrir al-
menna borgara hvort þeir búa við lýðræð-
islega stjórnarhætti heldur en hvort þeir
búa í litlu ríki eða stóru. Það má kannski
efast um að ESB sé ríki. En með hverju ári
sem líður verður það líkara eiginlegu ríki.
Það hefur nú þegar eigin löggjafa, seðla-
banka, utanríkisþjónustu og landamæraeft-
irlit. Her, lögregla og samræmd refsilöggjöf
eru á næsta leiti og þá vantar fátt af ein-
kennum hefðbundinna ríkja. En þetta „ríki“
er ekki lýðræðisríki, a.m.k. ekki í venjulegri
merkingu þess orðs.
Ég hef ekki á takteinum neina pottþétta
skilgreiningu á lýðræði en ég held þó að ríki
verði a.m.k. að uppfylla tvö lágmarksskilyrði
til að geta talist vera lýðræðisríki. Annað er
að almennir borgarar megi óhindrað (og
með ekki alltof löngu millibili) sækjast eftir
hlutdeild í æðstu stjórn þess (sem í flestum
nútímaríkjum er löggjafarþing). Hitt er að
almenningur megi hafa áhrif á hverjir af
þeim sem sækjast eftir völdum hljóta þau.
Ísland uppfyllir þessi tvö lágmarksskilyrði
því almennir borgarar hafa kjörgengi og at-
kvæðisrétt í alþingiskosningum sem haldnar
eru á fjögurra ára fresti. ESB uppfyllir þessi
skilyrði hins vegar ekki því löggjafarvald í
sambandinu er að mestu í höndum fram-
kvæmdastjórnar (sem ein getur lagt fram
lagafrumvörp) og ráðherraráðs (sem ræður
mestu um hvort þau eru samþykkt). Menn
eru valdir til setu í þessum stofnunum af
handhöfum framkvæmdavalds í aðildarríkj-
unum, ekki af almennum kjósendum. Lögin
eru sett af embættismönnum. Almenningur
hefur hvorki kosningarétt né kjörgengi.
Ólíkt litist mér betur á ESB ef æðsti lög-
gjafi þess væri kosinn í almennum kosn-
ingum og völd sambandsins væru afmörkuð
(það stæði einhvers staðar skýrum stöfum
hvaða málum það skiptir sér af og hverju
einstök aðildarríki mega ráðstafa sjálf). Ef
þannig hagaði til þá gæti ég skilið að margir
væru tvístígandi og vissu ekki hvort þeir
vildu heldur að Ísland héldi áfram að vera
fullvalda eða yrði hluti af Bandaríkjum Evr-
ópu.
Stjórnsýsluhefðir sem hafa mótað ESB
eru ættaðar úr samfélögum (einkum Frakk-
landi og Ítalíu) þar sem miðstýring er mun
meiri en t.d. í Bretlandi og á Norðurlöndum.
Í flestum ríkjum Mið- og Suður-Evrópu áttu
andstæðingar lýðræðis (fasistar og komm-
únistar) mjög miklu fylgi að fagna lengst af
20. öld og mér virðast áherslur stjórn-
málahreyfinga sem nú móta ESB enn ein-
kennast af oftrú á getu „upplýstra“ valdhafa
til að hafa vit fyrir almenningi. Ég ætla ekki
að spá því að ESB gangi út í jafnmiklar öfgar
í þessum efnum og fasistar og kommúnistar.
Reynslan af samblandi miðstýringar, skipu-
lags- og forræðishyggju og ólýðræðislegra
stjórnarhátta í Evrópu er samt nógu skelfi-
leg til að skynsamir menn hljóti að fyllast
nokkrum ugg þegar þeir fylgjast með valda-
bröltinu í Brussel.
FULLVELDI, LÝÐ-
RÆÐI OG ESB
RABB
A T L I H A R Ð A R S O N
atli@ismennt.is
FORSÍÐUMYNDIN
er af síberísku tískufyrirsætunni Olgu Smagínu en hún starfar í París og öðr-
um helstu tískuborgum heims og hefur m.a. verið á forsíðu tímaritsins
Vogue. Sigurður Grímsson hefur gert heimildarmynd um Smagínu og skjót-
an frama hennar í tískuheiminum en hún er átján ára. Myndin var tekin við
Geysi. Ljósmyndari: Ragnar Axelsson.
Vladimir Ashkenazy
hélt tónleika hér á landi í liðinni viku.
Bergþóra Jónsdóttir hitti hann að máli af
því tilefni en umræðuefnið var einkum
heimsmálin, staðan í Rússlandi,
Pútín forseti og fleira.
SAK
nefnist ný sjöhundruð
blaðsíðna ævisaga um
danska heimspekinginn
Søren Aabye Kierke-
gaard. Kristján Jóhann
Jónsson hefur lesið bók-
ina og segir hana dæmi
um það hve hrífandi ævi-
sögur geta orðið þegar sú
bókmenntagrein rís hæst.
Verdi og Wagner
voru jafnaldrar og áttu margt sameiginlegt
en höfðu engin samskipti, sýndu því raunar
engan áhuga, segir Þorvaldur Gylfason í
grein um samskiptaleysi þessara tveggja
mikilmenna óperusögunnar.
Kristmann
Guðmundsson
var í umræðunni á síðasta ári er 100 ár
voru liðin frá fæðingu hans. Sumir létu
þung orð falla um verk hans, kölluðu
þau meðal annars „sjoppubókmenntir“.
Gunnar Stefánsson svarar þessum orðum
í grein sem fjallar um viðtökur Krist-
manns, einkum sögu hans Félaga konu
en um hana skrifaði Steinn Steinarr
frægan ritdóm.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R
EFNI