Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Blaðsíða 12
R
OTTERDAM, menningarborg
Evrópu 2001, flaggaði með
tveim ásum hollenzkrar listar
úr fortíð á hinu mikla safni
Boijmans van Beuningen á
árinu. Þeim Hieronymus Bosch
(f. í Hertogenbosch um 1450, d.
á sama stað 1516) og Pieter
Bruegel eldri (f. í þorpinu Bruegel í nágrenni
Breda 1528/30, d. í Brüssel 1569), og í báðum
tilvikum var leitast við að bregða upp nýju og
skýrari ljósi á list þeirra. Þannig einungis
sýndar teikningar fengnar víðs vegar að úr
heiminum eftir Bruegel, en hvað Bosch snerti
var um að ræða yfirgripsmestu yfirlitssýningu
á verkum hans sem haldin hefur verið og marg-
ur til efs um að nokkru sinni verði endurtekin.
Hið síðastnefnda annars búið að endurtaka svo
oft um margar stórsýningar síðustu áratuga,
að fullyrðingin er orðin nokkuð tuggukennd er
svo er komið, má hér vísa til sígilds orðtækis;
aldrei segja aldrei. Hins vegar er það alveg rétt
að ekki er hægt að flytja andrúm milli staða og
safna frekar en sólskin inn í hús í skjólum.
Ennfremur afar erfitt er að endurtaka viða-
miklar sýningar á perlum heimslistarinnar
margra hluta vegna, meginástæðan gífurlegur
kostnaður og vaxandi tregða safna við að lána
meistarverk liðinna alda, áhættuþættirnir
stöðugt fleiri í háskalegum heimi. Og þótt
þetta hafi verð einstæð sýning söknuðu menn
nokkurra lykilverka, þótt þau væru svo nálæg
sem í Madrid og Lissabon. Hins vegar mátti
sjá eftirgerðir þeirra, en eftirgerðir mynda
Bosch var útbreitt fyrirbæri og saga út af fyrir
sig.
Þrátt fyrir stífa síðmóderníska umræðu á
undangengnum áratugum sem nær í höfuð-
dráttum vart lengra en til sjálfs módernism-
ans, hvort sem hann er skilinn og meðtekinn
sem afmarkað listhugtak frá liðinni öld, eða af
eldri toga, eru mun eldri gildi engan veginn úr-
elt. Arfleifð er menning, eins og Thomas Mann
orðaði það, vel að merkja. Öllum sem miða
upphaf samtímalistar við lok sjöunda áratug-
arins, með áhugasvið sem nær varla út fyrir
túnfótinn heima þannig hollt að gera sér grein
fyrir því, að sjálfan bakgrunn yfirraunsæisins
eða hjástílsins má helst rekja til tímaskeiðs
sem menn nefna iðulega myrkar miðaldir. Er
raunar af enn eldri toga, eins konar meðfædd
og inngróin kennd fyrir hinu óræða í tilverunni
sem fært er í sjónrænan búning.
Sýndarveruleiki, heimur sem fer útaf spor-
inu, er afar vinsælt fyrirbæri í kvikmyndum
nútímans, sækir ekki svo lítinn skyldleika til
hugsýna miðaldamálara, drauma og ofskynj-
ana. Á Bosch-sýningunni mátti til hliðar sjá
ýmis áhrif myndheims hans í tímans rás, þetta
var ekki einungis ferðalag 84 kílómetra frá átt-
högum hans til Rotterdam, heldur áfram til nú-
tímans og þar koma þær vinkonur Eva og
Adela jafnvel við sögu! Og fljótlega eftir að
sýningunni lauk var önnur opnuð á sama stað
sem tók fyrir áhrifin í stærra samhengi, sem og
sýn samtíðarlistamanna á myndheim snillings-
ins.
Hinn markaði myndstíll yfirraunsæi eða hjá-
stefna (surrealismi) síðustu aldar, sótti þannig
mikið til fortíðar og fékk aukið vægi í ljósi óró-
legra og fjarstæðukenndra tíma, markvissrar
dýrkunar hins óræða, fáránleikans sem og
óhefts spuna hugarflugsins. Stílbrögðin og höf-
uðpaurar þeirra aldrei sýnilegri en á síðustu
árum né í annan tíma meira í sviðsljósinu.
Leiðarstef þeirra mikið til holdlegar kenndir;
fýsnir, girndir og þrár, sækir jafnt í duldir og
grótesku kynlífsins; smiðju Sade markgreifa
og kenningar Sigmundar Freuds. Í upphafi
ársins lauk þannig mikilli sýningu á Tate mod-
ern, Desire Unbond, (Óheftar þrár), sem tók
fyrir súrrealista síðustu aldar og föng þeirra.
Verður enduropnuð á Metropolitan safninu í
New York 6. febrúar og stendur til 12. maí.
Í sjálfu sér má rekja yfirraunsæi langt aftur
í tímann, sér stað í myndheimi Egypta, vegg-
myndum frá Pompei og ekki síður austur-
BOSCH
OG BRUEGEL
Tveir ásar hollenskrar listar
voru í sviðsljósinu í Rotter-
dam á liðnu ári, þeir Hier-
onymus Bosch (1450–1516)
og Pieter Bruegel eldri
(1528/30–1569). Marka
mikilvæga þróun frá síðmið-
öldum til endurreisnar og
skýrt dæmi þess að blóðrík
list er alltaf fersk. Báðir frá
fyrstu tíð í miklu uppáhaldi
hjá BRAGA ÁSGEIRSSYNI
sem hermir hér eitt og annað
af málarafurstunum.
Málverk
Hieronym-
usar
Boschs eru
svo stór,
flókin og
margþætt
að litla
þýðingu
hefur að
birta nema
hluta úr
þeim.
Pieter Bruegel, Hinar sjö ódyggðir, Ira, 1557
koparstunga, Uffizi Flórenz.
Pieter
Bruegel,
Gullgerð-
armaðurinn
1558, kop-
arstunga.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002