Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002 15
HLJÓMKÓRINN verðurmeð tónleika í tónlistar-húsinu Ými í dag kl. 17. Áefnisskrá tónleikanna er
verkið Captain Noah and his Float-
ing Zoo eftir Michael Flanders og
Joseph Horovitz frá árinu 1972, og
er þetta í fyrsta skipti sem það er
flutt hér á landi.
Garðar Cortes, stjórnandi
Hljómkórsins, heyrði verkið fyrst
flutt af The King’s Singers á náms-
árum sínum í Englandi. „Þeir gáfu
verkið út á plötu 1972, og engir aðr-
ir hafa gefið það út síðan. Ég hef
verið með það í maganum öll þessi
ár að flytja verkið, og kynnti það á
kóramóti í Finnlandi 1980. Eftir það
fór það að verða vinsælt á Norð-
urlöndunum. Flanders var lengi
þekktur fyrir samstarf sitt við ann-
an mann, Swan, en þegar Swan dó
fóru þeir Horowitz að vinna saman.
Verkið var samið á miklu saklausari
hátt en það varð síðar. Það var sam-
ið fyrir einkaskóla og var bara tví-
raddað. Þegar King’s Singers sáu
þennan gimstein létu þeir útsetja
það fyrir sig, og síðan hefur það
verið útsett fyrir fjögurra radda
kór upp úr þeirra raddsetningu.
King’s Singers gerðu þetta mjög
Porgy og Bess, þeirra á meðal þekkt
og vinsæl lög eins og Summertime
og Bess, You is my Woman Now.
„Þetta er nú meira kynning á
verkinu, því það má ekki flytja verk-
ið nema með blökkumönnum. Það er
hins vegar leyfilegt að taka búta úr
því. Í mörg ár hef ég skrifast á við
rétthafann og beðið um að fá að
flytja þetta, en það fæst ekki. Ég er
búinn að færa öll rök, sem ég kann,
fyrir því að fá að flytja verkið, meðal
annars að hér á Íslandi sé enga
blökkumenn að finna í flutning
verksins, en það dugir ekki til. Verk-
ið var samið af hvítum mönnum,
George og Ira Gershwin, og þeim
tókst að skapa þarna mjög sterk
þjóðleg einkenni tónlistar blökku-
manna eins og heyrist í negrasálm-
um þeirra. Það telja reyndar sumir
að hvítir geti ekki, eða eigi ekki, að
syngja negrasálma; ég er ekki sam-
mála því, það getur hver og einn
sungið þetta svo framarlega sem
hann hefur tilfinninguna fyrir því.
En hvað sem þessu líður þá er Porgy
og Bess toppklassaverk, og það væri
synd að fá ekki að takast á við það
bara af því að maður er svo hvítur á
hörund.“
Hljómkórinn var stofnaður árið
1993 af hópi söngvara sem sungið
hafði saman við ýmsar kirkjulegar
athafnir. Kórinn, sem nú er skipaður
sextán söngvurum, hefur komið
fram við ýmis tækifæri og m.a. hald-
ið tónleika á vegum menningarmála-
nefndar Garðabæjar árið 2000. Pí-
anóleikari á tónleikunum verður
Iwona Ösp Jagla. Það skal ítrekað að
tónleikarnir verða klukkan 17 en
ekki kl. 20 eins og sagt er í vetr-
ardagskrá Ýmis.
frægt, og plata þeirra varð mjög
vinsæl. En einhverra hluta vegna,
að ég held deilna um útgáfurétt,
hefur þetta ekki verið gefið út aftur,
og það virðist ekki mega hljóðrita
verkið, þannig að plata þeirra er
orðin eins og sjaldgæft frímerki.“
Hvítir fá ekki að
flytja verkið
Garðar segir að sagan af Nóa sé
sett í mjög skemmtilegan og mann-
legan búning í verkinu. „Guð segir
við Nóa: „What could have been
good, turned out bad;“ eða það sem
átti að verða gott varð vont; og svo
biður hann Nóa að hjálpa sér við að
bjarga því sem bjargað verður. Það
eru margar mjög fallegar og gríp-
andi laglínur í verkinu.“
Á seinni hluta tónleikanna verða
flutt kór- og einsöngsatriði úr
Nói,
Porgy og
Bess í Ými
Morgunblaðið/Kristinn
Hljómkórinn á æfingu í Ými.
Í TILEFNI af hundrað ára afmæli Halldórs
Laxness stendur Endurmenntun HÍ fyrir
fyrirlestraröð um höfundarverk hans undir
yfirskriftinni Aldarspegill og verður fyrsti
tíminn nk. miðvikudag.
Halldór lifði nær alla tuttugustu öldina og
sagt er að í verkum hans megi sjá íslenskt
þjóðlíf þeirrar aldar endurspeglast í öllum
sínum fjölbreytileika.
Fluttir verða fyrirlestrar um ýmsa þætti í
höfundarverkinu og reynt að gefa sem besta
yfirsýn yfir ævi skáldsins og verk. Fjallað
verður m.a. um samband verka hans við
verk íslenskra og erlendra höfunda. Skoð-
aðar verða persónur í skáldverkum Halldórs
og helstu sérkenni þeirra. Sögur hans skoð-
aðar í ljósi þjóðfélagsumræðu og stjórn-
málaþróunar – þá og nú. Fjallað um sjálfs-
ævisöguverk Halldórs og hvernig hann lýsir
Reykjavík eftirstríðsáranna í Atómstöðinni.
Soffía Auður Birgisdóttir bókmennta-
fræðingur hefur umsjón með námskeiðinu.
Aðrir fyrirlesarar: Halldór Guðmundsson
útgáfustjóri og bókmenntafræðingur; dr.
Ástráður Eysteinsson prófessor í almennri
bókmenntafræði; dr. Gunnar Kristjánsson
sóknarprestur; dr. Árni Sigurjónsson bók-
menntafræðingur; dr. Dagný Kristjánsdótt-
ir prófessor í íslenskum bókmenntum; Þor-
leifur Hauksson íslenskufræðingur og dr.
Jón Karl Helgason útgáfustjóri og bók-
menntafræðingur.
degi. Nú er heldur betur farið að birta til. Mér
fannst bara svo yndislegt að byrja nýja árið á
þessari tónlist; – tónlist sem getur lyft manni og
létt skapið. Veðurblíðunni hefur fylgt mikið
skammdegi og skýjaveður en nú brosir sólin við
og dag er farið að lengja. Þetta passar allt sam-
an.“ Gunnar reiknar með því að tónleikarnir
verði mikil veisla; gleði og gaman og segist von-
ast til að þeir höfði til margra.
Forréttindi að syngja með Diddú
Bergþór Pálsson segir að það megi alveg kalla
dagskrána söngskemmtun frekar en hefð-
bundna tónleika. „Við Diddú tökum nokkra létta
óperudúetta sem fólk þekkir. Papapa, – dúett
Papagenós og Papagenu úr Töfraflautunni og
dúett úr Ástardrykknum. Í söngleikjunum verð-
um við með Bess, You is my Woman Now úr
Porgy og Bess, og lag úr La cage au folles, en
eftir hlé verðum við eingöngu með óper-
ettudúetta úr Leðurblökunni og fleiri óper-
ettum.“ Bergþór segir að það sé meiri vinna fyr-
ir söngvarann að syngja með hópi hljóðfæra en
píanóinu einu saman. „En þetta er voðalega
gaman, og þegar maður er með svona fólki er
þetta ekkert mál. Það eina sem við þurfum að
hugsa um er að hafa þetta rétt, og það sem Páll
Pampichler Pálsson sagði: „stutt en ekki sterkt“
og það er mikilli sannleikur í þeim orðum, létt-
leikinn þarf að svífa yfir vötnunum. Svo er það
líka dásamlegt að syngja með Diddú – hrein for-
réttindi. Hún er líka komin á toppinn á sínum
ferli og er alveg frábær.“
Tónleikarnir í Hafnarborg annað kvöld hefj-
ast kl. 20.00.
TRÍÓ Reykjavíkur hefur stundum boðið til sín
gestum sem taka þátt í tónleikum tríósins. Ann-
að kvöld býður Tríóið tveimur gestum til liðs við
sig á tónleikum í Hafnarborg, söngvurunum
Bergþóri Pálssyni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur,
en Tríó Reykjavíkur er skipað þeim Guðnýju
Guðmundsdóttur, Gunnari Kvaran og Peter
Máté.
Gleði og gaman sem höfðar til margra
Gunnar Kvaran segir að efnisskrá tónleikanna
verði í léttari kantinum; Vínarmúsík, sígauna-
músík og fleira slíkt. „Okkur langaði að þessu
sinni að höfða til stærri hóps fólk, fólks sem
kemur ekki venjulega á kammertónleika, með
því að bjóða upp á þetta Vínarprógramm. Til
þess fengum við svo til liðs við okkur tvo af ást-
sælustu söngvurum þjóðarinnar, þau Sigrúnu og
Bergþór. Þau syngja eingöngu dúetta, bæði úr
söngleikjum og óperettum, en við í Tríóinu ætl-
um líka að reyna að slá á létta strengi með því að
spila Pizzicatopolkann eftir Strauss, síðasta kafl-
ann úr Sígaunatríói eftir Haydn, Ungverskan
dans eftir Brahms, auk þess sem Guðný leikur
Konsertpólónesu eftir Wieniawski og ég spila
Vókalísu eftir Rakhmaninov. Við verðum svo
auðvitað líka með í mörgum laganna sem Berg-
þór og Sigrún syngja. Sumt af þeim lögum höf-
um við þurft að útsetja sjálf, en aðrar útsetn-
ingar höfum við fengið að láni, en það er mjög
gaman að því að spila með söngvurum.“ Gunnar
segir það nýja reynslu að hafa söngvara með í
hópnum. „En þetta er mjög skemmtilegt og
músíkin krefst þeirra. Ég var einmitt að hugsa
það í dag, hvað búið er að vera mikið skamm-
Morgunblaðið/Þorkell
Tríó Reykjavíkur og gestir þeirra. Gunnar Kvaran, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté.
„Stutt en ekki sterkt“Námskeið um Halldór
Laxness
MIKIÐ umstang er framundan
hjá MoMA, nútímalistasafninu í
New York. Í sumar munu hefjast
umfangsmiklar endurbætur og
endurhönnun á húsnæði safnins
sem áætlað er að kosti 650 millj-
ónir Bandaríkjadala og munu
taka þrjú ár. Á meðan endurbæt-
urnar standa yfir mun safnið
flytja aðstöðu sína og safneign yf-
ir í umbreytta verksmiðju við
East River í Queens-hverfinu og
mun nýja bráðabirgðasafnið vera
staðsett nálægt Samtímalistamið-
stöðinni (Contemporary Art
Center). Japanski arkitektinn
Toshio Taniguchi mun sjá um
endurhönnun sjálfs safnsins.
Hyggst hann notast að miklu leyti
við ál, gler og mun framhliðin
verða þakin svörtu flögubergi.
Með endurhönnuninni mun skap-
ast rúmbetra sýningarrými, nýir
sýningarsalir og glæsilegt and-
dyri með útsýni yfir höggmynda-
garðinn. Að endurbótunum lokn-
um mun bráðabirgðahúsnæðið
nýtt sem geymsluaðstaða fyrir
safnið.
Listaverkabruni í Króatíu
Listaverk eftir Gaugin, Rem-
brandt og Tintoretto eyðilögðust
er eldur kom upp á heimili lista-
verkasafnarans Tony Peroch í
Króatíu í vikunni, að því er fram
kemur á breska vefmiðlinum Art-
Daily. Listaverk að verðmæti
hundruð milljóna urðu eldinum
að bráð eftir að eldur kviknaði út
frá perustæði í húsi safnarans.
Ekkert listaverkanna var tryggt
að sögn Peroch en með því móti
vildi safnarinn forðast það að
listaverkaþjófar kæmust á snoðir
um safneign hans. Málverk eftir
Gaugin úr Tahiti-röðinni sem
glataðist í eldinum var metið á
fimmhundruð milljónir króna.
Kvikmyndahátíð í Louvre
Í febrúarmánuði hefst kvik-
myndahátíð í sýningarsal Louvre-
safnsins í París, þar sem sjónum
er beint að kvikmyndatónlist. Yf-
irskrift hátíðarinnar í ár er „Tón-
listin skemmtir sér“ (La musique
s’amuse) og eru söngleikir og óp-
erettur þema hennar. Sýndar
verða kvikmyndir, haldnir fyrir-
lestrar, umræður og sviðsetning-
ar tónlistaratriða. Meðal kvik-
mynda sem sýndar verða eru
Topsy-Turvy, kvikmynd Mike
Leigh frá árinu 2000 um bresku
óperettumeistarana Gilbert og
Sullivan, Love Me Tonight (Mam-
oulian, 1932) og The Love Parade
(Lubitsch, 1929). Þá verða sýndar
sjónvarpsframleiðslur á borð við
Barbe-Bleu eftir Offenbach eins
og Walter Felsenstein sér hana og
kvikmyndaupptökur á frægum
óperu- og söngleikjauppfærslum.
Kvikmyndahátíðin er haldin á
tveggja ára fresti, og er þetta sú
sjöunda í röðinni, sem mun standa
frá 11. febrúar til 11. mars.
Nýtt tónleikahús í Fíladelfíu
Sinfóníuhljómsveitin í Fíladelf-
íu (Philadelphia Orchestra) hlaut
í síðasta mánuði nýtt og glæsilegt
aðsetur í nýrri listamiðstöð sem
byggð hefur verið í borginni. Mið-
stöðin, sem heitir Kimmel Center
for the Performing Arts, var opn-
uð við hátíðlega athöfn um miðj-
an desembermánuð, en þar hefur
arkitektinn Rafael Vinloy hannað
2.500 manna tónleikasal, Verzion
Hall, fyrir hljómsveitina í klass-
ískum og tilkomumiklum stíl.
Hljómburður í salnum þykir mik-
ill og ríkulegur, að því er tónlist-
argagnrýnandi hjá The New
York Times bendir á. Lista-
miðstöðin sem er að stórum hluta
byggð upp sem yfirbyggður vetr-
argarður mun jafnframt hýsa
aðra listastarfsemi.
Endurhönnun
MoMA
ERLENT