Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002 11 Ísraelsríki var stofnað árið 1948 á land- svæði sem áður var kallað Palestína. Land- svæðið hafði um langt skeið lotið yfirráðum Tyrkjasoldána en féll í hendur Breta í fyrri heimsstyrjöldinni. Bretar höfðu nokkru fyrr tryggt sér yfirráð yfir Egyptalandi í ný- lendukapphlaupi sínu við Frakka. Stofnun Ísraelsríkis átti sér langan sögulegan að- draganda. Um hríð hafði verið reynt að stemma stigu við miklum flutningum gyð- inga frá Evrópu til Palestínu en án mikils árangurs. Með stofnun sjálfstæðs ríkis eign- uðust landlausir gyðingar fullgilda talsmenn á alþjóðavettvangi og öðluðust öll þau rétt- indi sem fullvalda ríki hafa í samskiptum þjóða. Allt frá sautjándu öld hefur fullveldi verið lykilhugtakið í alþjóðalögum. Hugtakið full- veldi felur meðal annars í sér að fullvalda ríki hefur óskorað vald yfir þegnum sínum. Fullvalda ríki hefur rétt til setja lög í ríki sínu og refsa þeim sem þau brjóta án af- skipta erlendra ríkja. Fullvalda ríki eru þó bundin af alþjóðlegum samningum og lögum hafi þau gengist undir þau af frjálsum vilja. Stofnun Ísraelsríkis 1948 var ekki vel tek- ið af aröbum. Lýstu hin ungu ríki araba strax yfir stríði á hendur Ísrael. Ísrael hafði sigur í því stríði með aðstoð vinveittra ríkja svo sem Bandaríkjanna. Í þessu fyrsta stríði og í stríðum sem á eftir hafa fylgt náði Ísr- ael á sitt vald nýjum landsvæðum og hrakti að nokkru á braut íbúa sem fyrir voru. Margir þeirra settust að í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hafa Palest- ínumenn og arabar krafist þess að Ísrael léti af hendi hertekin svæði. Á allra síðustu ár- um hefur þeirri hugmynd einnig vaxið fylgi að Palestínumenn stofnuðu sjálfstætt ríki. Með stofnun sjálfstæðs ríkis fengju þeir við- urkenningu á alþjóðavettvangi á tilverurétti sínum og lögsögu í eigin málum. Án form- legrar viðurkenningar á fullveldi hafa Pal- estínumenn ætíð þurft að reiða sig á stuðn- ing og velvilja nágrannaríkjanna til að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi. Leiðtogi Pal- estínumanna, Yasser Arafat, var til dæmis allt fram á síðasta áratug álitinn talsmaður ólöglegra hryðjuverkasamtaka sem beittu sér fyrir að útrýma Ísraelsríki með hryðju- verkum. Án alþjóðlegrar viðurkenningar var hvorki Arafat né samtök hans PLO lögmæt- Af hverju gerir NATO ekkert stór- tækt hvað snertir stríðið milli Ísr- aels og Palestínu? SVAR: Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálp- arkerfi sem byggist á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sam- eiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. Á varnar- og öryggissviðinu hafa ríki stundum með sér samstarf. Atlantshafs- bandalagið (NATO) er dæmi um slíkt varn- arsamstarf. Að því stóðu upphaflega ellefu Evrópuríki ásamt Bandaríkjunum. Þessi ríki hétu því í stofnsáttmála sínum, sem undirrit- aður var 1949, að aðstoða hvert annað yrði á þau ráðist. Var þá búist við að Sovétríkin og leppríki þess væru líkleg til að ógna öryggi ríkja í Vestur-Evrópu. Með falli Sovétríkjanna hefur ásýnd Atl- antshafsbandalagsins breyst nokkuð. Þrjú ríki sem áður áttu aðild að Varsjárbandalag- inu, sem var hernaðarbandalag stjórnað af Sovétríkjunum, hafa þegar fengið inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Auk þess að vera áfram sameiginlegt varnarbandalag hefur Atlantshafsbandalagið leitast við að breyta ímynd sinni úr hernaðarbandalagi í frið- arbandalag. Til dæmis hefur verið stofnað til formlegs friðarsamstarfs (Partnership for Peace) við ríki í Austur-Evrópu sem áður lutu kommúnistum. Á fimmtíu ára afmæli Atlantshafs- bandalagsins árið 1999 státaði það af því að hafa haldið friðinn í fimmtíu ár. Herir NATO höfðu aldrei verið kallaðir til vopna fyrr en í Bosníu sem hafði verið eitt af sex sambandsríkjum Júgóslavíu fyrir borg- arastríðið, er blossaði upp þar eftir fall kommúnista. Í ófriðnum í Júgóslavíu beitti Atlantshafsbandalagið sér hvorki í átökunum í Slóveníu né í Króatíu. Hins vegar blandaði það sér í leikinn á seinni stigum ófriðarins í Bosníu þegar aug- ljóst var orðið að ekkert lát yrði á grimmi- legum bræðravígum á þessum slóðum. Hafði Evrópusambandið um nokkurt skeið haft áhyggjur af ástandi mála en ekki haft hern- aðarlega burði til að skakka leikinn. Dróst NATO hægt og bítandi inn í átökin af þess- um sökum. Atlantshafsbandalagið efndi til loftárása á vígi Serba og eftir að þeir gáfust upp sendi bandalagið friðargæslulið á vett- vang. Fordæmið frá Bosníu ýtti undir að Atlantshafsbandalagið beitti sér einnig með sama hætti árið 1999 gegn þjóðernishreins- unum Serba í Kosovo. Íhlutun Atlantshafsbandalagsins í fyrrver- andi sambandsríkjum Júgóslavíu var rétt- lætt á þann veg að ófriðurinn á þessu svæði stofnaði öryggi NATO-ríkja í hættu og að einnig væri það siðferðisleg skylda NATO að koma í veg fyrir þjóðarmorð í einu af ríkjum Evrópu. Eftir að Serbar gáfust upp hafa margir leiðtogar þeirra verið dregnir fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn í Haag sem stofnaður var sem hluti friðarsam- komulagsins í Bosníu. Þessa dagana er ein- mitt réttað yfir fyrrum forseta Serbíu, Mil- osevic, sem talinn er bera mesta ábyrgð allra á hefndarverkum sem framin voru í fyrrum ríkjum Júgóslavíu. Sömu rök fyrir hernaðaríhlutun erlendra ríkja hafa ekki verið fyrir hendi í deilum Ísrael við Palestínumenn innan landamæra Ísrael. Lögsaga Ísrael í innri málefnum sín- um hefur ekki verið véfengd á alþjóðavett- vangi þótt aðgerðir stjórnvalda gegn palest- ínsku fólki hafi oft verið harðlega gagnrýndar. ir samningsaðilar í alþjóðlegum viðræðum um lausn vandans fyrir botni Miðjarðarhafs. Bandaríkin hafa alla tíð stutt Ísrael með ráðum og dáð. Auk þess að tala máli Ísraels á alþjóðavettvangi og veita þeim mikinn fjárstuðning hafa Bandaríkin lengi reynt að miðla málum milli Ísraela og nágranna þeirra. Bandaríkin beittu sér til dæmis fyrir friðarviðræðum milli Ísraels og nágranna- ríkja þess. Sögulegt friðarsamkomulag milli Ísraels og Egyptalands, sem náðist í sum- arhúsi forseta Bandaríkjanna í Camp David haustið 1978, varð til að greiða fyrir sam- komulagi við önnur arabaríki. Frið- arsamkomulagið hafði hins vegar þær afleið- ingar að öfgafullir múslímar réðu síðar af dögum Anwar Sadat, forseta Egyptalands, sem undirritað hafði samkomulagið við Me- nachim Begin, forseta Ísraels. Fyrir þátt sinn í þessu sögulega friðarsamkomulagi voru þeim Sadat og Begin veitt frið- arverðlaun Nóbels þetta sama ár. Lengi vel hefur Ísrael haft afskipti af ná- grannaríki sínu, Líbanon, sem veitti PLO skjól um hríð. Í upphafi níunda áratugarins sendu Bandaríkin herlið til Líbanon sem stilla átti til friðar. Herliðið dróst hins vegar inn í átök stríðandi fylkinga. Bandaríkin drógu lið sitt til baka er ríflega tvö hundruð bandarískir landgönguliðar létu lífið í sprengjuárás á heimavist þeirra. Sú reynsla var Bandaríkjunum dýrkeypt og dró úr vilja bandarískra stjórnvalda að hafa hernaðarleg afskipti af nágrannaerjum á þessum slóðum. En þrátt fyrir viðvarandi átök miðaði frið- arferlinu nokkuð á síðasta áratug, meðal annars fyrir milligöngu Norðmanna og Sam- einuðu þjóðanna. Ísraelar féllust á að stofn- að yrði sjálfstjórnarsvæði Palestínu. Þessi ákvörðun opnaði fyrir þann möguleika að hugsanlega yrði sjálfstætt ríki Palestínu stofnað seinna. Að nokkrum tíma liðnum setti forysta sjálfstjórnarsvæðisins fram formlega kröfu um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu. Vildi hún fá viðurkenningu frá Ísraelsstjórn í september 2000. Ísrael varð ekki við þeim kröfum. Þvert á móti voru kosnir til valda fulltrúar sem vildu taka hart á sjálfstæðistilburðum Pal- estínu. Fyrrverandi herforingi, Ariel Shar- on, valdist sem forsætisráðherra. Sharon hafði meðal annars unnið sér til frægðar að tengjast fjöldamorðum í tveimur flótta- mannabúðum Palestínumanna í Beirút árið 1982 þegar hann stjórnaði aðgerðum Ísraels þar. Átök blossuðu því aftur upp og enn verður ekki séð fyrir endann á þeim. Lausn þessara deilumála hefur ekki verið talið í verkahring Atlantshafsbandalagsins sem stofnað var sem sameiginlegt varn- arbandalag aðildarríkja þess. Deiluaðilar fyrir botni Miðjarðarhafs eiga ekki aðild að bandalaginu né hefur ástandið fram að þessu verið talið ógna öryggi NATO- ríkjanna. Vera má að þessi skoðun breytist í ljósi atburðarásar sem hófst 11. september. Líklegra er talið að Bandaríkin muni áfram beita sér fyrir því að endanleg lausn finnist. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. NATO OG STRÍÐIÐ MILLI ÍSRAELS OG PALESTÍNU Í vikunni sem er að líða leitaði Vísindavefurinn meðal annars svara við spurningunum hvort notkun löggæslumyndavéla hafi áhrif á réttarvitund hins almenna borgara, afhverju fólk er stundum sem augu í sitt hvorum lit, hvernig sundmaginn í fiskum verkar og hvers vegna grísinn er tákn sparn- aðar sem sparibaukur. VÍSINDI Reuters „Líklegt er talið að Bandaríkjamenn muni áfram beita sér fyrir því að endanleg lausn finnist.“ þar töluðu trúboðar og flagarar og dulnefnin gerðu lesendum erfitt fyrir með að senda það sem þeim geðjaðist illa aftur til föðurhúsanna. Victor Eremita (hinn sigrandi einsetumaður en Kierkegaard bjó alla tíð einn) hét einn af þess- um skálduðu höfundum sem Kierkegaard „lét skrifa fyrir sig“. Um rit hans sagði illgjarn rit- dómari einhvern tímann að þau virtust vera eft- ir ungan höfund sem væri fáfróður og hefði lítið til málanna að leggja en hefði þó lesið Kierkega- ard. Í inngangi Kristjáns Árnasonar er skemmti- leg úttekt á dulnefnaaðferð Kierkegaards þar sem honum er meðal annars líkt við meistara með marga sveina í þjónustu sinni til þess að tala fyrir hinum og þessum valkostum. Allir dást að andaktinni „Allir dást að andaktinni,“ sagði Grímur Thomsen háðskur í kvæði sem hann kallaði Faríseann. Þar er ort um hræsnina sem hlaut að verða eitt af helstu umræðuefnum 19. aldar hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr. Hún „hlaut“ að verða það vegna þess að hið sið- ferðilega vald var að færast frá guði og yfir til einstaklinga sem smám saman voru að upp- götva tilvist sína og einsemd í fjarveru guðs. Það þýddi að sjálfsögðu að menn gátu ekki lengur verið vissir um að syndaselirnir færu til helvítis. Þeir gætu komist upp með að syndga og það tekur tíma að sætta sig við þá hugmynd. Søren var reyndar ekki gamall þegar hann fór að gruna að inn í himnaríki kæmust einungis vatnsgreiddir geldingar í fermingarfötum. Kierkegaard missir föður sinn og barnatrúna og hann þráir baráttumál sem geti átt hug hans allan. Hann finnur það í trúnni en það getur ein- ungis verið þar ef hann er einlægur og veit að hann vill trúa. Það er ekki nóg að „allir dáist að andaktinni“. Enginn persónuleiki getur þrifist á ytri táknum. Ef maðurinn ætlar sér að vera ábyrgur fyrir siðferði sínu verður hann að velja einlægni og sannleika og vera heill í því vali. Í málgagni sínu, Andránni, hélt hann því fram að þó að guði væri vissulega á móti skapi að menn stælu, rændu, rægðu og stunduðu hórlífi, væri það ekkert á móti þeirri andstyggð sem guð hlyti að hafa á kristindómi ríkisins. Svo sterkt tók hann til orða og um leið tókst honum að klúðra eigin tilfinningamálum jafn verklega og raun ber vitni og túlkanir hans á þeim málum bera oft og tíðum ýmsu öðru vitni en einlægn- inni. Hvað meinti hann og hvar er hann bara „að þykjast“? Joakim Garff reynir ekki að svara þeirri spurningu en myndin sem hann dregur upp af Søren Aabeye Kierkegaard er heillandi. Garff virðist ekki þjakaður af snillingsdýrkun og hon- um er heldur ekki í mun að sýna fram á að Sør- en hafi nú átt sín ljótu, litlu leyndarmál þegar allt kom til alls. Garff er ekki í hópi þeirra sem trúa sjálfsmati Kierkegaard án gagnrýni en hann gengur ekki heldur í þá póstmódernísku gildru að halda að ekkert sé raunverulegt og Søren einungis til orðinn fyrir áhrif frá eigin texta. Hann velur hvorki vitsmuna- né tilfinningaveruna Kierke- gaard heldur hvort tveggja og sýnir undurvel hvernig eitt nærir annað og tengist í einstökum og sérstökum manni. Einn mikilsverðasti hluti þess arna eru áhrifin sem Kierkegaard varð fyrir af umhverfi sínu og hafði á þetta sama um- hverfi með því að velja að bera sannleikanum vitni. Kaupmannahöfn var borg á stærð við Reykjavík og kúrði innan borgarmúranna á tímum Kierkegaard sem bjó í miðborginni – eigum við að segja í 101 Kaupmannahöfn? Hann elskaði þennan smábæ jafn mikið og hann hataði hann og fór helst ekki í ferðalög. Fjórum sinnum fór hann þó til Berlínar en sat þá innilokaður og skrifaði eins og óður væri. Í Kaupmannahöfn var allt sem hann þarfnaðist. Á þessum árum var gullöld í dönsku mennta- og menningarlífi, stórskáld og hugsuðir gengu um götur með pípuhatta og skrautlega göngustafi, Søren Kierkegaard var einn þeirra. Hann þráttaði við þá og vingaðist á víxl og þeir mót- uðu hugsun hans. Hann fékk að lokum þorrann af málsmetandi samtíðarmönnum upp á móti sér en þegar hann lést lék samt enginn vafi á því að mikilmenni hafði kvatt danskt menningarlíf. Joakim Garff sýnir samspil Kierkegaards og samtíma hans á afskaplega skemmtilegan hátt Hann skrifar líka af ást á viðfangsefninu, sem bæði birtist í næmu auga fyrir smáatriðum og skopskyni sem er ómetanlegt. Søren Aabye var sjálfur meinfyndinn og það hefði verið slæmt ef hvergi bólaði á glettni og tvöfeldni í ævisögu mannsins sem skrifaði meistaraprófsritgerð um „íroniu“ eða háð. Þar að auki tekst Garff á við heimspekilega hugsun Kierkegaard af kjarki og lærdómi. Hann vílar með öðrum orðum ekki fyrir sér að vera sá heimspekingur og það skáld sem hann þarf að vera til þess að vera viðfangsefni sínu samboðinn. Að því leyti stendur SAK framar mörgum innlendum og erlendum skáldævisög- um. Af henni má margt læra. Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.