Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 11 Hvað er Tobin-skattur? SVAR: Skattur Tobins er kenndur við Nób- elsverðlaunahafann James Tobin, prófessor í hagfræði við Yale-háskóla. Tobin setti hug- mynd sína fram árið 1972 en þá hafði árum saman verið mikill órói á fjármálamörkuðum heims. Óróinn leiddi meðal annars til þess að fastgengiskerfi helstu gjaldmiðla heims, sem kennt var við Bretton Woods, hrundi. Það kerfi byggðist mjög á Bandaríkjadal og horn- steinn þess var fast gengi annarra gjaldmiðla gagnvart dalnum. Miklar sveiflur í gengi hinna ýmsu gjald- miðla ollu þá, sem nú, talsverðum vandræð- um. Fótunum gat til dæmis verið kippt undan samkeppnishæfni heilla atvinnugreina í einu landi fyrirvaralítið vegna breytts gengis gjaldmiðils landsins eða gjaldmiðils sam- keppnisaðila. Erfitt var þá, sem nú, að skýra gengissveiflur með aðstæðum í efnahagslífi viðkomandi landa. Sveiflurnar virtust nánast eiga sér sjálfstætt líf. Oft voru gríðarlegar upphæðir færðar úr einum gjaldmiðli í annan af, að því er virtist, þeirri einni ástæðu að aðilar á fjármagns- mörkuðum voru að reyna að gera sér fé úr spám um breytingar á gengi til mjög skamms tíma og það jafnvel spám um mjög litlar breytingar. Þessi miklu viðskipti breyttu gengi gjaldmiðla ört og mikið og gera það raunar enn. Tobin lagði til að dregið yrði úr þessum sveiflum á gjaldeyrismörkuðum með því að leggja veltuskatt á breytingar úr einum gjald- miðli í annan, til dæmis þegar jen eru keypt fyrir dollara. Röksemd hans var að jafnvel mjög lágur skattur myndi eyða möguleikum á að hagnast á litlum breytingum á gengi. Því myndu miklu minni viðskipti verða með gjald- miðla og um leið yrði gengi þeirra stöðugra. Nú leggur Tobin til að skatthlutfallið verði á bilinu 0,1% til 0,25% en upphaflega miðaði hann við ívið hærra hlutfall. Hugmynd Tobins var tekið heldur fálega í fyrstu og raunar hefur hún aldrei komist ná- lægt því að vera hrint í framkvæmd. Engu að síður á hún sér ýmsa áhrifamikla stuðnings- menn og er enn til umræðu öðru hverju, þremur áratugum eftir að hún var fyrst sett fram. Ýmsar tillögur hafa verið settar fram um það hvert tekjurnar af skattinum ættu að renna, til dæmis í að kosta rekstur Sameinuðu þjóðanna eða styðja vanþróuð lönd. Eins og gefur að skilja er hugmyndin um- deild. Það má líkja henni við að henda sandi í tannhjól vélar til að hægja á henni og koma í veg fyrir að hún snúist jafnlipurlega og ella. Hagfræðingar eru yfirleitt mjög tortryggnir á tilraunir til að reka fleyga á milli kaupenda og seljenda á mörkuðum eða að reyna á annan hátt að draga úr skilvirkni markaða. Það hef- ur því gengið hægt að sannfæra þá um ágæti Tobin-skattsins þótt margir hagfræðingar og aðrir séu sammála um að ofsafengnar sveiflur á gjaldeyrismörkuðum og raunar ýmsum öðr- um mörkuðum séu vandamál. Þá eru sumir hrifnir af hugmyndinni um skattinn en efast um að hún sé framkvæm- anleg. Það er ekki skrýtið því að innheimtan og framkvæmdin almennt gæti orðið afar snú- in svo að ekki sé minnst á fyrirsjáanlegar deilur um það hvert afraksturinn ætti að renna. Gylfi Magnússon hagfræðingur. Hver er vestasti oddi Evrópu? SVAR: Þessi spurning er í raun flóknari en virðist við fyrstu sýn því að fyrst þurfum við að skilgreina hvað við eigum við með „Evr- ópu“. Er spyrjandinn að leita eftir upplýs- ingum um hver vestasti oddinn sé í þeim lönd- um sem tilheyra Evrópu landfræðilega, þeim löndum sem hafa stjórnmálaleg tengsl við Evrópu eða vill hann vita hver sé vestasti oddi meginlands Evrópu? Yfirlitskort af Evrópu sýna yfirleitt aðeins meginlandið ásamt Bretlandseyjum, Fær- eyjum og Íslandi en ekki aðrar eyjar í Atl- antshafinu. Á slíku korti er Ísland vestasta land Evr- ópu og því væri vestasti oddi Íslands einnig vestasti oddi Evrópu. Hann væri samkvæmt því Bjargtangar í Látrabjargi sem eru á 21°32,3’ vestlægrar lengdar. Dæmi um slíka framsetningu má sjá á korti í Heimsatlas Máls og menningar frá 1998, bls. 87, en sú bók er þýðing á kortabók breska forlagsins Dorling Kindersley. Á slíku korti af Evrópu sést einnig að vest- asti oddi meginlandsins er Roca-höfði (Cabo da Roca) á strönd Portúgals, nálægt höf- uðborginni Lissabon. Nokkur ríki í Evrópu eiga eyjar vestur í Atlantshafi sem eru yfirleitt ekki með á fyrr- nefndum kortum. Vestastar af þessum eyjum eru Asóreyjar, sem eru níu talsins og tilheyra Portúgal, um 1.600 kílómetra frá Roca-höfða og á 24° til 32° vestlægrar lengdar. Þær byggðust ekki fyrr en í upphafi landa- fundanna í Evrópu á fyrri hluta 15. aldar en nú búa þar um 250.000 manns. Varla getur leikið nokkur vafi á því að Asóreyjar teljast til Evrópu. Vestasta eyjan í klasanum heitir Flores og vestasti oddi henn- ar er á um það bil 31° vestlægrar lengdar. Við höfum hins vegar ekki séð í heimildum okkar hvað vestasti tanginn heitir og er það kannski dæmigert um það að þetta evrópska einkenni hans vekur ekki mikinn áhuga. Þótt Grænland tilheyri Danmörku og Evr- ópu í pólitískum skilningi, að minnsta kosti enn sem komið er, þá tilheyrir Grænland Norður-Ameríku landfræðilega. Til þess liggja margar ástæður, þar á meðal lega landsins og landfræðileg, jarðfræðileg og líf- fræðileg tengsl þess við Ameríku umfram Evrópu. Til dæmis eru Grænlendingar að sjálfsögðu skyldari öðrum svokölluðum frum- byggjum Ameríku en Evrópumönnum. En ef Grænland teldist til Evrópu væri vestasti oddi hennar tanginn Inglefield Land sem liggur á 73° vestlægrar lengdar, norður af Thule í norðvesturhluta Grænlands. Segja má að „réttasta“ svarið við þessari spurningu væri að vestasti oddi eyjarinnar Flores í Asóreyjum sé vestasti oddi Evrópu. Landfræðilega eru þær vestasta landsvæði Evrópu, þó að önnur landsvæði enn vestar séu tengd Evrópu í skilningi stjórnmálanna. Ulrika Andersson og Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor í eðlisfræði. HVAÐ ER TOBIN- SKATTUR? Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um hvers vegna sérstök lög gildi um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöf- ina, hvort Pýþagóras hafi fundið upp Pýþagórasarregluna eða hvort hún var bara kennd við hann, hvort barn geti óskað eftir því að fá aðra forráðmenn en foreldra sína og hvað samlíf, gistilíf, samhjálp og sníkju- líf dýra sé. VÍSINDI sem hefur svo margar hliðar að það er hrein- lega ekki hægt að negla niður neina eina sem rétta og allar aðrar sem rangar. Svo tekið sé dæmi, þá má segja að það séu til margar réttar aðferðir við að ala upp börn. (Þetta þýðir þó alls ekki að hvað sem er gangi við barnaupp- eldi, það eru líka til margar rangar aðferðir við það.) Í stað þess að sýna fram á hverjar hljóti að vera hinar réttu forsendur þekkingar – í ljósi röksemdafærslu – er það hlutverk heim- spekinganna, samkvæmt skilningi Rortys, að draga upp sem flestar skilningsmyndir og maður einfaldlega gerir að sinni þá mynd sem best nýtist manni við að komast af við þær að- stæður sem maður býr við, eða þá mynd sem er sem næst því að vera í samræmi við þá mynd sem fólkið í kringum mann hefur. Rorty hefur reyndar haldið því fram, að þessi síðast- talda ástæða – samstaða með öðrum – sé á end- anum það sem ráði úrslitum. Segja má, að með þessum hætti varði heimspekin heiminn í þeirri merkingu að hún fjallar um heiminn og þekkingu okkar á honum, fremur en að segja til um hvernig þekkingu okkar eigi að vera háttað. Rorty hefur lýst heimspekingnum sem eins- konar „upplýstum fúskara“ (Rorty, 1980, bls. 317) sem er ekki sérfræðingur á neinu sviði, en nægilega vel að sér á mörgum sviðum til að geta tengt á milli þeirra og lagt grundvöll að samræðu ólíkra skilningsmynda. Í Heimspeki og spegill náttúrunnar segir Rorty að heim- spekingurinn leggi ekki til neinn fyrirfram smíðaðan samræðugrundvöll, heldur sé aðal- lega í því að halda vakandi voninni um sam- lyndi, svo lengi sem menn haldi áfram að tala saman. Það er að segja, forsenda iðju heim- spekingsins er von um sameiginlegan skilning, eða að minnsta kosti góðkynja missætti. Það sem sennilega flestir hafa við kenningar Rortys að athuga (þótt hann sjálfur myndi lík- lega neita því að hann hafi nokkra „kenningu“) er að þær virðist bjóða heim afstæðishyggju og grafa undan möguleikanum á fullvissu og þar með á möguleikanum á eiginlegri sannfær- ingu. Rorty hefur tekið undir orð Josephs Shumpeters: „Að gera sér grein fyrir afstæði eigin sannfæringa, en hvika samt ekki frá þeim, er það sem greinir siðaðan mann frá villi- manni.“ (Rorty, 1989, bls. 46.) En hvernig er hægt að vera sannfærður um eitthvað og vita um leið að það er afstætt? Hér kviknar hjá manni sá grunur að slíkt geti ekki talist eig- inleg „sannfæring“. Er ekki sannfæring ein- hver hugmynd sem maður hefur og getur ekki efast um? Mætti jafnvel líta á þetta sem eig- inlega skilgreiningu á hugtakinu sannfæring: Hugmynd sem maður getur ekki talið ranga. Sannfæringar eru einmitt þær grundvallar- hugmyndir sem maður byggir allan skilning sinn og heimsmynd á, og ef eitthvað fer að hrikta í þeim hugmyndum fer um leið að hrikta í heimsmynd manns, og þar með sjálfsmynd manns. Að gera sér grein fyrir afstæði sann- færingar sinnar virðist því jafngilda því að hafa enga eiginlega sannfæringu, og eiga þar með enga möguleika á að hafa trausta heims- mynd og jafnvel ekki trausta sjálfsmynd. Kannski ekki nema von að mönnum sýnist hugmyndir Rortys svolítið vafasamar. Þeir sem hafa krafið hann svara við þessum efa- semdum segja að viðbrögð hans séu í raun ekki önnur en axlayppting. Það sem á endanum ræður sannfæringu manns, að mati Rortys, er ekki pottþétt rökvísi heldur tilfinning fyrir samstöðu með öðru fólki. Fólk er mikilvægara en rök. Arfleifð Hegels Segja má að sú heimspekihefð sem nefna mætti arfleifð Hegels leitist við að fara bil beggja ofangreindra hefða sem hér hafa verið (til einföldunar) kenndar við Russell annars vegar og Rorty hinsvegar. Hegelska hefðin er tilraun til að gera grein fyrir möguleikanum á algildi, og þar með á fullvissu (sem Russell var svo umhugað um), en um leið möguleikanum á margbreytni, sérstöðu og breytingum (sem Rorty telur mest um vert). Lykillinn að þessari hegelsku hefð er sá, að samkvæmt henni á heimspekin sér sögulega framvindu, rétt eins og öll önnur viðfangsefni mannanna. Eins og nefnt var í upphafi var Hegel að reyna að leysa vandann sem spratt af árekstri algildishug- sjóna Upplýsingarinnar og hinum fjölbreyttu hefðum og hugsjónum þýsku smáríkjanna. (Það blasir við að þetta er nákvæmlega sami vandinn og Evrópubúar standa nú frammi fyr- ir.) Samkvæmt skilgreiningunni sem gefin var hér að ofan er sannfæring hugmynd sem mað- ur getur ekki efast um, nema grafa þar með undan heimsskilningi sínum og sjálfsmynd. Þess vegna er sannfæring mín algild í þeirri merkingu að ég get ekki býttað henni út fyrir einhverja aðra. (Af þessu leiðir meðal annars að sú fullyrðing Rortys, að maður velji sér ein- faldlega hóp sem maður vill sýna samstöðu með, fær ekki staðist.) En sannfæring mín er ekki algild í þeim skilningi að hún gildi alltaf, alls staðar og fyrir alla. Engu að síður getur hún breyst – og mun óhjákvæmilega breytast – með því að hún rekst óhjákvæmilega í annars konar sannfæringu, sannfæringu annarra, sem er ólík minni. (Eins og Íslendingar vita kannski þjóða best koma breytingar jafnan að utan.) Þetta hefur þau áhrif, að smám saman, eftir því sem tíminn líður, breytist hefðin sem mótaði mig, og þar með breytist algildið sem er grundvöllur fullvissu minnar. Þetta er „sögu- binding“ heimspekinnar, sem segja má að Hegel hafi uppgötvað. Fáar uppgötvanir í heimspeki hafa haft eins mikil áhrif á greinina og þessi, vegna þess einmitt að hún gerði mögulegt að skilja „algildi“ sem eitthvað breytilegt og þar með varð endurskoðun gilda og sanninda möguleg án þess að afstæðis- hyggjan færi að berja að dyrum. En hvernig er breyting algildisins möguleg – og jafnvel óhjákvæmileg? Með hvaða hætti býður hefðin utanaðkomandi áhrifum inn til sín og tekur við þeim? Það gerist fyrir tilstuðl- an tungumálsins, sem er algilt í þeim skilningi að það er sameiginlegur vettvangur allra, og ekkert er algerlega útilokað frá tungumálinu. Ekki svo að skilja að eitthvert eitt tungumál sé alltumlykjandi, heldur er hér einfaldlega átt við að möguleikar tungumála heimsins eru óendanlegir og að tungumál er auðveldasta leiðin til að kynnast hugsun annars fólks og verða fyrir áhrifum frá henni. (Þess vegna er þýðingarvinna einhver mikilvægasta vinna sem til er.) Þessa hugmynd um tungumálið sem algildi má meðal annars finna í verkum þýska heimspekingsins Hans-Georgs Gada- mers, sem er einn af heimspekilegum afkom- endum Hegels nú á dögum. En samkvæmt Gadamer varðar heimspekin heiminn einungis í þeim skilningi að hún fjallar um hann – hún leitast ekki við að vísa veginn – hlutverk heim- spekingsins er fyrst og fremst að sýna fram á það hvernig málum er háttað; til dæmis hvern- ig það er í raun óhjákvæmilegt að sannfæring manns taki breytingum með þeim hætti sem hér að ofan er útskýrður, og að það er stór- varasamt að reyna að spyrna gegn þessari þró- un, til dæmis með strangri verndun þjóðtung- unnar. Þetta leiðir ekki til þeirrar allsherjarupp- lausnar gilda og viðmiða sem verndarsinnar vilja stundum vera láta. (Stundum er talað um að „siðrof“ hafi orðið í íslensku samfélagi, en það er ekki gott að átta sig á hvað það eiginlega merkir.) Þetta þýðir jú að gildi og siðir hljóta að breytast, en það er einmitt þannig sem sög- unni vindur fram. Sannfæring, í þeim skilningi sem hér hefur verið útskýrður, er ekki hug- mynd sem maður streitist við að halda óbreyttri heldur leyfir að þróast – eða þrosk- ast. Sannfæring í þessari merkingu á sér ekki rætur í hlýðni við sterka röksemdafærslu, heldur er sprottin úr hefðinni sem ól mann upp. Þá hefð yfirgefur maður í rauninni aldrei (hún er algild) þótt maður kynnist nýjum. Þetta er eins og þegar maður lærir nýtt tungu- mál: Maður leggur ekki það gamla til hliðar; slíkt er hreinlega ekki hægt, jafnvel þótt mað- ur feginn vildi. Einnig má taka sem dæmi, að maður er kannski sannfærður um að dauða- refsingar séu óréttmætar, og maður stendur á þeirri sannfæringu fastar en fótunum and- spænis hverjum sem er. Ekki vegna þess að það séu röksannindi að dauðarefsingar séu óréttmætar, heldur vegna þess að manni finnst bara, þegar öllu er á botninn hvolft, annað óhugsandi. Maður tekst á við þann sem er manni ósammála (þann sem telur dauðarefs- ingar réttmætar) – tekst á við hann í samræð- um, með tungumáli, því það er eina algildið sem við báðir samþykkjum. Þetta er ekki spurning um að finna algildi í „skynsamlegum rökum“ fyrir hinni einu (rök)réttu niðurstöðu. Við getum báðir teflt fram skynsamlegum rök- um fyrir afstöðu okkar, svo ólíka afstöðu sem við höfum. Þannig er heimspekin á endanum ekki leit að hinum einu gildu röksannindum, eins og Russell hélt fram, heldur er hún huglæg birt- ingarmynd samtímans. Hegel orðaði það sem svo, að heimspeki væri samtíminn mótaður í hugmyndir. Á hverjum tíma og hverjum stað eru einhver algildi ríkjandi. Hlutverk heim- spekinnar er að finna þessi algildi, og sam- þætta þau. Þetta þýðir alls ekki að það sé hlut- verk heimspekinnar að hnekkja þeim algildum sem ríkja hverju sinni. Það er ekkert vit í því að heimspekingurinn rembist við að hafna gildum sem eru forsenda hans eigin heims- skilnings og sjálfsmyndar. Slíkt myndi einung- is leiða hann fram af eins konar hugmyndalegu hengiflugi – út í tómhyggju, eins og það heitir á fínu, evrópsku heimspekimáli. Heimildir: Adelman, Howard: „Hegel’s Phenomenology: Facing the Preface.“ Idealistic Studies, vol. XIV/no.2/may 1984, bls. 159–170. Rorty, Richard: Philosophy and the Mirror of Nature. Princeton University Press, Princeton, 1980 (fyrsta út- gáfa 1979). Rorty, Richard: Contingency, Irony, and Solidarity. Cambridge University Press, New York, 1989. Russell, Bertrand: The Problems of Philosophy. Ox- ford University Press, Oxford, 1980 (fyrsta útgáfa 1912). Höfundur er blaðamaður og heimspekingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.