Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 Morgunkul af hafi, merlar dögg á stráum mjúklát vermir glóey bæði land og sjó. Er í blænum ilmur frá blómunum smáum blíður vindur þíðir úr fjöllunum snjó. Þrastakvak í runni, ljóðin syngur lóa lifna grös úr moldu og angar hvert blóm. Sunna tekur völdin, gyllir grund og móa glaður syngur fossinn minn nýjum róm. Töfrandi er vorið, tekur hug minn fanginn tendrar vonarkenndir, gleði bjarta finn. Blika sólargeislar um kaldan klettadranginn klæða hann í glitskærasta búninginn. Skógarhríslur vænar í skini sólar glitra skrýðist möttli iðgrænum foldarból. Morgundýrð á heiði, daggartárin titra, tíbrá yfir sænum, lambagras á hól. HELGI SELJAN Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. ÞANKAR UM VOR Á ÞORRA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.