Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Page 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 Morgunkul af hafi, merlar dögg á stráum mjúklát vermir glóey bæði land og sjó. Er í blænum ilmur frá blómunum smáum blíður vindur þíðir úr fjöllunum snjó. Þrastakvak í runni, ljóðin syngur lóa lifna grös úr moldu og angar hvert blóm. Sunna tekur völdin, gyllir grund og móa glaður syngur fossinn minn nýjum róm. Töfrandi er vorið, tekur hug minn fanginn tendrar vonarkenndir, gleði bjarta finn. Blika sólargeislar um kaldan klettadranginn klæða hann í glitskærasta búninginn. Skógarhríslur vænar í skini sólar glitra skrýðist möttli iðgrænum foldarból. Morgundýrð á heiði, daggartárin titra, tíbrá yfir sænum, lambagras á hól. HELGI SELJAN Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. ÞANKAR UM VOR Á ÞORRA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.