Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 BRESKI rithöfundurinn Julian Barnes sendi nýlega frá sér ritgerðasafnið Something to Declare (Ýmislegt gefið upp) sem endurspeglar gamalgróið dálæti hans á Frakklandi. Í bókinni, sem er alls 329 síður, er að finna 18 ritgerðir um ólíka þætti í franskri menningu og þjóðarsál. Rifjar höfundur m.a. upp þegar hann fyrst kom til Frakklands á sumarleyfisferðum með fjöl- skyldu sinni og lýsir dvöl sinni sem aðstoðarkennari við skóla á Bretaníuskaga. Þá fjallar Barnes um þætti í frönsku listalífi er höfðu áhrif á hann, s.s. kvikmyndir Truffaut, söng- ur Jacques Brel, Georges Brassens og Boris Vian, og síð- ast en ekki síst bækur Gustave Flaubert sem Barnes fjallar um í mörgum ritgerðum í síð- ari hluta bókarinnar. Í ritgerð- unum ræðir höfundur jafn- framt aðra þætti í franskri menningu, s.s. matargerðarlist og hjólreiðakeppnina Tour de France. Julian Barnes er einn þekkt- asti rithöfundur Breta. Hann hefur sent frá sér níu skáld- sögur, smásagnasafn og tvö ritgerðasöfn. Þá hefur Barnes sent frá sér fjórar glæpasögur undir dulnefninu Dan Kav- anagh. Meðal þekktra skáld- sagna Barnes eru A History of the World in 10½ Chapters, Metroland, Flaubert’s Parrot og Love, Etc sem út kom snemma á síðasta ári. Kóngur Íslands Í bókablaði Politiken segir frá nýútkomnu sagnfræðiriti um Danann Jørgen Jürgensen sem uppi var á 18. öld og getur tal- ist, „einn athyglisverðasti per- sónuleiki sem borgarlegt sam- félag Kaupmannahafnar hefur af sér getið“, eins og grein- arhöfundur hjá Politiken orðar það. Bókin sem um ræðir er eftir ástralska sagnfræðinginn Dan Sprod og heitir The Usurper. Jorgen Jorgensen and his Turbulent life in Iceland and Van Diemens Land 1780-1841 (Valdaræninginn. Jørgen Jür- gensen og stormasamt líf hans á Íslandi og Van Diemens landi 1780-1841). Jürgensen var ævin- týragjarn sonur heiðvirðrar fjölskyldu í Kaupmannahöfn, sem reyndi margt á sinni ævi. Hann ritaði m.a. nákvæma sjálfsævisögu þar sem hann lýsir ferðum sínum til Ástralíu í för með landmælingar- mönnum, hermámi Breta á Tasmaníu (þá nefnt Van Diemens land). Aðrar heimildir herma reyndar um Dana sem kom til Ástralíu með fangaskipi, og má leiða að því líkum að þar hafi Jørgen Jürgensen verið á ferð. En líkt og greinarhöf- undur bendir á er sá almenni tvískinnungur sem leikur um sannleikann í málinu einkar táknrænn fyrir hið ævintýra- lega líf ferðalangsins danska. Hann mun hafa unnið við allt frá hvalveiðum og njósnum til landmælinga og eftir þátttöku sína í samsæri nokkurra Breta um að gera Ísland að breskri nýlendu árið 1809, festist við hann uppnefnið Kóngur Ís- lands (Kongen af Island). Í hinni nýútkomnu bók um ævintýramanninn leitast sagn- fræðingurinn Dan Sprod við að varpa ljósi á hver þessi óljósa stærð danskrar sögu í raun og veru var. ERLENDAR BÆKUR Barnes og Frakkland E GILL Helgason hefur í tveimur pistlum síðustu fjórar vikurnar verið með „smá innlegg í jafnrétt- isbaráttuna“. Í fyrri pistlinum tel- ur hann umræðuna mestanpart óþarfa þar sem markmiðin séu flest í höfn og varar við femínist- um sem vilji ganga lengra. Sum kvenfrelsissjónarmið telur hann varhugaverð, sérstaklega hugmyndina um jákvæða mismunun sem hann leggur að jöfnu við kúgunina í Sov- étríkjunum gömlu. Í staðinn setur Egill fram kröfuna um „alvöru jafnrétti“, þá sönnu jafnrétt- ishugsjón „að meta fólk að verðleikum“. Síðari greinin beinist gegn málfundi sem hald- inn var á vegum Stúdentaráðs og jafnréttis- nefndar Háskóla Íslands. Á þessum málfundi var þeim spurningum varpað fram hvers vegna femínískir fræðimenn mæti enn fáfræði og rang- hugmyndum um sérfræðiþekkingu sína. Eitt- hvað virðist þetta viðfangsefni hafa farið fyrir brjóstið á Agli sem kvartar sáran yfir þeirri yf- irgengilegu frekju femínista að telja sig verða fyrir fordómum. Hann segir jafnréttisbaráttu betur komna í höndum „frjálsra félagasamtaka ekki metið að verðleikum, eðlileg skoðanaskipti fá ekki að njóta sín, konur eru alltaf fórnarlömb, einstaklingurinn er forsmáður, og svona mætti lengi telja. Hvað kallar maður svona skoðanir? Varla vel ígrundaðar? Sjálfur umræðuþáttastjórnandinn heldur því jafnframt fram að jafnréttisumræðan sé mestan part óþörf. Hann telur sem sagt að femínistum fari best að þegja. Kallast þetta ekki að gera eðlileg skoðanaskipti tortryggileg? Er þá ekki vitleysa að ræða um lýðræði og lýðræðishug- sjónir í Íslandi samtímans? Við búum jú við lýð- ræði. Sú kenning hefur verið sett fram að femínismi nái takmarki sínu þegar femínistar verða óþarf- ir. Í fljótu bragði mætti samsinna því að í sam- félagi algjörs jafnréttis sé jafnréttisbarátta óþörf. Slík hugsun byggist þó á misskilningi. Allt sem hefur unnist getur auðveldlega glatast og jafnréttið verður aldrei skilið frá baráttunni. Stöðug umræða er vænlegust til árangurs. Ástæðan er einföld. Þegar við hættum að ræða um hlutina, hættum við að hugsa um þá. en opinberra eftirlitsstofnana“, líkir femínism- anum sem fyrr við marxisma og segir að í honum séu „eðlileg skoðanaskipti gerð tortryggileg“. Nú kæmi mér aldrei til hugar að kalla pistlana hans Egils skólabókardæmi um fáfræði, þverúð eða vanþekkingu. Egill er sjálfur ósáttur við hugtakið fordóma og leggur til að notað verði „geðslegra orð“, eins og „skoðanir“. Með þessar hugsjónir að leiðarljósi lýsir Egill femínistum sem öfgahópi þar sem mannhatur ríkir, fólk er FJÖLMIÐLAR SKOÐANIR, FORDÓMAR, FEMÍNISMI „ S j á l f u r u m r æ ð u - þ á t t a s t j ó r n a n d i n n h e l d u r þ v í j a f n f r a m t f r a m a ð j a f n r é t t i s u m - r æ ð a n s é m e s t a n p a r t ó þ ö r f . H a n n t e l u r s e m s a g t a ð f e m í n i s t u m f a r i b e s t a ð þ e g j a . “ G U Ð N I E L Í S S O N Því er akbrautin efst á hallandi hæð- ardragi. Að öðru leyti er gatan af- skipt, íbúar verða hvorki fyrir ónæði af sandáburði á vetrum eða götu- hreinsun á sumrum. Því er það að á Njálsgötunni er nægur jarðvegur í ræsunum til ræktunar og gætu íbúar hæglega haft kartöflugarð meðfram bílastæðunum. Enn sem komið er hafa þeir ekki nýtt þetta ókeypis jarðnæði og því vaxa fíflar og njóli í ræsunum á sumrin. Njálsgatan er öll mjög lífræn, hellur gangstéttanna mynda jafnathyglisvert landslag og hálendið dásamaða því það er langt síðan að borgin leit við og lag- færði hellulagninguna. Hversu ná- tengd þau eru, Njálsgatan og há- lendið, má sjá á því að viku eftir að allar nærliggjandi götur eru orðnar ís- og snjólausar er Njálsgatan enn svellbungur og klakahryggir. Í stað- inn er hún skjólbezta gatan í brekk- unni þar sem tæplega sjö hundruð manna samfélag getur vaknað á hverjum morgni og horft út á brog- aða byggingarsögu í lit með ís- lenzkum texta. Auður Haralds Mannlíf FÓLK hefur kannski gaman af klass- ískri tónlist en veigrar sér við því að fara á tónleika því það heldur að það verði þungt, erfitt og óaðgengi- legt. Mér finnst að þessu þurfi að breyta. Í framtíðinni vildi ég að áhorfendur yrðu virkari og spyrðu tónskáldin spurninga sem á þeim brenna, eins og tíðkast í Bandaríkj- unum. En það gerist ekki allt á einni nóttu og það þarf að ýta frekar und- ir virkni áhorfenda. […] Ég held að sú staðreynd að mað- ur geti ekki verið án tónlistar verði manni ljós mjög snemma á lífsleið- inni. Það er undirstaða þess að maður geri hana að starfi sínu seinna meir. Tónlistin þarf að skipta það miklu máli fyrir vellíðanina að ekki sé hægt að lifa án hennar. […] Ég hef lagt hart að mér við að mennta mig og afla mér reynslu. Ég vil eiginlega ekki eyða henni nema á þá sem mér finnst hafa eitthvað við það að gera. Nína Margrét Grímsdóttir Mannlíf Njálsgatan er eins og eldfjall sem gýs biki sem bætist við eldri goslög. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mót tískunnar. VIRKARI ÁHEYRENDUR IHalldór Laxness segir frá því í grein sem hannskrifar árið 1943 að amerískir hermenn ganga á undan honum eftir Austurstræti og Banka- stræti og býsnast yfir því hversu margar bókabúð- ir eru í bænum, ein bókabúðin enn, ein bókabúð- in enn, endurtaka þeir. Á þessum tíma segir Halldór að 20 bókaverslanir séu í Reykjavík þar sem búi 40.000 manns en um aldamótin hafi þær verið tvær og íbúarnir 5.000. Hann segist halda að hvergi annarsstaðar séu hlutfallslega svo margar bókabúðir og sjálfsagt sé það dul- arfullt fyrirbrigði í huga Bandaríkjapilta. „Í þeirra ríka landi, sem hefur að vísu á ýmsum sviðum hærri menníngu en við, td í þrifnaði og verklagni, eru bókabúðir mjög sjaldgæfar utan stórborganna. Þar kemur ein bók á hverja tólf þúsund menn, hér ein á þrjú hundruð.“ IIHalldór var einn harðasti gagnrýnandi ís-lenskrar menningar. Sóðaskapur landsmanna hafði orðið honum að umfjöllunarefni og yfirleitt þótti honum sleifarlag á flestu sem þjóðin tók sér fyrir hendur. Honum þykja til dæmis flestar ís- bóka, bæði með þýddu efni og innlendu, fyrir leika og lærða. Hér er í sjálfu sér ekkert dul- arfullt á ferðinni frekar en þegar bókabúðir voru tuttugu í Reykjavík. Þessi þróun helst í hendur við vaxandi fræðasamfélag í landinu og það þrí- fst ekki nema með því að koma verkum sínum á framfæri. IVEins og búast má við hefur þessi kraftur ífræðasamfélaginu eflt menningar- og þjóð- málaumræðu í landinu. Áhrifin hafa þó eigi að síður fyrst og fremst verið óbein. Fræðimenn eru ekki mjög sýnilegir í daglegri umræðu í fjöl- miðlum en verk þeirra skapa í auknum mæli bakland umræðunnar. Fræðimenn hafa þannig ekki farið að orðum Halldórs Laxness um sívö- kula gagnrýni. Það er raunar erfitt að finna ís- lenskan höfund eða fræðimann hin síðari ár sem hefur verið jafn ötull gagnrýnandi og Halldór var sjálfur. Það er líka erfitt að sjá ástæðu þess að listamenn og fræðimenn kjósa nú upp til hópa að taka ekki til máls. Það er þörf á því að sem flestar raddir heyrist. lenskar bækur „furðulegt sýnishorn ómenníngar í verkiðju.“ Slælegur prófarkalestur er og land- lægur, að mati skáldsins. Halldór taldi að meðan þjóðin væri að stíga sín fyrstu spor inn í nútíma- legt borgarsamfélag væri mikilvægt að halda uppi sívökulli menningargagnrýni. Í grein sinni, Gagnrýni og menníng, segir hann: „Við erum að stíga frammí ljós heimssögunnar sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Hvorki með vopni gulli né höfða- tölu getum við skapað okkur virðíngu heimsins né viðurkenníngu sjálfstæðis okkar, aðeins með menníngu þjóðarinnar. Vesalasta skepna jarð- arinnar er ósiðaður maður; og hirðulaust ógagn- rýnið fólk, lint í kröfum til sjálfs sín, sem kann ekki til verka og unir ómyndarskap, hneigt fyrir sukk og drabb, verðskuldar ekki að heita sjálf- stæð þjóð og mun ekki heldur verða það.“ IIIÞótt bókabúðir séu ekki lengur við hvert fót-mál í höfuðstaðnum hefur bókaútgáfa aukist jafnt og þétt. Hvort tveggja hefur og batnað, frá- gangur bókanna og fjölbreytni. Einkum hefur færst mikill vöxtur í útgáfu ýmis konar fræði- NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.