Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 ÉG sit í fallegri en látlausri skógar-kirkju á stað nokkrum í Noregi. Ábak við altarið er stór gluggi meðglæru gleri. Utan við gluggann bærist sumargróðurinn í sínu fegursta skrúði. Lífið, sköpunarverkið. Útsýnið er aðeins rofið af krossmarkinu sem glugga- póstarnir mynda. Er þetta mynd af þeim veruleika sem maðurinn býr við? Svo virðist sem allt sem lifir sé með einum eða öðrum hætti merkt krossinum. Krossinn, tákn sársauka, hegningar og angistar, pyntingar, blóðs og andstyggð- ar. En með dauða Jesú Krists og upprisu er hann orðinn eitt helsta tákn kærleik- ans, ekki aðeins þess kærleika sem líður og fórnar, heldur einnig þess kærleika sem umskapar, fyrirgefur, og lífgar. Það stendur yfir fasta. Þá íhuga kristnir menn um víða veröld píslargöngu Jesú Krists. Hér á landi hefur Hallgrím- ur Pétursson leitt þá íhugun um aldir: Krossferli að fylgja þínum, fýsir mig Jesú kær. Var ekki vegferð Jesú Krists samfelld- ur krossferill allt frá fæðingu? Kirkjan talar um líf Krists, þjáningu hans og dauða sem hjálpræðisverk, unnið í eitt skipti fyrir öll. Biblían notar fjölda mynda til að tjá leyndardóm þessa hjálp- ræðisverks: hann bar sekt vor allra; greiddi skuldina; sigraði dauðann og illskuna; gaf líf sitt fyrir vini sína; vorar þjáningar voru það sem hann bar; návist Guðs í dýpstu örvæntingu. Og Páll postuli kallar þennan leyndardóm krossins heimsku Guðs. Leyndardómur krossins. Krossinn og það sem á honum gerðist er leyndardóm- ur frá upphafi. Um leið og krossinn birti eitthvað alveg nýtt, var það samt ekki óþekkt. Jesús Kristur kom með það sem var frá upphafi. Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð, .... og orðið varð hold. Í bók sinni, Viktoríu, segir Knut Hams- un: „Kærleiksorðið var fyrsta orð Guðs, fyrsta hugsun sem fór um huga hans. . þegar hann sagði: Verði ljós, þá varð kær- leikur. Og allt sem hann hafði skapað var harla gott, og hann vildi ekki hafa látið neitt af því ógert. Og kærleikurinn varð upphaf veraldar og ríkti í veröldinni, en allir vegir kærleikans eru fullir af blóm- um og blóði, blómum og blóði.“ Hvað er það sem hefur bundið hug manna við krossinn í tvær þúsaldir? Sér maðurinn þar sjálfan sig í myrkrinu, þyrstan, þjáðan og yfirgefinn af Guði? Sér hann sjálfan sig í þjáningu Krists? Heyrir hann berast þaðan bæn fyrir sér: Faðir fyrirgef þeim..? Heyrir hann þaðan huggunarorð sem vekja von: Í dag skaltu vera með mér í Paradís? Heyrir hann þaðan siguróp: Það er fullkomnað? Fullkomnað lögmál fyrir þig er, fullkomið gjald til lausnar þér, fullkomnað allt, hvað fyrir var spáð, fullkomna skaltu eignast náð. (H.P.) Krossinn, tákn þjáningar, haturs og Guði firrtrar veraldar. Krossinn, lífsins tré, tákn vonar. Vaclav Havel sagði eitt sinn á ráð- stefnu um hatrið: „Ég er ekki bjartsýnis- maður, vegna þess að ég veit ekki hvort allt fer vel. Ég er heldur ekki svartsýnis- maður, því ég veit ekki hvort allt fer illa. Ég get aðeins vonað. Vonin er óháð ástandinu. Vonin hefur ekkert að gera með ytri aðstæður. Annað hvort vonar maður eða ekki. Ég þakka Guði fyrir þessa gjöf.“ Við signum börnin okkar og gerum krossmark fyrir sjálfum okkur. Það er heilög athöfn, sem snertir dýpstu rætur veru okkar. Tákn sársaukans. Tákn von- arinnar, þeirrar vonar sem er óháð að- stæðum. Tákn lausnar undan því óbæri- lega. Krossinn, tákn þjáningar og sáttagjörðar. Krossinn, lífsins tré. Ave crux spes unica. KROSS- INN Höfundur er sóknarprestur í Hallgrímskirkju. E F T I R S I G U R Ð PÁ L S S O N LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju stendur fyrir kórtónleikum í kirkjunni annaðkvöld kl. 20 undir yfirskriftinni: „Kem ég nú þín- um krossi að.“ Kammerkórinn Schola can- torum undir stjórn Harðar Áskelssonar flyt- ur kórtónlist tengda föstunni eftir Poulenc, norrænu tónskáldin Rautavaara, Nystedt, Kverno og Karlsen. Efnisskráin er byggð kring um Sjö orð Krists á krossinum, kórútsetningar Jóns Hlöðvers Áskelssonar á gömlum íslenskum passíusálmalögum. Norræn söngverk og fjórar föstumótettur eftir Poulenc brúa bil- ið milli sjö versa Hallgríms Péturssonar. Einsöngvarar í nokkrum verkanna eru úr röðum kórfélaga. Íhugun um krossinn Hörður Áskelsson kórstjóri segir að sam- spil kertaljósa, markviss uppbygging efnis- skrár og mismunandi staðsetning kórfélaga í kirkjurýminu sé ætlað að stefna tónleika- gestum til móts við íhugun um krossinn og krossfestinguna. „Krossinn er miðlægt tákn kristinna manna. Hann er jafnt tákn pínu og dauða sem tákn upprisu og lífs þegar lífið ber sig- urorð af dauðanum. Á föstunni beinir krist- in kirkja sjónum að krossi pínunnar; að písl- arsögu Krists. Listamenn kristinnar kirkju hafa á hverjum tíma lagt mikið af mörkum við túlkun á píslarsögunni og glímt við djúp- an leyndardóm krossins. Þeir hafa með orð- um, myndum og tónum örvað skilningarvit til nálgunar við þennan leyndardóm sem leitar á mið dýpri vitundar, þar sem trúin á sér stað. Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar, Passíur Bachs og margra annarra tónskálda, krossfestingarmyndir meistara málaralistarinnar frá mörgum öldum eru allt dæmi um listaverk af þessu tagi.“ Myndrænn bakgrunnur Hörður segir að efnisskrá tónleikanna flytji okkur nokkur dæmi um glímu tón- skálda samtímans við þetta efni, sem bygg- ist á sígildum kirkjulegum textum og vers- um úr Passíusálmum sr. Hallgríms. Efnisskráin er með sterkum norrænum svip, en sækir sér nokkra innviði suður til Frakklands. „Uppsetning efnisskrárinnar hefur myndrænan bakgrunn og skiptist í tvennt. Fyrri hlutanum er ætlað að minna á síðustu kvöldmáltíðina í loftsalnum, text- arnir eru latneskar bænir kvöldmáltíð- arinnar, sem norska tónskáldið Kjell Mörk Karlsen tónsetti á árunum 1997-98. Karlsen er eitt af afkastamestu tónskáldum á sviði kirkjutónlistar á Norðurlöndum í dag. Í framhaldi af því hljómar hin Drottinlega bæn, með tónlist finnska tónskáldsins Ein- ojuhani Rautavaara frá árinu 1973, kristin kirkja tekur undir borðbæn lærisveinanna, sem brátt munu sjá frelsara sinn hanga á krossi. Rautavaara er heimsþekktur og hef- ur samið mikið af frábærri kórtónlist. Seinni hlutinn gerist á Hausaskeljastað. Kristur heyr sitt dauðastríð á krossinum. Síðustu sjö skiptin sem hann tjáir sig áður en hann deyr, með orðum Passíusálmanna við laglínur íslenskrar þjóðarsálar frá 19. öld, mynda ramma utan um tónlist annarra höfunda, sem ætlað er að vera einskonar út- legging á þessum atburði. Jón Hlöðver Ás- kelsson útsetti lögin fyrir Mótettukór Hall- grímskirkju árið 1995. Fjórar mótettur eftir Francis Poulenc frá árinu 1939, þar sem hann með sínu sérstaka tónmáli opnar leið fyrir djúpa trúartján- ingu, hafa líklega ekki heyrst í heild áður á Íslandi. Þær eru hluti af tiltölulega fáum trúarlegum verkum höfundarins sem eru hvert um sig mikils metin af kóráhugafólki. Föstusöngur Trond Kverno um gamla helgi- sögn er í nokkurri sérstöðu á efnisskránni, tónmálið er þjóðlegt, viðlagið er vöggu- söngur í anda enska jólasöngsins Coventry carol, hér er söngurinn tengdur orðaskipt- um Krists við móður sína og lærisveinana. Knut Nystedt er einn vinsælasti höfundur kórtónlistar á Norðurlöndum og hann hefur helgað kirkjunni mikið af kröftum sínum. Kórverkið O crux, fyrir átta radda kór frá árinu 1978, er vinsælt viðfangsefni kóra um allan heim og þetta verk var einnig á efnis- skrá Schola cantorum fyrir einu ári.“ Kammerkórinn Schola cantorum við Hall- grímskirkju hefur nýlega haldið upp á fimm ára afmæli sitt. Kórinn hefur á skömmum tíma komist í fremstu röð íslenskra kóra, hreppt verðlaun í alþjóðlegri kórakeppni og hvarvetna fengið einróma lof gagnrýnenda. Á síðasta ári flutti kórinn m.a. óratóríuna Jósúa eftir Händel, en sá flutningur varð meðal annars til þess að Hörður Áskelsson var nýlega valinn flytjandi ársins 2001 á sviði klassískrar tónlistar vegna Íslensku tónlistarverðlaunanna. Nýr hljómdiskur kórsins, Heyr himna smiður, var einnig tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Morgunblaðið/Jim Smart Schola cantorum og Hörður Áskelsson koma fram á tónleikum í Hallgrímskirkju annaðkvöld. SUNGIÐ VIÐ KERTALJÓS SÍGAUNALJÓГ er yfirskrift tónleikasem fram fara á Nýja sviði Borgarleik-hússins í dag, laugardag. Hefjast þeirklukkan 15.15. Tónleikarnir eru í tónleikaröð þeirra Daní- els Þorsteinssonar píanóleikara og Sigurðar Halldórssonar sellóleikara sem nefnist Ferða- lög. Anna Sigríður Helgadóttir mezzosópran- söngkona mun flytja samnefndan ljóðaflokk Antonins Dvoráks. Einnig verða á efnisskránni sónötur eftir bæheimsku tónskáldin Georg Benda og Bohuslav Martinu. SÍGAUNALJÓÐ Í FERÐALÖG- UM Í BORGAR- LEIKHÚSINU Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Halldórsson og Anna Sigríður Helgadóttir. Fjarverandi var Daníel Þor- steinsson þegar ljósmynd- ara bar að garði. EINKASÝNING áverkum ÓlafsElíassonar verð-ur haldin í Musée d’Art Moderne de la Ville de Paris á næstunni. Líkt og nafn safnsins bendir til er sýningin haldin í París. Hún verður opnuð 22. mars næstkomandi og stendur í tæpa tvo mán- uði, fram til 12. maí. Á sýningunni verða nýlegar innsetningar Ólafs sem margar hverj- ar hafa ekki verið sýndar í Frakklandi áður. Er um að ræða svonefndar „umhverfisskynjanir“ þar sem ljós og hljóð eru samtvinnuð náttúru- efnum á borð við hraun. Verkin á sýningunni, sem eru mitt á milli vísindaheimsins og náttúrunnar, eru þá sögð kanna þá ólíku þætti sem hafa áhrif á skynjun áhorfandans. ÓLAFUR ELÍASSON Í PARÍS Ólafur Elíasson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.